Börn eru hvorki veiðigjöld né öryggis- og varnarmál Grímur Atlason skrifar 26. júní 2025 16:02 Barnaverndarstofa sendi í gær frá sér skýrslu um fjölda barnaverndartilkynninga á árunum 2022 til 2024. Skýrslur og annað sem kemur út á vegum stjórnvalda á tímabilinu 15. júní til 15. ágúst, fær nær enga athygli í samfélagsumræðunni eða í þingsal vegna sumarleyfa. Þannig var það einmitt með skýrslu Umboðsmanns Alþingis um einkarekin úrræði fyrir börn, sem kom út í júlí 2024 og fékk litla umfjöllun þrátt fyrir hreint sláandi upplýsingar um hvernig farið er með börn á Íslandi. Sama var upp á teningnum með skýrslu Ríkislögreglustjóra „Ofbeldi barna – staðan og áskoranir“, sem kom út í lok júní það ár, en myndin sem þar var dregin upp af stöðu mála var kolsvört. Þingið er vissulega að störfum í dag en það verður að teljast harla ólíklegt að svört skýrsla Barnaverndarstofu falli undir skilgreiningu þingmanna um það hvað sé „heilög skylda“ þeirra að fjalla um eins og þingmaður komst að orði á dögunum. Börn eru jú hvorki veiðigjöld né öryggis- og varnarmál. Áhættuhegðun barna Þegar skýrsla Barnaverndarstofu er skoðuð þá er endurspeglar hún þau rauðu blikkandi ljós sem mátti lesa greina í skýrslunum tveimur sem og í öðrum geðheilsuvísum sl. áratug. Vanlíðan, ofbeldi og geðlyfjanotkun barna hefur aukist verulega á örfáum árum. Hér verður fjallað um þann hluta skýrslunnar sem fjallar um áhættuhegðun barna. Árið 2022 bárust barnaverndarnefndum landsins 3.942 tilkynningar sem flokkaðar voru sem áhættuhegðun barna. Árið 2023 voru þær 4.931 og í fyrra voru tilkynningarnar 5.648. Tilkynningum um áhættuhegðun barna fjölgaði því samtals um 43% á tímabilinu, 41% hjá drengjum og 47% hjá stúlkum. Það eru nokkrir undirflokkar í áhættuhegðun barna en þrír skoðaðir nánar hér: áfengis- og vímuefnaneysla, afbrot og barn beitir ofbeldi. Áfengis- og vímuefnaneysla barna hefur aukist sl. ár og íslenska leiðin í forvörnum, sem við höfum ferðast með og kynnt út um allan heim sl. tvo áratugi, virðist hafa verið siglt í strand eða er hreinlega sokkin. Tölurnar í skýrslu Barnaverndarstofu sýna það svart á hvítu. Tilkynningum um áfengis- og vímuefnaneyslu barna fjölgaði um 72% og fjölgaði um 57% hjá drengjum og 93% hjá stúlkum. Afbrota- og ofbeldistilkynningum fjölgaði um 35% til 47% og var aukningin mest hjá stúlkum. Keisarinn er klæðalaus enn eina ferðina Það verður að segjast eins og er að á tímum farsældar og fagurgala um að sérstök áhersla sé á málefnum barna og geðheilbrigði eru þessar niðurstöður beinlínis afhjúpun þeirrar staðreyndar að keisarinn er ekki í neinum fötum. Ástandið á Stuðlum, vistun barna í fangaklefum, brottfall barna úr skólum, skýrslurnar sem vitnað var til frá árinu 2024 o.m.fl. staðfesta þetta klæðaleysi. Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar má lesa eftirfarandi fyrirheit í tengslum við geðheilbrigðismál og börn: Þá er áhersla lögð á að stytta biðlista barna, auka aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu og efla meðferðarúrræði vegna fíknivanda. Sérstaklega skal efla aðgengi barna og ungmenna að íþróttum, listum og frístundastarfi. Ríkisstjórnin setur málefni barna og ungmenna í öndvegi og hefur boðað sókn í menntamálum með áherslu á bætt umhverfi nemenda og kennara, íslenskukennslu, læsi og aðgengi að fjölbreyttum námsgögnum, stuðning við menntakerfið, inngildingu, snemmtæka íhlutun, sí- og endurmenntun og raunfærnimat. Stefna málefnasviðs 22 endurspeglar þær áherslur. Forvarnir verða efldar til að bæta heilsu og unnið verður að því að draga skipulega úr skriffinnsku í heilbrigðis- og velferðarkerfinu og hagnýta betur tæknilausnir og nýsköpun á sviði heilbrigðis- og velferðarmála til hagsbóta fyrir landsmenn alla óháð búsetu. Hvað varðar að efla aðgengi barna og ungmenna að íþróttum, listum og frístundastarfi þá er í sömu fjármálaáætlun dregið úr framlögum til málaflokksins um 3,5 ma.kr. á tímabilinu. Sóknin í málefnum barna og áherslan á bætt umhverfi þeirra er verðlögð með sparnaði upp á 1,5 ma.kr. Það á einnig að efla forvarnir með því að draga úr framlögum til málaflokksins um 700 m.kr. tímabilinu. Það segir sig sjálft að aðgengi verður ekki aukið, umhverfi barna verður ekki bætt og forvarnir ekki efldar með tæplega 10% niðurskurði fjármagns. Framlög í forvarnir, lýðheilsu og umhverfi barna í grunnskólum eru skorin niður um samtals 5,7 ma.kr. Á sama tíma er gert ráð fyrir 11 ma.kr. innspýtingu til öryggis- og varnarmála. Börn eru alla vega ekki öryggis- og varnarmál – það er alveg ljóst. Hlustum á það sem einkennin eru að segja okkur Allt það sem kemur fram í skýrslunum þremur sem hér hafa verið nefndar er dæmi um einkenni ástands. Orsakirnar liggja víða en einkennin eru hér beinlínis að öskra á okkur að bregðast við. Við höfum hingað til hent milljörðum á milljarða ofan í aðgerðir til höfuðs þessum einkennunum en lítið sem ekkert gefið orsökunum gaum. Við getum ekki lengur reynt að lyfja okkur frá þessum vanda eða sópa honum undir teppið með því t.d. að senda börn á einkareknar stofnanir sem fá falleinkunn þá sjaldan eftirliti er sinnt. Með því erum við í besta falli að fresta vanda en líklega að auka hann verulega með tilheyrandi harmi og gríðarlegu fjárhagslegu tjóni fyrir samfélagið. Förum því fyrir ofan fossinn í stað þess að halda áfram á þessari leið. Einbeitum okkur að orsökunum – við gætum t.d. byrjað á þessu: Setjumst niður og gerum sáttmála um það að leiðrétta innviðaskuld okkar við börn og velferðarkerfið almennt. Styðjum verðandi foreldra og fræðum alla meðgönguna. Styðjum þau áfram eftir fæðingu barns. Gerum foreldrum efnahagslega kleift að vera með barni sínu fyrstu tvö árin. Afstofnanavæðum æskuna og setjum þarfir fjölskyldna í öndvegi í stað atvinnulífsins. Stokkum upp öll skólastig barna- og ungmenna með áherslu á þarfir barna og þroska. Endurskoðum hlutverk skóla, færum ábyrgð á uppeldi aftur til foreldra og drögum þannig úr útvistun æskunnar og uppeldis barna. Hverfum frá sjónarmiðum einstaklingshyggju þegar kemur að búsetu og setjum áherslu á samveru með t.d. kynslóðabúsetukostum. Stokkum upp í félags- og heilbrigðiskerfinu þannig að batamiðuðum úrræðum fjölgi en óskilvirkar og einkennamiðaðar lausnir verði lagðar á hilluna. Endurskoðum verðmætamat samfélagsins og áttum okkur á því að hagvöxtur er vondur mælikvarði á velgengni okkar. Gerum nýja fjármálaáætlun þar sem það verður heilög skylda okkar að vernda börn. Höfundur er framkvæmdastjóri Geðhjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grímur Atlason Börn og uppeldi Barnavernd Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Barnaverndarstofa sendi í gær frá sér skýrslu um fjölda barnaverndartilkynninga á árunum 2022 til 2024. Skýrslur og annað sem kemur út á vegum stjórnvalda á tímabilinu 15. júní til 15. ágúst, fær nær enga athygli í samfélagsumræðunni eða í þingsal vegna sumarleyfa. Þannig var það einmitt með skýrslu Umboðsmanns Alþingis um einkarekin úrræði fyrir börn, sem kom út í júlí 2024 og fékk litla umfjöllun þrátt fyrir hreint sláandi upplýsingar um hvernig farið er með börn á Íslandi. Sama var upp á teningnum með skýrslu Ríkislögreglustjóra „Ofbeldi barna – staðan og áskoranir“, sem kom út í lok júní það ár, en myndin sem þar var dregin upp af stöðu mála var kolsvört. Þingið er vissulega að störfum í dag en það verður að teljast harla ólíklegt að svört skýrsla Barnaverndarstofu falli undir skilgreiningu þingmanna um það hvað sé „heilög skylda“ þeirra að fjalla um eins og þingmaður komst að orði á dögunum. Börn eru jú hvorki veiðigjöld né öryggis- og varnarmál. Áhættuhegðun barna Þegar skýrsla Barnaverndarstofu er skoðuð þá er endurspeglar hún þau rauðu blikkandi ljós sem mátti lesa greina í skýrslunum tveimur sem og í öðrum geðheilsuvísum sl. áratug. Vanlíðan, ofbeldi og geðlyfjanotkun barna hefur aukist verulega á örfáum árum. Hér verður fjallað um þann hluta skýrslunnar sem fjallar um áhættuhegðun barna. Árið 2022 bárust barnaverndarnefndum landsins 3.942 tilkynningar sem flokkaðar voru sem áhættuhegðun barna. Árið 2023 voru þær 4.931 og í fyrra voru tilkynningarnar 5.648. Tilkynningum um áhættuhegðun barna fjölgaði því samtals um 43% á tímabilinu, 41% hjá drengjum og 47% hjá stúlkum. Það eru nokkrir undirflokkar í áhættuhegðun barna en þrír skoðaðir nánar hér: áfengis- og vímuefnaneysla, afbrot og barn beitir ofbeldi. Áfengis- og vímuefnaneysla barna hefur aukist sl. ár og íslenska leiðin í forvörnum, sem við höfum ferðast með og kynnt út um allan heim sl. tvo áratugi, virðist hafa verið siglt í strand eða er hreinlega sokkin. Tölurnar í skýrslu Barnaverndarstofu sýna það svart á hvítu. Tilkynningum um áfengis- og vímuefnaneyslu barna fjölgaði um 72% og fjölgaði um 57% hjá drengjum og 93% hjá stúlkum. Afbrota- og ofbeldistilkynningum fjölgaði um 35% til 47% og var aukningin mest hjá stúlkum. Keisarinn er klæðalaus enn eina ferðina Það verður að segjast eins og er að á tímum farsældar og fagurgala um að sérstök áhersla sé á málefnum barna og geðheilbrigði eru þessar niðurstöður beinlínis afhjúpun þeirrar staðreyndar að keisarinn er ekki í neinum fötum. Ástandið á Stuðlum, vistun barna í fangaklefum, brottfall barna úr skólum, skýrslurnar sem vitnað var til frá árinu 2024 o.m.fl. staðfesta þetta klæðaleysi. Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar má lesa eftirfarandi fyrirheit í tengslum við geðheilbrigðismál og börn: Þá er áhersla lögð á að stytta biðlista barna, auka aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu og efla meðferðarúrræði vegna fíknivanda. Sérstaklega skal efla aðgengi barna og ungmenna að íþróttum, listum og frístundastarfi. Ríkisstjórnin setur málefni barna og ungmenna í öndvegi og hefur boðað sókn í menntamálum með áherslu á bætt umhverfi nemenda og kennara, íslenskukennslu, læsi og aðgengi að fjölbreyttum námsgögnum, stuðning við menntakerfið, inngildingu, snemmtæka íhlutun, sí- og endurmenntun og raunfærnimat. Stefna málefnasviðs 22 endurspeglar þær áherslur. Forvarnir verða efldar til að bæta heilsu og unnið verður að því að draga skipulega úr skriffinnsku í heilbrigðis- og velferðarkerfinu og hagnýta betur tæknilausnir og nýsköpun á sviði heilbrigðis- og velferðarmála til hagsbóta fyrir landsmenn alla óháð búsetu. Hvað varðar að efla aðgengi barna og ungmenna að íþróttum, listum og frístundastarfi þá er í sömu fjármálaáætlun dregið úr framlögum til málaflokksins um 3,5 ma.kr. á tímabilinu. Sóknin í málefnum barna og áherslan á bætt umhverfi þeirra er verðlögð með sparnaði upp á 1,5 ma.kr. Það á einnig að efla forvarnir með því að draga úr framlögum til málaflokksins um 700 m.kr. tímabilinu. Það segir sig sjálft að aðgengi verður ekki aukið, umhverfi barna verður ekki bætt og forvarnir ekki efldar með tæplega 10% niðurskurði fjármagns. Framlög í forvarnir, lýðheilsu og umhverfi barna í grunnskólum eru skorin niður um samtals 5,7 ma.kr. Á sama tíma er gert ráð fyrir 11 ma.kr. innspýtingu til öryggis- og varnarmála. Börn eru alla vega ekki öryggis- og varnarmál – það er alveg ljóst. Hlustum á það sem einkennin eru að segja okkur Allt það sem kemur fram í skýrslunum þremur sem hér hafa verið nefndar er dæmi um einkenni ástands. Orsakirnar liggja víða en einkennin eru hér beinlínis að öskra á okkur að bregðast við. Við höfum hingað til hent milljörðum á milljarða ofan í aðgerðir til höfuðs þessum einkennunum en lítið sem ekkert gefið orsökunum gaum. Við getum ekki lengur reynt að lyfja okkur frá þessum vanda eða sópa honum undir teppið með því t.d. að senda börn á einkareknar stofnanir sem fá falleinkunn þá sjaldan eftirliti er sinnt. Með því erum við í besta falli að fresta vanda en líklega að auka hann verulega með tilheyrandi harmi og gríðarlegu fjárhagslegu tjóni fyrir samfélagið. Förum því fyrir ofan fossinn í stað þess að halda áfram á þessari leið. Einbeitum okkur að orsökunum – við gætum t.d. byrjað á þessu: Setjumst niður og gerum sáttmála um það að leiðrétta innviðaskuld okkar við börn og velferðarkerfið almennt. Styðjum verðandi foreldra og fræðum alla meðgönguna. Styðjum þau áfram eftir fæðingu barns. Gerum foreldrum efnahagslega kleift að vera með barni sínu fyrstu tvö árin. Afstofnanavæðum æskuna og setjum þarfir fjölskyldna í öndvegi í stað atvinnulífsins. Stokkum upp öll skólastig barna- og ungmenna með áherslu á þarfir barna og þroska. Endurskoðum hlutverk skóla, færum ábyrgð á uppeldi aftur til foreldra og drögum þannig úr útvistun æskunnar og uppeldis barna. Hverfum frá sjónarmiðum einstaklingshyggju þegar kemur að búsetu og setjum áherslu á samveru með t.d. kynslóðabúsetukostum. Stokkum upp í félags- og heilbrigðiskerfinu þannig að batamiðuðum úrræðum fjölgi en óskilvirkar og einkennamiðaðar lausnir verði lagðar á hilluna. Endurskoðum verðmætamat samfélagsins og áttum okkur á því að hagvöxtur er vondur mælikvarði á velgengni okkar. Gerum nýja fjármálaáætlun þar sem það verður heilög skylda okkar að vernda börn. Höfundur er framkvæmdastjóri Geðhjálpar.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar