Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar 1. desember 2025 13:01 Þjóðkirkjan boðar nú tvo krossa – og sá nýi frelsar engan Nýja heimasíða Þjóðkirkjunnar fór í loftið nýverið. Hún er glæsilega hönnuð, nútímaleg og vel unnin. Enginn ástæða til annars en að óska til hamingju með tæknilegar endurbætur. En stundum segir yfirborðið meira en það ætlar sér. Heimasíðan varpar ljósi á dýpri krísu sem ekki má hunsa. Þjóðkirkjan kennir tvö ólík trúarkerfi á sama vettvangi Á nýju síðunni má lesa skýra, fallega og klassíska lýsingu á kristinni trú: „Grunnur kristinnar trúar er trúin á Jesú Krist sem vitnað er um í Biblíunni.“ „Nýja testamentið segir frá persónu, verki og örlögum Jesú Krists – fæðingu, dauða og upprisu.“ „Vitnisburðurinn stendur í djúpum rótum Gamla testamentisins.“ Þetta er 100% í takt við lútherska játningu, postulega trúfræði og hina evangelísku arfleifð. Þetta er trú sem stendur á fullkomnu hjálpræðisverki Jesú Krists, ekki frammistöðu manneskjunnar sjálfrar. En strax á forsíðu sömu vefsíðu birtist allt önnur trú: „Ég trúi á minn hátt.“ „Settu saman þinn eigin kross.“ Þetta er ekki smávægilegt sjónarspil. Þetta er guðfræðileg mótsögn sem skers sem naglaklór á krítartöflu. Ef Jesús er grunnurinn – hvers vegna er krossinn samt sjálfmiðaður “ég”? Þjóðkirkjan boðar á einni og sömu heimassíðunni: A) „Jesús Kristur er uppspretta lífs.“ B) „Smíðaðu þinn eigin kross með þínum eigin gildum.“ Þetta er trúarlegt ósamræmi sem engin kirkja lifir af. Kristin trú segir: „Fylg þú mér.“ Póstmodern trúarhönnun segir: „Ég móta mig.“ Kristni boðar: „Taktu upp krossinn.“ Nýja vefsíðan boðar: „Veldu lit á krossinn.“ Þetta er ekki guðfræðileg endurnýjun. Þetta er markaðsleg sjálfssmíði. Ekki hönnunarvandi – þetta er hjartsláttavandi Þjóðkirkjan hefur frá 2021 til 2026 gefið út fjölmörg stefnuplögg um: fræðslu jafnrétti umhverfisstefnu kærleiksþjónustu samstarf við þjóðfélagsstofnanir Margt er gott og málefnalegt. En í öllum þessum textum birtist sami undirliggjandi tónn: Meira félagsfræði, minna fagnaðarerindi. Meiri sjálfsmynd, minni trúar játning. Meiri menningarbylgja, minni biblía. Og nýja heimasíðan er nákvæmlega í sama takt. Fólk gengur ekki úr kirkjunni vegna litapalletu – heldur vegna forgangsröðunar Það þarf ekki trúarsálfræðing til að sjá þetta: Fólk hættir ekki að mæta í kirkju vegna þess að hún notar vitlausan pantónkóða. Fólk hættir að mæta þegar hún segir ekkert um okkar sælu von sem bjargar. Þjóðkirkjan glímir ekki við skort á litum. Hún glímir við skort á skýrleika: Hver er Jesús? Hver er sannleikurinn? Hvað er synd, náð, hjálpræði og umskipti? Hver er boðskapurinn sem snýr lífi við? Hvað er að endurfæðast? Þessa heilnæmu kenningu heyrir fólk sjaldnar og sjaldnar. Lógóið er endurnýjað – en Logos er þaggað. Það er táknrænt að krossinn á forsíðunni er hreyfimynd, en boðskapur kirkjunnar hefur staðið í kyrrstöðu í áratugi. Kirkjan þarf ekki kross sem dansar. Hún þarf kross sem kallar. Þjóðkirkjan stendur á krossgötum – og það sést á síðunni. Hún þarf að ákveða hvort hún ætlar að: A)Mótast af samfélaginu, Eða B)Móta samfélagið með fagnaðarerindi Krists. Núverandi vefur sýnir báðar hliðar á sama tíma – og það er ekki hægt til lengdar. Engin kirkja lifir af tvískipt hjarta. Niðurstaða Nýja heimasíðan er falleg, en hún er glansmynd yfir dýpri vanda. Þjóðkirkjan þarf ekki nýtt lógó. Hún þarf að endurheimta Lógos – Orðið sem gefur líf. Hún þarf ekki kross í tólf litum. Hún þarf þann kross sem táknar lit blóðsins og náðarinnar. Ekki „ég móta minn kross“. Heldur: „Kristur mótar mig.“ Þegar það gerist, þá verður heimasíðan ekki aðeins falleg – heldur verður kirkjan aftur lifandi. Höfundur er guðfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Þjóðkirkjan boðar nú tvo krossa – og sá nýi frelsar engan Nýja heimasíða Þjóðkirkjunnar fór í loftið nýverið. Hún er glæsilega hönnuð, nútímaleg og vel unnin. Enginn ástæða til annars en að óska til hamingju með tæknilegar endurbætur. En stundum segir yfirborðið meira en það ætlar sér. Heimasíðan varpar ljósi á dýpri krísu sem ekki má hunsa. Þjóðkirkjan kennir tvö ólík trúarkerfi á sama vettvangi Á nýju síðunni má lesa skýra, fallega og klassíska lýsingu á kristinni trú: „Grunnur kristinnar trúar er trúin á Jesú Krist sem vitnað er um í Biblíunni.“ „Nýja testamentið segir frá persónu, verki og örlögum Jesú Krists – fæðingu, dauða og upprisu.“ „Vitnisburðurinn stendur í djúpum rótum Gamla testamentisins.“ Þetta er 100% í takt við lútherska játningu, postulega trúfræði og hina evangelísku arfleifð. Þetta er trú sem stendur á fullkomnu hjálpræðisverki Jesú Krists, ekki frammistöðu manneskjunnar sjálfrar. En strax á forsíðu sömu vefsíðu birtist allt önnur trú: „Ég trúi á minn hátt.“ „Settu saman þinn eigin kross.“ Þetta er ekki smávægilegt sjónarspil. Þetta er guðfræðileg mótsögn sem skers sem naglaklór á krítartöflu. Ef Jesús er grunnurinn – hvers vegna er krossinn samt sjálfmiðaður “ég”? Þjóðkirkjan boðar á einni og sömu heimassíðunni: A) „Jesús Kristur er uppspretta lífs.“ B) „Smíðaðu þinn eigin kross með þínum eigin gildum.“ Þetta er trúarlegt ósamræmi sem engin kirkja lifir af. Kristin trú segir: „Fylg þú mér.“ Póstmodern trúarhönnun segir: „Ég móta mig.“ Kristni boðar: „Taktu upp krossinn.“ Nýja vefsíðan boðar: „Veldu lit á krossinn.“ Þetta er ekki guðfræðileg endurnýjun. Þetta er markaðsleg sjálfssmíði. Ekki hönnunarvandi – þetta er hjartsláttavandi Þjóðkirkjan hefur frá 2021 til 2026 gefið út fjölmörg stefnuplögg um: fræðslu jafnrétti umhverfisstefnu kærleiksþjónustu samstarf við þjóðfélagsstofnanir Margt er gott og málefnalegt. En í öllum þessum textum birtist sami undirliggjandi tónn: Meira félagsfræði, minna fagnaðarerindi. Meiri sjálfsmynd, minni trúar játning. Meiri menningarbylgja, minni biblía. Og nýja heimasíðan er nákvæmlega í sama takt. Fólk gengur ekki úr kirkjunni vegna litapalletu – heldur vegna forgangsröðunar Það þarf ekki trúarsálfræðing til að sjá þetta: Fólk hættir ekki að mæta í kirkju vegna þess að hún notar vitlausan pantónkóða. Fólk hættir að mæta þegar hún segir ekkert um okkar sælu von sem bjargar. Þjóðkirkjan glímir ekki við skort á litum. Hún glímir við skort á skýrleika: Hver er Jesús? Hver er sannleikurinn? Hvað er synd, náð, hjálpræði og umskipti? Hver er boðskapurinn sem snýr lífi við? Hvað er að endurfæðast? Þessa heilnæmu kenningu heyrir fólk sjaldnar og sjaldnar. Lógóið er endurnýjað – en Logos er þaggað. Það er táknrænt að krossinn á forsíðunni er hreyfimynd, en boðskapur kirkjunnar hefur staðið í kyrrstöðu í áratugi. Kirkjan þarf ekki kross sem dansar. Hún þarf kross sem kallar. Þjóðkirkjan stendur á krossgötum – og það sést á síðunni. Hún þarf að ákveða hvort hún ætlar að: A)Mótast af samfélaginu, Eða B)Móta samfélagið með fagnaðarerindi Krists. Núverandi vefur sýnir báðar hliðar á sama tíma – og það er ekki hægt til lengdar. Engin kirkja lifir af tvískipt hjarta. Niðurstaða Nýja heimasíðan er falleg, en hún er glansmynd yfir dýpri vanda. Þjóðkirkjan þarf ekki nýtt lógó. Hún þarf að endurheimta Lógos – Orðið sem gefur líf. Hún þarf ekki kross í tólf litum. Hún þarf þann kross sem táknar lit blóðsins og náðarinnar. Ekki „ég móta minn kross“. Heldur: „Kristur mótar mig.“ Þegar það gerist, þá verður heimasíðan ekki aðeins falleg – heldur verður kirkjan aftur lifandi. Höfundur er guðfræðingur.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun