3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar 30. nóvember 2025 12:02 Samkvæmt tölum frá Reykjavíkurborg nýttu 16.629 börn af alls 20.489 börnum í borginni frístundakortið að einhverju leyti á síðasta ári en meðal nýting kortsins á síðasta ári var 81%. Það þýðir að 19% barna nýttu ekki styrkinn, sem nemur 75 þúsundum króna á hvert barn, 6-18 ára. Hvað veldur? Vilja þau bara ekki taka þátt? Eru þau löt og áhugalaus eða eru aðrar ástæður fyrir því að þau taka ekki þátt? Getur e.t.v. verið að fjárhagslegar og félagslegar ástæður hamli þátttöku þeirra í íþróttum eða öðru skipulögðu tómstundastarfi? Börn og ungmenni sem koma frá tekjulágum heimilum, eiga einstætt foreldri, eru af erlendum uppruna eða búa við fötlun? Það er umhugsunarefni, fyrir öll sem er annt um velferð og líðan barna, að svona stór hópur barna og ungmenna í stærsta sveitarfélagi landsins sitji eftir. Börnin sem geta ekki verið með Í nýlegum niðurstöðum rannsóknar Vörðu, rannsóknarmiðstöðvar vinnumarkaðarins,á stöðu launafólks á Ísland meðal félaga í aðildarfélögum ASÍ og BSRB kemur fram að tæplega helmingur launafólks innan þessara félaga sem er með heimilistekjur undir 499 þúsund krónum á mánuði býr við skort eða verulegan skort á efnislegum og félagslegum gæðum. Hlutfallið er líka hátt meðal þeirra sem eru með heimilistekjur á bilinu 500-749 þúsund eða 41% og á bilinu 750-999 þúsund eða 29%. Fram kemur að mun algengara er að tekjulægri heimili hafi, vegna fjárskorts síðustu 12 mánuði, ekki haft efni á grunnþáttum fyrir börnin sín. Þannig getur helmingur foreldra með heimilistekjur undir hálfri milljón á mánuði ekki greitt kostnað vegna félagslífs barna sinna, rúmur helmingur getur svo ekki greitt kostnað við að halda afmæli fyrir börnin sín eða gefið þeim jóla- og eða afmælisgjafir. Ef barn býr á heimili sem foreldri getur ekki greitt fyrir félagslíf eða afmæli eru ekki til fjármunir til að borga fyrir skipulagt tómstundastarf, þrátt fyrir meðgjöf. Það barn situr eftir. Frístundastyrkurinn ekki bara fjárhagsleg hvatning Félagsfræðingarnir Baumeister og Leary settu fram kenningu „um þörfina fyrir “að tilheyra“ árið 1995 en tilgátan um þörfina fyrir að tilheyra felur í sér að einstaklingurinn hefur mikla þörf fyrir að mynda og viðhalda varanlegum og jákvæðum mannlegum samskiptum. Tvö skilyrði þarf að uppfylla, annars vegar er það þörfin fyrir samfelld og ánægjuleg samskipti við nokkra aðila. Hins vegar þurfa samskiptin að hafa jákvæð áhrif á velferð þeirra. Frístundastyrkurinn er ekki bara fjárhagslegur stuðningur við börn og barnafjölskyldur heldur líka leið til að efla félagsleg tengsl, hvetja til hreyfingar í heilbrigðu umhverfi eða ýta undir skapandi hæfileika barna og ungmenna. Þátttakan styrkir samskipti og myndun félagslegra tengsla við aðra krakka, börn verða hluti af stærri og fjölbreyttari vinahópi og mynda stærra tengslanet. Við viljum öll tilheyra hópi, vera virkir samfélagsþegnar og vaxa í umhverfi sem okkur líður vel. Í Íslensku æskulýðs rannsókninni kemur fram að þriðjungur barna af erlendum uppruna tilheyri ekki í skólanum sínum og fimmtungur íslenskra barna ekki heldur. Að tilheyra ekki skólanum sínum, ná ekki mynda félagsleg tengsl getur ýtt undir félagslega einangrun, andlega vanlíðan og mögulega andfélagslegrar hegðunar, neyslu vímuefna og jafnvel afbrota. Sóknarfæri mikil í valdefla börn til þátttöku Foreldrar vita hversu dýrt það er að vera með börn og ungmenni í skipulögðu tómstundastarfi enda margvíslegur auka kostnaður sem fellur til, auk æfingagjalda. Við þau bætist kostnaður við ferðalög, æfingabúnað og mótagjöld, en fjölmiðlaumfjöllun í haust sýndi fram á allt að milljón krónur í útgjöld á ári fyrir barnmargar fjölskyldur. Börn sem koma frá tekjulágum heimilum, börn sem eiga einstætt foreldri, börn sem eru af erlendum uppruna eða eru fötluð, eins og rannsókn Vörðu gefur vísbendingar um, eru ólíklegri að nýta frístundastyrkinn ef helmingur foreldra þeirra hefur ekki efni á að borga félagsstarf barna sinna. Við viljum ekki að börn sitji eftir, því skipulagt íþrótta- og tómstundastarf er svo mikilvægt til að börnum líði eins og þau séu hluti af hópnum, að þau nái að tilheyra. Í stað þess að horfa á nýtinguna þarf að snúa við gleraugunum við og spyrja sig, hvar eru börnin sem ekki nýta frístundastyrkinn sinn? Hvaða ástæður liggja að baki að hann sé ekki nýttur? Eru það félagslegar eða fjárhagslegar eða jafnvel hvort tveggja. Þá þarf að hafa plan því enginn vill verða barnið sem situr eftir. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Björg Sigurðardóttir Börn og uppeldi Reykjavík Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Samkvæmt tölum frá Reykjavíkurborg nýttu 16.629 börn af alls 20.489 börnum í borginni frístundakortið að einhverju leyti á síðasta ári en meðal nýting kortsins á síðasta ári var 81%. Það þýðir að 19% barna nýttu ekki styrkinn, sem nemur 75 þúsundum króna á hvert barn, 6-18 ára. Hvað veldur? Vilja þau bara ekki taka þátt? Eru þau löt og áhugalaus eða eru aðrar ástæður fyrir því að þau taka ekki þátt? Getur e.t.v. verið að fjárhagslegar og félagslegar ástæður hamli þátttöku þeirra í íþróttum eða öðru skipulögðu tómstundastarfi? Börn og ungmenni sem koma frá tekjulágum heimilum, eiga einstætt foreldri, eru af erlendum uppruna eða búa við fötlun? Það er umhugsunarefni, fyrir öll sem er annt um velferð og líðan barna, að svona stór hópur barna og ungmenna í stærsta sveitarfélagi landsins sitji eftir. Börnin sem geta ekki verið með Í nýlegum niðurstöðum rannsóknar Vörðu, rannsóknarmiðstöðvar vinnumarkaðarins,á stöðu launafólks á Ísland meðal félaga í aðildarfélögum ASÍ og BSRB kemur fram að tæplega helmingur launafólks innan þessara félaga sem er með heimilistekjur undir 499 þúsund krónum á mánuði býr við skort eða verulegan skort á efnislegum og félagslegum gæðum. Hlutfallið er líka hátt meðal þeirra sem eru með heimilistekjur á bilinu 500-749 þúsund eða 41% og á bilinu 750-999 þúsund eða 29%. Fram kemur að mun algengara er að tekjulægri heimili hafi, vegna fjárskorts síðustu 12 mánuði, ekki haft efni á grunnþáttum fyrir börnin sín. Þannig getur helmingur foreldra með heimilistekjur undir hálfri milljón á mánuði ekki greitt kostnað vegna félagslífs barna sinna, rúmur helmingur getur svo ekki greitt kostnað við að halda afmæli fyrir börnin sín eða gefið þeim jóla- og eða afmælisgjafir. Ef barn býr á heimili sem foreldri getur ekki greitt fyrir félagslíf eða afmæli eru ekki til fjármunir til að borga fyrir skipulagt tómstundastarf, þrátt fyrir meðgjöf. Það barn situr eftir. Frístundastyrkurinn ekki bara fjárhagsleg hvatning Félagsfræðingarnir Baumeister og Leary settu fram kenningu „um þörfina fyrir “að tilheyra“ árið 1995 en tilgátan um þörfina fyrir að tilheyra felur í sér að einstaklingurinn hefur mikla þörf fyrir að mynda og viðhalda varanlegum og jákvæðum mannlegum samskiptum. Tvö skilyrði þarf að uppfylla, annars vegar er það þörfin fyrir samfelld og ánægjuleg samskipti við nokkra aðila. Hins vegar þurfa samskiptin að hafa jákvæð áhrif á velferð þeirra. Frístundastyrkurinn er ekki bara fjárhagslegur stuðningur við börn og barnafjölskyldur heldur líka leið til að efla félagsleg tengsl, hvetja til hreyfingar í heilbrigðu umhverfi eða ýta undir skapandi hæfileika barna og ungmenna. Þátttakan styrkir samskipti og myndun félagslegra tengsla við aðra krakka, börn verða hluti af stærri og fjölbreyttari vinahópi og mynda stærra tengslanet. Við viljum öll tilheyra hópi, vera virkir samfélagsþegnar og vaxa í umhverfi sem okkur líður vel. Í Íslensku æskulýðs rannsókninni kemur fram að þriðjungur barna af erlendum uppruna tilheyri ekki í skólanum sínum og fimmtungur íslenskra barna ekki heldur. Að tilheyra ekki skólanum sínum, ná ekki mynda félagsleg tengsl getur ýtt undir félagslega einangrun, andlega vanlíðan og mögulega andfélagslegrar hegðunar, neyslu vímuefna og jafnvel afbrota. Sóknarfæri mikil í valdefla börn til þátttöku Foreldrar vita hversu dýrt það er að vera með börn og ungmenni í skipulögðu tómstundastarfi enda margvíslegur auka kostnaður sem fellur til, auk æfingagjalda. Við þau bætist kostnaður við ferðalög, æfingabúnað og mótagjöld, en fjölmiðlaumfjöllun í haust sýndi fram á allt að milljón krónur í útgjöld á ári fyrir barnmargar fjölskyldur. Börn sem koma frá tekjulágum heimilum, börn sem eiga einstætt foreldri, börn sem eru af erlendum uppruna eða eru fötluð, eins og rannsókn Vörðu gefur vísbendingar um, eru ólíklegri að nýta frístundastyrkinn ef helmingur foreldra þeirra hefur ekki efni á að borga félagsstarf barna sinna. Við viljum ekki að börn sitji eftir, því skipulagt íþrótta- og tómstundastarf er svo mikilvægt til að börnum líði eins og þau séu hluti af hópnum, að þau nái að tilheyra. Í stað þess að horfa á nýtinguna þarf að snúa við gleraugunum við og spyrja sig, hvar eru börnin sem ekki nýta frístundastyrkinn sinn? Hvaða ástæður liggja að baki að hann sé ekki nýttur? Eru það félagslegar eða fjárhagslegar eða jafnvel hvort tveggja. Þá þarf að hafa plan því enginn vill verða barnið sem situr eftir. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík.
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun