Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 6. nóvember 2025 11:04 Unnar Már Ástþórsson aðalvarðstjóri segir málið til rannsóknar. Vísir/Ívar/Vilhelm Líkamsárás á bílastæði Kringlunnar um hádegisbil í gær er til rannsóknar hjá lögreglu. Um var að ræða barn á grunnskólaaldri sem kýldi annað á svipuðum aldri og hótaði með hnífi. Kona sem varð vitni að árásinni segir drenginn hafa verið blóðugan eftir árásina. Unnar Már Ástþórsson aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu staðfestir í samtali við Vísi að líkamsárásin sé til rannsóknar hjá lögreglu. DV greindi fyrst frá. Unnar segir um hóp ungmenna að ræða sem veist hafi að öðru ungmenni á bílastæðinu fyrir utan verslunarmiðstöðina. Árásarmaðurinn er að sögn Unnars ekki orðinn fimmtán ára. Rannsókn málsins sé á frumstigi. Hrinti eldri konu til að ná til drengsins Lilja Sigurgeirsdóttir einkaþjálfari var á leið í ræktina í Kringlunni í gær þegar hún varð vitni að árásinni. Hún var að ná í töskuna sína í aftursætið þegar hún heyrði í drengnum öskra á bílaplaninu. „Þá sé ég hann þarna liggjandi á bílaplaninu,“ segir Lilja sem segir að tvær konur á besta aldri hafi jafnframt orðið vitni að árásinni. Árásarmaðurinn hafi hrint annarri þeirra til þess að komast að drengnum. „Hann var náttúrulega í gífurlegu sjokki þarna, sagðist ekki þekkja þá neitt og hafa fundið að þeir væru að elta sig.“ Fastagestir í Kringlunni Þeir hafi á undan ógnað drengnum með hníf en Lilja segir drenginn hafa verið blóðugan þar sem hann lá á bílaplaninu. Lilja segir að öryggisverðir sem hún hafi rætt við hafi sagt að hópurinn sem um ræðir séu fastagestir í Kringlunni. „Hann sagði mér að þeir vissu alveg hverjir þetta væru, það er eins og strákurinn hafi bara verið óheppinn að hafa verið þarna á sama tíma og þeir,“ segir Lilja sem bætir því við að atvikið sitji mjög í henni. „Hversu ömurlegt er að hugsa til þess að ungmennin okkar séu ekki óhult fyrir hóp af ofbeldisfullum unglingum sem gera sér það að leik að vera ógeðslegir viðgangandi vegfarendur bara af því bara?“ Veistu meira um málið? Ekki hika við að senda okkur fréttaskot, nafnlaust eða undir nafni, með því að smella hér. Lögreglumál Reykjavík Kringlan Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Sjá meira
Unnar Már Ástþórsson aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu staðfestir í samtali við Vísi að líkamsárásin sé til rannsóknar hjá lögreglu. DV greindi fyrst frá. Unnar segir um hóp ungmenna að ræða sem veist hafi að öðru ungmenni á bílastæðinu fyrir utan verslunarmiðstöðina. Árásarmaðurinn er að sögn Unnars ekki orðinn fimmtán ára. Rannsókn málsins sé á frumstigi. Hrinti eldri konu til að ná til drengsins Lilja Sigurgeirsdóttir einkaþjálfari var á leið í ræktina í Kringlunni í gær þegar hún varð vitni að árásinni. Hún var að ná í töskuna sína í aftursætið þegar hún heyrði í drengnum öskra á bílaplaninu. „Þá sé ég hann þarna liggjandi á bílaplaninu,“ segir Lilja sem segir að tvær konur á besta aldri hafi jafnframt orðið vitni að árásinni. Árásarmaðurinn hafi hrint annarri þeirra til þess að komast að drengnum. „Hann var náttúrulega í gífurlegu sjokki þarna, sagðist ekki þekkja þá neitt og hafa fundið að þeir væru að elta sig.“ Fastagestir í Kringlunni Þeir hafi á undan ógnað drengnum með hníf en Lilja segir drenginn hafa verið blóðugan þar sem hann lá á bílaplaninu. Lilja segir að öryggisverðir sem hún hafi rætt við hafi sagt að hópurinn sem um ræðir séu fastagestir í Kringlunni. „Hann sagði mér að þeir vissu alveg hverjir þetta væru, það er eins og strákurinn hafi bara verið óheppinn að hafa verið þarna á sama tíma og þeir,“ segir Lilja sem bætir því við að atvikið sitji mjög í henni. „Hversu ömurlegt er að hugsa til þess að ungmennin okkar séu ekki óhult fyrir hóp af ofbeldisfullum unglingum sem gera sér það að leik að vera ógeðslegir viðgangandi vegfarendur bara af því bara?“ Veistu meira um málið? Ekki hika við að senda okkur fréttaskot, nafnlaust eða undir nafni, með því að smella hér.
Veistu meira um málið? Ekki hika við að senda okkur fréttaskot, nafnlaust eða undir nafni, með því að smella hér.
Lögreglumál Reykjavík Kringlan Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Sjá meira