Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar 20. maí 2025 14:03 Það er óvænt hitabylgja á skerinu okkar í maí og vegirnir okkar blæða. Vegfarendur eru argir og við verðum vör við fréttaflutning af málinu, eðlilega, enda er vandamálið mjög hvimleitt og í raun hættulegt. Þegar bikið í vegunum hefur þrýst svona upp í yfirborðið verður það slétt og veggrip minkar. Við næstu rigningu getur vegarkafli orðið lífshættulegur vegna hálku sem bílstjórar eiga ekki von á um mitt sumar. Hvers vegna gerist þetta ítrekað og hvers vegna eru vegirnir okkar svona? Til að svara þessu verður enn að fara með sömu möntruna og áður. Við erum í gríðarlegri innviðaskuld við vegakerfið okkar. Allt frá hrunárunum eða í um 16-17 ár hafa stjórnmálamenn vanrækt að sinna þeirri skyldu sinni að útvega fé, ellegar finna aðrar leiðir til að fjármagna viðhald vega. Við erum fámenn þjóð með hlutfallslega gríðarlega stórt vegakerfi. Eitt það stærsta í heimi á hvern íbúa. Við slíkar aðstæður þarf hver og einn skattgreiðandi að standa undir miklu meiri útgjöldum til vegamála en þéttbýlli lönd. Þetta á svo sem við um svo margt í okkar samfélagi en forgangsröðunin verður að breytast núna ef ekki á illa að fara. Lausnirnar eru í sjálfu sér einfaldar en við munum ekki geta fært vegakerfið okkar á hærra gæðastig nema með stórauknum útgjöldum. Það þarf að malbika miklu fleiri vegarkafla þar sem nú er klæðing (blæðandi), sem ekki þolir umferðarþunga umfram þetta 1500-2000 bíla á sólarhring og enn verr mikla þungaflutninga. Það þarf að styrkja og endurbyggja vegi sem lagðir voru fyrir 50-60 árum þar sem burðarlagið er fyrir löngu síðan orðið ónýtt. Það þarf að stórauka framlög til rannsókna og sinna þeim af áhuga og metnaði. Það þarf að halda áfram að þróa og rannsaka bindiefni í klæðingar sem athugið vel, verður alltaf notað áfram í svona strjálbýlu landi. Við höfum bara ekki efni á öðru. Þetta er ódýrasta aðferðin til að fá bundið slitlag. Vegfarendur eru pirraðir og reiðir og hella úr skálum sínum á vefmiðlum. Vegagerðin verður oftast fyrir barðinu á reiðinni og svo við verktakarnir sem vinnum okkar verk hvert sumar við að lappa uppá hálfónýtt vegakerfið. Ég segi við ykkur reiða fólk, það er ekki við Vegagerðina eða verktaka að sakast. Það væri hægt að gera svo miklu betur með meira fé, en hver ætlar að borga fyrir það? Ræðið málin við þingmenn ykkar og beinið reiðinni í réttan farveg. Við erum með frumstætt vegakerfi og það eru margir áratugir í fallegar öruggar hraðbrautir í svona fámennu landi, og kannski aldrei. Þangað til akið varlega og eftir aðstæðum hverju sinni. Höfundur er framkvæmdastjóri Colas. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vegagerð Umferð Umferðaröryggi Mest lesið Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Það er óvænt hitabylgja á skerinu okkar í maí og vegirnir okkar blæða. Vegfarendur eru argir og við verðum vör við fréttaflutning af málinu, eðlilega, enda er vandamálið mjög hvimleitt og í raun hættulegt. Þegar bikið í vegunum hefur þrýst svona upp í yfirborðið verður það slétt og veggrip minkar. Við næstu rigningu getur vegarkafli orðið lífshættulegur vegna hálku sem bílstjórar eiga ekki von á um mitt sumar. Hvers vegna gerist þetta ítrekað og hvers vegna eru vegirnir okkar svona? Til að svara þessu verður enn að fara með sömu möntruna og áður. Við erum í gríðarlegri innviðaskuld við vegakerfið okkar. Allt frá hrunárunum eða í um 16-17 ár hafa stjórnmálamenn vanrækt að sinna þeirri skyldu sinni að útvega fé, ellegar finna aðrar leiðir til að fjármagna viðhald vega. Við erum fámenn þjóð með hlutfallslega gríðarlega stórt vegakerfi. Eitt það stærsta í heimi á hvern íbúa. Við slíkar aðstæður þarf hver og einn skattgreiðandi að standa undir miklu meiri útgjöldum til vegamála en þéttbýlli lönd. Þetta á svo sem við um svo margt í okkar samfélagi en forgangsröðunin verður að breytast núna ef ekki á illa að fara. Lausnirnar eru í sjálfu sér einfaldar en við munum ekki geta fært vegakerfið okkar á hærra gæðastig nema með stórauknum útgjöldum. Það þarf að malbika miklu fleiri vegarkafla þar sem nú er klæðing (blæðandi), sem ekki þolir umferðarþunga umfram þetta 1500-2000 bíla á sólarhring og enn verr mikla þungaflutninga. Það þarf að styrkja og endurbyggja vegi sem lagðir voru fyrir 50-60 árum þar sem burðarlagið er fyrir löngu síðan orðið ónýtt. Það þarf að stórauka framlög til rannsókna og sinna þeim af áhuga og metnaði. Það þarf að halda áfram að þróa og rannsaka bindiefni í klæðingar sem athugið vel, verður alltaf notað áfram í svona strjálbýlu landi. Við höfum bara ekki efni á öðru. Þetta er ódýrasta aðferðin til að fá bundið slitlag. Vegfarendur eru pirraðir og reiðir og hella úr skálum sínum á vefmiðlum. Vegagerðin verður oftast fyrir barðinu á reiðinni og svo við verktakarnir sem vinnum okkar verk hvert sumar við að lappa uppá hálfónýtt vegakerfið. Ég segi við ykkur reiða fólk, það er ekki við Vegagerðina eða verktaka að sakast. Það væri hægt að gera svo miklu betur með meira fé, en hver ætlar að borga fyrir það? Ræðið málin við þingmenn ykkar og beinið reiðinni í réttan farveg. Við erum með frumstætt vegakerfi og það eru margir áratugir í fallegar öruggar hraðbrautir í svona fámennu landi, og kannski aldrei. Þangað til akið varlega og eftir aðstæðum hverju sinni. Höfundur er framkvæmdastjóri Colas.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar