Ekkert kerfi lifir af pólitískan geðþótta Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 5. júní 2025 08:17 Íslenskt samfélag stendur frammi fyrir raunverulegum og vaxandi áskorunum í útlendingamálum. Þessar áskoranir snúast ekki eingöngu um fjölda umsækjenda, aðlögun að íslensku samfélagi eða kerfislæga hluti. Þær snúast um traust. Traust á kerfinu. Traust á stjórnmálunum. Og traust á því að við förum eftir leikreglum, sama hver á í hlut. Þess vegna fagna ég því að níu þjóðarleiðtogar Evrópu hafi nýverið stigið fram og kallað eftir nýrri umræðu um hvernig túlkun alþjóðlegra mannréttindareglna samræmist þeim veruleika sem ríki Evrópu glíma nú við. Þar á meðal eru Danmörk, Ítalía, Austurríki og Pólland. Ríki sem, hvert á sinn hátt, hafa þurft að takast á við erfið mál og sýnt vilja til að standa vörð um lýðræðið og innra öryggi sitt. Það er ekki kallað eftir því að afnema mannréttindasamninga, heldur eftir því að stjórnmálamenn fái svigrúm til að axla sína ábyrgð. Því miður var Ísland ekki með í þessari sameiginlegu yfirlýsingu, og við verðum að velta því fyrir okkur hvers vegna. Af hverju kýs íslensk ríkisstjórn að sitja hjá þegar Evrópa ræðir hvernig megi byggja upp kerfi sem stendur vörð um mannréttindi án þess að gefa eftir í framkvæmd. Við megum ekki vanmeta þessa umræðu. Festan skiptir máli. Þegar reglur eru óskýrar, þegar kerfið er veikt, þá þrífst óréttlæti. Bæði gagnvart þeim sem þurfa vernd og þeim sem bera ábyrgð á að veita hana. Stjórnmálamenn eiga að leiða þessa umræðu. Ekki hlaupa undan henni og ekki reyna að leysa flókin mál með popúlískum undantekningum. Þegar þingmenn grípa inn í réttmætt stjórnsýsluferli með vísan í sínar persónulegu skoðanir og tilfinningar, þá fer allt kerfið að halla. Það skiptir ekki máli hversu velmeinandi inngripið er, kerfið má ekki ráðast af því hver hringir. Það verður að byggjast á lögum, ramma og faglegum grunni. Kerfið verður að halda. Þess vegna er það grafalvarlegt þegar einstakir þingmenn reyna að hafa áhrif á niðurstöður stjórnvalda með óformlegum hætti. Í Kastljósi í gærkvöldi, þar sem ég mætti Víði Reynissyni þingmanni Samfylkingarinnar, kom þetta berlega í ljós. Þar viðurkenndi Víðir að hann hefði einn tekið ákvörðun um að leka trúnaðarupplýsingum um meðferð máls hjá allsherjar- og menntamálanefnd til Útlendingastofnunar með það að markmiði að hafa áhrif á ákvörðun stofnunarinnar.. Þetta var ekki ákvörðun nefndarinnar, þó svo að Víðir hafi látið í veðri vaka í samskiptum sínum við Útlendingastofnun að svo væri. Þetta var ákvörðun þingmannsins – gegn vilja annarra nefndarmanna og með þessari ákvörðun rauf hann þagnarskyldu sem á honum hvílir. Við verðum að vera skýr í þessari umræðu. Við þurfum að standa vörð um mannréttindi án þess að gefa afslátt af framkvæmdinni. Það er ekki mannúð að hafa óljósar reglur. Það eru ekki mannréttindi að leyfa pólitískum afskiptum að móta stjórnvaldsákvarðanir. Og það er ekki ábyrgð að forðast að tala skýrt um nauðsyn breytinga. Við í Sjálfstæðisflokknum höfum sagt það um árabil: Við verndum þá sem verndar þurfa. En við verndum líka réttarríkið, því án þess er enginn öruggur. Hvorki þeir sem hér fæðast né þeir sem hingað koma. Höfundur er formaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hafsteinsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Innflytjendamál Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Íslenskt samfélag stendur frammi fyrir raunverulegum og vaxandi áskorunum í útlendingamálum. Þessar áskoranir snúast ekki eingöngu um fjölda umsækjenda, aðlögun að íslensku samfélagi eða kerfislæga hluti. Þær snúast um traust. Traust á kerfinu. Traust á stjórnmálunum. Og traust á því að við förum eftir leikreglum, sama hver á í hlut. Þess vegna fagna ég því að níu þjóðarleiðtogar Evrópu hafi nýverið stigið fram og kallað eftir nýrri umræðu um hvernig túlkun alþjóðlegra mannréttindareglna samræmist þeim veruleika sem ríki Evrópu glíma nú við. Þar á meðal eru Danmörk, Ítalía, Austurríki og Pólland. Ríki sem, hvert á sinn hátt, hafa þurft að takast á við erfið mál og sýnt vilja til að standa vörð um lýðræðið og innra öryggi sitt. Það er ekki kallað eftir því að afnema mannréttindasamninga, heldur eftir því að stjórnmálamenn fái svigrúm til að axla sína ábyrgð. Því miður var Ísland ekki með í þessari sameiginlegu yfirlýsingu, og við verðum að velta því fyrir okkur hvers vegna. Af hverju kýs íslensk ríkisstjórn að sitja hjá þegar Evrópa ræðir hvernig megi byggja upp kerfi sem stendur vörð um mannréttindi án þess að gefa eftir í framkvæmd. Við megum ekki vanmeta þessa umræðu. Festan skiptir máli. Þegar reglur eru óskýrar, þegar kerfið er veikt, þá þrífst óréttlæti. Bæði gagnvart þeim sem þurfa vernd og þeim sem bera ábyrgð á að veita hana. Stjórnmálamenn eiga að leiða þessa umræðu. Ekki hlaupa undan henni og ekki reyna að leysa flókin mál með popúlískum undantekningum. Þegar þingmenn grípa inn í réttmætt stjórnsýsluferli með vísan í sínar persónulegu skoðanir og tilfinningar, þá fer allt kerfið að halla. Það skiptir ekki máli hversu velmeinandi inngripið er, kerfið má ekki ráðast af því hver hringir. Það verður að byggjast á lögum, ramma og faglegum grunni. Kerfið verður að halda. Þess vegna er það grafalvarlegt þegar einstakir þingmenn reyna að hafa áhrif á niðurstöður stjórnvalda með óformlegum hætti. Í Kastljósi í gærkvöldi, þar sem ég mætti Víði Reynissyni þingmanni Samfylkingarinnar, kom þetta berlega í ljós. Þar viðurkenndi Víðir að hann hefði einn tekið ákvörðun um að leka trúnaðarupplýsingum um meðferð máls hjá allsherjar- og menntamálanefnd til Útlendingastofnunar með það að markmiði að hafa áhrif á ákvörðun stofnunarinnar.. Þetta var ekki ákvörðun nefndarinnar, þó svo að Víðir hafi látið í veðri vaka í samskiptum sínum við Útlendingastofnun að svo væri. Þetta var ákvörðun þingmannsins – gegn vilja annarra nefndarmanna og með þessari ákvörðun rauf hann þagnarskyldu sem á honum hvílir. Við verðum að vera skýr í þessari umræðu. Við þurfum að standa vörð um mannréttindi án þess að gefa afslátt af framkvæmdinni. Það er ekki mannúð að hafa óljósar reglur. Það eru ekki mannréttindi að leyfa pólitískum afskiptum að móta stjórnvaldsákvarðanir. Og það er ekki ábyrgð að forðast að tala skýrt um nauðsyn breytinga. Við í Sjálfstæðisflokknum höfum sagt það um árabil: Við verndum þá sem verndar þurfa. En við verndum líka réttarríkið, því án þess er enginn öruggur. Hvorki þeir sem hér fæðast né þeir sem hingað koma. Höfundur er formaður Sjálfstæðisflokksins
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun