„Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar 21. nóvember 2025 15:17 Fulltrúar bandarískra og rússneskra stjórnvalda hafa hafa útbúið friðartillögur í 28 liðum til að enda stríðið í Úkraínu. Hvíta húsið segir tillögurnar góðar, en Kremlverjar segja að þær hafi ekki verið kynntar þeim fyrr en nú og hafa lýst yfir efasemdum um gagnsemi þeirra. Sem kemur á óvart því tillögurnar endurspegla ítrustu kröfur Rússa um landvinninga og pólitísk yfirráð yfir Úkraínu. Þar er farið fram á að Rússar haldi öllum þeim landsvæðum sem þeir hafa lagt undir sig í árásarstríði sem hófst fyrir þeirra atbeina 24. febrúar 2022 og afgangi þeirra fjögurra héraða sem þeir hafa ekki ennþá náð að hertaka, Tillögurnar gera ráð fyrir að Úkraína minnki her sinn um nálægt helming og fái ekki að hafa langdræg vopn, NATO aðild sé útilokuð og viðvera vestrænna hermanna í Úkraínu verði bönnuð. Enn fremur er farið fram á að kosningar verði haldnar í Úkraínu innan 100 daga frá samþykkt þessara tillagna sem væntanlega mun gefa Rússum færi á að fá stjórnvöld sem eru þeim hliðholl eftir að almenningur refsar núverandi forseta fyrir að gefa eftir úkraínsk landsvæði. Þessar friðartillögur eru ekki lagðar fram í samráði við Úkraínu eða Evrópu heldur þvert á móti hefur þeim verið haldið fyrir utan viðræðurnar. Atlantshafsbandalagið hefur ásamt Evrópu ítrekað að ekkert verði ákveðið um Úkraínu án Úkraínu og staðfastur stuðningur við Úkraínu sé óbilandi standa nú frammi fyrir þeim vatnaskilum að bandarísk stjórnvöld virðast ætla að svíkja Úkraínu sem berst fyrir lífi sínu í hendur Rússa. Öryggishagsmunir Evrópu hafa verið tíundaðir af leiðtogum þeirra sem telja árásarstríð Rússa í Evrópu vera mestu ógn sem álfan hefur staðið frammi fyrir frá lokum seinni heimsstyrjaldar. Ný evrópsk varnaráætlun miðar að því að gera þeim kleift að verjast annarri árás frá Rússum fyrir árið 2030 sem talin er líkleg fari svo að þeim takist að leggja undir sig Úkraínu alla. Hvað vakir fyrir Bandaríkjamönnum með þessum friðartillögum virðist augljóst; Trump vill koma á friði hvað sem það kostar og án tillits til aðdraganda stríðsins eða afleiðinga þess. Öryggishagsmunir Evrópu eða Úkraínu vega ekki þungt í þessari vegferð. Viðskiptahagsmunir virðast hins vegar gera það og gera friðartillögurnar ráð fyrir að viðskiptaþvingunum gagnvart Rússum verði aflétt og aðild þeirra að G-8 verði endurvakin. Tengsl Pútins, forseta Rússlands og Trumps, forseta Bandaríkjanna virðast trompa allt annað. Þegar þetta bandaríska útspil er skoðað að þá þurfa íslensk stjórnvöld að spyrja sig eftirfarandi spurningar; Hvað þýðir þetta viðhorf Bandaríkjamanna gagnvart Úkraínu og Evrópu fyrir íslenska öryggis- og varnarhagsmuni og er varnarsamingurinn traustur hornsteinn fyrir sjálfstæði og fullveldi þjóðarinnar? Við sem þjóð höfum útvistað vörnum þjóðarinnar alfarið til erlendra aðila, þ.m.t. Bandaríkjanna og forsætisráðherra hefur opinberlega lýst því yfir að vonandi verði íslenskur her ekki stofnaður á hennar lífstíð. Er þetta ábyrg afstaða? Höfundur er áhugamaður um íslensk öryggis- og varnarmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Arnór Sigurjónsson Bandaríkin Öryggis- og varnarmál Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Fulltrúar bandarískra og rússneskra stjórnvalda hafa hafa útbúið friðartillögur í 28 liðum til að enda stríðið í Úkraínu. Hvíta húsið segir tillögurnar góðar, en Kremlverjar segja að þær hafi ekki verið kynntar þeim fyrr en nú og hafa lýst yfir efasemdum um gagnsemi þeirra. Sem kemur á óvart því tillögurnar endurspegla ítrustu kröfur Rússa um landvinninga og pólitísk yfirráð yfir Úkraínu. Þar er farið fram á að Rússar haldi öllum þeim landsvæðum sem þeir hafa lagt undir sig í árásarstríði sem hófst fyrir þeirra atbeina 24. febrúar 2022 og afgangi þeirra fjögurra héraða sem þeir hafa ekki ennþá náð að hertaka, Tillögurnar gera ráð fyrir að Úkraína minnki her sinn um nálægt helming og fái ekki að hafa langdræg vopn, NATO aðild sé útilokuð og viðvera vestrænna hermanna í Úkraínu verði bönnuð. Enn fremur er farið fram á að kosningar verði haldnar í Úkraínu innan 100 daga frá samþykkt þessara tillagna sem væntanlega mun gefa Rússum færi á að fá stjórnvöld sem eru þeim hliðholl eftir að almenningur refsar núverandi forseta fyrir að gefa eftir úkraínsk landsvæði. Þessar friðartillögur eru ekki lagðar fram í samráði við Úkraínu eða Evrópu heldur þvert á móti hefur þeim verið haldið fyrir utan viðræðurnar. Atlantshafsbandalagið hefur ásamt Evrópu ítrekað að ekkert verði ákveðið um Úkraínu án Úkraínu og staðfastur stuðningur við Úkraínu sé óbilandi standa nú frammi fyrir þeim vatnaskilum að bandarísk stjórnvöld virðast ætla að svíkja Úkraínu sem berst fyrir lífi sínu í hendur Rússa. Öryggishagsmunir Evrópu hafa verið tíundaðir af leiðtogum þeirra sem telja árásarstríð Rússa í Evrópu vera mestu ógn sem álfan hefur staðið frammi fyrir frá lokum seinni heimsstyrjaldar. Ný evrópsk varnaráætlun miðar að því að gera þeim kleift að verjast annarri árás frá Rússum fyrir árið 2030 sem talin er líkleg fari svo að þeim takist að leggja undir sig Úkraínu alla. Hvað vakir fyrir Bandaríkjamönnum með þessum friðartillögum virðist augljóst; Trump vill koma á friði hvað sem það kostar og án tillits til aðdraganda stríðsins eða afleiðinga þess. Öryggishagsmunir Evrópu eða Úkraínu vega ekki þungt í þessari vegferð. Viðskiptahagsmunir virðast hins vegar gera það og gera friðartillögurnar ráð fyrir að viðskiptaþvingunum gagnvart Rússum verði aflétt og aðild þeirra að G-8 verði endurvakin. Tengsl Pútins, forseta Rússlands og Trumps, forseta Bandaríkjanna virðast trompa allt annað. Þegar þetta bandaríska útspil er skoðað að þá þurfa íslensk stjórnvöld að spyrja sig eftirfarandi spurningar; Hvað þýðir þetta viðhorf Bandaríkjamanna gagnvart Úkraínu og Evrópu fyrir íslenska öryggis- og varnarhagsmuni og er varnarsamingurinn traustur hornsteinn fyrir sjálfstæði og fullveldi þjóðarinnar? Við sem þjóð höfum útvistað vörnum þjóðarinnar alfarið til erlendra aðila, þ.m.t. Bandaríkjanna og forsætisráðherra hefur opinberlega lýst því yfir að vonandi verði íslenskur her ekki stofnaður á hennar lífstíð. Er þetta ábyrg afstaða? Höfundur er áhugamaður um íslensk öryggis- og varnarmál.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun