Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. mars 2025 10:21 Matteo Marchetti dómari leiksins sendi Dele Alli snemma í sturtu í leiknum á móti AC Milan í gær. Getty/Jonathan Moscrop Enski knattspyrnumaðurinn Deli Alli lék sinn fyrsta knattspyrnuleik í 748 daga í gærkvöldi en kvöldið endaði snemma og illa fyrir þessa fyrrum vonarstjörnu enska fótboltans. Alli er nú kominn til ítalska félagsins Como til að reynda endurvekja feril sinn. Hann hafði verið á bekknum í tveimur leikjum á undan en kom inn á völlinn í leik Como á móti AC Milan. Alli var hins vegar aðeins búinn að vera inn á vellinum níu mínútur þegar hann fékk rauða spjaldið fyrir brot á Ruben Loftus-Cheek. Alli fékk reyndar fyrst gula spjaldið en myndbandsdómarar gerðu athugasemd við það og gula spjaldinu var breytt í rautt. Kyle Walker, leikmaður AC Milan og fyrrum liðsfélagi Alli hjá Tottenham Hotspur, virtist reyna að biðja dómarann um að hlífa Alli við rauða spjaldinu. Cesc Fabregas, knattspyrnustjóri Como, fékk einnig rautt spjald fyrir mótmæli í kjölfarið á rauða spjaldinu hans Deli Alli. „Deli Alli er markaskorari. Ég reyndi að gefa honum tækifæri. Þetta voru alvarleg mistök hjá reyndum leikmanni. Þetta var augljóst rautt spjald. Hann brást liðinu þegar við áttum möguleika á því að jafna þetta í 2-2,“ sagði Cesc Fabregas. AC Milan vann leikinn 2-1. Alli er nú 28 ára gamall og skrifaði undir átján mánaða samning við Como í janúar. Þetta var fyrsti leikur hans síðan hann spilaði fyrir tyrkneska liðið Besiktas í febrúar 2023. Alli var á sínum tíma eitt mesta efnið í enska boltanum, lykilmaður í enska landsliðinu sem komst í undanúrslitin á HM 2018 og aðalmaðurinn í ungu Tottenham liði undir stjórn Mauricio Pochettino sem fór alla leið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2019. Allt fór hins vegar á versta veg fyrir strákinn sem endaði á sex vikna meðferð í Bandaríkjunum árið 2023 eftir að hafa orðið háður svefntöflum. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Ítalski boltinn Mest lesið Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Íslenski boltinn Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti Ísland úr leik með tapi í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Fleiri fréttir Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Leik lokið: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Sjá meira
Alli er nú kominn til ítalska félagsins Como til að reynda endurvekja feril sinn. Hann hafði verið á bekknum í tveimur leikjum á undan en kom inn á völlinn í leik Como á móti AC Milan. Alli var hins vegar aðeins búinn að vera inn á vellinum níu mínútur þegar hann fékk rauða spjaldið fyrir brot á Ruben Loftus-Cheek. Alli fékk reyndar fyrst gula spjaldið en myndbandsdómarar gerðu athugasemd við það og gula spjaldinu var breytt í rautt. Kyle Walker, leikmaður AC Milan og fyrrum liðsfélagi Alli hjá Tottenham Hotspur, virtist reyna að biðja dómarann um að hlífa Alli við rauða spjaldinu. Cesc Fabregas, knattspyrnustjóri Como, fékk einnig rautt spjald fyrir mótmæli í kjölfarið á rauða spjaldinu hans Deli Alli. „Deli Alli er markaskorari. Ég reyndi að gefa honum tækifæri. Þetta voru alvarleg mistök hjá reyndum leikmanni. Þetta var augljóst rautt spjald. Hann brást liðinu þegar við áttum möguleika á því að jafna þetta í 2-2,“ sagði Cesc Fabregas. AC Milan vann leikinn 2-1. Alli er nú 28 ára gamall og skrifaði undir átján mánaða samning við Como í janúar. Þetta var fyrsti leikur hans síðan hann spilaði fyrir tyrkneska liðið Besiktas í febrúar 2023. Alli var á sínum tíma eitt mesta efnið í enska boltanum, lykilmaður í enska landsliðinu sem komst í undanúrslitin á HM 2018 og aðalmaðurinn í ungu Tottenham liði undir stjórn Mauricio Pochettino sem fór alla leið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2019. Allt fór hins vegar á versta veg fyrir strákinn sem endaði á sex vikna meðferð í Bandaríkjunum árið 2023 eftir að hafa orðið háður svefntöflum. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc)
Ítalski boltinn Mest lesið Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Íslenski boltinn Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti Ísland úr leik með tapi í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Fleiri fréttir Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Leik lokið: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Sjá meira