Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar 12. maí 2025 10:01 Sumum finnst áform um þéttingu byggðar í Reykjavík alltaf til bóta á meðan aðrir finna þeim allt til foráttu. Nálgunin í þessum málum á að vera praktísk og sveigjanleg, sums staðar er heppilegt að þétta byggð, á öðrum stöðum er það óskynsamlegt. Vandinn um langa hríð í skipulagsmálum Reykjavíkur er tvíþættur, í fyrsta lagi hefur þétting byggðar gengið of langt og í öðru lagi byggir allt skipulagið á þeirri forsendu að strætókerfi með miðjusettri lausn reddi samgöngumálum höfuðborgarsvæðisins. Fyrri vandinn, ofurþéttingin, hefur nú þegar skapað sumar af ljótustu byggingum borgarinnar. Sá síðari, strætó á sterum, er í endalausri þróun á meðan framkvæmdir í þágu verkefnisins hafa hingað til ekki skilað neinum sjáanlegum ávinningi. Bæði þessi stærstu viðfangsefni tryggja að vel sé skúfað frá krönum skattgreiðenda til alls konar sérfræðinga sem semja skýrslur og halda fundi á meðan flest venjulegt fólk er fast í umferðahnútum á háannatímum, eftir atvikum, horfandi á risastóra gráa kassa, sem komnir eru upp hér og þar á höfuðborgarsvæðinu. Þessu þarf að breyta. Allt hefur sína kosti og galla Á sumum stöðum hefur þétting byggðar í Reykjavík heppnast vel. Byggingar á Hverfisgötu nálægt Hlemmi hafa lífgað upp á svæðið og það sama á við um suma aðra staði í 101 Reykjavík. Aðra staði mætti nefna þar sem vel hefur tekist til, svo sem mannvirki í nágrenni Háteigsskóla. Byggingamagn hefur aukist en yfirbragð byggðar hefur haldið sér. Þetta ætti að vera einfalt leiðarstef við þéttingu byggðar. En svo er ekki í ýmsum hlutum borgarinnar. Á meðan þétting byggðar við Grandaveg lítur allvel út þá botna ég hvorki í mannvirkinu á móti JL-húsinu (Byko-reiturinn) né hvernig heimilað var að reisa risastórt mannvirki á móti Olís-bensínstöðinni við Ánanaust (Vesturvin). Óskiljanlegt er hvernig haldið var á málum í Suður-Mjódd (Græna gímaldið) og þróun sumra reita í Gufunesi fær mann til að klóra sér í hausnum. Auðvelt er að gagnrýna Hlíðarendahverfið, tóm atvinnuhúsnæði á jarðhæð segja þar sína sögu og það sama á við um Snorrabraut 62 og ýmsa aðra nýlega uppbyggingarreiti. Hvað viljum við? Kjarni málsins er frekar einfaldur. Í skipulagsmálum Reykjavíkur er eftirspurn eftir heilbrigðri skynsemi og byggt sé upp kerfi við töku ákvarðana þannig að faglega sé staðið að málum, bæði við ákvörðun skipulags og svo þegar því er fylgt eftir á vettvangi byggingamála. Varhugavert er fyrir sveitarfélög að halda áfram að selja byggingarrétti á uppsprengdu verði og láta uppbyggingaraðilum í hendur skipulagsvald í raun og veru. Gegnsæi þarf að tryggja þegar kjörnir fulltrúar taka ákvarðanir í skipulags- og byggingarmálum, meðal annars þarf að vera hafið yfir vafa að þeir séu ekki vanhæfir að lögum við afgreiðslu einstakra mála. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Reykjavík Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Sumum finnst áform um þéttingu byggðar í Reykjavík alltaf til bóta á meðan aðrir finna þeim allt til foráttu. Nálgunin í þessum málum á að vera praktísk og sveigjanleg, sums staðar er heppilegt að þétta byggð, á öðrum stöðum er það óskynsamlegt. Vandinn um langa hríð í skipulagsmálum Reykjavíkur er tvíþættur, í fyrsta lagi hefur þétting byggðar gengið of langt og í öðru lagi byggir allt skipulagið á þeirri forsendu að strætókerfi með miðjusettri lausn reddi samgöngumálum höfuðborgarsvæðisins. Fyrri vandinn, ofurþéttingin, hefur nú þegar skapað sumar af ljótustu byggingum borgarinnar. Sá síðari, strætó á sterum, er í endalausri þróun á meðan framkvæmdir í þágu verkefnisins hafa hingað til ekki skilað neinum sjáanlegum ávinningi. Bæði þessi stærstu viðfangsefni tryggja að vel sé skúfað frá krönum skattgreiðenda til alls konar sérfræðinga sem semja skýrslur og halda fundi á meðan flest venjulegt fólk er fast í umferðahnútum á háannatímum, eftir atvikum, horfandi á risastóra gráa kassa, sem komnir eru upp hér og þar á höfuðborgarsvæðinu. Þessu þarf að breyta. Allt hefur sína kosti og galla Á sumum stöðum hefur þétting byggðar í Reykjavík heppnast vel. Byggingar á Hverfisgötu nálægt Hlemmi hafa lífgað upp á svæðið og það sama á við um suma aðra staði í 101 Reykjavík. Aðra staði mætti nefna þar sem vel hefur tekist til, svo sem mannvirki í nágrenni Háteigsskóla. Byggingamagn hefur aukist en yfirbragð byggðar hefur haldið sér. Þetta ætti að vera einfalt leiðarstef við þéttingu byggðar. En svo er ekki í ýmsum hlutum borgarinnar. Á meðan þétting byggðar við Grandaveg lítur allvel út þá botna ég hvorki í mannvirkinu á móti JL-húsinu (Byko-reiturinn) né hvernig heimilað var að reisa risastórt mannvirki á móti Olís-bensínstöðinni við Ánanaust (Vesturvin). Óskiljanlegt er hvernig haldið var á málum í Suður-Mjódd (Græna gímaldið) og þróun sumra reita í Gufunesi fær mann til að klóra sér í hausnum. Auðvelt er að gagnrýna Hlíðarendahverfið, tóm atvinnuhúsnæði á jarðhæð segja þar sína sögu og það sama á við um Snorrabraut 62 og ýmsa aðra nýlega uppbyggingarreiti. Hvað viljum við? Kjarni málsins er frekar einfaldur. Í skipulagsmálum Reykjavíkur er eftirspurn eftir heilbrigðri skynsemi og byggt sé upp kerfi við töku ákvarðana þannig að faglega sé staðið að málum, bæði við ákvörðun skipulags og svo þegar því er fylgt eftir á vettvangi byggingamála. Varhugavert er fyrir sveitarfélög að halda áfram að selja byggingarrétti á uppsprengdu verði og láta uppbyggingaraðilum í hendur skipulagsvald í raun og veru. Gegnsæi þarf að tryggja þegar kjörnir fulltrúar taka ákvarðanir í skipulags- og byggingarmálum, meðal annars þarf að vera hafið yfir vafa að þeir séu ekki vanhæfir að lögum við afgreiðslu einstakra mála. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar