Umferð

Fréttamynd

Valt inn á byggingar­svæði eftir á­rekstur við strætó

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að árekstri jepplings og strætisvagns sem varð á gatnamótum Snorrabrautar og Bergþórugötu í Reykjavík í morgun. Jepplingurinn, nánar tiltekið Suzuki Jimny, valt inn á byggingarsvæði eftir áreksturinn.

Innlent
Fréttamynd

Strætó fær sérakrein á Kringlu­mýrar­braut

Við samþykktum í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur í gær að setja forgangsakrein fyrir strætó á 500 metra kafla vestanmegin á Kringlumýrarbraut í suðurátt milli Miklubrautar og Háaleitisbrautar í samvinnu við Vegagerðina. Þetta mun stytta ferðatíma strætófarþega á háannatíma verulega eða um allt að 4-5 mínútur á sumum leiðum. Sérakreinar koma almennt í veg fyrir að farþegar almenningssamgangna sitji fastir í umferðarsúpu og gera leiðirnar og þjónustuna áreiðanlegri.

Skoðun
Fréttamynd

Strætó fær sérakrein á Kringlu­mýrar­braut

Uppbygging forgangsakreinar fyrir strætisvagna á Kringlumýrarbraut er í undirbúningi á um fimm hundruð metra kafla á milli Háaleitisbrautar og Miklubrautar. Umferð fjölskyldubílsins þarf ekki að víkja fyrir akreininni heldur verður miðeyja minnkuð.

Innlent
Fréttamynd

Landið mest allt gult í dag

Gular viðvaranir hafa tekið gildi eða munu taka gildi seinna í dag um stærstan hluta landsins. Von er á nokkuð hvassri austan- og norðaustanátt í dag og gæti orður stormur eða rok syðst á landinu.Þá er von á úrkomu á austanverðu landinu í dag, slyddu eða snjókomu, og á hún að aukast töluvert seinnipartinn.

Innlent
Fréttamynd

Veður­viðvaranir og vega­lokanir

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular veðurviðvaranir víðs vegar um landið. Margir vegir eru á óvissustigi og gæti þeim verið lokað með stuttum fyrirvara.

Innlent
Fréttamynd

Brúin yfir Ferjukotssíki fallin

Brúin yfir Ferjukotssíki í Borgarfirði er fallin í talsverðum vatnavöxtum. Brúin var reist árið 2023 í kjölfar þess að eldri brú skemmdist í vatnavöxtum. Heimamenn á svæðinu gagnrýndu smíði brúarinnar á sínum tíma og töldu víst að hún myndi ekki endast.

Innlent
Fréttamynd

Rúntað um borgina í leit að holum

Fjöldi bíla hefur orðið fyrir tjóni eftir að hafa verið ekið ofan í holur á vegum. Skrifstofustjóri hjá Reykjavíkurborg segir sitt fólk bæði leita að holum til þess að fylla upp í og sinna tilkynningum sem telja tugi.

Innlent
Fréttamynd

Fimm fluttir á sjúkra­hús eftir rútuslysið

Tvær rútur, með um fimmtíu manns innanborðs, skullu saman á þjóðveginu inni á Hellu. Hópslysaáætlun var virkjuð vegna árekstursins. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út en síðar afturkölluð þegar í ljós kom að engin alvarleg slys urðu á fólki. Fimm voru þó fluttir á sjúkrahús til skoðunar.

Innlent
Fréttamynd

„Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“

„Þetta er búið að ganga lygilega vel. Það voru fjórir til fimm árekstrar í morgun en síðan hefur ekkert verið kallað í okkur. Við héldum að það yrði meira, sérstaklega þegar að menn voru að fara í vinnuna. Það varð ekki raunin, vegna þess að þegar það bætist í umferðina, hægist á öllu, því sumir eru verr útbúnir en aðrir.“

Innlent
Fréttamynd

Þróuðu vef­síðu sem segir til um um­ferð

Ungur forritari hvetur fólk til að nota nýja vefsíðu sem segir til um hve mikil umferð er á höfuðborgarsvæðinu. Vefsíðan geti komið sér vel, nú þegar fólk er í óða önn að undirbúa áramótin.

Innlent
Fréttamynd

Ó­fært í Ísa­fjarðar­djúpi

Ófært er í Ísafjarðardjúpi og á Dynjandisheiði á Vestfjörðum. Þá er ófært um Breiðdalsheiði á Austurlandi og á Fróðárheiði á Vesturlandi.

Innlent
Fréttamynd

Standa vörð um bíla­stæði við­skipta­vina Kringlunnar

Þeir sem hafa átt leið í Kringluna fyrir opnun verslana í vikunni hafa orðið varir við unga og vaska verði sem inna þá eftir erindi sínu. Þar eru á ferðinni bílastæðaverðir sem passa upp á að hundruð starfsmanna Kringlunnar leggi ekki í stæði viðskiptavina í mestu jólaösinni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fastir í Múlagöngum í tvo tíma

Starfsmenn úr áhöfn Freyju, nýjasta varðskipi Landhelgisgæslunnar, voru fyrir örskömmu að losna úr Múlagöngum, sem liggja á milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur. Þetta staðfestir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar.

Innlent
Fréttamynd

Styttum bið­tímann í um­ferðinni

Biðtíminn og pirringurinn í umferðinni eykst með hverju ári. Ástæðan er að ekki hefur verið farið í uppbyggingu nauðsynlegra samgöngumannvirkja á höfuðborgarsvæðinu á síðustu áratugum, á sama tíma hefur bifreiðaeign á svæðinu margfaldast. Samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins tekur að einhverju leiti á þessu máli. Ár og áratugir munu líða þar til allar væntingar um framkvæmd samgöngusáttmálans nái fram að ganga, á meðan munum við íbúar á höfuðborgarsvæðinu vera áfram í umferðarteppum.

Skoðun
Fréttamynd

Tveggja bíla á­rekstur við Holta­garða

Betur fór en á horfðist þegar sendibíll og fólksbíll rákust á við gatnamót Sæbrautar og Holtavegar í austurhluta Reykjavíkur á tíunda tímanum. Enginn slasaðist alvarlega í árekstrinum.

Innlent
Fréttamynd

Gekk betur en óttast var

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu undir kvöld virðist hafa gengið betur en óttast var, þó hún hafi farið hægar en gengu og gerist. Segja má að íbúar höfuðborgarsvæðisins hafi upplifað sinn fyrsta vetrardag í dag.

Innlent
Fréttamynd

Vegir víða á óvissustigi

Vegir á Suðurlandi, Vesturlandi og á Vestfjörðum verða á óvissustigi síðdegis vegna gulrar veðurviðvörunar og geta lokað með stuttum fyrirvara. Líkt og fram hefur komið er spáð suðaustan hríð síðdegis upp úr klukkan 14:00.

Innlent
Fréttamynd

Þriggja bíla á­rekstur og mikil um­ferðar­teppa

Þrír bílar lentu saman í árekstri á Hafnarfjarðvegi við Arnarnesbrú upp úr fimm síðdegis. Fjórir voru fluttir á bráðamóttöku til skoðunar en meiðsli virðast vera lítilháttar. Umferðarteppa hefur myndast niður að Hamraborg.

Innlent
Fréttamynd

Svif­ryksmengun í borginni í dag og næstu daga

Styrkur svifryks sem kemur frá bílaumferð hefur mælst hár á nokkrum stöðum í Reykjavík í dag. Búast má við áframhaldandi loftmengun næstu daga vegna umferðar, kulda og þurrks og eru borgarbúar hvattir til að draga úr notkun einkabíla.

Innlent
Fréttamynd

Ölvunar­akstur á Arnarnesbrú

Um þessar mundir eru fjögur ár liðin frá hörmulegum árekstri á Arnarnesbrú, sem átti sér stað laugardaginn 28. nóvember 2020. Ölvuð kona fór út í umferðina í alls óhæfu ástandi til að geta ekið bifreið örugglega. Hún ók norður Hafnarfjarðarveg og yfir á rauðum umferðarljósum hennar megin inn í umferðina á Arnarnesbrú. Á sama tíma var ég á leið yfir gatnamótin á grænu umferðarljósi. 

Skoðun
Fréttamynd

Þéttingarstefnan í Reykja­vík er efna­hags­legt vanda­mál

Íbúar í Reykjavík sitja alltof margir fastir í umferðaröngþveiti á leið til og frá vinnu og skóla. Jafnframt er íbúða- og lóðaskortur áberandi sem og ásælni borgarstjórnarmeirihluta Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Framsóknar, í að fórna grænum svæðum í borginni fyrir skammvinnan gróða. Þessi staða skýrist alfarið af stefnu borgaryfirvalda í skipulags- og samgöngumálum. Ef ekki verður breytt um stefnu er morgunljóst að staðan mun versna stöðugt næstu árin með enn þyngri umferðarhnútum og íbúðaskorti. Við svo verður ekki búið.

Skoðun
Fréttamynd

Ók á sjö kindur og drap þær

Sjö kindur drápust um helgina á Suðurlandi þegar var ekið á þær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurlandi. Þar segir að frá því á föstudag hafi verið skráð um 150 mál hjá embættinu.

Innlent
Fréttamynd

Skrifa skila­boð með báðum og stýra með hnéi

Hildur Kristín Þorvarðardóttir lögreglukona segir að stór hluti umferðarslysa megi rekja til þess að ökumenn séu í símanum við akstur. Hún segir það orðið algengt að fólk sendi skilaboð undir stýri, skoði myndbönd og samfélagsmiðla. Mikill fjöldi viti að þetta sé hættulegt en geri það samt.

Innlent