Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar 1. desember 2025 10:01 Ofbeldi barna í skólum hefur verið mikið í umræðunni. Kennarasamband Íslands hefur meðal annars birt skjalið Verkferlar vegna ofbeldis í skólum eftir Soffíu Ámundadóttur, sérfræðing í ofbeldi barna og unglinga, á vef sínum. Mætti því ætla að þetta séu leiðbeinandi reglur fyrir skóla gerðar af sérfræðingi og njóti samþykkis Kennarasambandsins. Ég vona samt að svo sé ekki. Ég bæði hlæ og græt yfir þessu plaggi. Byrjum á fyndna partinum og skoðum verkferlana. Skjalið byrjar á því að skilgreina ofbeldi. „Ofbeldi eru athafnir sem valda öðrum einstaklingi sársauka, andlegum eða líkamlegum, án tillits til þess hvort um er að ræða ásetning eða ekki“. Það þarf að vera athöfn og það þarf að vera sársauki en það þarf engan ásetning. Sé þessu tvennu fullnægt er um ofbeldi að ræða. Segjum að ég stígi á tærnar á Gunna og hann upplifi sársauka þá felur það í sér athöfn (stíga á tær) og sársauka (Gunnar meiddi sig). Það skiptir engu hvort ég gerði þetta óvart eða viljandi. Þannig er það að stíga á tærnar á einhverjum er alltaf ofbeldi ef hann meiðir sig. Næsta skilgreining er skilgreining á líkamlegu ofbeldi: „Líkamlegt ofbeldi er þegar líkamlegu afli er beitt gegn öðrum einstaklingi, hvort sem líkamlegur skaði hlýst af eða ekki. Dæmi: kýla, kyrkja, klóra, sparka, bíta, toga í hár, ógna o.s.frv.“. Það sem er athyglisvert er að ef ég hóta að berja Gunna þá er ég að beita hann líkamlegu ofbeldi. Hvað á fullorðinn aðili í skóla nú að gera ef ég er grunnskólabarn og stíg á tærnar á Gunnari – sem gæti verið alveg óvart eða vísvitandi en er alltaf ofbeldi? Jú, það á að vísa málinu í ofbeldisteymi, sbr. „Sá sem verður vitni að ofbeldi eða fær upplýsingar um ofbeldi vísar málinu til ofbeldisteymis sem kannar málið.“ Hvað á ofbeldisteymið að gera? „Ef ofbeldisteymi telur líklegt að um ofbeldi sé að ræða er haft samband við foreldra geranda og þolanda“ og „Ef könnun leiðir í ljós að um ofbeldi sé að ræða er rætt við foreldra þeirra barna sem talið er að standi að ofbeldinu en einnig viðkomandi börn. Eftir samráð við foreldra þarf að hafa samráð við þá aðila sem koma að barninu s.s. frístund, íþróttafélag eða aðrar tómstundir“. Þar sem það að stíga á tærnar á Gunna fellur ætíð undir skilgreiningu á ofbeldi ef Gunnar meiðir sig þá þarf ofbeldisteymið að bregðast við og hafa samráð við foreldra mína. Eftir það þarf að hafa samráð við tónlistarlistaskólann minn og íþróttafélag mitt. Svo kemur: „Tilkynna skal ofbeldi til lögreglu og barnaverndar samkvæmt 16. gr. barnaverndarlaga nr. 80 frá 2002“ en þar segir að öllum sé skylt að tilkynna grun um að barn verði fyrir ofbeldi. Gunni varð fyrir ofbeldi samkvæmt skilgreiningunni og því þarf lögregla og barnavernd að rannsaka málið jafnvel þó ég sé 6 ára og hafi óvart stigið á Gunna. Ef ég er 15 ára, sakhæf og stíg óvart á Gunna þá þarf lögregla væntanlega að rannsaka þetta sem mögulega líkamsárás. Á sama hátt yrði að tilkynna til lögreglu ef Sigga segir Mumma kærastanum sínum upp í frímínútunum og honum líður illa yfir því. Ég er samt ekki alveg viss um hvaða grein almennra hegningarlaga nær yfir ofbeldisbrot sem fela í sér að segja einhverjum upp og valda honum andlegum sársauka en ég er líka ekki löglærð. En vonandi er ekki mikið að gera hjá lögreglunni. Hver ætli kostnaðurinn við þetta sé? Hvað ætli það fari mikill tími í rannsóknir á svona málum í skólum, hjá lögreglu og barnavernd? Líklega enginn því þetta er svo fíflalegt að það er engu lagi líkt. Það myndi enginn