Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar 9. nóvember 2025 09:01 Hugleiðing um frelsi, ábyrgð og mátt orða í lýðræðissamfélagi. Við lifum á tímum þar sem kröfur á fólk og álag í lífinu er gríðarlegt. Flestir þekkja þá tilfinningu að sjá vart fram úr eigin verkefnum á meðan lífið þeytist hjá og við fljótum bara með eins og sykurpúðar í kakóbolla. Upplýsingaflæðið er yfirþyrmandi. Daglega dynja á okkur skoðanir annarra í gegnum fjölmiðla, samfélagsmiðla sem og í daglegum samskiptum. Orðaflaumurinn er oft svo mikill að hann minnir á flugur sem klessast á bílrúðu þegar keyrt er í gegnum Mývatn. Það sama á við um orð, þau klessast og festast og skilja eftir sig spor sem hverfa ekki auðveldlega. Orð bera ábyrgð og þau ber að velja samkvæmt því. Í þeim heimi sem við þekkjum í dag lifa orðin áfram, þau eru opinber, endurtekin og óafturkræf. Þau eru bókstaflega skrifuð í skýin. Nú hafa allir rödd. Það er af sem áður var þegar skoðanaskipti fóru fram í fámennum hópum í lokuðum rýmum. Þegar orðin sluppu af vörum fólks drifu þau ekki alltaf það langt að þau höfðu áhrif. Oftar en ekki fundu þau bara næsta sígarettureyk og urðu samferða honum út um gluggann á vit nýrra ævintýra. Við viljum ekki aftur þangað. Við viljum ekki aftur inn í lokuð herbergi þar sem þröngsýni og vanþekking réðu oft ríkjum. Við viljum eiga rödd, við viljum fræðast og fræða aðra. Við viljum frelsið og tækifæri til að tjá okkur. En frelsi fylgir ábyrgð. Orð sem byggja og orð sem brjóta Það er ótrúlegt vald sem býr í orðum. Þau geta byggt um sjálfsmynd, byggt upp traust og skapað von og samkennd. Þau geta brúað bil milli ólíkra hópa, lyft fólki upp og unnið úr erfiðum málum. En þau geta líka rifið niður, útilokað og sært. Það er ekki alltaf með vilja gert þegar fólk lætur út úr sér óábyrg orð, en hvort sem það er ásetningur hjá fólki eða ekki, þá sitja áhrifin eftir. Raddir okkar eru missterkar. Þegar einstaklingur með sterka rödd tjáir sig þá hefur það meiri áhrif en ef almennur borgari tjáir sig. Það er því mikilvægt að fólk í ábyrgðastöðum, eins og fjölmiðlafólk, stjórnmálamenn og áhrifavaldar, vandi orðfæri sitt. Að hafa sterka rödd þýðir meiri ábyrgð. Þau sem þar eru þurfa að vanda sig enn betur en við hin. Þetta snýst ekki um þöggun eða að sleppa því að hafa skoðun, þetta snýst um að vera meðvitaður um hvað frá manni fer. Þetta snýst um að vanda sig. Skoðanafrelsi með ábyrgð Má þá ekki hafa skoðun? Spurning sem oft hefur verið spurð í þessu samhengi. Það er hrein og klár einföldun á málinu. Skoðanafrelsi er hornsteinn lýðræðis og þarf að standa vörð um tjáningarfrelsi allra. Við eigum að geta tjáð okkur, deilt hugmyndum og rætt ágreining. Frelsi er ekki frípassi til að tala óábyrgt. Það eru forréttindi að lifa í samfélagi þar sem leyfilegt er að tjá eigin skoðanir. Það ber að virða og það ber að verja. Við ættum að vanda hvað frá okkur fer og vera eigin ritskoðendur. Það kann að krefjast aðeins meiri vinnu og örlítils auka tíma í undirbúning, en ég er sannfærð um að það borgar sig til lengri tíma. Gleymum ekki að bera virðingu fyrir fólki, fyrir aðstæðum og fyrir áhrifum eigin orða. Tölum saman af ábyrgð. Vanda sig af ástæðu Að vanda orðfæri sitt er ekki það sama og að breyta skoðun sinni. Það eru ekki allir með sömu skoðun og það þurfa ekki allir að vera á sömu skoðun og fylgja straumum hvers tíma til að vera pólitískt réttir. Þetta snýst um að vera mannlegur. Þetta snýst um að skilja að orð hafa áhrif og skilja eftir sig spor. Þetta snýst um virðingu fyrir hverju öðru og að byggja upp samfélag þar sem ólíkir hópar geta lifað saman af virðingu og samkennd. Ein af meginástæðum þess að ég gekk í raðir Viðreisnar eru grunngildi flokksins: frelsi, jafnrétti, samkennd og þolgæði. Það að vanda sig, taka tillit og þurfa ekki að tala aðra niður til að lyfta sjálfu sér upp er fyrir mér sjálfgefið. Það ætti að vera augljóst í upplýstu þjóðfélagi að öll erum við einhvern veginn. Ég vil því hvetja þig, kæri lesandi. Mætum öllum af virðingu, verum heiðarleg og leyfum okkur að vera mannleg. Að því sögðu langar mig enda á broti úr þessu fallega ljóði eftir Einar Benediktsson. Orð sem enn eiga svo vel við inn í orðræðu samtímans: Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt,sem dropi breytir veig heillar skálar.Þel getur snúist við atorð eitt.Aðgát skal höfð í nærveru sálar.Svo oft leyndist strengur í brjósti, sem brastvið biturt andsvar, gefið án saka.Hve iðrar margt líf eitt augnakast,sem aldrei verður tekið til baka. Einar Benediktsson Höfundur er nýsköpunarverkfræðingur, frumkvöðull og stjórnarmaður Viðreisnar í Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Hugleiðing um frelsi, ábyrgð og mátt orða í lýðræðissamfélagi. Við lifum á tímum þar sem kröfur á fólk og álag í lífinu er gríðarlegt. Flestir þekkja þá tilfinningu að sjá vart fram úr eigin verkefnum á meðan lífið þeytist hjá og við fljótum bara með eins og sykurpúðar í kakóbolla. Upplýsingaflæðið er yfirþyrmandi. Daglega dynja á okkur skoðanir annarra í gegnum fjölmiðla, samfélagsmiðla sem og í daglegum samskiptum. Orðaflaumurinn er oft svo mikill að hann minnir á flugur sem klessast á bílrúðu þegar keyrt er í gegnum Mývatn. Það sama á við um orð, þau klessast og festast og skilja eftir sig spor sem hverfa ekki auðveldlega. Orð bera ábyrgð og þau ber að velja samkvæmt því. Í þeim heimi sem við þekkjum í dag lifa orðin áfram, þau eru opinber, endurtekin og óafturkræf. Þau eru bókstaflega skrifuð í skýin. Nú hafa allir rödd. Það er af sem áður var þegar skoðanaskipti fóru fram í fámennum hópum í lokuðum rýmum. Þegar orðin sluppu af vörum fólks drifu þau ekki alltaf það langt að þau höfðu áhrif. Oftar en ekki fundu þau bara næsta sígarettureyk og urðu samferða honum út um gluggann á vit nýrra ævintýra. Við viljum ekki aftur þangað. Við viljum ekki aftur inn í lokuð herbergi þar sem þröngsýni og vanþekking réðu oft ríkjum. Við viljum eiga rödd, við viljum fræðast og fræða aðra. Við viljum frelsið og tækifæri til að tjá okkur. En frelsi fylgir ábyrgð. Orð sem byggja og orð sem brjóta Það er ótrúlegt vald sem býr í orðum. Þau geta byggt um sjálfsmynd, byggt upp traust og skapað von og samkennd. Þau geta brúað bil milli ólíkra hópa, lyft fólki upp og unnið úr erfiðum málum. En þau geta líka rifið niður, útilokað og sært. Það er ekki alltaf með vilja gert þegar fólk lætur út úr sér óábyrg orð, en hvort sem það er ásetningur hjá fólki eða ekki, þá sitja áhrifin eftir. Raddir okkar eru missterkar. Þegar einstaklingur með sterka rödd tjáir sig þá hefur það meiri áhrif en ef almennur borgari tjáir sig. Það er því mikilvægt að fólk í ábyrgðastöðum, eins og fjölmiðlafólk, stjórnmálamenn og áhrifavaldar, vandi orðfæri sitt. Að hafa sterka rödd þýðir meiri ábyrgð. Þau sem þar eru þurfa að vanda sig enn betur en við hin. Þetta snýst ekki um þöggun eða að sleppa því að hafa skoðun, þetta snýst um að vera meðvitaður um hvað frá manni fer. Þetta snýst um að vanda sig. Skoðanafrelsi með ábyrgð Má þá ekki hafa skoðun? Spurning sem oft hefur verið spurð í þessu samhengi. Það er hrein og klár einföldun á málinu. Skoðanafrelsi er hornsteinn lýðræðis og þarf að standa vörð um tjáningarfrelsi allra. Við eigum að geta tjáð okkur, deilt hugmyndum og rætt ágreining. Frelsi er ekki frípassi til að tala óábyrgt. Það eru forréttindi að lifa í samfélagi þar sem leyfilegt er að tjá eigin skoðanir. Það ber að virða og það ber að verja. Við ættum að vanda hvað frá okkur fer og vera eigin ritskoðendur. Það kann að krefjast aðeins meiri vinnu og örlítils auka tíma í undirbúning, en ég er sannfærð um að það borgar sig til lengri tíma. Gleymum ekki að bera virðingu fyrir fólki, fyrir aðstæðum og fyrir áhrifum eigin orða. Tölum saman af ábyrgð. Vanda sig af ástæðu Að vanda orðfæri sitt er ekki það sama og að breyta skoðun sinni. Það eru ekki allir með sömu skoðun og það þurfa ekki allir að vera á sömu skoðun og fylgja straumum hvers tíma til að vera pólitískt réttir. Þetta snýst um að vera mannlegur. Þetta snýst um að skilja að orð hafa áhrif og skilja eftir sig spor. Þetta snýst um virðingu fyrir hverju öðru og að byggja upp samfélag þar sem ólíkir hópar geta lifað saman af virðingu og samkennd. Ein af meginástæðum þess að ég gekk í raðir Viðreisnar eru grunngildi flokksins: frelsi, jafnrétti, samkennd og þolgæði. Það að vanda sig, taka tillit og þurfa ekki að tala aðra niður til að lyfta sjálfu sér upp er fyrir mér sjálfgefið. Það ætti að vera augljóst í upplýstu þjóðfélagi að öll erum við einhvern veginn. Ég vil því hvetja þig, kæri lesandi. Mætum öllum af virðingu, verum heiðarleg og leyfum okkur að vera mannleg. Að því sögðu langar mig enda á broti úr þessu fallega ljóði eftir Einar Benediktsson. Orð sem enn eiga svo vel við inn í orðræðu samtímans: Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt,sem dropi breytir veig heillar skálar.Þel getur snúist við atorð eitt.Aðgát skal höfð í nærveru sálar.Svo oft leyndist strengur í brjósti, sem brastvið biturt andsvar, gefið án saka.Hve iðrar margt líf eitt augnakast,sem aldrei verður tekið til baka. Einar Benediktsson Höfundur er nýsköpunarverkfræðingur, frumkvöðull og stjórnarmaður Viðreisnar í Árborg.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun