Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar 16. september 2025 15:32 Í fyrsta fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur stendur til að skerða stuðning til mikilvægra sjálfseignarstofnanna um hálfan milljarð króna. Þar er ráðist harðast að Ljósinu, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem greinist með krabbamein, en skera á niður stuðning til Ljóssins um 200 milljónir króna. Kaldar kveðjur inn í bleikan október. Ljósið er einstök heilbrigðisstofnun sem þúsundir Íslendinga og aðstandendur þeirra hafa nýtt sér til stuðnings og endurhæfingar. Ljósið einblínir ekki bara á krabbameinsgreinda heldur hjálpar það einnig nánustu aðstandendum og leggur sömuleiðis mikla áherslu á að fá fleiri karlmenn til að leita sér aðstoðar, en ekki hefur verið vanþörf á. Í Ljósinu fá krabbameinsgreindir andlegan og líkamlegan stuðning til að komast í gegnum veikindin og að komast aftur á fætur eftir glímuna við þennan illvíga sjúkdóm. Þannig kemst fólk fyrr út á vinnumarkaðinn og færist nær eðlilegu og daglegu lífi. Það liggur því alveg í augum uppi að þessar 200 milljónir skila sér margfalt til baka. Það er löngu viðurkennt í nútímaheilbrigðiskerfi að skapandi iðja, hreyfing og félagslegur stuðningur í endurhæfingu bæta bæði líkamlega og andlega líðan. Rannsóknir hér heima og erlendis hafa sýnt fram á það og í skýrslu Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar kemur fram að slík nálgun geti jafnvel dregið úr heildarkostnaði heilbrigðiskerfisins. Einkaframtakið virðist því miður vera sem þyrnir í augum heilbrigðisráðherra en það yrði skelfilegt ef jafnmikilvæg stofnun og Ljósið yrði fyrst undir niðurskurðarhnífinn vegna skilningsleysis heilbrigðisráðherra á starfsemi þess. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Krabbamein Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Heilbrigðismál Rósa Guðbjartsdóttir Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Í fyrsta fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur stendur til að skerða stuðning til mikilvægra sjálfseignarstofnanna um hálfan milljarð króna. Þar er ráðist harðast að Ljósinu, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem greinist með krabbamein, en skera á niður stuðning til Ljóssins um 200 milljónir króna. Kaldar kveðjur inn í bleikan október. Ljósið er einstök heilbrigðisstofnun sem þúsundir Íslendinga og aðstandendur þeirra hafa nýtt sér til stuðnings og endurhæfingar. Ljósið einblínir ekki bara á krabbameinsgreinda heldur hjálpar það einnig nánustu aðstandendum og leggur sömuleiðis mikla áherslu á að fá fleiri karlmenn til að leita sér aðstoðar, en ekki hefur verið vanþörf á. Í Ljósinu fá krabbameinsgreindir andlegan og líkamlegan stuðning til að komast í gegnum veikindin og að komast aftur á fætur eftir glímuna við þennan illvíga sjúkdóm. Þannig kemst fólk fyrr út á vinnumarkaðinn og færist nær eðlilegu og daglegu lífi. Það liggur því alveg í augum uppi að þessar 200 milljónir skila sér margfalt til baka. Það er löngu viðurkennt í nútímaheilbrigðiskerfi að skapandi iðja, hreyfing og félagslegur stuðningur í endurhæfingu bæta bæði líkamlega og andlega líðan. Rannsóknir hér heima og erlendis hafa sýnt fram á það og í skýrslu Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar kemur fram að slík nálgun geti jafnvel dregið úr heildarkostnaði heilbrigðiskerfisins. Einkaframtakið virðist því miður vera sem þyrnir í augum heilbrigðisráðherra en það yrði skelfilegt ef jafnmikilvæg stofnun og Ljósið yrði fyrst undir niðurskurðarhnífinn vegna skilningsleysis heilbrigðisráðherra á starfsemi þess. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun