Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar 24. nóvember 2025 14:01 Það var nýr andi í þeim orðum, innsæi og skilningi sem Sigurður Árni Reynisson skrifaði um. Sem var frá að koma inn á heimili þar sem slæmir hlutir höfðu átt sér stað. Í viðbót við hana var grein Sigrúnar Sif Eyfeld Jóelsdóttir með Kolbrúnu Dögg Árnadóttur sem voru líka um hin ýmsu ósýnilegu og erfiðu atriði lífsins sem ekki mátti tjá um aldir. En niðurrífandi öfl á heimilum sem annars staðar, birtast oft án vitna, til dæmis með neikvæðum orðum að barninu, og svo því sem unglingi og áfram. Og að sjálfi barns sé eitrað með hörðum tónum orðasára sem foreldrið hafði borið í kerfum sínum, og fært áfram. Hvort sem það var meðvitað og ætlað eða ekki. En í þeim orðum var og er látið barn eða börn sín vita í gegnum árin, að það sé ekki nóg. Ekki nógu fallegt, ekki nógu hátt í loftinu, ekki nógu vel gefið, og sé líka séð sem vonlaust. Allt með tóni orða sem eru níð gegn einstaklingnum og brjóta sjálfsöryggi þeirra niður. Svo sagt í hörðum dómsorðum að það muni ekki fá nein góð tækifæri í lífinu, sem allt eru orð með tónum og eru eins og eitruð blóðgjöf inn í þann sem fær það. Eitur sem tekur langan tíma að losa sig við, ef einstaklingurinn hefur lifað eða tórt við það alla æskuna og lengur. Það virkar svo einnig sem höfnun ofan á hin atriðin. Höfnun virkar svo líka sem fleiri högg á sjálfið. Slík hegðun er oft frá vonbrigðum foreldra sem höfðu fengið neikvæðnina að sér í sinni eigin æsku, eða kúgun af erfiðri tegund, vegna langtímaskorts á þekkingu á góðu og árangursríku barnauppeldi. Og stundum frá slæmri valdagræðgi presta með andlegu ofbeldi eins og ég veit dæmi um. Það situr mikið lengur í einstaklingunum, þegar engin tjáning eða umræða um erfiðar tilfinningar var leyfð. Það er eins konar undiralda erfiðrar orku sem tekur tíma fyrir þolanda að losa sig við. Þessi þrjú sýndu inn í hin ósýnilegu og afneituðu atriði tilverunnar í greinum á Vísi, 17. nóvember 2025. Og auðvitað voru orð Höllu forseta um ástand á drengjum og karlmönnum varðandi jafnan rétt, líka hluti af þessu ferli og stigi umræðu. Þau orð þeirra sé ég sem marki tímamót í skilningi á að slæm meðferð er ekki endilega alltaf sjáanleg. Svo margt í lífinu er flókið. Og sumir hella sárum sínum á og í börn án vitna. Börn sem hafa enga rödd á þeim árum, af því að þau hafa ekki haft það bakland, né þann innri styrk til að svara fyrir sig. „Skila skömminni“. Eins og þau nýju orð segja. Orð og hugsun sem voru ekki til á mínum tímum. Þá trúir þeim kannski enginn, ef þau sögðu eða segja frá. Svo er innihald þeirrar merkingar ekki alltaf eins einfalt og getur litið út fyrir. Sem er af því að sum skömm er ekki bara þess sem segir eða gerir það þá, heldur er það oft óhugsuð og ómeðvituð endurtekning á langtímavenjum frá fyrri tímum. Hegðun sem enginn sá neitt rangt við eða einstaklingar leyfðu sér ekki að hugsa gagnrýna hugsun um það sem þeim var deilt. Og því miður engin meðvitund þá um skaðann á misháu suðustigi hið innra í þeim. Staðreyndin er sú, að stundum er það skömm margra kynslóða sem um er að ræða. Þegar til dæmis skömm í formi líkamlegs barnings, níðs, og þegar andlegar árásir harðra álitsdóma gerast. Sem fletja allt sjálf niður í mannverunni en voru séðar sem réttur þeirra eldri að deila út. Það er ekki endilega eiginleiki bara eins einstaklings. Það er oft frá viðhorfum sem enginn leyfði sér að gagnrýna, og næsta kynslóð er þá ekki endilega heldur að vakna til þess á tímum þegar þöggunar var krafist um svo margt erfitt. Þá er það hlutverk þolenda á endanum, að setjast niður með viðkomandi einstaklingum og hugsanlega meðferðaraðila, sálfræðingi eða félagsfræðingi til að fá sjónarhorn og sýn til að ná að breyta mynstrinu til að skapa hollara samfélag. Þöggun viðheldur erfiðri orku í líkamanum og hindrar þróun og þroska. Ég vitnaði til dæmis í föður á heimili sem ég heimsótti á barnaskólaárum lúberjasyni sína í hádegishléi frá vinnu. Ég var stödd þar vegna skólaleysis þar sem við vorum. Og sem tíu til tólf ára barn var ég stödd þar í hádeginu í þrjú skólaár, og var ófær um að standa upp og mótmæla. Það var á hreinu að hinir fjölskyldumeðlimirnir virtust ekki sjá neina möguleika á að stoppa hann. Þau stóðu eða sátu þögul hjá og horfðu, og þá var ég auðvitað líka barn með engan rétt til að segja manni fyrir verkum. Hvað hann hafi skapað í þeim sem voru lamdir með beltum. Og svo líka í vitnunum er mikil spurning, en annar þeirra er látinn. Og hin neikvæðu áhrif halda áfram niður slóðir taugakerfa næstu kynslóða eins og fræðingarnir hafa uppgötvað. Þöggunin lætur þau áhrif endast lengur og ver. Verða þungur ruslahaugur í stað þess að fá að sorterast sem reynsla, sem lærdómur kemur svo frá. Faðirinn og eiginmaðurinn í sögu Sigurðar Árna hafði hugsanlega ekki átt ljúfa barnæsku. Né fengið það uppbyggjandi uppeldi sem trúarbrögð álitu að væri meðfætt í öllum mannverum sem eignuðust börn að veita. Fullyrðing sem því miður er því miður ekki nærri alltaf veruleiki. Svo að það að fá að upplifa þá fullkomnun reynist ekki vera almenn reynsla nærri allra. Barneignir og fjölskyldulíf eru ekki alltaf það sem trúarbrögð reyndu að halda að mannverum að væri gulltryggt fyrir alla. Sumir einstaklingar koma í heiminn fyrir frelsi frá því. Það er meðal annars af því að mannverur hafa litríkari hugmyndaheim um lífið en vitað er til að dýrin hafi. Fyrir tíma getnaðarvarna, eins og er einnig sjáanlegt í dag. Er að kynhvötin er sterkt afl en þó sterkara í sumum en öðrum, sem þá þýðir að ef engin kennsla var veitt um að hafa sjálfsaga um það. Þá urðu börn oft til sem einstaklingar sem þráðu ekki foreldrahlutverk, höfðu ekki ætlað að fá. Og þau upplifa svo að hafa fæðst sem boðflennur, blórabögglar. Í grein þeirra Sigrúnar og Kolbrúnar kemur sá sannleikur fram, að það að ríkisstjórn ákveði frá einfeldningshugsun að faðir sé alltaf þessi elskandi maður. Maður sem hafi þráð að verða pabbi og kunni og skilji sitt hlutverk að hafa átt aðild að því að setja það barn í heiminn. Sögur um hið andstæða sem eru óteljandi í heiminum, staðfesta að svo er því miður ekki. Stundum hverfa þeir bara, af því að þeir voru ekki komnir á það þroskastig að verða foreldri eða höfðu bara allt önnur áhugamál. Sumir karlmenn sem enda í föðurhlutverki láta hins vegar svekkelsi sitt og reiði því bitna á börnum sínum með því að lemja þau, eða níða þau til einskis virði með slæmum orðum. Hið tilfinningalega dýra óraunsæi Báðar greinar sýna að í raun væri æskilegra og langtíma ódýrara að setja bæði gerendur og þolendur í meðferð, en að setja gerandann í fangelsi. Þar sem viðkomandi er ekki endilega líklegur til að fara inn á við til að læra að þekkja sjálfan sig og skilja hvernig hann eða hún gæti snúið blaði sínu við í viðhorfum sínum til þeirra sem viðkomandi taldi að væru ástkær fjölskyldumeðlimur eða annað. Barnið í sögu Sigurðar sem hafði verið kjálkabrotið í hita reiði föðurins var samt að vilja verja hann gegn slæmri reynslu laganna, þrátt fyrir kjálkabrotið, sem hlyti að hafa verið frá einhverju ljúfu sem hann hafði samt líka veitt með ofbeldi frá reiði sinni. Og feður eftir skilnað í dæmum Sigrúnar og Kolbrúnar geta verið með alls konar flóknar tilfinningar sem þeir eru ófærir um að snúa til betri vegar, ef þeir leita ekki hjálpar hjá réttum einstaklingum eða fræðingum. Ég veit persónulega um ungan mann sem um árið lærði að sá sem hafði alið hann upp var ekki sá sem hann kom frá. Og lærði það ekki fyrr en þegar hann var að fara að gifta sig. Slík leynd hefur sín áhrif í mörgum þeirra sem lifa án föður sem þeir tengjast blóðböndum við og ná því miður ekki alltaf að tengja við þann mann sem samþykkir að gefa viðkomandi nafn sitt og ala upp sem sitt barn. Og það þó að þeir séu ekki endilega fyllilega meðvitaðir um sannleikann, eins og var með hann. En það er eins konar tómarými hið innra í þeim, sem ekki öllum sem læra slíkt það seint, nái að fá þann rétta stuðning til að jafna. Konur sem hafa orðið barnshafandi án óskar geta líka sett sjálfvirði barna sinna niður og það var hugsanlega enn meira fyrir tíma getnaðarvarna og þegar viðhorf voru hörð gegn slíku. Kona sem hafði átt sér draum um algerlega annars konar líf en börn og buru sem margar þeirra enduðu með, og foreldrahlutverkið varð aldrei óskahlutverkið þeirra. Höfundur er Íslendingur sem hefur búið til lengri tíma í Ástralíu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Matthildur Björnsdóttir Mest lesið Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir Skoðun Úrelt lög Davíð Þór Jónsson Bakþankar Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Það var nýr andi í þeim orðum, innsæi og skilningi sem Sigurður Árni Reynisson skrifaði um. Sem var frá að koma inn á heimili þar sem slæmir hlutir höfðu átt sér stað. Í viðbót við hana var grein Sigrúnar Sif Eyfeld Jóelsdóttir með Kolbrúnu Dögg Árnadóttur sem voru líka um hin ýmsu ósýnilegu og erfiðu atriði lífsins sem ekki mátti tjá um aldir. En niðurrífandi öfl á heimilum sem annars staðar, birtast oft án vitna, til dæmis með neikvæðum orðum að barninu, og svo því sem unglingi og áfram. Og að sjálfi barns sé eitrað með hörðum tónum orðasára sem foreldrið hafði borið í kerfum sínum, og fært áfram. Hvort sem það var meðvitað og ætlað eða ekki. En í þeim orðum var og er látið barn eða börn sín vita í gegnum árin, að það sé ekki nóg. Ekki nógu fallegt, ekki nógu hátt í loftinu, ekki nógu vel gefið, og sé líka séð sem vonlaust. Allt með tóni orða sem eru níð gegn einstaklingnum og brjóta sjálfsöryggi þeirra niður. Svo sagt í hörðum dómsorðum að það muni ekki fá nein góð tækifæri í lífinu, sem allt eru orð með tónum og eru eins og eitruð blóðgjöf inn í þann sem fær það. Eitur sem tekur langan tíma að losa sig við, ef einstaklingurinn hefur lifað eða tórt við það alla æskuna og lengur. Það virkar svo einnig sem höfnun ofan á hin atriðin. Höfnun virkar svo líka sem fleiri högg á sjálfið. Slík hegðun er oft frá vonbrigðum foreldra sem höfðu fengið neikvæðnina að sér í sinni eigin æsku, eða kúgun af erfiðri tegund, vegna langtímaskorts á þekkingu á góðu og árangursríku barnauppeldi. Og stundum frá slæmri valdagræðgi presta með andlegu ofbeldi eins og ég veit dæmi um. Það situr mikið lengur í einstaklingunum, þegar engin tjáning eða umræða um erfiðar tilfinningar var leyfð. Það er eins konar undiralda erfiðrar orku sem tekur tíma fyrir þolanda að losa sig við. Þessi þrjú sýndu inn í hin ósýnilegu og afneituðu atriði tilverunnar í greinum á Vísi, 17. nóvember 2025. Og auðvitað voru orð Höllu forseta um ástand á drengjum og karlmönnum varðandi jafnan rétt, líka hluti af þessu ferli og stigi umræðu. Þau orð þeirra sé ég sem marki tímamót í skilningi á að slæm meðferð er ekki endilega alltaf sjáanleg. Svo margt í lífinu er flókið. Og sumir hella sárum sínum á og í börn án vitna. Börn sem hafa enga rödd á þeim árum, af því að þau hafa ekki haft það bakland, né þann innri styrk til að svara fyrir sig. „Skila skömminni“. Eins og þau nýju orð segja. Orð og hugsun sem voru ekki til á mínum tímum. Þá trúir þeim kannski enginn, ef þau sögðu eða segja frá. Svo er innihald þeirrar merkingar ekki alltaf eins einfalt og getur litið út fyrir. Sem er af því að sum skömm er ekki bara þess sem segir eða gerir það þá, heldur er það oft óhugsuð og ómeðvituð endurtekning á langtímavenjum frá fyrri tímum. Hegðun sem enginn sá neitt rangt við eða einstaklingar leyfðu sér ekki að hugsa gagnrýna hugsun um það sem þeim var deilt. Og því miður engin meðvitund þá um skaðann á misháu suðustigi hið innra í þeim. Staðreyndin er sú, að stundum er það skömm margra kynslóða sem um er að ræða. Þegar til dæmis skömm í formi líkamlegs barnings, níðs, og þegar andlegar árásir harðra álitsdóma gerast. Sem fletja allt sjálf niður í mannverunni en voru séðar sem réttur þeirra eldri að deila út. Það er ekki endilega eiginleiki bara eins einstaklings. Það er oft frá viðhorfum sem enginn leyfði sér að gagnrýna, og næsta kynslóð er þá ekki endilega heldur að vakna til þess á tímum þegar þöggunar var krafist um svo margt erfitt. Þá er það hlutverk þolenda á endanum, að setjast niður með viðkomandi einstaklingum og hugsanlega meðferðaraðila, sálfræðingi eða félagsfræðingi til að fá sjónarhorn og sýn til að ná að breyta mynstrinu til að skapa hollara samfélag. Þöggun viðheldur erfiðri orku í líkamanum og hindrar þróun og þroska. Ég vitnaði til dæmis í föður á heimili sem ég heimsótti á barnaskólaárum lúberjasyni sína í hádegishléi frá vinnu. Ég var stödd þar vegna skólaleysis þar sem við vorum. Og sem tíu til tólf ára barn var ég stödd þar í hádeginu í þrjú skólaár, og var ófær um að standa upp og mótmæla. Það var á hreinu að hinir fjölskyldumeðlimirnir virtust ekki sjá neina möguleika á að stoppa hann. Þau stóðu eða sátu þögul hjá og horfðu, og þá var ég auðvitað líka barn með engan rétt til að segja manni fyrir verkum. Hvað hann hafi skapað í þeim sem voru lamdir með beltum. Og svo líka í vitnunum er mikil spurning, en annar þeirra er látinn. Og hin neikvæðu áhrif halda áfram niður slóðir taugakerfa næstu kynslóða eins og fræðingarnir hafa uppgötvað. Þöggunin lætur þau áhrif endast lengur og ver. Verða þungur ruslahaugur í stað þess að fá að sorterast sem reynsla, sem lærdómur kemur svo frá. Faðirinn og eiginmaðurinn í sögu Sigurðar Árna hafði hugsanlega ekki átt ljúfa barnæsku. Né fengið það uppbyggjandi uppeldi sem trúarbrögð álitu að væri meðfætt í öllum mannverum sem eignuðust börn að veita. Fullyrðing sem því miður er því miður ekki nærri alltaf veruleiki. Svo að það að fá að upplifa þá fullkomnun reynist ekki vera almenn reynsla nærri allra. Barneignir og fjölskyldulíf eru ekki alltaf það sem trúarbrögð reyndu að halda að mannverum að væri gulltryggt fyrir alla. Sumir einstaklingar koma í heiminn fyrir frelsi frá því. Það er meðal annars af því að mannverur hafa litríkari hugmyndaheim um lífið en vitað er til að dýrin hafi. Fyrir tíma getnaðarvarna, eins og er einnig sjáanlegt í dag. Er að kynhvötin er sterkt afl en þó sterkara í sumum en öðrum, sem þá þýðir að ef engin kennsla var veitt um að hafa sjálfsaga um það. Þá urðu börn oft til sem einstaklingar sem þráðu ekki foreldrahlutverk, höfðu ekki ætlað að fá. Og þau upplifa svo að hafa fæðst sem boðflennur, blórabögglar. Í grein þeirra Sigrúnar og Kolbrúnar kemur sá sannleikur fram, að það að ríkisstjórn ákveði frá einfeldningshugsun að faðir sé alltaf þessi elskandi maður. Maður sem hafi þráð að verða pabbi og kunni og skilji sitt hlutverk að hafa átt aðild að því að setja það barn í heiminn. Sögur um hið andstæða sem eru óteljandi í heiminum, staðfesta að svo er því miður ekki. Stundum hverfa þeir bara, af því að þeir voru ekki komnir á það þroskastig að verða foreldri eða höfðu bara allt önnur áhugamál. Sumir karlmenn sem enda í föðurhlutverki láta hins vegar svekkelsi sitt og reiði því bitna á börnum sínum með því að lemja þau, eða níða þau til einskis virði með slæmum orðum. Hið tilfinningalega dýra óraunsæi Báðar greinar sýna að í raun væri æskilegra og langtíma ódýrara að setja bæði gerendur og þolendur í meðferð, en að setja gerandann í fangelsi. Þar sem viðkomandi er ekki endilega líklegur til að fara inn á við til að læra að þekkja sjálfan sig og skilja hvernig hann eða hún gæti snúið blaði sínu við í viðhorfum sínum til þeirra sem viðkomandi taldi að væru ástkær fjölskyldumeðlimur eða annað. Barnið í sögu Sigurðar sem hafði verið kjálkabrotið í hita reiði föðurins var samt að vilja verja hann gegn slæmri reynslu laganna, þrátt fyrir kjálkabrotið, sem hlyti að hafa verið frá einhverju ljúfu sem hann hafði samt líka veitt með ofbeldi frá reiði sinni. Og feður eftir skilnað í dæmum Sigrúnar og Kolbrúnar geta verið með alls konar flóknar tilfinningar sem þeir eru ófærir um að snúa til betri vegar, ef þeir leita ekki hjálpar hjá réttum einstaklingum eða fræðingum. Ég veit persónulega um ungan mann sem um árið lærði að sá sem hafði alið hann upp var ekki sá sem hann kom frá. Og lærði það ekki fyrr en þegar hann var að fara að gifta sig. Slík leynd hefur sín áhrif í mörgum þeirra sem lifa án föður sem þeir tengjast blóðböndum við og ná því miður ekki alltaf að tengja við þann mann sem samþykkir að gefa viðkomandi nafn sitt og ala upp sem sitt barn. Og það þó að þeir séu ekki endilega fyllilega meðvitaðir um sannleikann, eins og var með hann. En það er eins konar tómarými hið innra í þeim, sem ekki öllum sem læra slíkt það seint, nái að fá þann rétta stuðning til að jafna. Konur sem hafa orðið barnshafandi án óskar geta líka sett sjálfvirði barna sinna niður og það var hugsanlega enn meira fyrir tíma getnaðarvarna og þegar viðhorf voru hörð gegn slíku. Kona sem hafði átt sér draum um algerlega annars konar líf en börn og buru sem margar þeirra enduðu með, og foreldrahlutverkið varð aldrei óskahlutverkið þeirra. Höfundur er Íslendingur sem hefur búið til lengri tíma í Ástralíu.
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar