Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar 12. maí 2025 10:01 Sumum finnst áform um þéttingu byggðar í Reykjavík alltaf til bóta á meðan aðrir finna þeim allt til foráttu. Nálgunin í þessum málum á að vera praktísk og sveigjanleg, sums staðar er heppilegt að þétta byggð, á öðrum stöðum er það óskynsamlegt. Vandinn um langa hríð í skipulagsmálum Reykjavíkur er tvíþættur, í fyrsta lagi hefur þétting byggðar gengið of langt og í öðru lagi byggir allt skipulagið á þeirri forsendu að strætókerfi með miðjusettri lausn reddi samgöngumálum höfuðborgarsvæðisins. Fyrri vandinn, ofurþéttingin, hefur nú þegar skapað sumar af ljótustu byggingum borgarinnar. Sá síðari, strætó á sterum, er í endalausri þróun á meðan framkvæmdir í þágu verkefnisins hafa hingað til ekki skilað neinum sjáanlegum ávinningi. Bæði þessi stærstu viðfangsefni tryggja að vel sé skúfað frá krönum skattgreiðenda til alls konar sérfræðinga sem semja skýrslur og halda fundi á meðan flest venjulegt fólk er fast í umferðahnútum á háannatímum, eftir atvikum, horfandi á risastóra gráa kassa, sem komnir eru upp hér og þar á höfuðborgarsvæðinu. Þessu þarf að breyta. Allt hefur sína kosti og galla Á sumum stöðum hefur þétting byggðar í Reykjavík heppnast vel. Byggingar á Hverfisgötu nálægt Hlemmi hafa lífgað upp á svæðið og það sama á við um suma aðra staði í 101 Reykjavík. Aðra staði mætti nefna þar sem vel hefur tekist til, svo sem mannvirki í nágrenni Háteigsskóla. Byggingamagn hefur aukist en yfirbragð byggðar hefur haldið sér. Þetta ætti að vera einfalt leiðarstef við þéttingu byggðar. En svo er ekki í ýmsum hlutum borgarinnar. Á meðan þétting byggðar við Grandaveg lítur allvel út þá botna ég hvorki í mannvirkinu á móti JL-húsinu (Byko-reiturinn) né hvernig heimilað var að reisa risastórt mannvirki á móti Olís-bensínstöðinni við Ánanaust (Vesturvin). Óskiljanlegt er hvernig haldið var á málum í Suður-Mjódd (Græna gímaldið) og þróun sumra reita í Gufunesi fær mann til að klóra sér í hausnum. Auðvelt er að gagnrýna Hlíðarendahverfið, tóm atvinnuhúsnæði á jarðhæð segja þar sína sögu og það sama á við um Snorrabraut 62 og ýmsa aðra nýlega uppbyggingarreiti. Hvað viljum við? Kjarni málsins er frekar einfaldur. Í skipulagsmálum Reykjavíkur er eftirspurn eftir heilbrigðri skynsemi og byggt sé upp kerfi við töku ákvarðana þannig að faglega sé staðið að málum, bæði við ákvörðun skipulags og svo þegar því er fylgt eftir á vettvangi byggingamála. Varhugavert er fyrir sveitarfélög að halda áfram að selja byggingarrétti á uppsprengdu verði og láta uppbyggingaraðilum í hendur skipulagsvald í raun og veru. Gegnsæi þarf að tryggja þegar kjörnir fulltrúar taka ákvarðanir í skipulags- og byggingarmálum, meðal annars þarf að vera hafið yfir vafa að þeir séu ekki vanhæfir að lögum við afgreiðslu einstakra mála. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Reykjavík Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Sumum finnst áform um þéttingu byggðar í Reykjavík alltaf til bóta á meðan aðrir finna þeim allt til foráttu. Nálgunin í þessum málum á að vera praktísk og sveigjanleg, sums staðar er heppilegt að þétta byggð, á öðrum stöðum er það óskynsamlegt. Vandinn um langa hríð í skipulagsmálum Reykjavíkur er tvíþættur, í fyrsta lagi hefur þétting byggðar gengið of langt og í öðru lagi byggir allt skipulagið á þeirri forsendu að strætókerfi með miðjusettri lausn reddi samgöngumálum höfuðborgarsvæðisins. Fyrri vandinn, ofurþéttingin, hefur nú þegar skapað sumar af ljótustu byggingum borgarinnar. Sá síðari, strætó á sterum, er í endalausri þróun á meðan framkvæmdir í þágu verkefnisins hafa hingað til ekki skilað neinum sjáanlegum ávinningi. Bæði þessi stærstu viðfangsefni tryggja að vel sé skúfað frá krönum skattgreiðenda til alls konar sérfræðinga sem semja skýrslur og halda fundi á meðan flest venjulegt fólk er fast í umferðahnútum á háannatímum, eftir atvikum, horfandi á risastóra gráa kassa, sem komnir eru upp hér og þar á höfuðborgarsvæðinu. Þessu þarf að breyta. Allt hefur sína kosti og galla Á sumum stöðum hefur þétting byggðar í Reykjavík heppnast vel. Byggingar á Hverfisgötu nálægt Hlemmi hafa lífgað upp á svæðið og það sama á við um suma aðra staði í 101 Reykjavík. Aðra staði mætti nefna þar sem vel hefur tekist til, svo sem mannvirki í nágrenni Háteigsskóla. Byggingamagn hefur aukist en yfirbragð byggðar hefur haldið sér. Þetta ætti að vera einfalt leiðarstef við þéttingu byggðar. En svo er ekki í ýmsum hlutum borgarinnar. Á meðan þétting byggðar við Grandaveg lítur allvel út þá botna ég hvorki í mannvirkinu á móti JL-húsinu (Byko-reiturinn) né hvernig heimilað var að reisa risastórt mannvirki á móti Olís-bensínstöðinni við Ánanaust (Vesturvin). Óskiljanlegt er hvernig haldið var á málum í Suður-Mjódd (Græna gímaldið) og þróun sumra reita í Gufunesi fær mann til að klóra sér í hausnum. Auðvelt er að gagnrýna Hlíðarendahverfið, tóm atvinnuhúsnæði á jarðhæð segja þar sína sögu og það sama á við um Snorrabraut 62 og ýmsa aðra nýlega uppbyggingarreiti. Hvað viljum við? Kjarni málsins er frekar einfaldur. Í skipulagsmálum Reykjavíkur er eftirspurn eftir heilbrigðri skynsemi og byggt sé upp kerfi við töku ákvarðana þannig að faglega sé staðið að málum, bæði við ákvörðun skipulags og svo þegar því er fylgt eftir á vettvangi byggingamála. Varhugavert er fyrir sveitarfélög að halda áfram að selja byggingarrétti á uppsprengdu verði og láta uppbyggingaraðilum í hendur skipulagsvald í raun og veru. Gegnsæi þarf að tryggja þegar kjörnir fulltrúar taka ákvarðanir í skipulags- og byggingarmálum, meðal annars þarf að vera hafið yfir vafa að þeir séu ekki vanhæfir að lögum við afgreiðslu einstakra mála. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun