Norðurþing treður yfir varnaðarorð og eignarrétt Árni Björn Kristbjörnsson skrifar 16. júní 2025 09:30 Hver þarf samkomulag þegar maður á jarðýtu? Sveitarfélagið Norðurþing hefur tekið upp nýja aðferð í skipulagsmálum sem er bæði einföld og skilvirk. „Láttu sem þú eigir landið, skipuleggðu það á pappír, og komdu svo með tækin.“ Þannig var vegur lagður yfir Ásgarðstúnið á Húsavík, án samninga, án leyfis og án bóta. Hreinlega, án nokkurs samráðs. Eigendur Ásgarðstúnanna höfðu verið kurteisir og varað við. Þeir bentu á skráðan erfðafesturétt, þinglýst skjöl og fjölda gagna sem sýna að landið sé ekki í eigu sveitarfélagsins. En Norðurþing hlustaði ekki, enda hafa þeir deiliskipulag! Og það vita auðvitað allir að deiliskipulag felur í sér töfrasprota sem breytir einkalandi í opinbert land um leið og það er teiknað inn á kort. Og þegar eigendur báru fram mótmæli með lögmanni, var þeim svarað með afskiptaleysi. Fundargerð byggðaráðs sýnir að erindi þeirra var „tekið fyrir“ og svo, ekki neitt! Ekkert eignarnám, engar bætur, engin afsökunarbeiðni. Bara fleiri jarðýtur og meiri möl. Það er eins og stjórnsýsla Norðurþings sé þjökuð minnisleysi. Í það minnsta gleymdist að lesa stjórnarskrána, sér í lagi 72. greinina um friðhelgi eignarréttar. Það gleymdist líka að fara eftir skipulagslögum, sem gera kröfu um samninga eða eignarnám áður en land er tekið. Og já, það gleymdist líka að fólk á þetta land. Ásgarðstúnið er ekki bara „grænn blettur“ í uppdrætti á skjali byggingarfulltrúans. Það eina sem sveitarfélagið hefur gert í málinu var að „færa“ veginn örstutt frá íbúðarhúsinu Ásgarði, eftir að hafa fengið athugasemdir, - ítrekað. Það kallar Norðurþing lausn, rétt eins og það sé minna brot að stela hluta af túninu í stað þess að stela því öllu. Yfirráð og yfirgangur Þetta er ekki mistök. Þetta er valdníðsla. Þetta er yfirgangur gagnvart fólki sem hefur í áratugi sinnt landinu sínu, slegið túnin og staðið vörð um rétt sinn. Norðurþing skipulagði aðeins eitt og það var að virða ekki neitt. Þetta er yfirgangur og vanvirðing við allt sem kallast réttarríki. Við verðum að spyrja. Ef þetta hefði verið jörð í eigu stærri aðila eins og til dæmis banka, fjárfestingafélags eða ríkisstofnunar, hefði jarðýtan þá mætt? Eða eru það bara hinir „litlu“ sem má traðka endalaust yfir í nafni framfara, deiliskipulags eða fimm ára framkvæmdaáætlana? Norðurþing hefur nú slegið taktinn fyrir nýrri útgáfu í skipulagsmálum. Hunsa eigendur, hunsa skjöl og hunsa lög. En eitt hunsar það ekki, þ.e. að slétta yfir allt. Slétta yfir land, yfir rétt og yfir fólk. Höfundur er málsvari eigenda Ásgarðstúns. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Norðurþing Jarða- og lóðamál Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Hver þarf samkomulag þegar maður á jarðýtu? Sveitarfélagið Norðurþing hefur tekið upp nýja aðferð í skipulagsmálum sem er bæði einföld og skilvirk. „Láttu sem þú eigir landið, skipuleggðu það á pappír, og komdu svo með tækin.“ Þannig var vegur lagður yfir Ásgarðstúnið á Húsavík, án samninga, án leyfis og án bóta. Hreinlega, án nokkurs samráðs. Eigendur Ásgarðstúnanna höfðu verið kurteisir og varað við. Þeir bentu á skráðan erfðafesturétt, þinglýst skjöl og fjölda gagna sem sýna að landið sé ekki í eigu sveitarfélagsins. En Norðurþing hlustaði ekki, enda hafa þeir deiliskipulag! Og það vita auðvitað allir að deiliskipulag felur í sér töfrasprota sem breytir einkalandi í opinbert land um leið og það er teiknað inn á kort. Og þegar eigendur báru fram mótmæli með lögmanni, var þeim svarað með afskiptaleysi. Fundargerð byggðaráðs sýnir að erindi þeirra var „tekið fyrir“ og svo, ekki neitt! Ekkert eignarnám, engar bætur, engin afsökunarbeiðni. Bara fleiri jarðýtur og meiri möl. Það er eins og stjórnsýsla Norðurþings sé þjökuð minnisleysi. Í það minnsta gleymdist að lesa stjórnarskrána, sér í lagi 72. greinina um friðhelgi eignarréttar. Það gleymdist líka að fara eftir skipulagslögum, sem gera kröfu um samninga eða eignarnám áður en land er tekið. Og já, það gleymdist líka að fólk á þetta land. Ásgarðstúnið er ekki bara „grænn blettur“ í uppdrætti á skjali byggingarfulltrúans. Það eina sem sveitarfélagið hefur gert í málinu var að „færa“ veginn örstutt frá íbúðarhúsinu Ásgarði, eftir að hafa fengið athugasemdir, - ítrekað. Það kallar Norðurþing lausn, rétt eins og það sé minna brot að stela hluta af túninu í stað þess að stela því öllu. Yfirráð og yfirgangur Þetta er ekki mistök. Þetta er valdníðsla. Þetta er yfirgangur gagnvart fólki sem hefur í áratugi sinnt landinu sínu, slegið túnin og staðið vörð um rétt sinn. Norðurþing skipulagði aðeins eitt og það var að virða ekki neitt. Þetta er yfirgangur og vanvirðing við allt sem kallast réttarríki. Við verðum að spyrja. Ef þetta hefði verið jörð í eigu stærri aðila eins og til dæmis banka, fjárfestingafélags eða ríkisstofnunar, hefði jarðýtan þá mætt? Eða eru það bara hinir „litlu“ sem má traðka endalaust yfir í nafni framfara, deiliskipulags eða fimm ára framkvæmdaáætlana? Norðurþing hefur nú slegið taktinn fyrir nýrri útgáfu í skipulagsmálum. Hunsa eigendur, hunsa skjöl og hunsa lög. En eitt hunsar það ekki, þ.e. að slétta yfir allt. Slétta yfir land, yfir rétt og yfir fólk. Höfundur er málsvari eigenda Ásgarðstúns.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun