Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar 30. nóvember 2025 11:03 Nokkur orð á 151. fæðingarafmæli Churchills. „Never give in. Never give in. Never, never, never… except to convictions of honour and good sense.“ („Aldrei gefast upp. Aldrei gefast upp. Aldrei, aldrei, aldrei… nema vegna sannfæringar um heiður og skynsemi.“) Staðfesta og siðferðisþrek: Á þessum degi, fyrir 151 ári (30. nóvember 1874), fæddist Winston Churchill í Blenheim-höll. Orðin hér að framan, flutt í Harrow-ræðunni 1941, mitt í Orrustunni um Bretland, standa sem skýrasta ákall sögunnar um staðfestu, einurð og siðferðisþrek. Þau snerta mig sérstaklega, í ljósi nýlegra athugasemda minna á Vísi, þar sem ég sýndi hvernig ásakanir geta beygt mann en ekki brotið ef þær eru rangar og samviskan hrein. Hugrekkið er fremst mannkosta: Churchill orðaði það svona: „Courage is rightly esteemed the first of human qualities, because it is the quality which guarantees all others.” („Hugrekki er réttilega talið fremst meðal mannkosta því það er forsenda allra hinna.“) Hugrekki er ekki ögurstund á vígvellinum heldur kyrrlát þrautseigja við að hafna ósannindum, yfirþyrmandi þrýstingi og blekkingarvef lyginnar. Hugrekki er að velja sannleikann jafnvel þegar hann sé sársaukafullur. Arfleifð sem stendur timans tönn: Því er eðlilegt að ævi og arfleifð Churchills sé enn ljóslifandi sem táknmynd leiðtoga með mikilhæfa sjálfsmynd. Hann var ekki fullkominn, það er enginn en hann var óþreytandi kyndilberi gegn myrkravaldi sem margir töldu óstöðvandi. Stjórnmálaferill hans spann 60 ár og sat hann allan þann tíma nær óslitið á breska þinginu auk þess að gegna öllum helstu ráðherraembættum nema að stýra utanríkisráðuneytinu. Hann var örlagavaldur í báðum heimstyrjöldunum á 20. öldinni og skrifaði ítarlega sögu beggja í mörgum bindum. Hann hóf ferilinn sem riddaraliðsforingi veifandi sverði í valdatíð Viktoríu drottningar og endaði hann í seinni forsætisráðherratíð sinni með fingurinn á kjarnorkuhnappinum í valdatíð Elísabetar annarar, langalangömmubarns Viktoríu. Alls þjónaði hann 6 breskum þjóðhöfðingjum. Ótrúlega víðfeðmur æviferill: Á löngum ferli var hann riddaraliðsforingi, herfangi, blaðamaður, hermaður í skotgröfum fyrri heimstyrjaldar, rithöfundur, þingmaður, ráðherra, afkastamikill áhugamálari, sagnfræðingur og handhafi Bókmenntaverðlauna Nóbels 1953. Og ég er ugglaust að gleyma einhverju. Hann skrifaði, skóp, skipti um flokka þegar sannfæringin krafðist þess og frábað sér biturð eða hefndarhug þótt þunglyndið sækti á þegar verst gekk. Arfleifð hans er ekki aðeins sigrar á vettvangi stjórnmálanna eða vígvellinum, heldur sigur mannsandans á miklu mótlæti sem hefði hæglega getað umbylt örlagasögu mannkyns á verri veg hefðu nasistar haft betur. Framtíð frjálsrar hugsunar: Og sigurinn tryggði farveg frjálsrar hugsunar. Churchill fullyrti sjálfur: „The empires of the future will be empires of the mind.” („Heimsveldi framtíðarinnar verða heimsveldi hugans.“) Okkar er að reisa það heimsveldi: ekki með ægivaldi og yfirgangi hins sterka gegn hinum minnimáttar heldur með því að rækta frelsi, lýðræði, djörfung og dáð byggt á dómgreind, réttsýni, hugrekki og kjarki til að standa í ístöðin í stað þess að láta valta yfir sig. Höfundur er formaður Churchill klúbbsins á Íslandi sem er aðili að Alþjóðlega Churchill félaginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Sigurðsson Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Nokkur orð á 151. fæðingarafmæli Churchills. „Never give in. Never give in. Never, never, never… except to convictions of honour and good sense.“ („Aldrei gefast upp. Aldrei gefast upp. Aldrei, aldrei, aldrei… nema vegna sannfæringar um heiður og skynsemi.“) Staðfesta og siðferðisþrek: Á þessum degi, fyrir 151 ári (30. nóvember 1874), fæddist Winston Churchill í Blenheim-höll. Orðin hér að framan, flutt í Harrow-ræðunni 1941, mitt í Orrustunni um Bretland, standa sem skýrasta ákall sögunnar um staðfestu, einurð og siðferðisþrek. Þau snerta mig sérstaklega, í ljósi nýlegra athugasemda minna á Vísi, þar sem ég sýndi hvernig ásakanir geta beygt mann en ekki brotið ef þær eru rangar og samviskan hrein. Hugrekkið er fremst mannkosta: Churchill orðaði það svona: „Courage is rightly esteemed the first of human qualities, because it is the quality which guarantees all others.” („Hugrekki er réttilega talið fremst meðal mannkosta því það er forsenda allra hinna.“) Hugrekki er ekki ögurstund á vígvellinum heldur kyrrlát þrautseigja við að hafna ósannindum, yfirþyrmandi þrýstingi og blekkingarvef lyginnar. Hugrekki er að velja sannleikann jafnvel þegar hann sé sársaukafullur. Arfleifð sem stendur timans tönn: Því er eðlilegt að ævi og arfleifð Churchills sé enn ljóslifandi sem táknmynd leiðtoga með mikilhæfa sjálfsmynd. Hann var ekki fullkominn, það er enginn en hann var óþreytandi kyndilberi gegn myrkravaldi sem margir töldu óstöðvandi. Stjórnmálaferill hans spann 60 ár og sat hann allan þann tíma nær óslitið á breska þinginu auk þess að gegna öllum helstu ráðherraembættum nema að stýra utanríkisráðuneytinu. Hann var örlagavaldur í báðum heimstyrjöldunum á 20. öldinni og skrifaði ítarlega sögu beggja í mörgum bindum. Hann hóf ferilinn sem riddaraliðsforingi veifandi sverði í valdatíð Viktoríu drottningar og endaði hann í seinni forsætisráðherratíð sinni með fingurinn á kjarnorkuhnappinum í valdatíð Elísabetar annarar, langalangömmubarns Viktoríu. Alls þjónaði hann 6 breskum þjóðhöfðingjum. Ótrúlega víðfeðmur æviferill: Á löngum ferli var hann riddaraliðsforingi, herfangi, blaðamaður, hermaður í skotgröfum fyrri heimstyrjaldar, rithöfundur, þingmaður, ráðherra, afkastamikill áhugamálari, sagnfræðingur og handhafi Bókmenntaverðlauna Nóbels 1953. Og ég er ugglaust að gleyma einhverju. Hann skrifaði, skóp, skipti um flokka þegar sannfæringin krafðist þess og frábað sér biturð eða hefndarhug þótt þunglyndið sækti á þegar verst gekk. Arfleifð hans er ekki aðeins sigrar á vettvangi stjórnmálanna eða vígvellinum, heldur sigur mannsandans á miklu mótlæti sem hefði hæglega getað umbylt örlagasögu mannkyns á verri veg hefðu nasistar haft betur. Framtíð frjálsrar hugsunar: Og sigurinn tryggði farveg frjálsrar hugsunar. Churchill fullyrti sjálfur: „The empires of the future will be empires of the mind.” („Heimsveldi framtíðarinnar verða heimsveldi hugans.“) Okkar er að reisa það heimsveldi: ekki með ægivaldi og yfirgangi hins sterka gegn hinum minnimáttar heldur með því að rækta frelsi, lýðræði, djörfung og dáð byggt á dómgreind, réttsýni, hugrekki og kjarki til að standa í ístöðin í stað þess að láta valta yfir sig. Höfundur er formaður Churchill klúbbsins á Íslandi sem er aðili að Alþjóðlega Churchill félaginu.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun