Fer fögrum orðum um júrólag Ísraels Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 3. apríl 2024 22:33 Hera Björk syngur Eurovision framlag Íslands í ár, Scared of Heights. Vísir/Hulda Margrét Hera Björk Þórhallsdóttir Eurovisionfari fer fögrum orðum um framlag Ísraels í Eurovision, Hurricane, í viðtali við ísraelska Eurovision-miðilinn Euromix á kynningarviðburði keppninnar í Madríd á laugardaginn. Í upphafi viðtalsins segir Hera við ísraelskan spyrilinn að markmið hennar með atriðinu sé að skemmta sér og fá áhorfendur með sér í lið. „Ég dýrka þetta lag. Mér finnst það töfrandi og ég vona að öðrum finnist það líka,“ segir hún. Önnur spurningin í þriggja mínútna viðtalinu snýr að Ásdísi Maríu Viðarsdóttur, höfundi lagsins, og ákvörðun hennar um að fylgja Heru ekki út í keppnina. Ég heyrði að lagahöfundurinn hafi hætt við að taka þátt með þér og hún hafi sagt að Bashar Murad hefði átt að vinna. Hvað finnst þér um það? „Að sjálfsögðu var ég leið en á sama tíma skil ég ákvörðun hennar. Hún hefur sterka skoðun á því sem er í gangi og ég virði ákvörðun hennar,“ segir Hera og bætir við að henni þyki mikilvægt að fólk virði skoðanir hvers annars. „Ég elska þetta lag“ Aðspurð hvaða skilaboð hún hefði til ísraelskra aðdáenda sinna, sem spyrillinn segir mjög marga, sagði Hera Björk eftirfarandi: „Takk kærlega fyrir, ég keppti auðvitað sjálf í Tel Alviv og það var frábært. Ég vona að þið séuð örugg og ég vona innilega að þið njótið keppninnar í ár. Ég vona að Eurovison verði ljós í myrkrinu fyrir okkur öll sem eiga erfitt með að vita af stíðinu og öllum hryllingnum sem er í gangi.“ Loks var Hera Björk spurð hvort hún hefði heyrt framlag Ísraelsmanna í ár, lagið Hurricane með Eden Golan, og hvað henni fyndist um það. „Ég er búin að heyra það. Ég elska þetta lag, elska það. Þetta er raunverulega sterkt lag.“ segir Hera. Viðtalið í heild sinni má nálgast hér. Fjallaði fyrst um árásir Hamas Framlag Ísraela, Hurricane, er sungið af hinni rússnesk ættuðu Golan og hét upprunalega October Rain. Lagið vísaði þá með beinum hætti til árása Hamas í suðurhluta Ísrael þann 7. október í fyrra. Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU), mátu það svo að lagið væri of pólitískt og var Ísrael beðið um að tefla fram öðru lagi. Þá bar Ísrael annað lag undir samtökin, lagið Dancing Forever. Því var einnig hafnað af EBU, sem gáfu þó ekki ástæðu þó ætla megi að lagið, hvers texti er á ensku, sé einnig talið of pólitískt.Í texta lagsins er meðal annars vísað til þess að dansað verði aftur og vísað til kalls úr paradís. Svo fór að texta lagsins October Rain var breytt og lagið fékk nýtt nafn, Hurricane, og er endanlegt framlag Ísraela í ár. Eurovision Tónlist Ísrael Tengdar fréttir Öðru júrólagi Ísraels hafi einnig verið hafnað Annarri tillögu Ísraels að lagi í Eurovision söngvakeppninni hefur verið hafnað. Lagið ber heitið Dancing Forever og lenti í öðru sæti í forvali á eftir laginu October Rain sem Ísrael hugðist áður tefla fram í Eurovision. 29. febrúar 2024 13:30 Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Kanónur í jólakósí Menning Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Lífið Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Lífið Fleiri fréttir Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Sjá meira
Í upphafi viðtalsins segir Hera við ísraelskan spyrilinn að markmið hennar með atriðinu sé að skemmta sér og fá áhorfendur með sér í lið. „Ég dýrka þetta lag. Mér finnst það töfrandi og ég vona að öðrum finnist það líka,“ segir hún. Önnur spurningin í þriggja mínútna viðtalinu snýr að Ásdísi Maríu Viðarsdóttur, höfundi lagsins, og ákvörðun hennar um að fylgja Heru ekki út í keppnina. Ég heyrði að lagahöfundurinn hafi hætt við að taka þátt með þér og hún hafi sagt að Bashar Murad hefði átt að vinna. Hvað finnst þér um það? „Að sjálfsögðu var ég leið en á sama tíma skil ég ákvörðun hennar. Hún hefur sterka skoðun á því sem er í gangi og ég virði ákvörðun hennar,“ segir Hera og bætir við að henni þyki mikilvægt að fólk virði skoðanir hvers annars. „Ég elska þetta lag“ Aðspurð hvaða skilaboð hún hefði til ísraelskra aðdáenda sinna, sem spyrillinn segir mjög marga, sagði Hera Björk eftirfarandi: „Takk kærlega fyrir, ég keppti auðvitað sjálf í Tel Alviv og það var frábært. Ég vona að þið séuð örugg og ég vona innilega að þið njótið keppninnar í ár. Ég vona að Eurovison verði ljós í myrkrinu fyrir okkur öll sem eiga erfitt með að vita af stíðinu og öllum hryllingnum sem er í gangi.“ Loks var Hera Björk spurð hvort hún hefði heyrt framlag Ísraelsmanna í ár, lagið Hurricane með Eden Golan, og hvað henni fyndist um það. „Ég er búin að heyra það. Ég elska þetta lag, elska það. Þetta er raunverulega sterkt lag.“ segir Hera. Viðtalið í heild sinni má nálgast hér. Fjallaði fyrst um árásir Hamas Framlag Ísraela, Hurricane, er sungið af hinni rússnesk ættuðu Golan og hét upprunalega October Rain. Lagið vísaði þá með beinum hætti til árása Hamas í suðurhluta Ísrael þann 7. október í fyrra. Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU), mátu það svo að lagið væri of pólitískt og var Ísrael beðið um að tefla fram öðru lagi. Þá bar Ísrael annað lag undir samtökin, lagið Dancing Forever. Því var einnig hafnað af EBU, sem gáfu þó ekki ástæðu þó ætla megi að lagið, hvers texti er á ensku, sé einnig talið of pólitískt.Í texta lagsins er meðal annars vísað til þess að dansað verði aftur og vísað til kalls úr paradís. Svo fór að texta lagsins October Rain var breytt og lagið fékk nýtt nafn, Hurricane, og er endanlegt framlag Ísraela í ár.
Eurovision Tónlist Ísrael Tengdar fréttir Öðru júrólagi Ísraels hafi einnig verið hafnað Annarri tillögu Ísraels að lagi í Eurovision söngvakeppninni hefur verið hafnað. Lagið ber heitið Dancing Forever og lenti í öðru sæti í forvali á eftir laginu October Rain sem Ísrael hugðist áður tefla fram í Eurovision. 29. febrúar 2024 13:30 Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Kanónur í jólakósí Menning Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Lífið Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Lífið Fleiri fréttir Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Sjá meira
Öðru júrólagi Ísraels hafi einnig verið hafnað Annarri tillögu Ísraels að lagi í Eurovision söngvakeppninni hefur verið hafnað. Lagið ber heitið Dancing Forever og lenti í öðru sæti í forvali á eftir laginu October Rain sem Ísrael hugðist áður tefla fram í Eurovision. 29. febrúar 2024 13:30