Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar 26. ágúst 2025 18:00 Hugmyndin um skóla án aðgreiningar er ein sú fallegasta sem menntakerfið okkar hefur tekið að sér. Hún byggir á þeirri einföldu en djúpu hugsjón að öll börn eigi rétt á því að ganga í skóla og njóta þar jafns aðgengis að menntun, óháð færni, bakgrunni eða þörfum. Á blaði er þetta ótrúlega mannúðleg sýn og í takt við hugmyndir um jafnrétti og félagslega þátttöku. En þegar horft er til daglegs veruleika innan skólanna blasir önnur mynd við, mynd sem einkennist af brotakenndri framkvæmd, misjöfnum vinnubrögðum og skorti á samræmdri eftirfylgni. Fögur orð en lítið um verkfæri Það er ekki hægt að ætlast til þess að hugmyndir um skóla án aðgreiningar blómstri án þess að kennarar hafi skýrar leiðbeiningar, stuðning og verkfæri til að mæta ólíkum þörfum nemenda. Umsjónarkennari er í dag oft settur í ómögulega stöðu, hann ber hitann og þungann af því að tryggja að allir nemendur í bekknun fái þá einstaklingsmiðuðu kennslu sem þeir þurfa, án þess að hafa nægan tíma, mannskap eða sérhæfð úrræði sér við hlið. Þegar nemandi þarf meiri aðlögun en kennarinn ræður við, hver á þá að grípa boltann? Á umsjónarkennari að bera alla ábyrgðina? Eða ætti að vera innan skólanna, teymi sérfræðinga sem taka við þegar umstangið verður of mikið?Hugmyndafræðin um skóla án aðgreiningar krefst þess í raun að slíkt stuðningsnet sé til staðar, annars er hætt við að hún verði aðeins fögur orð á blaði. Ábyrgð og eftirfylgni Stóra spurningin sem brennur á mörgum er: hver ber ábyrgð á því að lögum og stefnum um skóla án aðgreiningar sé fylgt eftir? Er það sveitarfélagið, menntamálaráðuneytið, skólarnir sjálfir eða hver og einn kennari? Í dag virðist ábyrgðin oft dreifast svo mikið að hún hverfur. Það vantar skýra verkferla sem tryggja að öll börn fái þann stuðning sem þeir eiga rétt á, óháð því í hvaða skóla þau ganga í. Á meðan er það kennarinn sem stendur einn í framlínunni og reynir sitt besta. Dómharka setur mark sitt Það sem gerir þetta enn flóknara er dómharkan sem margir nemendur mæta. Þeir sem fá stuðning eru stundum stimplaðir sem ,,erfiðir‘‘ eða ,,óhæfir‘‘ og jafnvel meðal samnemenda myndast fordómar. Þetta hefur bein áhrif á líðan barnanna og þar með námsframvindu þeirra. Í skóla án aðgreiningar á dómharka ekki að öðlast rými, en til að vinna gegn henni þarf markvissa fræðslu, jákvæða menningu innan skólanna og samstillt átak allra sem koma að menntun barna. Hvar stöndum við í dag? Við stöndum frammi fyrir þeirri staðreynd að hugmyndafræðin um skóla án aðgreiningar er í senn stórkostlega falleg en jafnframt mjög krefjandi. Hún getur skapað skólaumhverfi þar sem fjölbreytileiki er fagnaðarefni og öll börn fá að blómstra á eigin forsendum. En til þess þarf að byggja upp raunverulega verkfærakistu fyrir kennara, tryggja sérfræðinga innan skólanna sem styðja við bakið á þeim og skapa skýra ábyrgðarkeðju þar sem öllum er ljóst hver á að grípa inn í og hvenær.Án slíks stuðnings hættir hugmyndin um skóla án aðgreiningar að vera lifandi veruleiki og verður í staðinn hálfgerð sýndarmennska, stefna sem allir segjast styðja en fæstir hafa raunhæfar aðstæður til að framfylgja. Samantekt Skóli án aðgreiningar er ekki aðeins stefna, þetta er loforð til barnanna okkar. Loforð um að þau skipti öll máli, að þú eigi öll skilið að vera hluti af samfélagi þar sem þau eru metin að verðleikum. En loforð eru lítils virði nema þau séu efnd. Ef við ætlum að standa undir þessari hugsjón verðum við að færa hana úr orðræðu yfir í framkvæmd, með samstilltu átaki, raunverulegum stuðningi og ábyrgð sem ekki er hægt að víkja sér undan. Höfundur er meistaranemi í grunnskólakennslu yngri barna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Hugmyndin um skóla án aðgreiningar er ein sú fallegasta sem menntakerfið okkar hefur tekið að sér. Hún byggir á þeirri einföldu en djúpu hugsjón að öll börn eigi rétt á því að ganga í skóla og njóta þar jafns aðgengis að menntun, óháð færni, bakgrunni eða þörfum. Á blaði er þetta ótrúlega mannúðleg sýn og í takt við hugmyndir um jafnrétti og félagslega þátttöku. En þegar horft er til daglegs veruleika innan skólanna blasir önnur mynd við, mynd sem einkennist af brotakenndri framkvæmd, misjöfnum vinnubrögðum og skorti á samræmdri eftirfylgni. Fögur orð en lítið um verkfæri Það er ekki hægt að ætlast til þess að hugmyndir um skóla án aðgreiningar blómstri án þess að kennarar hafi skýrar leiðbeiningar, stuðning og verkfæri til að mæta ólíkum þörfum nemenda. Umsjónarkennari er í dag oft settur í ómögulega stöðu, hann ber hitann og þungann af því að tryggja að allir nemendur í bekknun fái þá einstaklingsmiðuðu kennslu sem þeir þurfa, án þess að hafa nægan tíma, mannskap eða sérhæfð úrræði sér við hlið. Þegar nemandi þarf meiri aðlögun en kennarinn ræður við, hver á þá að grípa boltann? Á umsjónarkennari að bera alla ábyrgðina? Eða ætti að vera innan skólanna, teymi sérfræðinga sem taka við þegar umstangið verður of mikið?Hugmyndafræðin um skóla án aðgreiningar krefst þess í raun að slíkt stuðningsnet sé til staðar, annars er hætt við að hún verði aðeins fögur orð á blaði. Ábyrgð og eftirfylgni Stóra spurningin sem brennur á mörgum er: hver ber ábyrgð á því að lögum og stefnum um skóla án aðgreiningar sé fylgt eftir? Er það sveitarfélagið, menntamálaráðuneytið, skólarnir sjálfir eða hver og einn kennari? Í dag virðist ábyrgðin oft dreifast svo mikið að hún hverfur. Það vantar skýra verkferla sem tryggja að öll börn fái þann stuðning sem þeir eiga rétt á, óháð því í hvaða skóla þau ganga í. Á meðan er það kennarinn sem stendur einn í framlínunni og reynir sitt besta. Dómharka setur mark sitt Það sem gerir þetta enn flóknara er dómharkan sem margir nemendur mæta. Þeir sem fá stuðning eru stundum stimplaðir sem ,,erfiðir‘‘ eða ,,óhæfir‘‘ og jafnvel meðal samnemenda myndast fordómar. Þetta hefur bein áhrif á líðan barnanna og þar með námsframvindu þeirra. Í skóla án aðgreiningar á dómharka ekki að öðlast rými, en til að vinna gegn henni þarf markvissa fræðslu, jákvæða menningu innan skólanna og samstillt átak allra sem koma að menntun barna. Hvar stöndum við í dag? Við stöndum frammi fyrir þeirri staðreynd að hugmyndafræðin um skóla án aðgreiningar er í senn stórkostlega falleg en jafnframt mjög krefjandi. Hún getur skapað skólaumhverfi þar sem fjölbreytileiki er fagnaðarefni og öll börn fá að blómstra á eigin forsendum. En til þess þarf að byggja upp raunverulega verkfærakistu fyrir kennara, tryggja sérfræðinga innan skólanna sem styðja við bakið á þeim og skapa skýra ábyrgðarkeðju þar sem öllum er ljóst hver á að grípa inn í og hvenær.Án slíks stuðnings hættir hugmyndin um skóla án aðgreiningar að vera lifandi veruleiki og verður í staðinn hálfgerð sýndarmennska, stefna sem allir segjast styðja en fæstir hafa raunhæfar aðstæður til að framfylgja. Samantekt Skóli án aðgreiningar er ekki aðeins stefna, þetta er loforð til barnanna okkar. Loforð um að þau skipti öll máli, að þú eigi öll skilið að vera hluti af samfélagi þar sem þau eru metin að verðleikum. En loforð eru lítils virði nema þau séu efnd. Ef við ætlum að standa undir þessari hugsjón verðum við að færa hana úr orðræðu yfir í framkvæmd, með samstilltu átaki, raunverulegum stuðningi og ábyrgð sem ekki er hægt að víkja sér undan. Höfundur er meistaranemi í grunnskólakennslu yngri barna.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun