Mælir ekki með þessu Árni Sæberg skrifar 12. mars 2024 09:17 Hera Björk á sviði á lokakvöldi Söngvakeppninnar. Vísir/Hulda Margrét Hera Björk segir síðustu daga, frá því að hún vann Söngvakeppni sjónvarpsins, hafa verið ansi skrýtna og erfiða. Verst hafi verið að fá skilaboð frá fólki sem greinilega eigi bágt. Hera Björk hefur mikið verið á milli tannanna á fólki eftir að hún bar sigur úr býtum í einvíginu umdeilda gegn Bashar Murad og varð þannig fulltrúi Íslands í Eurovision í ár. Talsverður fjöldi fólks hefur kallað eftir því að Ísland taki ekki þátt í keppninni vegna þátttöku Ísraela. Ríkisútvarpið tilkynnti í gær það ætli að taka þátt í Eurovision og senda sigurlag Söngvakeppninnar í ár, Scared of Heights, í flutningi Heru Bjarkar til Malmö í Svíþjóð. Hera Björk mætti í Bítið á Bylgjunni til þess að ræða málið. Samasemmerkið sem þurfti að hrópa að Hún segir að síðustu dagar hafi verið skrýtnir, erfiðir, lærdómsríkir og opinberandi. „Ég er búin að sjá hvernig hlutirnir geta orðið þegar maður síst á von á og hvernig fólk í kringum manninn bregst við og þéttir raðirnar. Lítur upp úr símanum og tekur kvöldmatinn með manni. Það eru búnir að vera alls konar hlutir sem er búið að vera fallegt að fylgjast með en um leið erfitt að fylgjast með reiðinni og óttanum sem er virðist vera undirliggjandi.“ Hún hafi verið samasemmerkið sem þurfti að hrópa að og það sé í góðu lagi. „Ég hef alveg bein og bak í þetta.“ Gat ekki tekið sigurinn inn almennilega Hera Björk segir að tilfinningin hafi verið blendin þegar nafn hennar var lesið upp að lokinni atkvæðagreiðslunni umtöluðu. „Tilfinningin var blendin. Um leið og hún var stórkostleg þá var víbrasjónin í umhverfinu þannig að ég tók þetta ekki alveg inn. Ég þorði ekki alveg alla leið. Maður finnur það alveg að það eru sterkar og miklar tilfinningar komnar upp á yfirborðið. Sem er kannski bara gott, kannski þurftum við bara að fá þetta allt út. Er þetta ekki svolítið eins og Reykjanesið? Það þarf að opna sig, losa, lokast aftur og róast.“ Sigurgleðin hafi verið ógurlega mikil þegar hún vann Söngvakeppnina árið 2010 og hún hafi getað lifað á henni lengi. Mælir ekki með þessu fyrir nokkurn mann Hera Björk segist ekki hafa gerst grein fyrir því þegar hún vann hversu óvægin umræða daganna á eftir yrði. Enda hefði hún aldrei verið í þessum sporum áður og nú hefði hún samkennd með ráðamönnum þjóðarinnar, sem væru í hennar sporum dags daglega. „Ég mæli ekki með þessu og vil þetta ekki nokkrum manni eða konu.“ Verst að fá einkaskilaboð Hún segir að hún hafi af og til leyft sér að kíkja á samfélagsmiðla til þess að fylgjast með umræðunni um sig og ákvörðun hennar og RÚV um að fara til Svíþjóðar. Hún sé með breitt bak og opinbera umræðan fái ekki sérstaklega á hana. „Ég get alveg sagt ykkur það að ljótasta hliðin á þessu eða erfiðasta hliðin er sú sem snýr að því að mér eru send persónuleg skilaboð.“ Sum skilaboðin séu einhvers konar hópskilaboð, sem hafi verið kurteisisleg og mörg hver alveg eins. Þrýst hafi verið á hana að fara ekki út. „En önnur voru frá aðilum sem ég hefði helst viljað fá að taka utan um þá og þegar. Það var greinilegt að þar vantar eitthvað mikið upp á að upplýsa og hlúa að þeim einstaklingum, því það var þannig myndefni og þannig ljót skilaboð.“ Viðtal við Heru má heyra í spilaranum hér að neðan í heild sinni: Eurovision Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisútvarpið Bítið Tengdar fréttir „Með ólíkindum hvernig RÚV ætlar að valta yfir höfunda sigurlagsins“ Eyþór Gunnarsson tónlistarmaður segist hugsi yfir rétti höfunda til að stjórna því í hvaða tilgangi hugverk þeirra er notað. Hann veltir fyrir sér hvort sæmdarréttur höfunda lagsins Scared of Hights vegi ekki eitthvað þegar ákvörðun um þátttöku í Eurovision var tekin. 11. mars 2024 23:16 Hvorki einföld né auðveld ákvörðun að taka þátt Dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins segir það hvorki hafa verið einfalda né auðvelda ákvörðun að Ísland yrði með í Eurovision í ár. Hann vonast eftir því að þjóðin standi nú við bakið á Heru Björk, sem tekur þátt fyrir Íslands hönd í Malmö í maí. 11. mars 2024 18:28 Bubbi biðst vægðar fyrir hönd Heru Bubbi Morthens tónlistarmaður átelur að fólk beini gagnrýni sinni að Heru Björk Þórhallsdóttur vegna hugsanlegrar þátttöku í Eurovision. 11. mars 2024 10:45 Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Fleiri fréttir Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Sjá meira
Hera Björk hefur mikið verið á milli tannanna á fólki eftir að hún bar sigur úr býtum í einvíginu umdeilda gegn Bashar Murad og varð þannig fulltrúi Íslands í Eurovision í ár. Talsverður fjöldi fólks hefur kallað eftir því að Ísland taki ekki þátt í keppninni vegna þátttöku Ísraela. Ríkisútvarpið tilkynnti í gær það ætli að taka þátt í Eurovision og senda sigurlag Söngvakeppninnar í ár, Scared of Heights, í flutningi Heru Bjarkar til Malmö í Svíþjóð. Hera Björk mætti í Bítið á Bylgjunni til þess að ræða málið. Samasemmerkið sem þurfti að hrópa að Hún segir að síðustu dagar hafi verið skrýtnir, erfiðir, lærdómsríkir og opinberandi. „Ég er búin að sjá hvernig hlutirnir geta orðið þegar maður síst á von á og hvernig fólk í kringum manninn bregst við og þéttir raðirnar. Lítur upp úr símanum og tekur kvöldmatinn með manni. Það eru búnir að vera alls konar hlutir sem er búið að vera fallegt að fylgjast með en um leið erfitt að fylgjast með reiðinni og óttanum sem er virðist vera undirliggjandi.“ Hún hafi verið samasemmerkið sem þurfti að hrópa að og það sé í góðu lagi. „Ég hef alveg bein og bak í þetta.“ Gat ekki tekið sigurinn inn almennilega Hera Björk segir að tilfinningin hafi verið blendin þegar nafn hennar var lesið upp að lokinni atkvæðagreiðslunni umtöluðu. „Tilfinningin var blendin. Um leið og hún var stórkostleg þá var víbrasjónin í umhverfinu þannig að ég tók þetta ekki alveg inn. Ég þorði ekki alveg alla leið. Maður finnur það alveg að það eru sterkar og miklar tilfinningar komnar upp á yfirborðið. Sem er kannski bara gott, kannski þurftum við bara að fá þetta allt út. Er þetta ekki svolítið eins og Reykjanesið? Það þarf að opna sig, losa, lokast aftur og róast.“ Sigurgleðin hafi verið ógurlega mikil þegar hún vann Söngvakeppnina árið 2010 og hún hafi getað lifað á henni lengi. Mælir ekki með þessu fyrir nokkurn mann Hera Björk segist ekki hafa gerst grein fyrir því þegar hún vann hversu óvægin umræða daganna á eftir yrði. Enda hefði hún aldrei verið í þessum sporum áður og nú hefði hún samkennd með ráðamönnum þjóðarinnar, sem væru í hennar sporum dags daglega. „Ég mæli ekki með þessu og vil þetta ekki nokkrum manni eða konu.“ Verst að fá einkaskilaboð Hún segir að hún hafi af og til leyft sér að kíkja á samfélagsmiðla til þess að fylgjast með umræðunni um sig og ákvörðun hennar og RÚV um að fara til Svíþjóðar. Hún sé með breitt bak og opinbera umræðan fái ekki sérstaklega á hana. „Ég get alveg sagt ykkur það að ljótasta hliðin á þessu eða erfiðasta hliðin er sú sem snýr að því að mér eru send persónuleg skilaboð.“ Sum skilaboðin séu einhvers konar hópskilaboð, sem hafi verið kurteisisleg og mörg hver alveg eins. Þrýst hafi verið á hana að fara ekki út. „En önnur voru frá aðilum sem ég hefði helst viljað fá að taka utan um þá og þegar. Það var greinilegt að þar vantar eitthvað mikið upp á að upplýsa og hlúa að þeim einstaklingum, því það var þannig myndefni og þannig ljót skilaboð.“ Viðtal við Heru má heyra í spilaranum hér að neðan í heild sinni:
Eurovision Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisútvarpið Bítið Tengdar fréttir „Með ólíkindum hvernig RÚV ætlar að valta yfir höfunda sigurlagsins“ Eyþór Gunnarsson tónlistarmaður segist hugsi yfir rétti höfunda til að stjórna því í hvaða tilgangi hugverk þeirra er notað. Hann veltir fyrir sér hvort sæmdarréttur höfunda lagsins Scared of Hights vegi ekki eitthvað þegar ákvörðun um þátttöku í Eurovision var tekin. 11. mars 2024 23:16 Hvorki einföld né auðveld ákvörðun að taka þátt Dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins segir það hvorki hafa verið einfalda né auðvelda ákvörðun að Ísland yrði með í Eurovision í ár. Hann vonast eftir því að þjóðin standi nú við bakið á Heru Björk, sem tekur þátt fyrir Íslands hönd í Malmö í maí. 11. mars 2024 18:28 Bubbi biðst vægðar fyrir hönd Heru Bubbi Morthens tónlistarmaður átelur að fólk beini gagnrýni sinni að Heru Björk Þórhallsdóttur vegna hugsanlegrar þátttöku í Eurovision. 11. mars 2024 10:45 Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Fleiri fréttir Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Sjá meira
„Með ólíkindum hvernig RÚV ætlar að valta yfir höfunda sigurlagsins“ Eyþór Gunnarsson tónlistarmaður segist hugsi yfir rétti höfunda til að stjórna því í hvaða tilgangi hugverk þeirra er notað. Hann veltir fyrir sér hvort sæmdarréttur höfunda lagsins Scared of Hights vegi ekki eitthvað þegar ákvörðun um þátttöku í Eurovision var tekin. 11. mars 2024 23:16
Hvorki einföld né auðveld ákvörðun að taka þátt Dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins segir það hvorki hafa verið einfalda né auðvelda ákvörðun að Ísland yrði með í Eurovision í ár. Hann vonast eftir því að þjóðin standi nú við bakið á Heru Björk, sem tekur þátt fyrir Íslands hönd í Malmö í maí. 11. mars 2024 18:28
Bubbi biðst vægðar fyrir hönd Heru Bubbi Morthens tónlistarmaður átelur að fólk beini gagnrýni sinni að Heru Björk Þórhallsdóttur vegna hugsanlegrar þátttöku í Eurovision. 11. mars 2024 10:45
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“