Von á tilkynningu frá RÚV vegna Heru Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 11. mars 2024 09:54 Hera Björk fór með sigur úr býtum í Söngvakeppninni og yrði öll önnur ár sjálfkrafa keppandi fyrir Íslands hönd í Eurovision. Vísir/Hulda Margrét Von er á tilkynningu frá Ríkisútvarpinu vegna ákvörðunar um þátttöku Íslands í Eurovision. Þetta segir Stefán Eiríksson útvarpsstjóri. Eins og fram hefur komið er 11. mars síðasti dagurinn til þess að tilkynna opinberlega um þátttöku í Eurovision. Áður hefur komið fram að ekki hafi enn verið tekin ákvörðun um hvort Ísland muni taka þátt. Sagði í svörum Ríkisútvarpsins til Vísi í síðustu viku að það væri enn til skoðunar. Eins og alþjóð veit fór Hera Björk með sigur af hólmi í Söngvakeppninni þar síðustu helgi. Öll önnur ár myndi hún því sjálfkrafa fara út fyrir Íslands hönd í Eurovision. Í janúar tilkynntu stjórnendur Ríkisútvarpsins hinsvegar, eftir þrýsting um að sniðganga Eurovision í ár ef Ísrael tekur þátt, að þeir hefðu ákveðið að taka ekki ákvörðun um þátttöku Íslands í Eurovision fyrr en að lokinni Söngvakeppninni. Það yrði gert í samráði við sigurvegara keppninnar. Hera Björk hefur ítrekað lýst því yfir að hún vilji fara út til Malmö fyrir Íslands hönd. Ekki var einhugur um það í hópnum sem stóð að atriði Heru en Ásdís María Viðarsdóttir, einn höfunda lagsins sagði samvisku sína ekki geta leyft það. Ákvörðun tekin síðar í dag Rúnar Freyr Gíslason, framkvæmdastjóri Söngvakeppinnar, segir í skriflegu svari til Vísis að það sé Stefán Eiríkssonar útvarpsstjóra og Skarphéðins Guðmundssonar dagskrárstjóra Ríkisútvarpsins að taka ákvörðun um málið. Ekki náðist í Skarphéðinn vegna málsins. Í skriflegu svari til Vísis segir Stefán nú að þegar ákvörðun um þátttökuna liggi fyrir muni koma tilkynning frá Ríkisútvarpinu. Eurovision Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Sjá meira
Eins og fram hefur komið er 11. mars síðasti dagurinn til þess að tilkynna opinberlega um þátttöku í Eurovision. Áður hefur komið fram að ekki hafi enn verið tekin ákvörðun um hvort Ísland muni taka þátt. Sagði í svörum Ríkisútvarpsins til Vísi í síðustu viku að það væri enn til skoðunar. Eins og alþjóð veit fór Hera Björk með sigur af hólmi í Söngvakeppninni þar síðustu helgi. Öll önnur ár myndi hún því sjálfkrafa fara út fyrir Íslands hönd í Eurovision. Í janúar tilkynntu stjórnendur Ríkisútvarpsins hinsvegar, eftir þrýsting um að sniðganga Eurovision í ár ef Ísrael tekur þátt, að þeir hefðu ákveðið að taka ekki ákvörðun um þátttöku Íslands í Eurovision fyrr en að lokinni Söngvakeppninni. Það yrði gert í samráði við sigurvegara keppninnar. Hera Björk hefur ítrekað lýst því yfir að hún vilji fara út til Malmö fyrir Íslands hönd. Ekki var einhugur um það í hópnum sem stóð að atriði Heru en Ásdís María Viðarsdóttir, einn höfunda lagsins sagði samvisku sína ekki geta leyft það. Ákvörðun tekin síðar í dag Rúnar Freyr Gíslason, framkvæmdastjóri Söngvakeppinnar, segir í skriflegu svari til Vísis að það sé Stefán Eiríkssonar útvarpsstjóra og Skarphéðins Guðmundssonar dagskrárstjóra Ríkisútvarpsins að taka ákvörðun um málið. Ekki náðist í Skarphéðinn vegna málsins. Í skriflegu svari til Vísis segir Stefán nú að þegar ákvörðun um þátttökuna liggi fyrir muni koma tilkynning frá Ríkisútvarpinu.
Eurovision Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Sjá meira