Sjötíu ára titlaþurrð á enda Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. mars 2025 16:00 Liðsmenn Newcastle fögnuðu vel og innilega í leikslok. Justin Setterfield/Getty Images Newcastle hafði betur gegn Liverpool í úrslitum enska deildarbikarsins í knattspyrnu í dag, 2-1. Ef frá eru taldir bikararnir sem fást fyrir að vinna Intertoto Cup og ensku B-deildina höfðu Newcastle ekki fagnað titli frá því að liðið vann FA-bikarinn tímabilið 1954-1955 fyrir leik dagsins. Liðið fékk verðugt verkefni í úrslitunum á Wembley í dag, en Liverpool er sigursælasta lið enska deildarbikarsins frá upphafi með tíu titla. Það var þó ekki að sjá að Newcastle væri minna liðið í leik dagsins. Newcastle-menn mætti ákveðnir til leiks og voru sterkari aðilinn framan af leik. Það skilaði sér loksins á lokamínútu venjulegs leiktíma fyrri hálfleiks þegar Kieran Trippier tók hornspyrnu á fjær. Dan Burn mætti þar á ferðinni og einn og óvaldaður stangaði hann boltann í fjærhornið af löngu færi, 1-0 í hálfleik. ⚽️ @NUFC TAKE THE LEAD! ⚫️⚪️#EFL | #CarabaoCupFinal— Carabao Cup (@Carabao_Cup) March 16, 2025 Áfram voru Newcastle-menn sterkari aðilinn eftir hlé og Alexander Isak kom boltanum yfir línuna á 50. mínútu. Eftir stutta skoðun myndbandsdómara var markið hins vegar dæmt af vegna rangstöðu. Isak lét það þó ekki á sig fá og aðeins um mínútu síðar kom hann boltanum aftur í netið og í þetta skipti fékk markið að standa. Liverpool-liðið virtist ekki hafa mörg svör við leik Newcastle, en eftir því sem leið á leikinn fóru þeir rauðklæddu þó að færa sig framar á völlinn. Þeir fengu líflínu þegar varamaðurinn Federico Chiesa slapp inn fyrir á fjórðu mínútu uppbótartíma og kláraði færið vel. Nær komst Rauði herinn þó ekki og niðurstaðan varð 2-1 sigur Newcastle. Þeirra fyrsti titill í sjötíu ár því staðreynd, en Liverpool situr eftir með sárt ennið. Enski boltinn
Newcastle hafði betur gegn Liverpool í úrslitum enska deildarbikarsins í knattspyrnu í dag, 2-1. Ef frá eru taldir bikararnir sem fást fyrir að vinna Intertoto Cup og ensku B-deildina höfðu Newcastle ekki fagnað titli frá því að liðið vann FA-bikarinn tímabilið 1954-1955 fyrir leik dagsins. Liðið fékk verðugt verkefni í úrslitunum á Wembley í dag, en Liverpool er sigursælasta lið enska deildarbikarsins frá upphafi með tíu titla. Það var þó ekki að sjá að Newcastle væri minna liðið í leik dagsins. Newcastle-menn mætti ákveðnir til leiks og voru sterkari aðilinn framan af leik. Það skilaði sér loksins á lokamínútu venjulegs leiktíma fyrri hálfleiks þegar Kieran Trippier tók hornspyrnu á fjær. Dan Burn mætti þar á ferðinni og einn og óvaldaður stangaði hann boltann í fjærhornið af löngu færi, 1-0 í hálfleik. ⚽️ @NUFC TAKE THE LEAD! ⚫️⚪️#EFL | #CarabaoCupFinal— Carabao Cup (@Carabao_Cup) March 16, 2025 Áfram voru Newcastle-menn sterkari aðilinn eftir hlé og Alexander Isak kom boltanum yfir línuna á 50. mínútu. Eftir stutta skoðun myndbandsdómara var markið hins vegar dæmt af vegna rangstöðu. Isak lét það þó ekki á sig fá og aðeins um mínútu síðar kom hann boltanum aftur í netið og í þetta skipti fékk markið að standa. Liverpool-liðið virtist ekki hafa mörg svör við leik Newcastle, en eftir því sem leið á leikinn fóru þeir rauðklæddu þó að færa sig framar á völlinn. Þeir fengu líflínu þegar varamaðurinn Federico Chiesa slapp inn fyrir á fjórðu mínútu uppbótartíma og kláraði færið vel. Nær komst Rauði herinn þó ekki og niðurstaðan varð 2-1 sigur Newcastle. Þeirra fyrsti titill í sjötíu ár því staðreynd, en Liverpool situr eftir með sárt ennið.