Norðurþing treður yfir varnaðarorð og eignarrétt Árni Björn Kristbjörnsson skrifar 16. júní 2025 09:30 Hver þarf samkomulag þegar maður á jarðýtu? Sveitarfélagið Norðurþing hefur tekið upp nýja aðferð í skipulagsmálum sem er bæði einföld og skilvirk. „Láttu sem þú eigir landið, skipuleggðu það á pappír, og komdu svo með tækin.“ Þannig var vegur lagður yfir Ásgarðstúnið á Húsavík, án samninga, án leyfis og án bóta. Hreinlega, án nokkurs samráðs. Eigendur Ásgarðstúnanna höfðu verið kurteisir og varað við. Þeir bentu á skráðan erfðafesturétt, þinglýst skjöl og fjölda gagna sem sýna að landið sé ekki í eigu sveitarfélagsins. En Norðurþing hlustaði ekki, enda hafa þeir deiliskipulag! Og það vita auðvitað allir að deiliskipulag felur í sér töfrasprota sem breytir einkalandi í opinbert land um leið og það er teiknað inn á kort. Og þegar eigendur báru fram mótmæli með lögmanni, var þeim svarað með afskiptaleysi. Fundargerð byggðaráðs sýnir að erindi þeirra var „tekið fyrir“ og svo, ekki neitt! Ekkert eignarnám, engar bætur, engin afsökunarbeiðni. Bara fleiri jarðýtur og meiri möl. Það er eins og stjórnsýsla Norðurþings sé þjökuð minnisleysi. Í það minnsta gleymdist að lesa stjórnarskrána, sér í lagi 72. greinina um friðhelgi eignarréttar. Það gleymdist líka að fara eftir skipulagslögum, sem gera kröfu um samninga eða eignarnám áður en land er tekið. Og já, það gleymdist líka að fólk á þetta land. Ásgarðstúnið er ekki bara „grænn blettur“ í uppdrætti á skjali byggingarfulltrúans. Það eina sem sveitarfélagið hefur gert í málinu var að „færa“ veginn örstutt frá íbúðarhúsinu Ásgarði, eftir að hafa fengið athugasemdir, - ítrekað. Það kallar Norðurþing lausn, rétt eins og það sé minna brot að stela hluta af túninu í stað þess að stela því öllu. Yfirráð og yfirgangur Þetta er ekki mistök. Þetta er valdníðsla. Þetta er yfirgangur gagnvart fólki sem hefur í áratugi sinnt landinu sínu, slegið túnin og staðið vörð um rétt sinn. Norðurþing skipulagði aðeins eitt og það var að virða ekki neitt. Þetta er yfirgangur og vanvirðing við allt sem kallast réttarríki. Við verðum að spyrja. Ef þetta hefði verið jörð í eigu stærri aðila eins og til dæmis banka, fjárfestingafélags eða ríkisstofnunar, hefði jarðýtan þá mætt? Eða eru það bara hinir „litlu“ sem má traðka endalaust yfir í nafni framfara, deiliskipulags eða fimm ára framkvæmdaáætlana? Norðurþing hefur nú slegið taktinn fyrir nýrri útgáfu í skipulagsmálum. Hunsa eigendur, hunsa skjöl og hunsa lög. En eitt hunsar það ekki, þ.e. að slétta yfir allt. Slétta yfir land, yfir rétt og yfir fólk. Höfundur er málsvari eigenda Ásgarðstúns. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Norðurþing Jarða- og lóðamál Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hver þarf samkomulag þegar maður á jarðýtu? Sveitarfélagið Norðurþing hefur tekið upp nýja aðferð í skipulagsmálum sem er bæði einföld og skilvirk. „Láttu sem þú eigir landið, skipuleggðu það á pappír, og komdu svo með tækin.“ Þannig var vegur lagður yfir Ásgarðstúnið á Húsavík, án samninga, án leyfis og án bóta. Hreinlega, án nokkurs samráðs. Eigendur Ásgarðstúnanna höfðu verið kurteisir og varað við. Þeir bentu á skráðan erfðafesturétt, þinglýst skjöl og fjölda gagna sem sýna að landið sé ekki í eigu sveitarfélagsins. En Norðurþing hlustaði ekki, enda hafa þeir deiliskipulag! Og það vita auðvitað allir að deiliskipulag felur í sér töfrasprota sem breytir einkalandi í opinbert land um leið og það er teiknað inn á kort. Og þegar eigendur báru fram mótmæli með lögmanni, var þeim svarað með afskiptaleysi. Fundargerð byggðaráðs sýnir að erindi þeirra var „tekið fyrir“ og svo, ekki neitt! Ekkert eignarnám, engar bætur, engin afsökunarbeiðni. Bara fleiri jarðýtur og meiri möl. Það er eins og stjórnsýsla Norðurþings sé þjökuð minnisleysi. Í það minnsta gleymdist að lesa stjórnarskrána, sér í lagi 72. greinina um friðhelgi eignarréttar. Það gleymdist líka að fara eftir skipulagslögum, sem gera kröfu um samninga eða eignarnám áður en land er tekið. Og já, það gleymdist líka að fólk á þetta land. Ásgarðstúnið er ekki bara „grænn blettur“ í uppdrætti á skjali byggingarfulltrúans. Það eina sem sveitarfélagið hefur gert í málinu var að „færa“ veginn örstutt frá íbúðarhúsinu Ásgarði, eftir að hafa fengið athugasemdir, - ítrekað. Það kallar Norðurþing lausn, rétt eins og það sé minna brot að stela hluta af túninu í stað þess að stela því öllu. Yfirráð og yfirgangur Þetta er ekki mistök. Þetta er valdníðsla. Þetta er yfirgangur gagnvart fólki sem hefur í áratugi sinnt landinu sínu, slegið túnin og staðið vörð um rétt sinn. Norðurþing skipulagði aðeins eitt og það var að virða ekki neitt. Þetta er yfirgangur og vanvirðing við allt sem kallast réttarríki. Við verðum að spyrja. Ef þetta hefði verið jörð í eigu stærri aðila eins og til dæmis banka, fjárfestingafélags eða ríkisstofnunar, hefði jarðýtan þá mætt? Eða eru það bara hinir „litlu“ sem má traðka endalaust yfir í nafni framfara, deiliskipulags eða fimm ára framkvæmdaáætlana? Norðurþing hefur nú slegið taktinn fyrir nýrri útgáfu í skipulagsmálum. Hunsa eigendur, hunsa skjöl og hunsa lög. En eitt hunsar það ekki, þ.e. að slétta yfir allt. Slétta yfir land, yfir rétt og yfir fólk. Höfundur er málsvari eigenda Ásgarðstúns.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar