Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar 19. ágúst 2025 10:00 Þann 17. ágúst var stigið stórt framfaraskref í átt að góðu öflugu strætisvagnakerfi á höfuðborgarsvæðinu. Tíðni vagna jókst sem vonandi ýtir undir þá upplifun margra að strætisvagnar sé álitlegur kostur til að koma sér á milli staða. Í samtali mínu við gervigreindina komumst við að því að í viðbót við tíðni og stundvísi þá séu nokkur fleiri einkenni sem strætisvagnakerfi þarf að uppfylla til að vera eftirsóknarvert. Meðal annars skýrt, þétt og gott leiðarkerfi; hófleg og sanngjörn fargjöld; aðgengismál séu til fyrirmyndar fyrir alla notendur, þar með talið aðgengi að upplýsingum; og ekki síst að notkun strætisvagna sé þægilegur ferðamáti. Strætó hefur bætt margt í strætisvagnakerfi höfuðborgarsvæðisins á undanförnum árum. Notendur geta sem dæmi fylgst með upplýsingum um ferðir í rauntíma og geta þannig lágmarkað þann tíma sem það býður eftir vagni þegar veður er slæmt. Á einu sviði hefur þjónustan hins vegar versnað. Þægindi farþegar í akstri er minni en áður. Oftast ek ég eða hjóla í vinnu. Nokkrum sinnum á ári nota ég strætisvagna og verð oftar en ekki fyrir vonbrigðum. Hluti bílstjóra keyrir það illa að fólk þarf að hafa sig allt við að halda sér í sætunum. Vagninn hökktir áfram, hemlar skart, jafnvel nauðhemlar við það eitt að ökumaður á næsta bíl hægir örlítið á sér. Ég velti stundum fyrir mér hvort það sé markmið hjá hluta vagnstjóra að hafa aldrei minna en 2 metra í næsta ökutæki fyrir framan. Ég veit að stór hluti vagnstjóra eru frábærir ökumenn og -konur sem ástunda góðakstur á hverjum degi þannig að unun er að sitja með þeim í vagni. Hins vegar virðist ég vera óheppinn með eindæmum því í annað hvert skipti sem ég slysast í strætisvagn þá líður mér illa. Ég sé nánast eftir að hafa ekki tekið sjóveiktöflu tímanlega fyrir brottför. Ég vona að byggðasamlagið Strætó finni leið til að hvetja alla ökumenn sína til að ástunda góðakstur. Byggðasamlagið gæti mögulega notað Arctic Track ökuritann sem Hlynur Rúnarsson kynnti í Bítinu árið 2017. Sjálfsagt eru fleiri kerfi nothæf til að auka áherslu á góðakstur. Betri akstur leiðir til betri upplifunar farþega, minni orkunotkunar og minna slits á vögnunum, allt ákjósanlegt fyrir rekstur Strætó. Þegar aksturlagið verður ásættanlegt, er von að ég og enn fleiri hoppi á vagninn og nýti sér tíðar ferðir strætisvagna. Höfundur er prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Strætó Samgöngur Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 17. ágúst var stigið stórt framfaraskref í átt að góðu öflugu strætisvagnakerfi á höfuðborgarsvæðinu. Tíðni vagna jókst sem vonandi ýtir undir þá upplifun margra að strætisvagnar sé álitlegur kostur til að koma sér á milli staða. Í samtali mínu við gervigreindina komumst við að því að í viðbót við tíðni og stundvísi þá séu nokkur fleiri einkenni sem strætisvagnakerfi þarf að uppfylla til að vera eftirsóknarvert. Meðal annars skýrt, þétt og gott leiðarkerfi; hófleg og sanngjörn fargjöld; aðgengismál séu til fyrirmyndar fyrir alla notendur, þar með talið aðgengi að upplýsingum; og ekki síst að notkun strætisvagna sé þægilegur ferðamáti. Strætó hefur bætt margt í strætisvagnakerfi höfuðborgarsvæðisins á undanförnum árum. Notendur geta sem dæmi fylgst með upplýsingum um ferðir í rauntíma og geta þannig lágmarkað þann tíma sem það býður eftir vagni þegar veður er slæmt. Á einu sviði hefur þjónustan hins vegar versnað. Þægindi farþegar í akstri er minni en áður. Oftast ek ég eða hjóla í vinnu. Nokkrum sinnum á ári nota ég strætisvagna og verð oftar en ekki fyrir vonbrigðum. Hluti bílstjóra keyrir það illa að fólk þarf að hafa sig allt við að halda sér í sætunum. Vagninn hökktir áfram, hemlar skart, jafnvel nauðhemlar við það eitt að ökumaður á næsta bíl hægir örlítið á sér. Ég velti stundum fyrir mér hvort það sé markmið hjá hluta vagnstjóra að hafa aldrei minna en 2 metra í næsta ökutæki fyrir framan. Ég veit að stór hluti vagnstjóra eru frábærir ökumenn og -konur sem ástunda góðakstur á hverjum degi þannig að unun er að sitja með þeim í vagni. Hins vegar virðist ég vera óheppinn með eindæmum því í annað hvert skipti sem ég slysast í strætisvagn þá líður mér illa. Ég sé nánast eftir að hafa ekki tekið sjóveiktöflu tímanlega fyrir brottför. Ég vona að byggðasamlagið Strætó finni leið til að hvetja alla ökumenn sína til að ástunda góðakstur. Byggðasamlagið gæti mögulega notað Arctic Track ökuritann sem Hlynur Rúnarsson kynnti í Bítinu árið 2017. Sjálfsagt eru fleiri kerfi nothæf til að auka áherslu á góðakstur. Betri akstur leiðir til betri upplifunar farþega, minni orkunotkunar og minna slits á vögnunum, allt ákjósanlegt fyrir rekstur Strætó. Þegar aksturlagið verður ásættanlegt, er von að ég og enn fleiri hoppi á vagninn og nýti sér tíðar ferðir strætisvagna. Höfundur er prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands.
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun