Hera Björk segir að sér hafi verið gerðar upp skoðanir Jakob Bjarnar skrifar 4. apríl 2024 16:01 Hera Björk segir að henni hafi verið gerðar upp skoðanir, henni þyki framkoma Ísrael í garð Palestínu hræðileg og til skammar. Vísir/Hulda Margrét Hera Björk Þórhallsdóttir Eurovisionfari segir að sér hafi verið gerðar upp skoðanir í tengslum við viðtali sem hún átti við ísraelska Eurovision-miðilinn Euromix. Í frétt sem birtist vegna viðtalsins á Eurovsionfun.com er sagt að eftir Siliu Kapsis frá Kýpur hafi annar listamaður sem mun koma fram á Eurovision 2024 fundið kjark til að lýsa yfir skoðun sinni á framlagi Ísraels og lýst yfir mikilli hrifningu sinni á laginu Hurricane sem er í flutningi Eden Golan´s. Hafi Hera sagt að hún telji það mjög sterkt framlag. Vísir gerði grein fyrir þessu viðtali í gærkvöldi en það hafði þá þegar vakið sterk viðbrögð. Óvægin viðbrögð vegna viðtalsins Tónlistarmaðurinn Margrét Kristín Blöndal – Magga Stína – hefur til að mynda sagt að Hera geti ekki hamið hrifningu sína á framlagi Ísrael: „Hún fer alla leið í stuðningnum. Alla leið á siðferðilegan botninn og tekur Ísland með sér,“ segir Magga Stína á sinni Facebooksíðu. Aðrir sem hafa tjáð sig eru Illugi Jökulsson blaðamaður en hann vandar Heru ekki kveðjurnar um leið og hann vekur athygli á undirskriftasöfnun þar sem RÚV er hvatt til að draga Heru úr keppninni: „Sleikjugangur hennar í garð Ísraelsmanna var óþarfur (altso, hún kaus að segja þetta), óskiljanlegur, smekklaus, siðlaus og forkastanlegur. Að óska þess sérstaklega að Ísraelsmenn megi vera „öruggir“ þegar þeir eru í þann veginn að drepa 33.000. íbúann á Gasa (aðallega konur og börn), það er svo viðurstyggilegt að mann sundlar eiginlega.“ „Ég er á móti stríði“ Hera Björg hefur sent Vísi athugasemd vegna fréttarinnar en hún segir að orð sín hafi verið tekin úr samhengi: „Vegna frétta af viðtali sem sem tekið var í Madrid fyrir ísraelska bloggsíðu og mér hafa verið gerðar upp skoðanir um ástandið í Palestínu út af, þá vil ég koma eftirfarandi á framfæri svo enginn miskilningur sé um það,“ segir Hera Björk og heldur svo áfram: „Mér finnst framkoma Ísrael við Palentínsku þjóðina vera hræðileg og til skammar. Að börn þjáist finnst mér alltaf vera skelfilegt og hvað þá þegar heil þjóð þjáist eins og núna er staðan. Ég hef verið í Palestínu og hjálpað til við að fjármagna heimili fyrir munaðarlaus börn þar, svo ég hef séð með eigin augum hvernig hvernig er búið að fara með þetta fólk. Ég er á móti stríði. Ég kalla á eftir friði og er á móti því að fólk tali ekki saman og beiti ofbeldi.“ Eurovision Fjölmiðlar Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Í frétt sem birtist vegna viðtalsins á Eurovsionfun.com er sagt að eftir Siliu Kapsis frá Kýpur hafi annar listamaður sem mun koma fram á Eurovision 2024 fundið kjark til að lýsa yfir skoðun sinni á framlagi Ísraels og lýst yfir mikilli hrifningu sinni á laginu Hurricane sem er í flutningi Eden Golan´s. Hafi Hera sagt að hún telji það mjög sterkt framlag. Vísir gerði grein fyrir þessu viðtali í gærkvöldi en það hafði þá þegar vakið sterk viðbrögð. Óvægin viðbrögð vegna viðtalsins Tónlistarmaðurinn Margrét Kristín Blöndal – Magga Stína – hefur til að mynda sagt að Hera geti ekki hamið hrifningu sína á framlagi Ísrael: „Hún fer alla leið í stuðningnum. Alla leið á siðferðilegan botninn og tekur Ísland með sér,“ segir Magga Stína á sinni Facebooksíðu. Aðrir sem hafa tjáð sig eru Illugi Jökulsson blaðamaður en hann vandar Heru ekki kveðjurnar um leið og hann vekur athygli á undirskriftasöfnun þar sem RÚV er hvatt til að draga Heru úr keppninni: „Sleikjugangur hennar í garð Ísraelsmanna var óþarfur (altso, hún kaus að segja þetta), óskiljanlegur, smekklaus, siðlaus og forkastanlegur. Að óska þess sérstaklega að Ísraelsmenn megi vera „öruggir“ þegar þeir eru í þann veginn að drepa 33.000. íbúann á Gasa (aðallega konur og börn), það er svo viðurstyggilegt að mann sundlar eiginlega.“ „Ég er á móti stríði“ Hera Björg hefur sent Vísi athugasemd vegna fréttarinnar en hún segir að orð sín hafi verið tekin úr samhengi: „Vegna frétta af viðtali sem sem tekið var í Madrid fyrir ísraelska bloggsíðu og mér hafa verið gerðar upp skoðanir um ástandið í Palestínu út af, þá vil ég koma eftirfarandi á framfæri svo enginn miskilningur sé um það,“ segir Hera Björk og heldur svo áfram: „Mér finnst framkoma Ísrael við Palentínsku þjóðina vera hræðileg og til skammar. Að börn þjáist finnst mér alltaf vera skelfilegt og hvað þá þegar heil þjóð þjáist eins og núna er staðan. Ég hef verið í Palestínu og hjálpað til við að fjármagna heimili fyrir munaðarlaus börn þar, svo ég hef séð með eigin augum hvernig hvernig er búið að fara með þetta fólk. Ég er á móti stríði. Ég kalla á eftir friði og er á móti því að fólk tali ekki saman og beiti ofbeldi.“
Eurovision Fjölmiðlar Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira