Öflugar varnir krefjast stöndugra fréttamiðla Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar 27. júní 2025 07:31 Fagleg blaðamennska og öflugir, frjálsir fréttamiðlar eru einn af lykilþáttum í öryggis- og varnarmálum Íslands. Aðildarríki NATO samþykktu á leiðtogafundi í Haag á miðvikudag að stórauka útgjöld til varnarmála og að innan tíu ára skyldu þau koma til með að nema 5% af þjóðarframleiðslu hvers ríkis í stað 2% sem miðað er við nú. Af þessum 5% færu 1,5% til „varnartengdra fjárfestinga og framlaga sem styðja við áfallaþol, öryggi og varnir,“ líkt og segir í tilkynningu frá utanríkis- og forsætisráðuneytinu. Í henni er haft eftir Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra að skilningur ríki á sérstöðu Íslands sem herlausri þjóð og því muni Ísland miða við að á næsta áratug verði framlag Íslands til varnarmála 1,5% af landsframleiðslu og fari í eflingu innviða sem styðja við áfallaþol, öryggi og varnir. Í þessu samhengi hefur sérstaklega verið talað um svokallaðar fjölþáttaógnir (e. Hybrid threats) sem taldar eru getað grafið undan alþjóðakerfinu, lýðræði, samfélagslegri samheldni og mannréttindum. Þetta fjölluðu formenn ríkisstjórnarflokkanna um í sameiginlegri grein sinni sem birtist í vikunni: „Í nútímavæddum heimi er ráðist að frjálslyndum lýðræðissamfélögum með fjölbreyttum aðferðum. Það er ekki aðeins gert með beinum hætti og hefðbundnum hernaði. Nú hafa óbeinar árásir færst í aukana sem er ætlað að grafa undan upplýstri og lýðræðislegri umræðu. Það er meðal annars gert með skipulagðri dreifingu á falsfréttum, netárásum og öðrum fjölþáttaógnum.“ NATO hefur skilgreint ógnir gegn upplýsingaöryggi „sem vísvitandi misnotkun upplýsingaumhverfis af hálfu erlendra ríkja eða utanaðkomandi afla með ráðumtaktík, tækni og aðgerðum sem ætlað er að hafa skaðleg áhrif á skoðanir eða hegðun fólks, með það að markmiði að veikja ríki og samfélög“. Stjórnvöld treysti á fjölmiðla Á tímum þegar samfélagsmiðlar sýna bjagaða og einhliða mynd af heiminum og utanaðkomandi öfl reyna að hafa áhrif á lýðræðislegar kosningar víða um heim og um leið grafa undan stofnunum samfélagsins, hafa hefðbundnir fjölmiðlar verið að veikjast. Frjálsir, öflugir fréttamiðlar sem leggja áherslu á faglega blaðamennsku í þágu almennings eru því mikilvæg vörn gegn þessum ógnum. Íslensk stjórnvöld treysta enda á fjölmiðla til að upplýsa almenning þegar neyðarástand skapast, eins og sýndi sig í COVID-faraldrinum. En til að blaðamenn geti ræktað þetta mikilvæga hlutverk þurfa fjölmiðlar traustan fjárhagslegan grundvöll, stuðning almennings og stjórnvalda og skilning á mikilvægi þeirra. Þessi skilyrði eru ekki til staðar í dag. Stuðningur skilgreindur sem hluti af varnarframlögum Á lausnamóti Blaðamannafélags Íslands sem haldið var í mars síðastliðnum, þar sem á sjöunda tug sérfræðinga komu saman til að ræða viðfangsefni tengd sameiginlegum hagsmunum fjölmiðla, blaðamanna og almennings, kom fram sú tillaga að styrkir og ívilnanir við íslenska fjölmiðla og aðgerðir til eflingar blaðamennsku yrðu skilgreind sem varnarframlag Íslands til NATO. Talið var að slík stefna gæti styrkt stöðu Íslands á alþjóðavettvangi, eflt traust almennings á stofnunum landsins og undirstrikað mikilvægi blaðamennsku í öryggismálum samtímans. Sterkir fréttamiðlar tryggja aðgengi almennings að traustum og sannreyndum upplýsingum þegar áföll ríða yfir og draga þannig úr óvissu og upplýsingaóreiðu um leið. Vel fjármagnaðir fjölmiðlar geta brugðist fljótt og örugglega við falsfréttum, leiðrétt rangar upplýsingar og komið í veg fyrir að grafið sé undan stöðugleika í samfélaginu. Þá er einnig nauðsynlegt að efla miðlalæsi í landinu og auka getu almennings til að meta og greina áreiðanleika upplýsinga og uppruna þeirra. Styrkjum innviði hér heima sem styðja við öryggi og varnir Íslands Markviss stefna og fjárstuðningur stjórnvalda við fréttamiðla sem mikilvæga innviði stuðlar að meiri seiglu og þoli almennings á áfallatímum. Íslensk stjórnvöld ættu að leggja áherslu á og viðurkenna formlega stuðning við blaðamennsku sem þátt í varnarviðbúnaði landsins og nýta tækifærið til þess að efla þann stuðning verulega. Blaðamannafélag Íslands hefur fundið fyrir velvilja og áhuga hjá stjórnvöldum á að ráðast í aðgerðir til eflingar blaðamennsku og fundið skilning á mikilvægi hennar í lýðræðissamfélagi. Nú er tækifæri fyrir ríkisstjórnina að láta verkin tala og tryggja að hér geti starfað stöndugir fréttamiðlar sem ástunda faglega blaðamennsku sem stuðlar að auknu öryggi, samheldni og trausti í samfélaginu hvað sem á dynur. Höfundur er formaður Blaðamannafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sigríður Dögg Auðunsdóttir Mest lesið Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Fagleg blaðamennska og öflugir, frjálsir fréttamiðlar eru einn af lykilþáttum í öryggis- og varnarmálum Íslands. Aðildarríki NATO samþykktu á leiðtogafundi í Haag á miðvikudag að stórauka útgjöld til varnarmála og að innan tíu ára skyldu þau koma til með að nema 5% af þjóðarframleiðslu hvers ríkis í stað 2% sem miðað er við nú. Af þessum 5% færu 1,5% til „varnartengdra fjárfestinga og framlaga sem styðja við áfallaþol, öryggi og varnir,“ líkt og segir í tilkynningu frá utanríkis- og forsætisráðuneytinu. Í henni er haft eftir Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra að skilningur ríki á sérstöðu Íslands sem herlausri þjóð og því muni Ísland miða við að á næsta áratug verði framlag Íslands til varnarmála 1,5% af landsframleiðslu og fari í eflingu innviða sem styðja við áfallaþol, öryggi og varnir. Í þessu samhengi hefur sérstaklega verið talað um svokallaðar fjölþáttaógnir (e. Hybrid threats) sem taldar eru getað grafið undan alþjóðakerfinu, lýðræði, samfélagslegri samheldni og mannréttindum. Þetta fjölluðu formenn ríkisstjórnarflokkanna um í sameiginlegri grein sinni sem birtist í vikunni: „Í nútímavæddum heimi er ráðist að frjálslyndum lýðræðissamfélögum með fjölbreyttum aðferðum. Það er ekki aðeins gert með beinum hætti og hefðbundnum hernaði. Nú hafa óbeinar árásir færst í aukana sem er ætlað að grafa undan upplýstri og lýðræðislegri umræðu. Það er meðal annars gert með skipulagðri dreifingu á falsfréttum, netárásum og öðrum fjölþáttaógnum.“ NATO hefur skilgreint ógnir gegn upplýsingaöryggi „sem vísvitandi misnotkun upplýsingaumhverfis af hálfu erlendra ríkja eða utanaðkomandi afla með ráðumtaktík, tækni og aðgerðum sem ætlað er að hafa skaðleg áhrif á skoðanir eða hegðun fólks, með það að markmiði að veikja ríki og samfélög“. Stjórnvöld treysti á fjölmiðla Á tímum þegar samfélagsmiðlar sýna bjagaða og einhliða mynd af heiminum og utanaðkomandi öfl reyna að hafa áhrif á lýðræðislegar kosningar víða um heim og um leið grafa undan stofnunum samfélagsins, hafa hefðbundnir fjölmiðlar verið að veikjast. Frjálsir, öflugir fréttamiðlar sem leggja áherslu á faglega blaðamennsku í þágu almennings eru því mikilvæg vörn gegn þessum ógnum. Íslensk stjórnvöld treysta enda á fjölmiðla til að upplýsa almenning þegar neyðarástand skapast, eins og sýndi sig í COVID-faraldrinum. En til að blaðamenn geti ræktað þetta mikilvæga hlutverk þurfa fjölmiðlar traustan fjárhagslegan grundvöll, stuðning almennings og stjórnvalda og skilning á mikilvægi þeirra. Þessi skilyrði eru ekki til staðar í dag. Stuðningur skilgreindur sem hluti af varnarframlögum Á lausnamóti Blaðamannafélags Íslands sem haldið var í mars síðastliðnum, þar sem á sjöunda tug sérfræðinga komu saman til að ræða viðfangsefni tengd sameiginlegum hagsmunum fjölmiðla, blaðamanna og almennings, kom fram sú tillaga að styrkir og ívilnanir við íslenska fjölmiðla og aðgerðir til eflingar blaðamennsku yrðu skilgreind sem varnarframlag Íslands til NATO. Talið var að slík stefna gæti styrkt stöðu Íslands á alþjóðavettvangi, eflt traust almennings á stofnunum landsins og undirstrikað mikilvægi blaðamennsku í öryggismálum samtímans. Sterkir fréttamiðlar tryggja aðgengi almennings að traustum og sannreyndum upplýsingum þegar áföll ríða yfir og draga þannig úr óvissu og upplýsingaóreiðu um leið. Vel fjármagnaðir fjölmiðlar geta brugðist fljótt og örugglega við falsfréttum, leiðrétt rangar upplýsingar og komið í veg fyrir að grafið sé undan stöðugleika í samfélaginu. Þá er einnig nauðsynlegt að efla miðlalæsi í landinu og auka getu almennings til að meta og greina áreiðanleika upplýsinga og uppruna þeirra. Styrkjum innviði hér heima sem styðja við öryggi og varnir Íslands Markviss stefna og fjárstuðningur stjórnvalda við fréttamiðla sem mikilvæga innviði stuðlar að meiri seiglu og þoli almennings á áfallatímum. Íslensk stjórnvöld ættu að leggja áherslu á og viðurkenna formlega stuðning við blaðamennsku sem þátt í varnarviðbúnaði landsins og nýta tækifærið til þess að efla þann stuðning verulega. Blaðamannafélag Íslands hefur fundið fyrir velvilja og áhuga hjá stjórnvöldum á að ráðast í aðgerðir til eflingar blaðamennsku og fundið skilning á mikilvægi hennar í lýðræðissamfélagi. Nú er tækifæri fyrir ríkisstjórnina að láta verkin tala og tryggja að hér geti starfað stöndugir fréttamiðlar sem ástunda faglega blaðamennsku sem stuðlar að auknu öryggi, samheldni og trausti í samfélaginu hvað sem á dynur. Höfundur er formaður Blaðamannafélags Íslands.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun