Enski boltinn

Sjáðu hetju­dáðir Stefán Teits í enska boltanum í gær

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stefán Teitur Þórðarson tryggði Preston North End mikilvægan sigur í ensku b-deildinni í gær.
Stefán Teitur Þórðarson tryggði Preston North End mikilvægan sigur í ensku b-deildinni í gær. Getty/Alex Dodd

Íslenski landsliðsmaðurinn Stefán Teitur Þórðarson var hetja Preston North End í ensku b-deildinni í fótbolta í gær.

Stefán Teitur skoraði þá sigurmarkið á móti Portsmouth í dramatískum 2-1 sigri. Markið hans kom á 87. mínútu eftir að Preston hafði fengið á sig jöfnunarmark aðeins fjórum mínútum fyrr.

Þetta var annað deildarmark hans fyrir Preston en miðjumaðurinn skoraði einnig í sigri á Middlesbrough í janúar.

Mark Stefáns var afar laglegt en þar kláraði hann færið eins og háklassa framherji.

Stefán tók laglega við boltanum þrátt fyrir að þurfa að teygja sig í hann, stakk sér fram hjá markverðinum með hægri fæti og náði að koma boltanum í netið með vinstri fætinum úr þröngri stöðu við endalínuna.

Næst á dagskrá hjá Stefáni Teit er að hitta félaga sína í íslenska landsliðinu og fara að undirbúa sig fyrir leiki við Kosóvó í umspili í Þjóðadeild UEFA.

Markið mikilvæga má sjá hér fyrir neðan en samfélagsmiðla fólkið hjá Preston North End var ekkert að flækja lýsinguna á markinu og skrifuðu bara við myndbandið „Beautiful“ eða „Fallegt“ á íslensku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×