Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar 12. september 2025 11:01 Í umræðu um menntun hefur lengi verið horft til mælinga sem mælikvarða á árangur. Einkunnir, próf og meðaltöl eru orð sem margir tengja við skólastarf. Þær eru einfaldar í framsetningu og auðvelda samanburð milli nemenda og skóla. En tölurnar sýna aðeins hluta myndarinnar. Þær segja ekki til um hvernig námið fer fram, hvað nemandi skilur í raun eða hvernig hann nýtir þekkinguna. Hæfniviðmið víkka þessa sýn. Þau lýsa því sem nemendur eiga að kunna, geta og skilja í lok námsferils. Þau gera ráð fyrir að nám sé ferli þar sem framfarir og hæfni til að beita þekkingu skipta meira máli en stök prófniðurstaða. Þannig verður auðveldara að sjá hvar nemandi stendur og hvernig hann getur tekið næstu skref í náminu. Fjölbreytt námsmat styður þessa hugsun. Með því að meta nám með ólíkum aðferðum, til dæmis í verkefnum, framsögum eða samvinnu, fæst heildrænari mynd af hæfni nemenda. Samræmd próf og tölulegar einkunnir ná aðeins utan um afmarkað svið og geta ekki lýst fjölbreyttum styrkleikum barna. Það er mikilvægt að hafa í huga að engin ein mæling getur sagt allt sem máli skiptir. Fræðimenn hafa ítrekað bent á að menntun eigi ekki að byggjast á því að endurtaka staðreyndir heldur að efla hæfni til hugsunar, lausnaleitar og samvinnu. Námið á að virkja nemendur til þátttöku og skapa vettvang þar sem reynsla og sköpun fá að njóta sín. Hæfniviðmið endurspegla þessa sýn og gera námsmat að lifandi ferli frekar en stöðugu prófi. Það er ekki nauðsynlegt að hafna einkunnum með öllu. Þær geta átt rétt á sér sem hluti af stærra kerfi. En hættan er að þær taki yfir og skilgreini árangur of þröngt. Þegar áherslan snýst fyrst og fremst um tölur hættum við að spyrja hvað nemendur hafi raunverulega lært og hvernig þeir geti beitt þekkingunni. Námsmat þarf að vera fjölbreytt, gagnsætt og uppbyggilegt. Þannig verður það tæki sem styður bæði nemendur og foreldra í að skilja námsferlið og fylgjast með framförum. Með fjölbreyttum hætti eykst líkurnar á að allir nemendur fái tækifæri til að blómstra á eigin forsendum. Við kennarar eigum því ekki að spyrja: „hvað fékkstu á prófi?“ Við eigum að spyrja: „hvað lærðirðu, hvernig geturðu notað það og hvert viltu fara næst?“ Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Bryngeir Valdimarsson Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Í umræðu um menntun hefur lengi verið horft til mælinga sem mælikvarða á árangur. Einkunnir, próf og meðaltöl eru orð sem margir tengja við skólastarf. Þær eru einfaldar í framsetningu og auðvelda samanburð milli nemenda og skóla. En tölurnar sýna aðeins hluta myndarinnar. Þær segja ekki til um hvernig námið fer fram, hvað nemandi skilur í raun eða hvernig hann nýtir þekkinguna. Hæfniviðmið víkka þessa sýn. Þau lýsa því sem nemendur eiga að kunna, geta og skilja í lok námsferils. Þau gera ráð fyrir að nám sé ferli þar sem framfarir og hæfni til að beita þekkingu skipta meira máli en stök prófniðurstaða. Þannig verður auðveldara að sjá hvar nemandi stendur og hvernig hann getur tekið næstu skref í náminu. Fjölbreytt námsmat styður þessa hugsun. Með því að meta nám með ólíkum aðferðum, til dæmis í verkefnum, framsögum eða samvinnu, fæst heildrænari mynd af hæfni nemenda. Samræmd próf og tölulegar einkunnir ná aðeins utan um afmarkað svið og geta ekki lýst fjölbreyttum styrkleikum barna. Það er mikilvægt að hafa í huga að engin ein mæling getur sagt allt sem máli skiptir. Fræðimenn hafa ítrekað bent á að menntun eigi ekki að byggjast á því að endurtaka staðreyndir heldur að efla hæfni til hugsunar, lausnaleitar og samvinnu. Námið á að virkja nemendur til þátttöku og skapa vettvang þar sem reynsla og sköpun fá að njóta sín. Hæfniviðmið endurspegla þessa sýn og gera námsmat að lifandi ferli frekar en stöðugu prófi. Það er ekki nauðsynlegt að hafna einkunnum með öllu. Þær geta átt rétt á sér sem hluti af stærra kerfi. En hættan er að þær taki yfir og skilgreini árangur of þröngt. Þegar áherslan snýst fyrst og fremst um tölur hættum við að spyrja hvað nemendur hafi raunverulega lært og hvernig þeir geti beitt þekkingunni. Námsmat þarf að vera fjölbreytt, gagnsætt og uppbyggilegt. Þannig verður það tæki sem styður bæði nemendur og foreldra í að skilja námsferlið og fylgjast með framförum. Með fjölbreyttum hætti eykst líkurnar á að allir nemendur fái tækifæri til að blómstra á eigin forsendum. Við kennarar eigum því ekki að spyrja: „hvað fékkstu á prófi?“ Við eigum að spyrja: „hvað lærðirðu, hvernig geturðu notað það og hvert viltu fara næst?“ Höfundur er kennari.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun