Segist ekki hafa horft á Eurovision í rúm fimmtíu ár Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 10. apríl 2024 16:05 Brynjari Níelssyni er margt til lista lagt en telur sig samt ekki vera góðan kandídat í Eurovision kynni. Vísir/Vilhelm Brynjar Níelsson segist telja að hann yrði ómögulegur lýsir Eurovision keppninnar. Hann segist síðast hafa horft á Eurovision árið 1970 eða fyrir 53 árum síðan og hefur litla trú á að Ríkisútvarpið myndi vilja ráða hann í giggið. Tilefnið er undirskriftarsöfnun sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins blés til undirskriftarsöfnunar þar sem Brynjar er hvattur til að hlaupa í skarðið fyrir Gísla Martein til að lýsa keppninni í beinni í maí. Þegar þetta er skrifað hafa rúmlega þúsund manns skrifað undir áskorunina. Gísli Marteinn hefur lýst keppninni undanfarin ár en hyggst ekki gera það nú. Ástæðan er ástandið á Gasa og viðbrögð stjórnenda keppninnar við henni, eða skortur þar á. Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins, segir leit að eftirmanni Gísla Marteins ganga vel og tilkynnt verði innan skamms hver lýsi keppninni. „Ekki woke og er öfga hægrimaður að auki“ Brynjar bregst við áskoruninni á Facebook. Þar vekur það sérstaka athygli hans að Sigmundur lætur fylgja með mynd af Hollywood leikaranum Harrison Ford í hlutverki Han Solo úr Star Wars myndunum. Brynjar segist ekki hafa fengið frið eftir að áskorunin var sett á netið. „Var samt ánægður með myndina sem fylgdi áskorun hans á fésbókinni. Hef nefnilega oft lent í því í útlöndum að miðaldra konur kikni í hnjánum og ungar konur skræki þegar þær hitta mig á förnum vegi og biðja mig um eiginhandaráritun og selfí,“ skrifar laufléttur Brynjar. Ríkisstjórnin verður eins og hún var en Gísli Marteinn sagði af sér embætti og nú er hafin undirskriftasöfnun um að Brynjar Níelsson lýsi Eurovision í ár.Brynjar til Malmö!:https://t.co/IG57aWde4J pic.twitter.com/krIbI2kqx7— Sigmundur Davíð (@sigmundurdavid) April 9, 2024 Hann segir eiginkonu sína þó hafa sagt að ekkert sé líkt með honum og Hollywood leikaranum nema harðlífissvipurinn, sem sé að vísu nokkuð áberandi hjá þeim báðum. Brynjar segir að það þyrfti að kýla Harrison Ford á kjaftinn og nefbrjóta hann nokkrum sinnum til að hann líktist honum almennilega. Þó séu nokkur vandkvæði við áskorun Sigmundar. „Þeir á RÚV myndu aldrei ráða mann í svona djobb sem er ekki woke og er öfga hægrimaður að auki. Þá hef ég ekki horft á Júróvisjon síðan Dana Rosemary vann keppnina 1970 með laginu "All kinds of Everything" og því frekar illa að mér um keppnina. Svo gæti ég aldrei orðið eins hress og skemmtilegur og Gísli Marteinn og Felix. Ég yrði álíka glaðlegur þulur og föndur kennarinn í Spaugstofunni.“ Eurovision Tengdar fréttir Leitinni að arftaka Gísla Marteins miðar vel Leitinni að arftaka Gísla Marteins Baldurssonar sem kynnis í Eurovision miðar vel. Verður fljótlega tilkynnt um arftakann. Þetta segir Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins. 9. apríl 2024 11:12 Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Lífið Fleiri fréttir Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Sjá meira
Tilefnið er undirskriftarsöfnun sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins blés til undirskriftarsöfnunar þar sem Brynjar er hvattur til að hlaupa í skarðið fyrir Gísla Martein til að lýsa keppninni í beinni í maí. Þegar þetta er skrifað hafa rúmlega þúsund manns skrifað undir áskorunina. Gísli Marteinn hefur lýst keppninni undanfarin ár en hyggst ekki gera það nú. Ástæðan er ástandið á Gasa og viðbrögð stjórnenda keppninnar við henni, eða skortur þar á. Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins, segir leit að eftirmanni Gísla Marteins ganga vel og tilkynnt verði innan skamms hver lýsi keppninni. „Ekki woke og er öfga hægrimaður að auki“ Brynjar bregst við áskoruninni á Facebook. Þar vekur það sérstaka athygli hans að Sigmundur lætur fylgja með mynd af Hollywood leikaranum Harrison Ford í hlutverki Han Solo úr Star Wars myndunum. Brynjar segist ekki hafa fengið frið eftir að áskorunin var sett á netið. „Var samt ánægður með myndina sem fylgdi áskorun hans á fésbókinni. Hef nefnilega oft lent í því í útlöndum að miðaldra konur kikni í hnjánum og ungar konur skræki þegar þær hitta mig á förnum vegi og biðja mig um eiginhandaráritun og selfí,“ skrifar laufléttur Brynjar. Ríkisstjórnin verður eins og hún var en Gísli Marteinn sagði af sér embætti og nú er hafin undirskriftasöfnun um að Brynjar Níelsson lýsi Eurovision í ár.Brynjar til Malmö!:https://t.co/IG57aWde4J pic.twitter.com/krIbI2kqx7— Sigmundur Davíð (@sigmundurdavid) April 9, 2024 Hann segir eiginkonu sína þó hafa sagt að ekkert sé líkt með honum og Hollywood leikaranum nema harðlífissvipurinn, sem sé að vísu nokkuð áberandi hjá þeim báðum. Brynjar segir að það þyrfti að kýla Harrison Ford á kjaftinn og nefbrjóta hann nokkrum sinnum til að hann líktist honum almennilega. Þó séu nokkur vandkvæði við áskorun Sigmundar. „Þeir á RÚV myndu aldrei ráða mann í svona djobb sem er ekki woke og er öfga hægrimaður að auki. Þá hef ég ekki horft á Júróvisjon síðan Dana Rosemary vann keppnina 1970 með laginu "All kinds of Everything" og því frekar illa að mér um keppnina. Svo gæti ég aldrei orðið eins hress og skemmtilegur og Gísli Marteinn og Felix. Ég yrði álíka glaðlegur þulur og föndur kennarinn í Spaugstofunni.“
Eurovision Tengdar fréttir Leitinni að arftaka Gísla Marteins miðar vel Leitinni að arftaka Gísla Marteins Baldurssonar sem kynnis í Eurovision miðar vel. Verður fljótlega tilkynnt um arftakann. Þetta segir Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins. 9. apríl 2024 11:12 Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Lífið Fleiri fréttir Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Sjá meira
Leitinni að arftaka Gísla Marteins miðar vel Leitinni að arftaka Gísla Marteins Baldurssonar sem kynnis í Eurovision miðar vel. Verður fljótlega tilkynnt um arftakann. Þetta segir Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins. 9. apríl 2024 11:12