Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar 26. ágúst 2025 11:00 Sem foreldri þriggja barna, þar af tveggja sem eru enn í grunnskólakerfinu, og sem formaður foreldrafélags í eina unglingaskóla Kópavogs, hef ég í mörg ár fylgst náið með því hvernig skólakerfið okkar þjónar – eða þjónar ekki – börnunum okkar. Það er því sérstök ánægja að sjá hvernig Kópavogsbær hefur ákveðið að setja framtíð nemenda í fyrsta sæti með 16 umbótaverkefnum sem miða að því að styrkja skólasamfélagið og skapa börnunum okkar betra umhverfi. Við foreldrarnir höfum lengi bent á að íslenska matskerfið er brotakennt. Það er um það bil níu ár síðan bókstafakerfið tók formlega gildi í grunnskólum, en þegar það var innleitt ríkti ekki um það almenn sátt. Enn í dag vantar heildrænan stuðning og samræmda fræðslu til kennara, og kerfið hefur því ekki náð þeim trúverðugleika sem nauðsynlegur er. Á sama tíma gleymdist að gera samsvarandi breytingar í framhaldsskólum, þannig að tvö kerfi tala ekki saman: í grunnskólum bókstafir og hæfniviðmið – í framhaldsskólum tölustafir og meðaltöl. Það er því lítið annað en kerfislegur misbrestur þegar börn þurfa að hoppa úr einu matskerfi í annað sem byggir á allt öðrum forsendum. Aðeins nýlega var bætt við einkunnum eins og B+ og C+, sem undirstrikar að kerfið hefur frá upphafi verið hálfklárað og ósamræmt. Í þessu ljósi er stórt framfaraskref að Kópavogsbær hefur ákveðið að innleiða samræmt mat frá miðstöð menntunar og skólaþjónustu (MMS) fyrir alla nemendur í 4.–10. bekk og ganga þannig lengra en Menntamálaráðuneytið fyrirskipar. Með því er verið að tryggja jafnræði og skýrleika, óháð því í hvaða skóla barnið er, sem og að auka eftirfylgni og stuðning fyrir börnin okkar. Þannig geta bæði við foreldrarnir og skólasamfélagið gripið fyrr inn í og aðstoðað þau sem þurfa á því að halda sem og beint þeim í réttari farveg áður en erfiðleikarnir magnast sem og gefið þeim nemendum sem fá ekki næga áskoranir tækifæri til að vaxa enn frekar. Þá er einnig mikilvægt að umsagnir fylgi með bókstöfunum, svo foreldrar og nemendur fái raunverulega mynd af styrkleikum og áskorunum. Þetta er ekki bara tæknilegt atriði, þetta er viðurkenning á því að börnin eru einstaklingar sem eiga skilið sanngjarnt og gagnsætt mat. Eins og margir hafa bent á er B-ið umtalaða ekki alltaf bara B og sannarlega ekki alltaf best. Er B-ið ljós- eða dökkgrænt? Hvernig meta framhaldsskólar B í raun? Því er það sérstaklega ánægjulegt að ein af 16 samþykktum úrbótatillögum Kópavogsbæjar snýr að því að bæta þetta ferli og efla framtíð skólaumhverfis í bænum. Það sem vegur þó þyngst í mínum huga er að Kópavogur hefur þorað að taka þetta skref í samstarfi við ekki aðeins við foreldra, kennara og stjórnendur heldur líka við nemendurna sjálfa. Því miður hefur rödd þeirra of oft gleymst í umræðunni. En þegar börnin fá að koma að borðinu og segja frá eigin upplifun og þörfum, verða ákvarðanirnar ekki aðeins réttlátari heldur líka raunhæfari. Það er þessi virðing fyrir öllum hagsmunaaðilum sem skapar traust, og traust er forsenda þess að börnin okkar geti blómstrað. Við verðum þó að muna að þetta snýst ekki um kerfi, bókstafi eða tölur – heldur um börnin sjálf. Þau sem sitja á skólabekkjum dag eftir dag, sem leggja sig fram og eiga sér drauma. Þau eiga rétt á jöfnum tækifærum, sanngjörnu mati og framtíð sem byggir á styrkleikum þeirra, ekki kerfislegum göllum. Ég vil því hrósa Kópavogsbæ fyrir að hafa hugrekki til að stíga lengra en mælst er til, til hagsbóta fyrir börnin. Með þessum aðgerðum er verið að senda skýr skilaboð: framtíð barnanna okkar er í fyrsta sæti. Höfundur er formaður foreldrafélags Kóraskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Grunnskólar Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Mest lesið Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Sem foreldri þriggja barna, þar af tveggja sem eru enn í grunnskólakerfinu, og sem formaður foreldrafélags í eina unglingaskóla Kópavogs, hef ég í mörg ár fylgst náið með því hvernig skólakerfið okkar þjónar – eða þjónar ekki – börnunum okkar. Það er því sérstök ánægja að sjá hvernig Kópavogsbær hefur ákveðið að setja framtíð nemenda í fyrsta sæti með 16 umbótaverkefnum sem miða að því að styrkja skólasamfélagið og skapa börnunum okkar betra umhverfi. Við foreldrarnir höfum lengi bent á að íslenska matskerfið er brotakennt. Það er um það bil níu ár síðan bókstafakerfið tók formlega gildi í grunnskólum, en þegar það var innleitt ríkti ekki um það almenn sátt. Enn í dag vantar heildrænan stuðning og samræmda fræðslu til kennara, og kerfið hefur því ekki náð þeim trúverðugleika sem nauðsynlegur er. Á sama tíma gleymdist að gera samsvarandi breytingar í framhaldsskólum, þannig að tvö kerfi tala ekki saman: í grunnskólum bókstafir og hæfniviðmið – í framhaldsskólum tölustafir og meðaltöl. Það er því lítið annað en kerfislegur misbrestur þegar börn þurfa að hoppa úr einu matskerfi í annað sem byggir á allt öðrum forsendum. Aðeins nýlega var bætt við einkunnum eins og B+ og C+, sem undirstrikar að kerfið hefur frá upphafi verið hálfklárað og ósamræmt. Í þessu ljósi er stórt framfaraskref að Kópavogsbær hefur ákveðið að innleiða samræmt mat frá miðstöð menntunar og skólaþjónustu (MMS) fyrir alla nemendur í 4.–10. bekk og ganga þannig lengra en Menntamálaráðuneytið fyrirskipar. Með því er verið að tryggja jafnræði og skýrleika, óháð því í hvaða skóla barnið er, sem og að auka eftirfylgni og stuðning fyrir börnin okkar. Þannig geta bæði við foreldrarnir og skólasamfélagið gripið fyrr inn í og aðstoðað þau sem þurfa á því að halda sem og beint þeim í réttari farveg áður en erfiðleikarnir magnast sem og gefið þeim nemendum sem fá ekki næga áskoranir tækifæri til að vaxa enn frekar. Þá er einnig mikilvægt að umsagnir fylgi með bókstöfunum, svo foreldrar og nemendur fái raunverulega mynd af styrkleikum og áskorunum. Þetta er ekki bara tæknilegt atriði, þetta er viðurkenning á því að börnin eru einstaklingar sem eiga skilið sanngjarnt og gagnsætt mat. Eins og margir hafa bent á er B-ið umtalaða ekki alltaf bara B og sannarlega ekki alltaf best. Er B-ið ljós- eða dökkgrænt? Hvernig meta framhaldsskólar B í raun? Því er það sérstaklega ánægjulegt að ein af 16 samþykktum úrbótatillögum Kópavogsbæjar snýr að því að bæta þetta ferli og efla framtíð skólaumhverfis í bænum. Það sem vegur þó þyngst í mínum huga er að Kópavogur hefur þorað að taka þetta skref í samstarfi við ekki aðeins við foreldra, kennara og stjórnendur heldur líka við nemendurna sjálfa. Því miður hefur rödd þeirra of oft gleymst í umræðunni. En þegar börnin fá að koma að borðinu og segja frá eigin upplifun og þörfum, verða ákvarðanirnar ekki aðeins réttlátari heldur líka raunhæfari. Það er þessi virðing fyrir öllum hagsmunaaðilum sem skapar traust, og traust er forsenda þess að börnin okkar geti blómstrað. Við verðum þó að muna að þetta snýst ekki um kerfi, bókstafi eða tölur – heldur um börnin sjálf. Þau sem sitja á skólabekkjum dag eftir dag, sem leggja sig fram og eiga sér drauma. Þau eiga rétt á jöfnum tækifærum, sanngjörnu mati og framtíð sem byggir á styrkleikum þeirra, ekki kerfislegum göllum. Ég vil því hrósa Kópavogsbæ fyrir að hafa hugrekki til að stíga lengra en mælst er til, til hagsbóta fyrir börnin. Með þessum aðgerðum er verið að senda skýr skilaboð: framtíð barnanna okkar er í fyrsta sæti. Höfundur er formaður foreldrafélags Kóraskóla.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar