Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar 19. ágúst 2025 10:00 Þann 17. ágúst var stigið stórt framfaraskref í átt að góðu öflugu strætisvagnakerfi á höfuðborgarsvæðinu. Tíðni vagna jókst sem vonandi ýtir undir þá upplifun margra að strætisvagnar sé álitlegur kostur til að koma sér á milli staða. Í samtali mínu við gervigreindina komumst við að því að í viðbót við tíðni og stundvísi þá séu nokkur fleiri einkenni sem strætisvagnakerfi þarf að uppfylla til að vera eftirsóknarvert. Meðal annars skýrt, þétt og gott leiðarkerfi; hófleg og sanngjörn fargjöld; aðgengismál séu til fyrirmyndar fyrir alla notendur, þar með talið aðgengi að upplýsingum; og ekki síst að notkun strætisvagna sé þægilegur ferðamáti. Strætó hefur bætt margt í strætisvagnakerfi höfuðborgarsvæðisins á undanförnum árum. Notendur geta sem dæmi fylgst með upplýsingum um ferðir í rauntíma og geta þannig lágmarkað þann tíma sem það býður eftir vagni þegar veður er slæmt. Á einu sviði hefur þjónustan hins vegar versnað. Þægindi farþegar í akstri er minni en áður. Oftast ek ég eða hjóla í vinnu. Nokkrum sinnum á ári nota ég strætisvagna og verð oftar en ekki fyrir vonbrigðum. Hluti bílstjóra keyrir það illa að fólk þarf að hafa sig allt við að halda sér í sætunum. Vagninn hökktir áfram, hemlar skart, jafnvel nauðhemlar við það eitt að ökumaður á næsta bíl hægir örlítið á sér. Ég velti stundum fyrir mér hvort það sé markmið hjá hluta vagnstjóra að hafa aldrei minna en 2 metra í næsta ökutæki fyrir framan. Ég veit að stór hluti vagnstjóra eru frábærir ökumenn og -konur sem ástunda góðakstur á hverjum degi þannig að unun er að sitja með þeim í vagni. Hins vegar virðist ég vera óheppinn með eindæmum því í annað hvert skipti sem ég slysast í strætisvagn þá líður mér illa. Ég sé nánast eftir að hafa ekki tekið sjóveiktöflu tímanlega fyrir brottför. Ég vona að byggðasamlagið Strætó finni leið til að hvetja alla ökumenn sína til að ástunda góðakstur. Byggðasamlagið gæti mögulega notað Arctic Track ökuritann sem Hlynur Rúnarsson kynnti í Bítinu árið 2017. Sjálfsagt eru fleiri kerfi nothæf til að auka áherslu á góðakstur. Betri akstur leiðir til betri upplifunar farþega, minni orkunotkunar og minna slits á vögnunum, allt ákjósanlegt fyrir rekstur Strætó. Þegar aksturlagið verður ásættanlegt, er von að ég og enn fleiri hoppi á vagninn og nýti sér tíðar ferðir strætisvagna. Höfundur er prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Strætó Samgöngur Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Þann 17. ágúst var stigið stórt framfaraskref í átt að góðu öflugu strætisvagnakerfi á höfuðborgarsvæðinu. Tíðni vagna jókst sem vonandi ýtir undir þá upplifun margra að strætisvagnar sé álitlegur kostur til að koma sér á milli staða. Í samtali mínu við gervigreindina komumst við að því að í viðbót við tíðni og stundvísi þá séu nokkur fleiri einkenni sem strætisvagnakerfi þarf að uppfylla til að vera eftirsóknarvert. Meðal annars skýrt, þétt og gott leiðarkerfi; hófleg og sanngjörn fargjöld; aðgengismál séu til fyrirmyndar fyrir alla notendur, þar með talið aðgengi að upplýsingum; og ekki síst að notkun strætisvagna sé þægilegur ferðamáti. Strætó hefur bætt margt í strætisvagnakerfi höfuðborgarsvæðisins á undanförnum árum. Notendur geta sem dæmi fylgst með upplýsingum um ferðir í rauntíma og geta þannig lágmarkað þann tíma sem það býður eftir vagni þegar veður er slæmt. Á einu sviði hefur þjónustan hins vegar versnað. Þægindi farþegar í akstri er minni en áður. Oftast ek ég eða hjóla í vinnu. Nokkrum sinnum á ári nota ég strætisvagna og verð oftar en ekki fyrir vonbrigðum. Hluti bílstjóra keyrir það illa að fólk þarf að hafa sig allt við að halda sér í sætunum. Vagninn hökktir áfram, hemlar skart, jafnvel nauðhemlar við það eitt að ökumaður á næsta bíl hægir örlítið á sér. Ég velti stundum fyrir mér hvort það sé markmið hjá hluta vagnstjóra að hafa aldrei minna en 2 metra í næsta ökutæki fyrir framan. Ég veit að stór hluti vagnstjóra eru frábærir ökumenn og -konur sem ástunda góðakstur á hverjum degi þannig að unun er að sitja með þeim í vagni. Hins vegar virðist ég vera óheppinn með eindæmum því í annað hvert skipti sem ég slysast í strætisvagn þá líður mér illa. Ég sé nánast eftir að hafa ekki tekið sjóveiktöflu tímanlega fyrir brottför. Ég vona að byggðasamlagið Strætó finni leið til að hvetja alla ökumenn sína til að ástunda góðakstur. Byggðasamlagið gæti mögulega notað Arctic Track ökuritann sem Hlynur Rúnarsson kynnti í Bítinu árið 2017. Sjálfsagt eru fleiri kerfi nothæf til að auka áherslu á góðakstur. Betri akstur leiðir til betri upplifunar farþega, minni orkunotkunar og minna slits á vögnunum, allt ákjósanlegt fyrir rekstur Strætó. Þegar aksturlagið verður ásættanlegt, er von að ég og enn fleiri hoppi á vagninn og nýti sér tíðar ferðir strætisvagna. Höfundur er prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun