Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar 1. desember 2025 13:33 Nú þegar flest fyrirtæki eru farin að huga að jólagjöfum og hátíðlegum viðburðum fyrir starfsfólk í desember langar mig að deila með ykkur stuttum leiðbeiningum um þær skattareglur sem gilda á árinu 2025. Þetta eru reglur sem gott er að hafa í huga áður en endanleg ákvörðun um jólagjöfina er tekin, sérstaklega þar sem breytingar síðustu ára hafa haft áhrif á hvað telst skattfrjálst og hvað ekki. Peningagjafir Það fyrsta sem vert er að hafa í huga er að peningagjafir teljast alltaf til skattskyldra tekna hjá starfsfólki, óháð fjárhæð. Þetta á við um reiðufé, innborganir inn á bankareikninga og afhendingu á bankakortum eða fyrirframgreiddum kortum sem virka eins og debetkort. Slíkar gjafir eru skattlagðar eins og laun og teljast ekki til tækifærisgjafa. Þetta hefur breytt þeirri framkvæmd sem áður tíðkaðist víða, þegar bankakort voru vinsæl jólagjöf til starfsfólks. Efnislegar gjafir Gjafir sem eru ekki í formi peninga geta hins vegar verið bæði skattfrjálsar hjá starfsfólki og frádráttarbærar hjá fyrirtækinu. Hér er um að ræða efnislegar gjafir, eins og gjafabréf í verslun, matarkörfur, gjafakassa og aðrar vörur eða þjónustu. Slíkar gjafir teljast tækifærisgjafir svo lengi sem þær eru hóflegar og tengjast skýru tilefni eins og jólunum. Þetta er sú leið sem flest fyrirtæki kjósa þegar markmiðið er að gleðja starfsfólk án þess að skapa óhagstæðar skattalegar afleiðingar. Að sama skapi er rétt að minna á regluna um frádrátt. Fyrirtæki má draga frá kostnað vegna tækifærisgjafa ef þær eru í formi vöru eða þjónustu og innan eðlilegra marka. Peningagjafir eru hins vegar ekki frádráttarbærar, enda teljast þær til launa. Ekki er heldur heimilt að draga frá kostnað vegna óhóflegra eða mjög verðmætra gjafa sem fara langt út fyrir það sem telst venjubundið á slíkum tímamótum. Hvenær verður gjöf að tekjum? Sú regla sem skiptir hvað mestu máli við skipulagningu jólagjafa árið 2025 er þó árlega 185.000 kr. hámarkið. Þar eru allar upplyftingar og viðburðir ársins teknir saman: árshátíð, starfsmannaferðir, jólahlaðborð, jólagleði og gjafir. Þessi kostnaður er skattfrjáls svo lengi sem heildarfjárhæðin á hvern starfsmann fer ekki yfir 185.000 kr. á árinu og viðburðir standa öllu starfsfólki til boða. Ef samanlagður kostnaður ársins fer yfir þessi mörk telst umframhlutinn til tekna hjá starfsmanninum. Þetta þýðir í reynd að vegleg árshátíð eða starfsmannaferð fyrr á árinu getur minnkað það svigrúm sem fyrirtækið hefur fyrir jólagjöf án þess að sú gjöf verði skattskyld. Gott er því að hafa yfirsýn yfir allan glaðning ársins áður en jólagjöfin er ákveðin. Ef ætlunin er að halda sig innan skattfrjálsra marka þarf að gæta þess að heildarkostnaður á mann fari ekki yfir árlega hámarkið. Ef fyrirtækið kýs að veita starfsfólki verðmætari gjöf eða bjóða upp á viðburði sem fara yfir mörkin, er ekkert því til fyrirstöðu svo lengi sem gert er ráð fyrir að hluti upphæðarinnar verði skattskyldur hjá starfsfólki. Höfundur er sérfræðingur í skattamálum hjá KPMG Law. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jólagjafir fyrirtækja Jól Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström Skoðun Skoðun Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar flest fyrirtæki eru farin að huga að jólagjöfum og hátíðlegum viðburðum fyrir starfsfólk í desember langar mig að deila með ykkur stuttum leiðbeiningum um þær skattareglur sem gilda á árinu 2025. Þetta eru reglur sem gott er að hafa í huga áður en endanleg ákvörðun um jólagjöfina er tekin, sérstaklega þar sem breytingar síðustu ára hafa haft áhrif á hvað telst skattfrjálst og hvað ekki. Peningagjafir Það fyrsta sem vert er að hafa í huga er að peningagjafir teljast alltaf til skattskyldra tekna hjá starfsfólki, óháð fjárhæð. Þetta á við um reiðufé, innborganir inn á bankareikninga og afhendingu á bankakortum eða fyrirframgreiddum kortum sem virka eins og debetkort. Slíkar gjafir eru skattlagðar eins og laun og teljast ekki til tækifærisgjafa. Þetta hefur breytt þeirri framkvæmd sem áður tíðkaðist víða, þegar bankakort voru vinsæl jólagjöf til starfsfólks. Efnislegar gjafir Gjafir sem eru ekki í formi peninga geta hins vegar verið bæði skattfrjálsar hjá starfsfólki og frádráttarbærar hjá fyrirtækinu. Hér er um að ræða efnislegar gjafir, eins og gjafabréf í verslun, matarkörfur, gjafakassa og aðrar vörur eða þjónustu. Slíkar gjafir teljast tækifærisgjafir svo lengi sem þær eru hóflegar og tengjast skýru tilefni eins og jólunum. Þetta er sú leið sem flest fyrirtæki kjósa þegar markmiðið er að gleðja starfsfólk án þess að skapa óhagstæðar skattalegar afleiðingar. Að sama skapi er rétt að minna á regluna um frádrátt. Fyrirtæki má draga frá kostnað vegna tækifærisgjafa ef þær eru í formi vöru eða þjónustu og innan eðlilegra marka. Peningagjafir eru hins vegar ekki frádráttarbærar, enda teljast þær til launa. Ekki er heldur heimilt að draga frá kostnað vegna óhóflegra eða mjög verðmætra gjafa sem fara langt út fyrir það sem telst venjubundið á slíkum tímamótum. Hvenær verður gjöf að tekjum? Sú regla sem skiptir hvað mestu máli við skipulagningu jólagjafa árið 2025 er þó árlega 185.000 kr. hámarkið. Þar eru allar upplyftingar og viðburðir ársins teknir saman: árshátíð, starfsmannaferðir, jólahlaðborð, jólagleði og gjafir. Þessi kostnaður er skattfrjáls svo lengi sem heildarfjárhæðin á hvern starfsmann fer ekki yfir 185.000 kr. á árinu og viðburðir standa öllu starfsfólki til boða. Ef samanlagður kostnaður ársins fer yfir þessi mörk telst umframhlutinn til tekna hjá starfsmanninum. Þetta þýðir í reynd að vegleg árshátíð eða starfsmannaferð fyrr á árinu getur minnkað það svigrúm sem fyrirtækið hefur fyrir jólagjöf án þess að sú gjöf verði skattskyld. Gott er því að hafa yfirsýn yfir allan glaðning ársins áður en jólagjöfin er ákveðin. Ef ætlunin er að halda sig innan skattfrjálsra marka þarf að gæta þess að heildarkostnaður á mann fari ekki yfir árlega hámarkið. Ef fyrirtækið kýs að veita starfsfólki verðmætari gjöf eða bjóða upp á viðburði sem fara yfir mörkin, er ekkert því til fyrirstöðu svo lengi sem gert er ráð fyrir að hluti upphæðarinnar verði skattskyldur hjá starfsfólki. Höfundur er sérfræðingur í skattamálum hjá KPMG Law.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar