Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar 28. október 2025 16:02 Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Byrjum á niðurstöðunni. Meirihluti Framsóknar og Sjálfstæðismanna ætlaði að spara sér nokkrar krónur á kostnað gæða og skilvirkni. Hafnfirsk börn eru ekki krónur eða aurar og þau eiga skilið það besta. Útboðsskilmálarnir voru þannig að reyndustu og stærstu fyrirtækin á markaði treystu sér ekki til að sinna þessari þjónustu þannig að sómi sé að. Afleiðingin er sú að samið er við lítið fyrirtæki sem ekki hefur burði, aðstöðu, eða reynslu til að sinna þessu risastóra verkefni. Niðurstaðan er að allir tapa. Stærsta vandamál stjórnmálanna er að stjórnmálamenn eru of gjarnir á það að skapa vandamál sem hæfa snjöllum hugmyndum sínum, í stað þess að leita lausna á raunverulegum vandamálum. Afleiðingar útboðs skólamáltíða í Hafnarfirði virðist vera dæmi um slíkt. Mér hefur verið hugleikið af hverju enginn hafi tekið þátt í útboði um skólamat hjá Hafnarfjarðarbæ í vor. Á sama tíma bauð Garðabær út verkið með góðum árangri. Þeirra útboðsskilmálar voru til fyrirmyndar. Þar var bænum skipt upp í smærri einingar og hægt var að bjóða í eina einingu eða verkið í heild. Það var gert með það í huga að gefa smærri þjónustuaðilum færi á að koma inn á þennan markað og auka þar með samkeppnina í verði og gæðum. Viðreisn hvatti m.a. til þess að fara þessa leið í Hafnarfirði í upphafi þessa ferils. Hvað var það í útboðsskilmálum Hafnarfjarðar sem fyrirtæki á markaði treystu sér ekki til að uppfylla? Mér sýnist að útboðið hafi strandað á því sem kallast raunskráning. Hvað er raunskráning? Hún snýst um það að Hafnarfjarðarbær hafi sett fram þá skilmála að bærinn greiddi einungis fyrir þá matarskammta sem borðaðir voru þann daginn sem talið er. Þannig að ef 1000 skammtar koma í hús, eins og ráð er fyrir gert skv. skráningu, en aðeins 500 mæta og borða matinn sinn, þá greiðir bærinn fyrir 75% skammtanna en þjónustuaðilinn fær ekkert greitt fyrir þá sem ekki mættu í mat, þó svo að þeir hafi verið skráðir í mat og maturinn framborinn en ekki nýttur. Það er ljóst að slíkir skilmálar ganga ekki upp rekstrarlega eða eru a.m.k. mikil breyting á því kerfi sem fyrir var, þar sem það tekur þjónustuaðila þó nokkurn tíma að kaupa inn hráefni og skipuleggja og matreiðslu hvers dags, til að mæta væntum fjölda. Ef þetta ætti að ganga upp þyrfti að hækka einingarverð töluvert til að þjónustuaðili tapi ekki á viðskiptunum. Enda treysti enginn sér í þetta. En hvernig var þetta áður? Munurinn liggur helst í því að áætlanir tóku mið af þeim fjölda nemenda sem hafði verið skráður í mat fyrir mánuðinn. Magn matar áætlað út frá skráningum, mætingu og matarafgöngum. Ef nemandi nýtti svo matinn lítið eða ekkert var forráðafólki gert viðvart og nemandinn svo tekinn af skráningalista ef hann ætlaði ekki að nýta sér matinn. Þannig var ekki verið að elda eða greiða fyrir þá sem ekki vildu nýta sér skólamatinn. Þetta leiddi til ágætis árangurs í baráttunni gegn matarsóun og hélt þannig kostnaði niðri því ekki var verið að kaupa handa þeim sem ekki vildu matinn. Hugmyndir höfunda hafnfirska útboðsins voru að fá betri yfirsýn yfir nýtinguna nær í tíma og vildu að þjónustuaðilinn myndi hanna app sem myndi skrá upplýsingar í rauntíma. Samkvæmt mínum heimildum var ekki mögulegt að hanna slíkt app á þeim örfáu vikum sem það varð að vera tilbúið samkvæmt útboðsgögnum og einnig er það nokkuð kostnaðarsamt og ekki endilega áreiðanlegur mælikvarði á raunnýtininguna, appið átti að gefa foreldrum betri innsýn inn í notkun barna sinna. Nú þegar ríkið greiðir hlut foreldra er ekki lengur fjárhagslegur hvati til að fylgjast með og afskrá barnið sitt ef það borðar ekki matinn. Margt þarf að ganga upp þegar hádegismatur er framreiddur í skólum bæjarins og tímaramminn er knappur. Maturinn þarf að komast hratt til nemenda og ljóst að raunskráning myndi hægja á öllu ferlinu. Útboðsskilmálar voru líka þannig að frávikstilboð voru ekki heimil, annað hvort er boðið í allt verkið eða ekki. Það er ekki hægt að bjóða í verkið og semja sig svo frá hluta þess. Ég skil hugmyndina á bak við kröfuna því auðvitað viljum við öll minni matarsóun og meiri hagkvæmni, en hún reyndist gjörsamlega óraunsæ og byggð á óskhyggju frekar en raunveruleikatengingu. Hvort þessi krafa komi frá skólasamfélaginu, stjórnsýslunni eða pólitíkinni veit ég ekki, en það var ljóst í fyrra að meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar höfðu ólíka sýn á hugmyndina um frían skólamat. Af árangrinum að dæma hefur ekki farið fram nægjanleg rannsóknarvinna til að átta sig á því hvað sé mögulegt og raunhæft og hvað ekki. Hafi það hins vegar verið gert er ljóst að þetta ákvæði hefur verið sett inn í útboðið með það að markmiði að fæla fyrirtæki frá því að bjóða í verkið. Það væri að mínu viti mun alvarlegra en hitt. Vandamálið við að rannsaka málið er það að ekki er mikið af gögnum í málinu, bæði hvað varðar rannsóknarvinnuna, undirbúningsvinnuna né hvernig ákvarðanir voru teknar. Ég lagði fram nokkrar spurningar í bæjarráði og spurði m.a. um einingarverð. Því miður fékk ég misvísandi svör, þar segir að einingarverðið sé 1100 kr. í dag en hafi verið 1123 kr. í fyrra. Hið rétta er, samkvæmt mínum heimildum, að þetta voru þau verð sem greidd voru vegna starfsfólks, hið rétta er að verð á skömmtum til nemenda voru 969 kr. í fyrra. Fjöldi skammta til nemenda var að jafnaði hátt í 5000 skammtar á dag en til starfsfólks á bilinu 120 til 200 skammtar á dag. Einnig verður að taka tillit til mikils kostnaðar sem bærinn fór út í á haustmánuðum þegar bæjarsjóður keypti öll hnífapör, diska og glös af fyrri þjónustuaðila fyrir háar fjárhæðir þannig að núverandi þjónustuaðili gæti í raun sinnt þjónustunni. Það ætti að koma fram í lægri einingarverðum. Það er líka ljóst að svarið við spurningu minni um það af hverju enginn hafi boðið í verkið er áhugavert. Þar gefa menn sér það að markaðsaðstæður breytist verulega nú þegar ríkið greiðir hlut foreldra. Þær forsendur eru ekki byggðar á neinu nema getgátum. Hefði ekki verið markvissara að fylgjast með matarvenjum notenda í ákveðinn tíma og taka þá afstöðu til nýs vinnulags. Það er nefnilega ótrúlegt hvað hægt er að gera með samvinnu aðila. Ég spurðist einnig fyrir um hvaða forsendur hefðu legið að baki þegar nýr þjónustuaðili var valinn. Svörin voru á þá leið að rætt hafi verið við aðila á markaði og þeir spurðir hvort þeir gætu uppfyllt skilyrði útboðsins, sér í lagi kröfuna um raunskráningu. Það er merkileg nálgun þar sem vitað var að þetta atriði var þess valdandi að enginn sá sér fært um að bjóða í verkið. Hér er gott dæmi um það þegar góð hugmynd fær að fara í álgaspróf og í skilvindu gagnrýni og ábendinga og kemur út brotin og óraunhæf. Það að endurmeta ekki kröfur sínar og aðlaga þær er í raun kjarni málsins. Þegar farið er af stað með nýjar og meiri kröfur en önnur sveitarfélög fara fram á þegar um jafn mikilvæga og viðkvæma þjónustu er að ræða þarf að ganga úr skugga um að hægt sé að verða við þessum kröfum, bæði tímalega, gæðalega og fjárhagslega. Það er ljóst að það hefur ekki verið gert. Þetta útboð fær því falleinkunn og ljóst að einhver þarf að axla ábyrgð. Það er líka ljóst að fyrirkomulagið eins og það var áður, var ekki fullkomið og margt hægt að lagfæra. Upp komu tilfelli þar sem barn nýtti ekki þessa þjónustu of lengi áður en foreldrum var gert viðvart. En hvort var vandamálið að aukast eða minnka? Það er lykilspurning. Það er ljóst að öll þau vandamál sem nýir útboðsskilmálar áttu að tækla hafa ekki borið árangur. Þjónusta sem þessi þarf að fá að þróast því það eru margir þættir sem þurfa að smella til að hún gangi vel. Ég geri raun ekki athugasemdir við hugmyndina um raunskráningu, ég geri aftur á móti athugasemdir við það hvernig brugðist er við því þegar ágætis hugmynd á pappír reynist ekki ganga upp í reynd . Það að staldra ekki við og endurskoða útboðsskilmála þannig að hægt væri að hámarka virði samningsins er óásættanlegt. Afleiðingarnar eru ljósar; rauntalningin er ekki orðin að veruleika og þeir hnökrar sem voru nokkuð fyrirséðir vegna þröngs tímaramma, eru okkur ekki til sóma. Ég vil taka fram að þessi gagnrýni mín nær ekki til núverandi þjónustuaðila. Ég veit frá fyrstu hendi að fyrirtækið hefur lagt gríðarlega hart að sér til að viðhalda þessari þjónustu og kann ég þeim bestu þakkir fyrir. Það er eðlilegt að upp komi vandamál og hnökrar og afstaða stjórnenda Ímat til verkefnisins er til fyrirmyndar og ég óska þeim góðs gengis. Gagnrýni mín snýr að stjórnsýslunni og ákvarðanatökunni. Enn og aftur sjáum við afleiðingar slælegrar stjórnsýslu í Hafnarfirði. Við verðum að gera betur. Eitt það mikilvægasta í rekstri Hafnarfjarðar er getan til að vera góður kaupandi á vörum og þjónustu. Þetta er ekki dæmi um slíkt. Það eru gríðarleg tækifæri til bætingar á þessum vettvangi. Það er ljóst að almannahagsmunir hafa ekki verið í forgrunni í þessu máli. Ég sagðist í bókun minni í bæjarstjórn í lok september ætla að komast til botns í þessu máli. Ég er sannarlega kominn nær því, en hvort ég hafi komist alveg til botns í málinu efast ég um. Viðreisn hefur valist í það hlutverk að vera í minnihluta í bæjarstjórn. Í því felst eftirlitsskylda og aðhald með ákvörðunum meirihlutans. Viðreisn hefur allar götur tekið þetta hlutverk alvarlega. Sem betur fer er stutt í næstu kosningar, þá geta bæjarbúar beitt valdi sínu í kjörklefanum. Það er kominn tími á að nýir aðilar haldi um stjórnartaumana. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Viðreisn Hafnarfjörður Skóla- og menntamál Grunnskólar Börn og uppeldi Matur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Byrjum á niðurstöðunni. Meirihluti Framsóknar og Sjálfstæðismanna ætlaði að spara sér nokkrar krónur á kostnað gæða og skilvirkni. Hafnfirsk börn eru ekki krónur eða aurar og þau eiga skilið það besta. Útboðsskilmálarnir voru þannig að reyndustu og stærstu fyrirtækin á markaði treystu sér ekki til að sinna þessari þjónustu þannig að sómi sé að. Afleiðingin er sú að samið er við lítið fyrirtæki sem ekki hefur burði, aðstöðu, eða reynslu til að sinna þessu risastóra verkefni. Niðurstaðan er að allir tapa. Stærsta vandamál stjórnmálanna er að stjórnmálamenn eru of gjarnir á það að skapa vandamál sem hæfa snjöllum hugmyndum sínum, í stað þess að leita lausna á raunverulegum vandamálum. Afleiðingar útboðs skólamáltíða í Hafnarfirði virðist vera dæmi um slíkt. Mér hefur verið hugleikið af hverju enginn hafi tekið þátt í útboði um skólamat hjá Hafnarfjarðarbæ í vor. Á sama tíma bauð Garðabær út verkið með góðum árangri. Þeirra útboðsskilmálar voru til fyrirmyndar. Þar var bænum skipt upp í smærri einingar og hægt var að bjóða í eina einingu eða verkið í heild. Það var gert með það í huga að gefa smærri þjónustuaðilum færi á að koma inn á þennan markað og auka þar með samkeppnina í verði og gæðum. Viðreisn hvatti m.a. til þess að fara þessa leið í Hafnarfirði í upphafi þessa ferils. Hvað var það í útboðsskilmálum Hafnarfjarðar sem fyrirtæki á markaði treystu sér ekki til að uppfylla? Mér sýnist að útboðið hafi strandað á því sem kallast raunskráning. Hvað er raunskráning? Hún snýst um það að Hafnarfjarðarbær hafi sett fram þá skilmála að bærinn greiddi einungis fyrir þá matarskammta sem borðaðir voru þann daginn sem talið er. Þannig að ef 1000 skammtar koma í hús, eins og ráð er fyrir gert skv. skráningu, en aðeins 500 mæta og borða matinn sinn, þá greiðir bærinn fyrir 75% skammtanna en þjónustuaðilinn fær ekkert greitt fyrir þá sem ekki mættu í mat, þó svo að þeir hafi verið skráðir í mat og maturinn framborinn en ekki nýttur. Það er ljóst að slíkir skilmálar ganga ekki upp rekstrarlega eða eru a.m.k. mikil breyting á því kerfi sem fyrir var, þar sem það tekur þjónustuaðila þó nokkurn tíma að kaupa inn hráefni og skipuleggja og matreiðslu hvers dags, til að mæta væntum fjölda. Ef þetta ætti að ganga upp þyrfti að hækka einingarverð töluvert til að þjónustuaðili tapi ekki á viðskiptunum. Enda treysti enginn sér í þetta. En hvernig var þetta áður? Munurinn liggur helst í því að áætlanir tóku mið af þeim fjölda nemenda sem hafði verið skráður í mat fyrir mánuðinn. Magn matar áætlað út frá skráningum, mætingu og matarafgöngum. Ef nemandi nýtti svo matinn lítið eða ekkert var forráðafólki gert viðvart og nemandinn svo tekinn af skráningalista ef hann ætlaði ekki að nýta sér matinn. Þannig var ekki verið að elda eða greiða fyrir þá sem ekki vildu nýta sér skólamatinn. Þetta leiddi til ágætis árangurs í baráttunni gegn matarsóun og hélt þannig kostnaði niðri því ekki var verið að kaupa handa þeim sem ekki vildu matinn. Hugmyndir höfunda hafnfirska útboðsins voru að fá betri yfirsýn yfir nýtinguna nær í tíma og vildu að þjónustuaðilinn myndi hanna app sem myndi skrá upplýsingar í rauntíma. Samkvæmt mínum heimildum var ekki mögulegt að hanna slíkt app á þeim örfáu vikum sem það varð að vera tilbúið samkvæmt útboðsgögnum og einnig er það nokkuð kostnaðarsamt og ekki endilega áreiðanlegur mælikvarði á raunnýtininguna, appið átti að gefa foreldrum betri innsýn inn í notkun barna sinna. Nú þegar ríkið greiðir hlut foreldra er ekki lengur fjárhagslegur hvati til að fylgjast með og afskrá barnið sitt ef það borðar ekki matinn. Margt þarf að ganga upp þegar hádegismatur er framreiddur í skólum bæjarins og tímaramminn er knappur. Maturinn þarf að komast hratt til nemenda og ljóst að raunskráning myndi hægja á öllu ferlinu. Útboðsskilmálar voru líka þannig að frávikstilboð voru ekki heimil, annað hvort er boðið í allt verkið eða ekki. Það er ekki hægt að bjóða í verkið og semja sig svo frá hluta þess. Ég skil hugmyndina á bak við kröfuna því auðvitað viljum við öll minni matarsóun og meiri hagkvæmni, en hún reyndist gjörsamlega óraunsæ og byggð á óskhyggju frekar en raunveruleikatengingu. Hvort þessi krafa komi frá skólasamfélaginu, stjórnsýslunni eða pólitíkinni veit ég ekki, en það var ljóst í fyrra að meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar höfðu ólíka sýn á hugmyndina um frían skólamat. Af árangrinum að dæma hefur ekki farið fram nægjanleg rannsóknarvinna til að átta sig á því hvað sé mögulegt og raunhæft og hvað ekki. Hafi það hins vegar verið gert er ljóst að þetta ákvæði hefur verið sett inn í útboðið með það að markmiði að fæla fyrirtæki frá því að bjóða í verkið. Það væri að mínu viti mun alvarlegra en hitt. Vandamálið við að rannsaka málið er það að ekki er mikið af gögnum í málinu, bæði hvað varðar rannsóknarvinnuna, undirbúningsvinnuna né hvernig ákvarðanir voru teknar. Ég lagði fram nokkrar spurningar í bæjarráði og spurði m.a. um einingarverð. Því miður fékk ég misvísandi svör, þar segir að einingarverðið sé 1100 kr. í dag en hafi verið 1123 kr. í fyrra. Hið rétta er, samkvæmt mínum heimildum, að þetta voru þau verð sem greidd voru vegna starfsfólks, hið rétta er að verð á skömmtum til nemenda voru 969 kr. í fyrra. Fjöldi skammta til nemenda var að jafnaði hátt í 5000 skammtar á dag en til starfsfólks á bilinu 120 til 200 skammtar á dag. Einnig verður að taka tillit til mikils kostnaðar sem bærinn fór út í á haustmánuðum þegar bæjarsjóður keypti öll hnífapör, diska og glös af fyrri þjónustuaðila fyrir háar fjárhæðir þannig að núverandi þjónustuaðili gæti í raun sinnt þjónustunni. Það ætti að koma fram í lægri einingarverðum. Það er líka ljóst að svarið við spurningu minni um það af hverju enginn hafi boðið í verkið er áhugavert. Þar gefa menn sér það að markaðsaðstæður breytist verulega nú þegar ríkið greiðir hlut foreldra. Þær forsendur eru ekki byggðar á neinu nema getgátum. Hefði ekki verið markvissara að fylgjast með matarvenjum notenda í ákveðinn tíma og taka þá afstöðu til nýs vinnulags. Það er nefnilega ótrúlegt hvað hægt er að gera með samvinnu aðila. Ég spurðist einnig fyrir um hvaða forsendur hefðu legið að baki þegar nýr þjónustuaðili var valinn. Svörin voru á þá leið að rætt hafi verið við aðila á markaði og þeir spurðir hvort þeir gætu uppfyllt skilyrði útboðsins, sér í lagi kröfuna um raunskráningu. Það er merkileg nálgun þar sem vitað var að þetta atriði var þess valdandi að enginn sá sér fært um að bjóða í verkið. Hér er gott dæmi um það þegar góð hugmynd fær að fara í álgaspróf og í skilvindu gagnrýni og ábendinga og kemur út brotin og óraunhæf. Það að endurmeta ekki kröfur sínar og aðlaga þær er í raun kjarni málsins. Þegar farið er af stað með nýjar og meiri kröfur en önnur sveitarfélög fara fram á þegar um jafn mikilvæga og viðkvæma þjónustu er að ræða þarf að ganga úr skugga um að hægt sé að verða við þessum kröfum, bæði tímalega, gæðalega og fjárhagslega. Það er ljóst að það hefur ekki verið gert. Þetta útboð fær því falleinkunn og ljóst að einhver þarf að axla ábyrgð. Það er líka ljóst að fyrirkomulagið eins og það var áður, var ekki fullkomið og margt hægt að lagfæra. Upp komu tilfelli þar sem barn nýtti ekki þessa þjónustu of lengi áður en foreldrum var gert viðvart. En hvort var vandamálið að aukast eða minnka? Það er lykilspurning. Það er ljóst að öll þau vandamál sem nýir útboðsskilmálar áttu að tækla hafa ekki borið árangur. Þjónusta sem þessi þarf að fá að þróast því það eru margir þættir sem þurfa að smella til að hún gangi vel. Ég geri raun ekki athugasemdir við hugmyndina um raunskráningu, ég geri aftur á móti athugasemdir við það hvernig brugðist er við því þegar ágætis hugmynd á pappír reynist ekki ganga upp í reynd . Það að staldra ekki við og endurskoða útboðsskilmála þannig að hægt væri að hámarka virði samningsins er óásættanlegt. Afleiðingarnar eru ljósar; rauntalningin er ekki orðin að veruleika og þeir hnökrar sem voru nokkuð fyrirséðir vegna þröngs tímaramma, eru okkur ekki til sóma. Ég vil taka fram að þessi gagnrýni mín nær ekki til núverandi þjónustuaðila. Ég veit frá fyrstu hendi að fyrirtækið hefur lagt gríðarlega hart að sér til að viðhalda þessari þjónustu og kann ég þeim bestu þakkir fyrir. Það er eðlilegt að upp komi vandamál og hnökrar og afstaða stjórnenda Ímat til verkefnisins er til fyrirmyndar og ég óska þeim góðs gengis. Gagnrýni mín snýr að stjórnsýslunni og ákvarðanatökunni. Enn og aftur sjáum við afleiðingar slælegrar stjórnsýslu í Hafnarfirði. Við verðum að gera betur. Eitt það mikilvægasta í rekstri Hafnarfjarðar er getan til að vera góður kaupandi á vörum og þjónustu. Þetta er ekki dæmi um slíkt. Það eru gríðarleg tækifæri til bætingar á þessum vettvangi. Það er ljóst að almannahagsmunir hafa ekki verið í forgrunni í þessu máli. Ég sagðist í bókun minni í bæjarstjórn í lok september ætla að komast til botns í þessu máli. Ég er sannarlega kominn nær því, en hvort ég hafi komist alveg til botns í málinu efast ég um. Viðreisn hefur valist í það hlutverk að vera í minnihluta í bæjarstjórn. Í því felst eftirlitsskylda og aðhald með ákvörðunum meirihlutans. Viðreisn hefur allar götur tekið þetta hlutverk alvarlega. Sem betur fer er stutt í næstu kosningar, þá geta bæjarbúar beitt valdi sínu í kjörklefanum. Það er kominn tími á að nýir aðilar haldi um stjórnartaumana. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun