Ofbeldi barna

Fréttamynd

„Þetta er ein­hver samfélagsmiðlasýki“

Sérfræðingur í forvörnum segir mikilvægt að foreldrar ræði við börn sín um hætturnar sem fylgt geta tálbeituaðferðum. Myndbönd sem sýna ungmenni ganga í skrokk á meintum barnaníðingum eru í dreifingu á samfélagsmiðlum.

Innlent
Fréttamynd

Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt

Rannsóknir hafa sýnt að samstarf heimilis og skóla sé gríðarlega mikilvægt og stuðlar að betri líðan nemenda og starfsfólks skóla. Einnig bætir samstarf námsárangur nemenda og stuðlar að betri skóla og bekkjarbrag. Velferð og farsæld barna er því sameiginlegt verkefni heimila, skóla og þess nærumhverfis sem barnið er í.

Skoðun
Fréttamynd

„Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“

Aukin ofbeldishegðun barna er stórt samfélagslegt vandamál sem við finnast engar töfralausnir. Þetta segir skólastjóri með áralanga reynslu af starfi með börnum með hegðunarvanda. Framkvæmdastjóri Heimilis og skóla segir ekki koma á óvart að aukin harka hafi færst í samskipti heimilis og skóla þegar foreldrar hafi ítrekað lent á vegg vegna skorts á úrræðum fyrir börn sín.

Innlent
Fréttamynd

Starfs­fólk skólanna óttist kærur eða al­var­leg við­brögð for­eldra

Færst hefur í aukana að skólastarfsfólki sé hótað kæru þegar tekið er á agavandamálum innan veggja skólanna. Formaður Skólastjórafélags Íslands segir ofbeldi gagnvart starfsfólki hafa aukist og að samskipti foreldra við skólana einkennist af meiri hörku en áður. Hann kallar eftir samræmdum reglum um utanaðkomandi aðgengi að kennurum og skólastarfi og að nauðsynlegum úrræðum verði fjölgað.

Innlent
Fréttamynd

And­látið á Stuðlum hafði mikil á­hrif

Forstöðumaður meðferðarheimilisins Stuðla hefur snúið aftur til starfa eftir að hann var sendur í ótímabundið leyfi. Hann segir eldsvoða þar sem sautján ára skjólstæðingur lést hafa tekið mikið á starfsfólk.

Innlent
Fréttamynd

Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rima­skóla

Ráðist var á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla í dag. Móðir drengsins segir hann slasaðan á kvið. Málið hefur verið tilkynnt til lögreglu og stefnir fjölskyldan á að kæra árásina á morgun. Vegna aldurs drengsins mun málið einnig verða tilkynnt til barnaverndar.

Innlent
Fréttamynd

Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu

Tveir ungir menn um tvítugt sem eru grunaðir um að ræna drengi, hóta þeim og beita ofbeldi, voru líka ákærðir fyrir brot í nánu sambandi í máli sem varðaði heiðursofbeldi. Í því máli voru átta fjölskyldumeðlimir konu ákærðir fyrir ýmis brot gagnvart henni, en einungis fjórir þeirra hlutu dóm, það voru foreldrar hennar, mágur og systir.

Innlent
Fréttamynd

Vís­bendingar um að and­leg heilsa barna á Ís­landi hafi batnað

Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar 2024 sýna vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað síðustu tvö ár. Niðurstöður sýna lækkun í tíðni kvíða og depurðar í öllum árgöngum. Enn segist þó um helmingur stúlkna í 10. bekk finna fyrir depurð. Þá hafa um þrettán prósent stúlkna í 10. bekk verið beittar kynferðisofbeldi af jafnaldra en hlutfallið lækkar á milli ára.

Innlent
Fréttamynd

Fleiri til­kynningar um týnd ung­menni en allt árið í fyrra

Það sem af er ári hefur lögreglu borist mun fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra. Framkvæmdastjóri Barnaverndar segir málin þar harðari en áður og að neysla ungmenna hafi aukist. Þá skorti úrræði og við því þurfi að bregðast.

Innlent
Fréttamynd

„Af hverju á ekki að bjarga börnunum?“

Drengur sem hefur verið lagður sextán sinnum inn á Stuðla á einu ári segir betrun þeirra sem fara þangað inn litla sem enga. Faðir hans kallar úrræðið geymslu fyrir börn í vanda þar til þau verða átján ára.

Innlent
Fréttamynd

Sendur í leyfi

Úlfur Einarsson forstöðumaður Stuðla hefur verið sendur í ótímabundið leyfi frá störfum sínum á meðferðarheimilinu. Úlfur tjáði sig opinskátt um alvarlega stöðu sem uppi væri á Stuðlum í fréttaskýringarþættinum Kveik í gær. 

Innlent
Fréttamynd

Ungt afbrotafólk og mikil­vægi endur­hæfingar

Nýlegar fréttir um reynslulausn ungs einstaklings sem hlaut 12 ára dóm fyrir manndráp kalla á umræðu í samfélaginu um það hvernig við sem samfélag nálgumst ungt afbrotafólk innan íslenska fullnustukerfisins. Þrátt fyrir mikla reiði vegna málsins verðum við að horfa til breiðari sjónarmiða.

Skoðun
Fréttamynd

Nýjar lausnir gegn of­beldi

Til að vinna gegn ofbeldi þarf að trúa þeim sem verður fyrir ofbeldi og það þarf að hafa afleiðingar fyrir þá sem beita því. Að auki þarf öflugt forvarnarstarf. Svo einfalt er það og þó kannski ekki nógu einfalt.

Skoðun
Fréttamynd

„Sýndu mér vini þína og ég sýni þér fram­tíð þína“

Það er gott að gera sér grein fyrir því að við erum öll að deyja, það er staðreynd, allir deyja. Og kannski væri gott að upplýsa unglingana okkar um það betur strax á unga aldri sem telja sig ódauðlega á þessum árum, því auðvitað eru flestir þeirra ekki að hugsa um dauðann á unglingsaldri eða lífið í framtíðinni heldur gleyma sér í sínu félagslega samfélagi, sem í flestum tilvikum í dag inniheldur fíkniefni, áfengi, partý og því miður ofbeldi í mörgum tilvikum.

Skoðun
Fréttamynd

Ekki hægt að aldursskipta börnum á Stuðlum í miðjum stormi

Vernda þarf börnin á Stuðlum fyrir hvert öðru en húsakosturinn býður ekki upp á aldursskiptingu að sögn framkvæmdastjóra hjá Barna- og fjölskyldustofu. Leitað sé logandi ljósi að nýju húsnæði en þangað til sé uppi "skítastaða" eins og hann kemst að orði vegna óheillaþróunar.

Innlent
Fréttamynd

Riddarar kær­leikans

Óskiljanlegt ofbeldi hefur átt sér stað í samfélagi okkar undanfarna mánuði. Það eru eðlileg mannleg viðbrögð að finna til þegar hver sorgaratburðurinn á fætur öðrum á sér stað. Eins og biskupinn okkar segir er það heilbrigðismerki, merki um samkennd.

Skoðun
Fréttamynd

Pilturinn á­fram bak við lás og slá

Sextán ára piltur sem grunaður er um að hafa banað sautján ára stúlku með hnífi við Skúlagötu í miðbæ Reykjavíkur á Menningarnótt hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 22. október. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Ætla að tala opin­skátt um of­beldi í Kópa­vogi

Kópavogsbær bregst við vopnaburði barna og ungmenna og flýtir innleiðingu forvarnarverkefnisins Opinskátt um ofbeldi. Ákveðið var að flýta verkefninu um eitt skólaár á fundi menntaráðs Kópavogsbæjar. Verkefnið verður innleitt í öllum grunnskólum, frístund og félagsmiðstöðvum barna.

Innlent
Fréttamynd

„Við getum ekki treyst Hag­kaup í Skeifunni fyrir ung­lingunum“

Foreldrar barna í hverfum 104, 105 og 108  kalla eftir því að opnunartími félagsmiðstöðva og sundlauga verði rýmkaður. Þá vilja þau að starf félagsmiðstöðva sé eflt. Fjölmennur foreldrafundur fór fram í kvöld í Safamýri. Þar kom einnig fram vilji til að efla foreldrarölt og foreldrasamstarf.

Innlent