Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Real Madrid gæti tapað leik á kæru

Real Madrid gæti misst þrjú stig í spænsku deildinni eftir að Getafe lagði inn formlega kvörtun um að stóru nágrannarnir þeirra í Madrid hafi notað ólöglegan leikmann í leik gegn þeim.

Fótbolti
Fréttamynd

„Algjörlega einstök manneskja og knattspyrnukona“

Kristján Guðmundsson var að vonum ánægður með sigur Stjörnunnar á Val nú í kvöld. Tvö mörk Garðbæinga í fyrri hálfleik var það sem skildi liðin að en það var eitthvað allt annað sem var efst í huga Kristjáns eftir leikinn.

Fótbolti
Fréttamynd

Katla: Erum með góðan og breiðan hóp

Katla María Þórðardóttir skoraði tvö mörk í 3-1 sigri Selfoss á Tindastól. Leikurinn var hluti af fjórðu umferð Bestu deildar kvenna og fór fram fyrr í kvöld á JÁVERK-vellinum á Selfossi. Þetta var fyrsti sigur Selfoss það sem af er tímabils.

Fótbolti
Fréttamynd

„Vorum með hausinn rétt skrúfaðan á“

Guðni Eiríksson, þjálfari FH í Bestu deild kvenna, var að vonum sáttur eftir að hafa stýrt liði sínu til fyrsta sigurs á tímabilinu gegn Keflavík í Kaplakrika á þriðjudagskvöldið. FH byrjaði af krafti og tók snemma forystuna en þrátt fyrir ágæta endurkomu gestanna náði heimaliðið að halda út í fyrsta heimaleik tímabilsins, lokatölur 3-1 FH í vil.

Fótbolti
Fréttamynd

Safna í fótboltalið með barneignum

Fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Garðar Gunnlaugsson og Fanney Sandra Albertsdóttir, fegurðardrottning, flugfreyja og förðunarfræðingur, eiga von sínu öðru barni saman, en um er að ræða sjötta barn Garðars. 

Lífið
Fréttamynd

„Ekkert ná­lægt því að vera eins og píkur“

Ummæli þjálfara Víkings í úrvalsdeild karla þar sem hann sagði sig og leikmenn sína hafa verið „algjörar píkur í fyrra“ hafa vakið mikla athygli. Keppast netverjar við að gagnrýna ummælin og segja líkingarmálið í ósamræmi við veruleikann.

Fótbolti
Fréttamynd

Mikið um meiðsli í Kefla­vík

Ekki nóg með að Keflavík hafi tapað 0-2 gegn HK á „heimavelli“ heldur yfirgaf spænski varnarmaðurinn Nacho Heras völlinn í skjúkrabíl ásamt því að fyrirliði liðsins, Magnús Þór Magnússon, og Dagur Ingi Valsson gátu ekki klárað leikinn vegna meiðsla og eymsla.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Settir í bann eftir að hafa neitað að bera regn­boga­liti

Nokkrir leik­manna franska úr­vals­deildar­fé­lagsins Tou­lou­se í knatt­spyrnu voru fjar­lægðir úr leik­manna­hópi fé­lagsins fyrir leik gegn Nan­tes í frönsku úr­vals­deildinni í gær eftir að þeir neituðu að spila í treyjum með regn­boga­lituðum númerum.

Fótbolti
Fréttamynd

Sló í brýnu milli fyrrum liðs­fé­laga í Liver­pool

Fernando Tor­res, fyrrum fram­herji enska úr­vals­deildar­fé­lagsins Liver­pool fékk að líta rauða spjaldið í leik undir 19 ára liða At­letico Madrid og Real Madrid um ný­liðna helgi. Brott­reksturinn hlaut Tor­res eftir að hann hótaði fyrrum liðs­fé­laga sínum hjá Liver­pool, Al­varo Arbeloa.

Fótbolti
Fréttamynd

Lyng­by á­frýjar um­deildu leik­banni Sæ­vars Atla

Ís­lendinga­lið Lyng­by í dönsku úr­vals­deildinni í knatt­spyrnu hefur á­frýjað guli spjaldi sem Sæ­var Atli Magnús­son fékk í leik gegn Sil­ke­borg IF um ný­af­staðna helgi. Spjaldið veldur því að Sæ­var er í banni í næsta leik liðsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Mynd­skeið varpar ljósi á góð­mennsku Jóns Daða

Ís­lenska at­vinnu- og lands­liðs­manninum Jóni Daða Böðvars­syni er hrósað í há­stert á sam­fé­lags­miðlinum Twitter eftir að mynd­band af honum, að gefa sér tíma til þess að sinna ungum stuðnings­manni Bol­ton Wanderers, skaut upp kollinum á miðlinum.

Fótbolti