heilvita maður taka þessar verklagsreglur upp, er það nokkuð? Æi, að minnsta einn skóli á landinu tók þessar verklagsreglur upp en breytti þeim aðeins. Verður sá skóli ekki nefndur hér í virðingarskyni. Þetta er náttúrulega bara fyndið. Það sem er minna fyndið eru öll lögbrotin sem þessar verklagsreglur fela í sér. Mér finnst það í raun athyglisverð lögfræðileg spurning hvort skólar geti haft sína eigin skilgreiningu á ofbeldi. Skólar fara með stjórnsýsluvald að einhverju leyti. Þeir taka t.d. stundum ákvarðanir um rétt nemenda og viðurlög við brotum á skólareglum. Mega skólar bara ráða hvað telst ofbeldi og skilgreina það í verkferli? Ég hélt að þeir yrðu að minnsta kosti að skilgreina það í skólareglum ef þeir vilja aðra skilgreiningu en almennt er notuð. Vert er að benda á að þessi ofbeldisskilgreining getur snúist í höndunum á kennurum. Ef kennari veldur barni andlegum sársauka þó svo að það sé ekki ætlun kennarans þá er það ofbeldi. Ef kennari segir við barn: „Nú þarftu að hætta að tala og fara að lesa“ og barninu sárnar og fer að gráta þá er það samkvæmt skilgreiningunni ofbeldi. Þá þarf væntanlega að skoða mögulega áminningu á kennarann. Svo er það þannig að þótt skólar hafi sína skilgreiningu á ofbeldi þá þýðir það ekki að lögregla, dómsvald og barnavernd hafi sömu skilgreiningu. Það er bara ekki refsivert að lögum að stíga óvart á Gunna. Í skilgreiningu almennra hegningarlaga þarf ásetning í ofbeldisbrotum. Þessar leiðbeiningar útskýra ekki á nokkurn hátt hvaða mál lögregla tekur og hvaða mál barnavernd tekur þannig að það er ákveðin hætta á því að skólar sendi mál sem eiga ekkert erindi til meðhöndlunar hjá þessum aðilum. Svo sé ég ekki alveg hvernig þessi verkferill samræmist reglugerð nr. 1040/2011 um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins í grunnskólum. Í reglugerðinni er röðin við broti á skólareglum: Kennari talar við nemenda (og leitar aðstoðar skólastjórnenda og annarra eftir þörfum), við ítrekuð brot sér umsjónarkennari um málið og svo skólastjórnendur og sérfróðir ráðgjafar skólans á vegum sérfræðiþjónustu sveitarfélaga. Þetta er stigvaxandi ferill eftir alvarleika. Um tilkynningu til barnaverndar og lögreglu gilda bara viðeigandi lög. Í þessum verkferlum á síðu Kennarasambandsins er röðin:Starfsmaður skólans vísar í ofbeldisteymi sem hefur samband við þjónustumiðstöð, lögreglu og barnavernd. Starfsmaðurinn tekur ekki á brotinu heldur ofbeldisteymið. Það er hlaupið fram hjá kennara, umsjónarkennara og jafnvel skólastjórnendum (ef þeir eru ekki í ofbeldisteyminu). Það er bara starfsmaður og ofbeldisteymi. Það er jafnvel möguleiki í þessu ferli að kennari barns komi aldrei að málinu. Þetta verkferli brýtur því gegn reglugerðinni sem kveður á um að kennarar barnsins komi að málinu! Verkferillinn er því ekki löglegur. Það er líka sérstakt að öll ofbeldisbrot fara í sama feril og sömu leið í þessum verklagsreglum á síðu Kennarasambandsins. Að stíga óvart eða viljandi á tærnar á Gunna og segja Mumma upp á að fara í sama feril og ef einhver rotar Kjartan með hafnaboltakylfu í frímínútum. Ég er ekki viss um að það samræmist meðalhófsreglu stjórnsýslulaga. Einnig er það sérstakt að hvergi í verklagsreglunum er tekið fram hvenær í verkferlinum á leita eftir andmælum foreldra en andmælaréttur er bundinn í stjórnsýslulög. Einnig virðast ekki vera nein viðurlög í verkferlinum. Ef ég rota Kjartan með hafnaboltakylfu þá á að tilkynna það lögreglu en hvergi kemur fram hvar í verkferlinum á að vísa mér tímabundið úr skóla. Það er ákvörðun skólastjórnenda, ekki ofbeldisteymis. Ég tel mig þokkalega frjálslynda manneskju en mér finnst allt í lagi að vísa barni sem hefur rotað annað barn með hafnaboltakylfu úr skóla í 1-2 daga sé það gert löglega á meðan það er verið að skoða úrræði. En kannski er ég bara að verða fasisti á gamals aldri. Ég skil heldur ekki af hverju þessar verklagsreglur leggja til lögbrot með því að segja að aðeins þurfi samráð við foreldra áður en skólinn lætur aðila úti í bæ vita af ofbeldi barnsins. Samráð og samþykki er alls ekki það sama. Samráð felur í sér að fólk hafi tækifæri til að tjá sig, miðla upplýsingum og hafa áhrif á ákvörðun eða niðurstöðu en ekki að samþykki þess þurfi. Þannig gera þessar reglur ráð fyrir að skóli geti látið þriðja aðila, svo sem íþróttafélög og tómstundaaðila, vita af ofbeldi barna án samþykkis foreldra og beðið þá aðila um samráð um vanda barnsins. Það er einfaldlega lögbrot og brýtur þagnarskyldu og persónuverndarlög. Slík lögbrot verða aldrei á ábyrgð Kennarasambandsins heldur á starfsmönnum skólanna sem asnast til að fara eftir leiðbeiningunum og vita ekki betur. Þeir bera lagalega ábyrgð á þagnarskyldu sinni og það eru þeir sem sæta viðurlögum. Ég tel að verklagsreglur þessar standist hvorki skynsemi né lög. Þarna eru brot á reglugerð, brot á persónuvernd, brot á þagnarskyldu og líklega brot á stjórnsýslulögum. Það er langlíklegast að þessar verklagsreglur hafi verið samdar af vanþekkingu og settar inn á vef Kennarasambandsins af vangá. Þessar reglur eru því miður komnar í dreifingu á netinu og enginn veit hvaða skólar hafa tekið upp þessar vafasömu verklagsreglur eða eru að hugsa um að taka þær upp. Það er nefnilega ekki víst að skólar gefi upp á vefsíðum sínum hvaða verkferlar eru í gangi í skólanum. Einn skóli hefur þegar byggt verklagsreglur sínar á þessum verklagsreglum. Ég myndi ráðleggja skólum sem eru að íhuga að taka þessar reglur upp eða hafa tekið þær upp í einhverri mynd að fá lögfræðiálit á þeim. Það væri svo æskilegt að Kennarasambandið bæði lögfræðing sinn að lesa þessar verklagsreglur yfir og taka svo ákvörðun um hvort það ætli að hafa þær áfram inni á vefsíðu sinni. Að lokum vil ég benda á að umræða um ofbeldi barna þarfnast aðkomu margra ólíkra stétta. Ég fæ ekki séð að neinn einn aðili geti haft getuna til að semja leiðbeinandi verklagsreglur í jafn alvarlegum málaflokki og þessum. Huga þarf að lagalegum hliðum, samráði við aðila eins og barnavernd, lögreglu og fleiri aðila, afleiðingum á skólastarf, afleiðingum fyrir börn og um réttindi kennara þegar nýjar skilgreiningar á ofbeldi og/eða nýir verkferlar vegna ofbeldis eru teknar upp í skólastarfi. Þegar einn aðili eða ein stétt verður um of ráðandi í umræðunni þá gerast mistökin eins og til dæmis að semja og setja þessa verkferla á netið þrátt fyrir að þeir standist hvorki skynsemi né lög. Umræðan um ofbeldi barna í skólum hefur verið of einsleit. Þar vantar raddir geðheilbrigðiskerfsins, lögfræðinga, barnaverndar og fleiri. Það slær mig þó mest að einn hópur er algjörlega útilokaður frá umræðunni og það eru þeir einstaklingar sem hafa beitt ofbeldi innan skóla. Það er fullt af fullorðnum einstaklingum sem geta lýst reynslu sinni. Hvernig í ósköpunum eigum við að eiga við þennan vanda ef við útilokum frásagnir þeirra? Þurfum við ekki skilning á því af hverju þessi atvik eiga sér stað og hvað virkar fyrir þennan hóp? Það bendir ekki til mikillar umhyggju fyrir þessum hóp að rödd hans skuli ekki fá að heyrast. Ég minni á: Ekkert um okkur án okkar! Höfundur er sálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Ofbeldi barna í skólum hefur verið mikið í umræðunni. Kennarasamband Íslands hefur meðal annars birt skjalið Verkferlar vegna ofbeldis í skólum eftir Soffíu Ámundadóttur, sérfræðing í ofbeldi barna og unglinga, á vef sínum. Mætti því ætla að þetta séu leiðbeinandi reglur fyrir skóla gerðar af sérfræðingi og njóti samþykkis Kennarasambandsins. Ég vona samt að svo sé ekki. Ég bæði hlæ og græt yfir þessu plaggi. Byrjum á fyndna partinum og skoðum verkferlana. Skjalið byrjar á því að skilgreina ofbeldi. „Ofbeldi eru athafnir sem valda öðrum einstaklingi sársauka, andlegum eða líkamlegum, án tillits til þess hvort um er að ræða ásetning eða ekki“. Það þarf að vera athöfn og það þarf að vera sársauki en það þarf engan ásetning. Sé þessu tvennu fullnægt er um ofbeldi að ræða. Segjum að ég stígi á tærnar á Gunna og hann upplifi sársauka þá felur það í sér athöfn (stíga á tær) og sársauka (Gunnar meiddi sig). Það skiptir engu hvort ég gerði þetta óvart eða viljandi. Þannig er það að stíga á tærnar á einhverjum er alltaf ofbeldi ef hann meiðir sig. Næsta skilgreining er skilgreining á líkamlegu ofbeldi: „Líkamlegt ofbeldi er þegar líkamlegu afli er beitt gegn öðrum einstaklingi, hvort sem líkamlegur skaði hlýst af eða ekki. Dæmi: kýla, kyrkja, klóra, sparka, bíta, toga í hár, ógna o.s.frv.“. Það sem er athyglisvert er að ef ég hóta að berja Gunna þá er ég að beita hann líkamlegu ofbeldi. Hvað á fullorðinn aðili í skóla nú að gera ef ég er grunnskólabarn og stíg á tærnar á Gunnari – sem gæti verið alveg óvart eða vísvitandi en er alltaf ofbeldi? Jú, það á að vísa málinu í ofbeldisteymi, sbr. „Sá sem verður vitni að ofbeldi eða fær upplýsingar um ofbeldi vísar málinu til ofbeldisteymis sem kannar málið.“ Hvað á ofbeldisteymið að gera? „Ef ofbeldisteymi telur líklegt að um ofbeldi sé að ræða er haft samband við foreldra geranda og þolanda“ og „Ef könnun leiðir í ljós að um ofbeldi sé að ræða er rætt við foreldra þeirra barna sem talið er að standi að ofbeldinu en einnig viðkomandi börn. Eftir samráð við foreldra þarf að hafa samráð við þá aðila sem koma að barninu s.s. frístund, íþróttafélag eða aðrar tómstundir“. Þar sem það að stíga á tærnar á Gunna fellur ætíð undir skilgreiningu á ofbeldi ef Gunnar meiðir sig þá þarf ofbeldisteymið að bregðast við og hafa samráð við foreldra mína. Eftir það þarf að hafa samráð við tónlistarlistaskólann minn og íþróttafélag mitt. Svo kemur: „Tilkynna skal ofbeldi til lögreglu og barnaverndar samkvæmt 16. gr. barnaverndarlaga nr. 80 frá 2002“ en þar segir að öllum sé skylt að tilkynna grun um að barn verði fyrir ofbeldi. Gunni varð fyrir ofbeldi samkvæmt skilgreiningunni og því þarf lögregla og barnavernd að rannsaka málið jafnvel þó ég sé 6 ára og hafi óvart stigið á Gunna. Ef ég er 15 ára, sakhæf og stíg óvart á Gunna þá þarf lögregla væntanlega að rannsaka þetta sem mögulega líkamsárás. Á sama hátt yrði að tilkynna til lögreglu ef Sigga segir Mumma kærastanum sínum upp í frímínútunum og honum líður illa yfir því. Ég er samt ekki alveg viss um hvaða grein almennra hegningarlaga nær yfir ofbeldisbrot sem fela í sér að segja einhverjum upp og valda honum andlegum sársauka en ég er líka ekki löglærð. En vonandi er ekki mikið að gera hjá lögreglunni. Hver ætli kostnaðurinn við þetta sé? Hvað ætli það fari mikill tími í rannsóknir á svona málum í skólum, hjá lögreglu og barnavernd? Líklega enginn því þetta er svo fíflalegt að það er engu lagi líkt. Það myndi enginn heilvita maður taka þessar verklagsreglur upp, er það nokkuð? Æi, að minnsta einn skóli á landinu tók þessar verklagsreglur upp en breytti þeim aðeins. Verður sá skóli ekki nefndur hér í virðingarskyni. Þetta er náttúrulega bara fyndið. Það sem er minna fyndið eru öll lögbrotin sem þessar verklagsreglur fela í sér. Mér finnst það í raun athyglisverð lögfræðileg spurning hvort skólar geti haft sína eigin skilgreiningu á ofbeldi. Skólar fara með stjórnsýsluvald að einhverju leyti. Þeir taka t.d. stundum ákvarðanir um rétt nemenda og viðurlög við brotum á skólareglum. Mega skólar bara ráða hvað telst ofbeldi og skilgreina það í verkferli? Ég hélt að þeir yrðu að minnsta kosti að skilgreina það í skólareglum ef þeir vilja aðra skilgreiningu en almennt er notuð. Vert er að benda á að þessi ofbeldisskilgreining getur snúist í höndunum á kennurum. Ef kennari veldur barni andlegum sársauka þó svo að það sé ekki ætlun kennarans þá er það ofbeldi. Ef kennari segir við barn: „Nú þarftu að hætta að tala og fara að lesa“ og barninu sárnar og fer að gráta þá er það samkvæmt skilgreiningunni ofbeldi. Þá þarf væntanlega að skoða mögulega áminningu á kennarann. Svo er það þannig að þótt skólar hafi sína skilgreiningu á ofbeldi þá þýðir það ekki að lögregla, dómsvald og barnavernd hafi sömu skilgreiningu. Það er bara ekki refsivert að lögum að stíga óvart á Gunna. Í skilgreiningu almennra hegningarlaga þarf ásetning í ofbeldisbrotum. Þessar leiðbeiningar útskýra ekki á nokkurn hátt hvaða mál lögregla tekur og hvaða mál barnavernd tekur þannig að það er ákveðin hætta á því að skólar sendi mál sem eiga ekkert erindi til meðhöndlunar hjá þessum aðilum. Svo sé ég ekki alveg hvernig þessi verkferill samræmist reglugerð nr. 1040/2011 um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins í grunnskólum. Í reglugerðinni er röðin við broti á skólareglum: Kennari talar við nemenda (og leitar aðstoðar skólastjórnenda og annarra eftir þörfum), við ítrekuð brot sér umsjónarkennari um málið og svo skólastjórnendur og sérfróðir ráðgjafar skólans á vegum sérfræðiþjónustu sveitarfélaga. Þetta er stigvaxandi ferill eftir alvarleika. Um tilkynningu til barnaverndar og lögreglu gilda bara viðeigandi lög. Í þessum verkferlum á síðu Kennarasambandsins er röðin:Starfsmaður skólans vísar í ofbeldisteymi sem hefur samband við þjónustumiðstöð, lögreglu og barnavernd. Starfsmaðurinn tekur ekki á brotinu heldur ofbeldisteymið. Það er hlaupið fram hjá kennara, umsjónarkennara og jafnvel skólastjórnendum (ef þeir eru ekki í ofbeldisteyminu). Það er bara starfsmaður og ofbeldisteymi. Það er jafnvel möguleiki í þessu ferli að kennari barns komi aldrei að málinu. Þetta verkferli brýtur því gegn reglugerðinni sem kveður á um að kennarar barnsins komi að málinu! Verkferillinn er því ekki löglegur. Það er líka sérstakt að öll ofbeldisbrot fara í sama feril og sömu leið í þessum verklagsreglum á síðu Kennarasambandsins. Að stíga óvart eða viljandi á tærnar á Gunna og segja Mumma upp á að fara í sama feril og ef einhver rotar Kjartan með hafnaboltakylfu í frímínútum. Ég er ekki viss um að það samræmist meðalhófsreglu stjórnsýslulaga. Einnig er það sérstakt að hvergi í verklagsreglunum er tekið fram hvenær í verkferlinum á leita eftir andmælum foreldra en andmælaréttur er bundinn í stjórnsýslulög. Einnig virðast ekki vera nein viðurlög í verkferlinum. Ef ég rota Kjartan með hafnaboltakylfu þá á að tilkynna það lögreglu en hvergi kemur fram hvar í verkferlinum á að vísa mér tímabundið úr skóla. Það er ákvörðun skólastjórnenda, ekki ofbeldisteymis. Ég tel mig þokkalega frjálslynda manneskju en mér finnst allt í lagi að vísa barni sem hefur rotað annað barn með hafnaboltakylfu úr skóla í 1-2 daga sé það gert löglega á meðan það er verið að skoða úrræði. En kannski er ég bara að verða fasisti á gamals aldri. Ég skil heldur ekki af hverju þessar verklagsreglur leggja til lögbrot með því að segja að aðeins þurfi samráð við foreldra áður en skólinn lætur aðila úti í bæ vita af ofbeldi barnsins. Samráð og samþykki er alls ekki það sama. Samráð felur í sér að fólk hafi tækifæri til að tjá sig, miðla upplýsingum og hafa áhrif á ákvörðun eða niðurstöðu en ekki að samþykki þess þurfi. Þannig gera þessar reglur ráð fyrir að skóli geti látið þriðja aðila, svo sem íþróttafélög og tómstundaaðila, vita af ofbeldi barna án samþykkis foreldra og beðið þá aðila um samráð um vanda barnsins. Það er einfaldlega lögbrot og brýtur þagnarskyldu og persónuverndarlög. Slík lögbrot verða aldrei á ábyrgð Kennarasambandsins heldur á starfsmönnum skólanna sem asnast til að fara eftir leiðbeiningunum og vita ekki betur. Þeir bera lagalega ábyrgð á þagnarskyldu sinni og það eru þeir sem sæta viðurlögum. Ég tel að verklagsreglur þessar standist hvorki skynsemi né lög. Þarna eru brot á reglugerð, brot á persónuvernd, brot á þagnarskyldu og líklega brot á stjórnsýslulögum. Það er langlíklegast að þessar verklagsreglur hafi verið samdar af vanþekkingu og settar inn á vef Kennarasambandsins af vangá. Þessar reglur eru því miður komnar í dreifingu á netinu og enginn veit hvaða skólar hafa tekið upp þessar vafasömu verklagsreglur eða eru að hugsa um að taka þær upp. Það er nefnilega ekki víst að skólar gefi upp á vefsíðum sínum hvaða verkferlar eru í gangi í skólanum. Einn skóli hefur þegar byggt verklagsreglur sínar á þessum verklagsreglum. Ég myndi ráðleggja skólum sem eru að íhuga að taka þessar reglur upp eða hafa tekið þær upp í einhverri mynd að fá lögfræðiálit á þeim. Það væri svo æskilegt að Kennarasambandið bæði lögfræðing sinn að lesa þessar verklagsreglur yfir og taka svo ákvörðun um hvort það ætli að hafa þær áfram inni á vefsíðu sinni. Að lokum vil ég benda á að umræða um ofbeldi barna þarfnast aðkomu margra ólíkra stétta. Ég fæ ekki séð að neinn einn aðili geti haft getuna til að semja leiðbeinandi verklagsreglur í jafn alvarlegum málaflokki og þessum. Huga þarf að lagalegum hliðum, samráði við aðila eins og barnavernd, lögreglu og fleiri aðila, afleiðingum á skólastarf, afleiðingum fyrir börn og um réttindi kennara þegar nýjar skilgreiningar á ofbeldi og/eða nýir verkferlar vegna ofbeldis eru teknar upp í skólastarfi. Þegar einn aðili eða ein stétt verður um of ráðandi í umræðunni þá gerast mistökin eins og til dæmis að semja og setja þessa verkferla á netið þrátt fyrir að þeir standist hvorki skynsemi né lög. Umræðan um ofbeldi barna í skólum hefur verið of einsleit. Þar vantar raddir geðheilbrigðiskerfsins, lögfræðinga, barnaverndar og fleiri. Það slær mig þó mest að einn hópur er algjörlega útilokaður frá umræðunni og það eru þeir einstaklingar sem hafa beitt ofbeldi innan skóla. Það er fullt af fullorðnum einstaklingum sem geta lýst reynslu sinni. Hvernig í ósköpunum eigum við að eiga við þennan vanda ef við útilokum frásagnir þeirra? Þurfum við ekki skilning á því af hverju þessi atvik eiga sér stað og hvað virkar fyrir þennan hóp? Það bendir ekki til mikillar umhyggju fyrir þessum hóp að rödd hans skuli ekki fá að heyrast. Ég minni á: Ekkert um okkur án okkar! Höfundur er sálfræðingur.
Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun