Íslendingar sárir, svekktir og súrir: „Evrópa er ekki með eyru“ Þrátt fyrir fagmannlega frammistöðu hlaut Diljá Pétursdóttir ekki brautargengi hjá Evrópubúum á seinna undanúrslitakvöldi Eurovision í kvöld. Íslendingar flykktust á samfélagsmiðla til að lýsa yfir vonbrigðum með niðurstöðuna. Lífið 11. maí 2023 22:30
Diljá komst ekki áfram Diljá Pétursdóttir, fulltrúi Íslands í Eurovision, komst ekki áfram á seinna undanúrslitakvöldi keppninar sem haldið var í Liverpool í kvöld. Lífið 11. maí 2023 21:09
Íslendingar ánægðir með flutning Diljár Íslendingar voru yfir sig hrifnir af flutningi Diljár Pétursdóttur á Power á seinna undanúrslitakvöldi Eurovision í kvöld. Forsætisráðherrann, borgarstjórinn og fjöldi annarra lýstu yfir stuðningi og aðdáun sinni á Diljá á samfélagsmiðlum. Lífið 11. maí 2023 20:57
Fyrrum leikmaður Liverpool kynnir Eurovision-stig Eista Ragnar Klavan, fyrrverandi leikmaður Liverpool, mun sjá um það verkefni að kynna stig Eistlands í Eurovision sem fram fer í Liverpool næstkomandi laugardagskvöld. Fótbolti 11. maí 2023 20:15
Eurovisionvaktin: Kemst Diljá áfram í úrslit? Seinna undankvöld Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2023 verður haldið í M&S-höllinni í Liverpool í kvöld. Eurovisionvaktin á Vísi fylgist náið með, beint frá Liverpool, þar til yfir lýkur. Lífið 11. maí 2023 18:02
„Ef Diljá kemst ekki áfram er Eurovision dauðadæmt“ Einn stærsti aðdáandi Diljár, fulltrúa Íslands í Eurovision í ár, heldur til í blaðamannahöllinni í Liverpool um þessar mundir. Hann heitir Helio Roque og er spænskur Eurovision-blaðamaður. Lífið 11. maí 2023 18:01
Sjáðu hvernig Diljá og keppinautum hennar gekk á rennsli Framlögin sextán sem keppa í seinni undankeppni Eurovision í kvöld voru öll flutt á búningarennsli síðdegis í Eurovision-höllinni í gær að viðstöddum blaðamönnum. Í myndskeiðunum hér fyrir neðan má sjá búta úr vel völdum atriðum, þar á meðal íslenska atriðið, sem Helena Rakel Jóhannesdóttir, framleiðandi Eurovísis tók upp. Lífið 11. maí 2023 16:23
Eva Laufey deilir uppskriftum að hinni fullkomnu Eurovision veislu Matgæðingurinn og samfélagsmiðlastjarnan Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir er þaulvön þegar kemur að hverskyns veisluhöldum. Hún átti því ekki í erfiðleikum með að gefa góð ráð fyrir komandi Eurovision-partí. Matur 11. maí 2023 14:37
Segir Eurovison-hátíðina jól hommanna „Eurovision er auðvitað eins og jól hommanna. Skáparnir eru þrifnir, gólfið bónað, maturinn planaður niður í öreindir og orðið „shuss!!“ er hangandi fremst á tungunni. Þetta er náttúrulega semí geðveiki ef ég tala fyrir sjálfan mig. Ég get alveg viðurkennt það. Það er smá eins og ferskur kúlt þar sem lög og reglur eru heilagar,“ segir ljósmyndarinn Helgi Ómarsson. Lífið 11. maí 2023 12:33
Var vöruð við Íslendingum eftir að hún vann Diljá Pétursdóttir fulltrúi Íslands í Eurovision er gríðarvel stemmd fyrir undankvöld keppninnar sem fram fer í Liverpool í kvöld. Hún segist ekkert hugsa út í veðbanka og hafi raunar ekki hugmynd um hvernig henni sé spáð. Þá hafi hún eingöngu fundið fyrir stuðningi frá Íslendingum þrátt fyrir viðvaranir um annað. Lífið 11. maí 2023 12:00
Diljá kvíðir því ekki að stíga á svið Nú styttist óðum í að Diljá Pétursdóttir stígi á stóra sviðið í Liverpool fyrir hönd okkar Íslendinga þar sem Eurovision keppnin er haldin í ár. Sjálf segist hún ekkert kvíðin fyrir kvöldinu enda sé stress neikvæð tilfinning. Lífið 11. maí 2023 07:00
Snúningspallurinn klikkaði á ögurstundu í kvöld Tæknilegir örðugleikar gerðu vart við sig í framlagi Íslands á dómararennsli í Eurovision-höllinni í Liverpool í kvöld. Snúningspallur sem Diljá notar á sviðinu hætti að virka en verður kominn í lag fyrir stóru stundina annað kvöld, að sögn Diljár sjálfrar. Lífið 10. maí 2023 22:04
Diljá býr í Húsdýragarðinum Fyrstu lömb sumarsins í Húsdýragarðinum komu í heiminn í dag og eitt þeirra hefur nú þegar hlotið viðeigandi nafn í ljósi tímasetningarinnar. Hún ber að sjálfsögðu nafnið Diljá í höfuðið á Eurovisionfara Íslands. Lífið 10. maí 2023 21:48
Varð að breyta förðuninni þegar hún sá nýja búninginn „Þegar ég sá búninginn þá hugsaði ég að við þyrftum að gera eitthvað aðeins meira kúl,“ segir Lilja Dís Smáradóttir, sem sér um förðun og hár fyrir íslenska Eurovision-atriðið. Eins og sjá má af myndum frá æfingum Diljár hefur búningur hennar tekið talsverðum breytingum frá því sem var í Söngvakeppninni heima. Lífið 10. maí 2023 20:12
Diljá fagnað einna mest á rennsli í höllinni Diljá Pétursdóttur fulltrúa Íslands í Eurovision var gríðarvel tekið á blaðamannarennsli í Eurovision-höllinni í dag. Kliður fór um salinn eftir að Diljá lauk sér af; blaðamenn í grennd við undirritaða létu sérstaklega vel af kraftmikilli rödd Diljár. Lífið 10. maí 2023 13:35
„Hann verður lukkutröllið mitt" „Álfurinn boðar gæfu og gleði fyrir alla sem fá hjálp frá SÁÁ. Ég er viss um að þessir jákvæðu álfastraumar fylgja mér upp á sviðið í Liverpool,“ segir söngkonan Diljá Pétursdóttir, sem keppir fyrir Íslands hönd í Eurovision. Lífið samstarf 10. maí 2023 12:38
Lýsa „mögnuðu mómenti“ með Loreen: „Hún talaði um Diljá eins og hún væri í guðatölu“ Tvær af bakröddum íslenska Eurovision-framlagsins í ár lýsa óvæntum fundi sænsku stórstjörnunnar Loreen og Diljár, fulltrúa Íslands, sem miklum hápunkti Eurovision-dvalarinnar hingað til. Loreen hafi ausið Diljá lofi; dáðst mjög að söng hennar og hreyfingum á sviði – og hreinlega óskað þess í heyranda hljóði að hún byggi sjálf yfir jafnmiklum hæfileikum og hin íslenska starfssystir hennar. Lífið 10. maí 2023 11:50
Þessi komust áfram í úrslit Eurovision Svíþjóð, Finnland og Noregur komust öll áfram á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovison sem haldið var í Liverpool í kvöld. Sjö lönd til viðbótar hlutu brautargengi og munu eiga fulltrúa á Eurovision-sviðinu á laugardag. Lífið 9. maí 2023 21:22
Bretar sannfærðir um að Diljá fljúgi áfram Bretar sem Eurovísir hitti á förnum vegi í Liverpool, þar sem Eurovision fer nú fram, eru flestir á því að Diljá, fulltrúi okkar Íslendinga í keppninni, komist áfram í úrslit keppninnar. Lífið 9. maí 2023 19:09
Eurovisionvaktin: Allt látið flakka á fyrra undankvöldinu Fyrra undankvöld Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2023 verður haldið í M&S-höllinni í Liverpool í kvöld. Eurovisionvaktin á Vísi fylgist náið með, beint frá Liverpool, þar til yfir lýkur. Lífið 9. maí 2023 17:16
Slaufuðu umdeildum breytingum á síðustu stundu eftir hávær mótmæli Hætt var í gær við umdeildar breytingar á kynningu úrslita á undankvöldum Eurovision, eftir hávær mótmæli aðdáenda og annarra tengdra keppninni. Úrslit undankeppnanna í kvöld og á fimmtudag verða þannig kynnt með sama fyrirkomulagi og síðustu ár. Lífið 9. maí 2023 09:54
„Þetta er bara algjör veisla“ Eurovision-farinn Diljá Pétursdóttir segir æðislega stemningu í Liverpool og er spennt fyrir komandi viku. Lífið 8. maí 2023 12:09
Ræddi aðdáun sína á Jóhönnu Guðrúnu á túrkís dreglinum Íslenski Eurovision-farinn Diljá Pétursdóttir mætti galvösk á túrkís dregilinn í Eurovision-landi í Liverpool í Bretlandi fyrr í dag. Diljá stóð meðal annars á höndum og tók smá snúning þar sem hún stillti sér upp fyrir ljósmyndana. Lífið 7. maí 2023 19:47
Eurovision-sigurvegari heiðursgestur á Selfossi á úrslitakvöldinu Danska söngkonan Emmelie De Forest, sem bar sigur úr býtum í Eurovision árið 2013 með laginu Only Teardrops, mun taka lagið í sérstöku Eurovision-partýi á tónleikastaðnum Sviðinu á Selfossi næstkomandi laugardag. Úrslit Eurovision í Liverpool fara fram umrætt kvöld. Lífið 7. maí 2023 18:24
Ekki endilega viss um að símakosningin fari vel með Loreen Eurovision-sérfræðingur segir sænskan sigur í Eurovision í ár alls ekki meitlaðan í stein; Finnar gætu vel hreppt hnossið ef dómnefndir verða þeim hliðhollar. Nú þegar stóra stundin nálgast óðfluga gæti hagur Íslands jafnframt vænkast í veðbönkum en hann hefur þó ekki trú á að framlagið hafni ofar en í 15. sæti. Lífið 6. maí 2023 10:01
Ekki talið öruggt fyrir hana að vera á almannafæri Ágústa Eva Erlendsdóttir söng- og leikkona, sem fór fyrir Íslands hönd í Eurovision í gervi Silvíu Nætur árið 2006, lýsir algjöru fjölmiðlafári kringum atriðið á sínum tíma. Skapofsi Silvíu Nætur kom henni ítrekað í klandur, bæði gagnvart skipuleggjendum Eurovision og grísku þjóðinni. Skömmu eftir keppnina var henni beinlínis ráðið frá því að vera á almannafæri, slík var heiftin úti í Grikklandi. Lífið 5. maí 2023 09:01
Íslendingar svartsýnir á gengi Íslands í Eurovision Meirihluti Íslendinga er svartsýnn á gengi landsins í Eurovision söngvakeppninni í ár. Fáir eru vongóðir um að Diljá Pétursdóttir beri sigur úr býtum fyrir hönd Íslands. Fjöldinn er svipaður og í fyrra þegar Systur kepptu. Mun meiri bjartsýni var hjá landanum þegar Hatari keppti árið 2019 og árin tvö á eftir þegar Daði og Gagnamagnið voru í eldlínunni. Lífið 3. maí 2023 15:00
Diljá eftir fyrstu æfinguna: „Þetta var bara geðveikt“ Diljá Pétursdóttir steig í fyrsta skipti á svið í Eurovision höllinni í Liverpool í dag. Um var að ræða fyrstu æfingu íslenska hópsins. Diljá segir æfinguna hafa gengið vel og að nú verði farið í að laga það sem gekk ekki. Lífið 2. maí 2023 14:02
Diljá kvödd með lúðrasveit og eldgleypum Diljá Pétursdóttir lagði af stað til Liverpool í nótt þar sem hún mun taka þátt í Eurovision fyrir Íslands hönd í næstu viku. Það var nóg um að vera þegar Diljá og föruneyti hennar lögðu af stað upp á flugvöll en þar var meðal annars lúðrasveit og eldgleypar. Lífið 1. maí 2023 11:38
Sænska Idolið vendipunktur í lífi Diljár: „Eitt það sársaukafyllsta sem ég hef gert“ Það er óhætt að segja að hin kraftmikla og hæfileikaríka Diljá Pétursdóttir hafi sungið sig inn í hjörtu landsmanna á síðustu mánuðum en hún bar sigur úr býtum í Söngvakeppni sjónvarpsins og mun því keppa í Eurovision fyrir Íslands hönd eftir aðeins örfáa daga. Lífið 27. apríl 2023 21:00