3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar 30. nóvember 2025 12:02 Samkvæmt tölum frá Reykjavíkurborg nýttu 16.629 börn af alls 20.489 börnum í borginni frístundakortið að einhverju leyti á síðasta ári en meðal nýting kortsins á síðasta ári var 81%. Það þýðir að 19% barna nýttu ekki styrkinn, sem nemur 75 þúsundum króna á hvert barn, 6-18 ára. Hvað veldur? Vilja þau bara ekki taka þátt? Eru þau löt og áhugalaus eða eru aðrar ástæður fyrir því að þau taka ekki þátt? Getur e.t.v. verið að fjárhagslegar og félagslegar ástæður hamli þátttöku þeirra í íþróttum eða öðru skipulögðu tómstundastarfi? Börn og ungmenni sem koma frá tekjulágum heimilum, eiga einstætt foreldri, eru af erlendum uppruna eða búa við fötlun? Það er umhugsunarefni, fyrir öll sem er annt um velferð og líðan barna, að svona stór hópur barna og ungmenna í stærsta sveitarfélagi landsins sitji eftir. Börnin sem geta ekki verið með Í nýlegum niðurstöðum rannsóknar Vörðu, rannsóknarmiðstöðvar vinnumarkaðarins,á stöðu launafólks á Ísland meðal félaga í aðildarfélögum ASÍ og BSRB kemur fram að tæplega helmingur launafólks innan þessara félaga sem er með heimilistekjur undir 499 þúsund krónum á mánuði býr við skort eða verulegan skort á efnislegum og félagslegum gæðum. Hlutfallið er líka hátt meðal þeirra sem eru með heimilistekjur á bilinu 500-749 þúsund eða 41% og á bilinu 750-999 þúsund eða 29%. Fram kemur að mun algengara er að tekjulægri heimili hafi, vegna fjárskorts síðustu 12 mánuði, ekki haft efni á grunnþáttum fyrir börnin sín. Þannig getur helmingur foreldra með heimilistekjur undir hálfri milljón á mánuði ekki greitt kostnað vegna félagslífs barna sinna, rúmur helmingur getur svo ekki greitt kostnað við að halda afmæli fyrir börnin sín eða gefið þeim jóla- og eða afmælisgjafir. Ef barn býr á heimili sem foreldri getur ekki greitt fyrir félagslíf eða afmæli eru ekki til fjármunir til að borga fyrir skipulagt tómstundastarf, þrátt fyrir meðgjöf. Það barn situr eftir. Frístundastyrkurinn ekki bara fjárhagsleg hvatning Félagsfræðingarnir Baumeister og Leary settu fram kenningu „um þörfina fyrir “að tilheyra“ árið 1995 en tilgátan um þörfina fyrir að tilheyra felur í sér að einstaklingurinn hefur mikla þörf fyrir að mynda og viðhalda varanlegum og jákvæðum mannlegum samskiptum. Tvö skilyrði þarf að uppfylla, annars vegar er það þörfin fyrir samfelld og ánægjuleg samskipti við nokkra aðila. Hins vegar þurfa samskiptin að hafa jákvæð áhrif á velferð þeirra. Frístundastyrkurinn er ekki bara fjárhagslegur stuðningur við börn og barnafjölskyldur heldur líka leið til að efla félagsleg tengsl, hvetja til hreyfingar í heilbrigðu umhverfi eða ýta undir skapandi hæfileika barna og ungmenna. Þátttakan styrkir samskipti og myndun félagslegra tengsla við aðra krakka, börn verða hluti af stærri og fjölbreyttari vinahópi og mynda stærra tengslanet. Við viljum öll tilheyra hópi, vera virkir samfélagsþegnar og vaxa í umhverfi sem okkur líður vel. Í Íslensku æskulýðs rannsókninni kemur fram að þriðjungur barna af erlendum uppruna tilheyri ekki í skólanum sínum og fimmtungur íslenskra barna ekki heldur. Að tilheyra ekki skólanum sínum, ná ekki mynda félagsleg tengsl getur ýtt undir félagslega einangrun, andlega vanlíðan og mögulega andfélagslegrar hegðunar, neyslu vímuefna og jafnvel afbrota. Sóknarfæri mikil í valdefla börn til þátttöku Foreldrar vita hversu dýrt það er að vera með börn og ungmenni í skipulögðu tómstundastarfi enda margvíslegur auka kostnaður sem fellur til, auk æfingagjalda. Við þau bætist kostnaður við ferðalög, æfingabúnað og mótagjöld, en fjölmiðlaumfjöllun í haust sýndi fram á allt að milljón krónur í útgjöld á ári fyrir barnmargar fjölskyldur. Börn sem koma frá tekjulágum heimilum, börn sem eiga einstætt foreldri, börn sem eru af erlendum uppruna eða eru fötluð, eins og rannsókn Vörðu gefur vísbendingar um, eru ólíklegri að nýta frístundastyrkinn ef helmingur foreldra þeirra hefur ekki efni á að borga félagsstarf barna sinna. Við viljum ekki að börn sitji eftir, því skipulagt íþrótta- og tómstundastarf er svo mikilvægt til að börnum líði eins og þau séu hluti af hópnum, að þau nái að tilheyra. Í stað þess að horfa á nýtinguna þarf að snúa við gleraugunum við og spyrja sig, hvar eru börnin sem ekki nýta frístundastyrkinn sinn? Hvaða ástæður liggja að baki að hann sé ekki nýttur? Eru það félagslegar eða fjárhagslegar eða jafnvel hvort tveggja. Þá þarf að hafa plan því enginn vill verða barnið sem situr eftir. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Björg Sigurðardóttir Börn og uppeldi Reykjavík Mest lesið Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Samkvæmt tölum frá Reykjavíkurborg nýttu 16.629 börn af alls 20.489 börnum í borginni frístundakortið að einhverju leyti á síðasta ári en meðal nýting kortsins á síðasta ári var 81%. Það þýðir að 19% barna nýttu ekki styrkinn, sem nemur 75 þúsundum króna á hvert barn, 6-18 ára. Hvað veldur? Vilja þau bara ekki taka þátt? Eru þau löt og áhugalaus eða eru aðrar ástæður fyrir því að þau taka ekki þátt? Getur e.t.v. verið að fjárhagslegar og félagslegar ástæður hamli þátttöku þeirra í íþróttum eða öðru skipulögðu tómstundastarfi? Börn og ungmenni sem koma frá tekjulágum heimilum, eiga einstætt foreldri, eru af erlendum uppruna eða búa við fötlun? Það er umhugsunarefni, fyrir öll sem er annt um velferð og líðan barna, að svona stór hópur barna og ungmenna í stærsta sveitarfélagi landsins sitji eftir. Börnin sem geta ekki verið með Í nýlegum niðurstöðum rannsóknar Vörðu, rannsóknarmiðstöðvar vinnumarkaðarins,á stöðu launafólks á Ísland meðal félaga í aðildarfélögum ASÍ og BSRB kemur fram að tæplega helmingur launafólks innan þessara félaga sem er með heimilistekjur undir 499 þúsund krónum á mánuði býr við skort eða verulegan skort á efnislegum og félagslegum gæðum. Hlutfallið er líka hátt meðal þeirra sem eru með heimilistekjur á bilinu 500-749 þúsund eða 41% og á bilinu 750-999 þúsund eða 29%. Fram kemur að mun algengara er að tekjulægri heimili hafi, vegna fjárskorts síðustu 12 mánuði, ekki haft efni á grunnþáttum fyrir börnin sín. Þannig getur helmingur foreldra með heimilistekjur undir hálfri milljón á mánuði ekki greitt kostnað vegna félagslífs barna sinna, rúmur helmingur getur svo ekki greitt kostnað við að halda afmæli fyrir börnin sín eða gefið þeim jóla- og eða afmælisgjafir. Ef barn býr á heimili sem foreldri getur ekki greitt fyrir félagslíf eða afmæli eru ekki til fjármunir til að borga fyrir skipulagt tómstundastarf, þrátt fyrir meðgjöf. Það barn situr eftir. Frístundastyrkurinn ekki bara fjárhagsleg hvatning Félagsfræðingarnir Baumeister og Leary settu fram kenningu „um þörfina fyrir “að tilheyra“ árið 1995 en tilgátan um þörfina fyrir að tilheyra felur í sér að einstaklingurinn hefur mikla þörf fyrir að mynda og viðhalda varanlegum og jákvæðum mannlegum samskiptum. Tvö skilyrði þarf að uppfylla, annars vegar er það þörfin fyrir samfelld og ánægjuleg samskipti við nokkra aðila. Hins vegar þurfa samskiptin að hafa jákvæð áhrif á velferð þeirra. Frístundastyrkurinn er ekki bara fjárhagslegur stuðningur við börn og barnafjölskyldur heldur líka leið til að efla félagsleg tengsl, hvetja til hreyfingar í heilbrigðu umhverfi eða ýta undir skapandi hæfileika barna og ungmenna. Þátttakan styrkir samskipti og myndun félagslegra tengsla við aðra krakka, börn verða hluti af stærri og fjölbreyttari vinahópi og mynda stærra tengslanet. Við viljum öll tilheyra hópi, vera virkir samfélagsþegnar og vaxa í umhverfi sem okkur líður vel. Í Íslensku æskulýðs rannsókninni kemur fram að þriðjungur barna af erlendum uppruna tilheyri ekki í skólanum sínum og fimmtungur íslenskra barna ekki heldur. Að tilheyra ekki skólanum sínum, ná ekki mynda félagsleg tengsl getur ýtt undir félagslega einangrun, andlega vanlíðan og mögulega andfélagslegrar hegðunar, neyslu vímuefna og jafnvel afbrota. Sóknarfæri mikil í valdefla börn til þátttöku Foreldrar vita hversu dýrt það er að vera með börn og ungmenni í skipulögðu tómstundastarfi enda margvíslegur auka kostnaður sem fellur til, auk æfingagjalda. Við þau bætist kostnaður við ferðalög, æfingabúnað og mótagjöld, en fjölmiðlaumfjöllun í haust sýndi fram á allt að milljón krónur í útgjöld á ári fyrir barnmargar fjölskyldur. Börn sem koma frá tekjulágum heimilum, börn sem eiga einstætt foreldri, börn sem eru af erlendum uppruna eða eru fötluð, eins og rannsókn Vörðu gefur vísbendingar um, eru ólíklegri að nýta frístundastyrkinn ef helmingur foreldra þeirra hefur ekki efni á að borga félagsstarf barna sinna. Við viljum ekki að börn sitji eftir, því skipulagt íþrótta- og tómstundastarf er svo mikilvægt til að börnum líði eins og þau séu hluti af hópnum, að þau nái að tilheyra. Í stað þess að horfa á nýtinguna þarf að snúa við gleraugunum við og spyrja sig, hvar eru börnin sem ekki nýta frístundastyrkinn sinn? Hvaða ástæður liggja að baki að hann sé ekki nýttur? Eru það félagslegar eða fjárhagslegar eða jafnvel hvort tveggja. Þá þarf að hafa plan því enginn vill verða barnið sem situr eftir. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar