Þjóð sem lætur kyrrt liggja? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar 11. júní 2025 08:01 Við Íslendingar stöndum frammi fyrir einni af stærstu ákvörðunum í utanríkismálum Íslands í áratugi: Hvort þjóðin vilji endurvekja aðildarviðræður við Evrópusambandið. Ríkisstjórnin hefur boðað þjóðaratkvæðagreiðslu um málið eigi síðar en árið 2027. Nú er því rétti tíminn til að byrja að ræða málið opinskátt, af yfirvegun og með framtíðina að leiðarljósi. Í meira en þrjátíu ár höfum við átt í afar nánu samstarfi við Evrópusambandið. Með EES-samningnum höfum við aðgang að innri markaði ESB, og tökum upp meirihluta þess regluverks sem þar gildir. Við erum einnig hluti af Schengen-svæðinu, og tökum þátt í fjölmörgum evrópskum samstarfsverkefnum á sviði vísinda, menntunar og öryggismála. Við nýtum okkur vissulega ávinninginn af þessu samstarfi, en höfum ekki áhrifin. Við segjum okkur sjálfum að við séum fullvalda þjóð, en hvernig nýtum við fullveldið þar sem það skiptir máli? Ísland á ekki sæti við borðið þar sem ákvarðanir eru teknar. Við eigum ekki okkar fulltrúa í ráðherraráði ESB, ekki í framkvæmdastjórninni, og ekki á Evrópuþinginu. Við fylgjum reglunum – en mótum þær ekki. Þetta er lýðræðishalli sem við verðum að ræða af fullri alvöru. Með aðild að Evrópusambandinu fengjum við ekki aðeins rödd við borðið, heldur myndu einnig skapast tækifæri fyrir íslenskan almenning til aukinnar lýðræðislegrar þátttöku í mótun evrópskrar löggjafar. Borgarar ESB geta beint erindum til Evrópuþingsins, tekið þátt í evrópskum borgarafrumkvæðum og leitað réttar síns fyrir dómstólum ESB, en þetta eru tæki sem við Íslendingar - ég og þú sem íslenskir ríkisborgarar - höfum ekki aðgang að í dag. Þarna myndi sérhver Íslendingur hafa nákvæmlega sama tækifæri og sömu stöðu og t.d. hver Dani, Frakki eða Þjóðverji. Nú eru liðin næstum sextán ár frá því Ísland sótti formlega um aðild að Evrópusambandinu árið 2009. Viðræður hófust en stöðvuðust vegna stöðunnar í stjórnmálunum hér heima árið 2013. Á þeim tíma sem síðan er liðinn hafa aðstæður breyst hratt – bæði innanlands og í Evrópu. Nú blasir nýtt landslag við. Evrópa hefur í millitíðinni tekist á við kreppur, Brexit, faraldur og stríð. En Evrópusambandið stendur enn – sem bandalag lýðræðisríkja sem vinna saman að sameiginlegum hagsmunum og gildum. Og það hefur ekki notið meiri stuðnings almennings í aðildarríkjunum í næstum 20 ár samkvæmt skoðanakönnun sem birtist í vikunni. Samvinnan hefur stuðlað að friði í álfunni okkar í áratugi og skapað öflugan ramma fyrir efnahagsþróun, mannréttindi og lýðræði, t.a.m. í suður- og austur Evrópu, þar sem lýðræðisskipulag, stutt af öflugri samvinnu við önnur lýðræðisríki í Evrópu, tók við af einræði og alræði. Við Íslendingar verðum að spyrja okkur hvar viljum við standa í þessari þróun? Viljum við áfram sitja hjá – eða taka fullan þátt og leggja okkar af mörkum við að standa vörð um þau gildi sem við trúum á? Viljum við virkja fullveldi okkar þar sem það skiptir máli - í samstarfi við þær þjóðir sem við eigum mesta samleið með. Vissulega er það svo að Ísland yrði að óbreyttu fámennasta ríki Evrópusambandsins. En dæmin sýna okkur að það yrði engan veginn áhrifalaust þrátt fyrir það. Við getum bara litið til reynslu landa eins og Lúxemborgar og Möltu í þeim efnum, en þau eru álíka fjölmenn og Ísland. Annað sem vert er að muna í þessu samhengi er að Evrópusambandið er ekki sambandsríki, heldur samstarf fullvalda ríkja. Ef við á einhverjum tímapunkti mætum það svo að það væri okkur ekki lengur í hag að vera aðili að þessu samstarfi, þá væri okkur frjálst að yfirgefa það, eins og dæmin sýna. Það er mín eindregna skoðun, eftir að hafa fylgst með störfum Evrópusambandsins í áratugi, að við gætum beitt okkur með mikið öflugri hætti á alþjóðavettvangi sem aðildarríki þess. Að sama skapi værum við í mun betri stöðu til að standa vörð um íslenska hagsmuni, hvort sem það væri í almennum efnahagsmálum, í sjávarútvegi, í landbúnaði og ekki síst þegar kemur að varnar- og öryggismálum, með sæti við borðið þar sem ákvarðanir eru teknar og með rödd á þeim fundum þar sem stóru málin í álfunni okkar eru rædd - en með því að standa áfram utan Evrópusambandsins eins og við höfum gert. Ég hef aldrei séð neitt sem hefur getað sannfært mig um annað. Höfundur er prófessor í alþjóðastjórnmálum og formaður Evrópuhreyfingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Árni Skjöld Magnússon Utanríkismál Evrópusambandið Mest lesið Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Halldór 03.1.2026 Halldór Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Við Íslendingar stöndum frammi fyrir einni af stærstu ákvörðunum í utanríkismálum Íslands í áratugi: Hvort þjóðin vilji endurvekja aðildarviðræður við Evrópusambandið. Ríkisstjórnin hefur boðað þjóðaratkvæðagreiðslu um málið eigi síðar en árið 2027. Nú er því rétti tíminn til að byrja að ræða málið opinskátt, af yfirvegun og með framtíðina að leiðarljósi. Í meira en þrjátíu ár höfum við átt í afar nánu samstarfi við Evrópusambandið. Með EES-samningnum höfum við aðgang að innri markaði ESB, og tökum upp meirihluta þess regluverks sem þar gildir. Við erum einnig hluti af Schengen-svæðinu, og tökum þátt í fjölmörgum evrópskum samstarfsverkefnum á sviði vísinda, menntunar og öryggismála. Við nýtum okkur vissulega ávinninginn af þessu samstarfi, en höfum ekki áhrifin. Við segjum okkur sjálfum að við séum fullvalda þjóð, en hvernig nýtum við fullveldið þar sem það skiptir máli? Ísland á ekki sæti við borðið þar sem ákvarðanir eru teknar. Við eigum ekki okkar fulltrúa í ráðherraráði ESB, ekki í framkvæmdastjórninni, og ekki á Evrópuþinginu. Við fylgjum reglunum – en mótum þær ekki. Þetta er lýðræðishalli sem við verðum að ræða af fullri alvöru. Með aðild að Evrópusambandinu fengjum við ekki aðeins rödd við borðið, heldur myndu einnig skapast tækifæri fyrir íslenskan almenning til aukinnar lýðræðislegrar þátttöku í mótun evrópskrar löggjafar. Borgarar ESB geta beint erindum til Evrópuþingsins, tekið þátt í evrópskum borgarafrumkvæðum og leitað réttar síns fyrir dómstólum ESB, en þetta eru tæki sem við Íslendingar - ég og þú sem íslenskir ríkisborgarar - höfum ekki aðgang að í dag. Þarna myndi sérhver Íslendingur hafa nákvæmlega sama tækifæri og sömu stöðu og t.d. hver Dani, Frakki eða Þjóðverji. Nú eru liðin næstum sextán ár frá því Ísland sótti formlega um aðild að Evrópusambandinu árið 2009. Viðræður hófust en stöðvuðust vegna stöðunnar í stjórnmálunum hér heima árið 2013. Á þeim tíma sem síðan er liðinn hafa aðstæður breyst hratt – bæði innanlands og í Evrópu. Nú blasir nýtt landslag við. Evrópa hefur í millitíðinni tekist á við kreppur, Brexit, faraldur og stríð. En Evrópusambandið stendur enn – sem bandalag lýðræðisríkja sem vinna saman að sameiginlegum hagsmunum og gildum. Og það hefur ekki notið meiri stuðnings almennings í aðildarríkjunum í næstum 20 ár samkvæmt skoðanakönnun sem birtist í vikunni. Samvinnan hefur stuðlað að friði í álfunni okkar í áratugi og skapað öflugan ramma fyrir efnahagsþróun, mannréttindi og lýðræði, t.a.m. í suður- og austur Evrópu, þar sem lýðræðisskipulag, stutt af öflugri samvinnu við önnur lýðræðisríki í Evrópu, tók við af einræði og alræði. Við Íslendingar verðum að spyrja okkur hvar viljum við standa í þessari þróun? Viljum við áfram sitja hjá – eða taka fullan þátt og leggja okkar af mörkum við að standa vörð um þau gildi sem við trúum á? Viljum við virkja fullveldi okkar þar sem það skiptir máli - í samstarfi við þær þjóðir sem við eigum mesta samleið með. Vissulega er það svo að Ísland yrði að óbreyttu fámennasta ríki Evrópusambandsins. En dæmin sýna okkur að það yrði engan veginn áhrifalaust þrátt fyrir það. Við getum bara litið til reynslu landa eins og Lúxemborgar og Möltu í þeim efnum, en þau eru álíka fjölmenn og Ísland. Annað sem vert er að muna í þessu samhengi er að Evrópusambandið er ekki sambandsríki, heldur samstarf fullvalda ríkja. Ef við á einhverjum tímapunkti mætum það svo að það væri okkur ekki lengur í hag að vera aðili að þessu samstarfi, þá væri okkur frjálst að yfirgefa það, eins og dæmin sýna. Það er mín eindregna skoðun, eftir að hafa fylgst með störfum Evrópusambandsins í áratugi, að við gætum beitt okkur með mikið öflugri hætti á alþjóðavettvangi sem aðildarríki þess. Að sama skapi værum við í mun betri stöðu til að standa vörð um íslenska hagsmuni, hvort sem það væri í almennum efnahagsmálum, í sjávarútvegi, í landbúnaði og ekki síst þegar kemur að varnar- og öryggismálum, með sæti við borðið þar sem ákvarðanir eru teknar og með rödd á þeim fundum þar sem stóru málin í álfunni okkar eru rædd - en með því að standa áfram utan Evrópusambandsins eins og við höfum gert. Ég hef aldrei séð neitt sem hefur getað sannfært mig um annað. Höfundur er prófessor í alþjóðastjórnmálum og formaður Evrópuhreyfingarinnar.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun