Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar 7. maí 2025 08:01 Eftir að Sigurbjörgu, fimmtugri dóttur minni og langt gengnum fíkli, var fleygt út á gangstéttina við Bríetartún í gærmorgun brá skyndilega svo við að bæði Vísir og DV náðu tali af Sigrúnu Árnadóttur, framkvæmdastjóra Félagsbústaða. Eftir að hafa lesið þessi viðtöl sat ég nokkra stund og horfði á myndina af þessari konu. Og ég gat ekki að því gert, að mér þótti ég sjá lygina leka niður hökuna á henni, líkt og þegar smábörn slefa. Það var nefnilega harla fátt af því sem hún hafði að segja, sem er sannleikanum samkvæmt, kannski einna helst það að allir þurfi að borga leigu. Við skulum grípa niður í viðtalið í DV: „DV spurði Sigrúnu út í tvö tengd mál sem hafa verið í fréttum undanfarna daga. Annars vegar er það framganga eins leigjandans, síbrotakonu sem heldur nágrönnum sínum í heljargreipum ofbeldis, þjófnaða og skemmdarverka. Hins vegar er það mál Sigurbjargar Jónsdóttur, leigjanda í húsinu, sem borin var út úr íbúð sinni í dag …“ Svarið er skráð svona í DV: „Ég get því miður ekki talað opinberlega um málefni tiltekinna einstaklinga, en bæði þessi mál eru í vinnslu. Í öllum tilvikum þarf að fylgja ákveðnum lögum og reglum varðandi húsreglnabrot og önnur brot og við erum að fylgja því. […] Að útburðarmálið sé í vinnslu er auðvitað haugalygi. Því var lokað með níðingsverkinu í gærmorgun. Sé hitt málið í einhvers konar vinnslu hefur sú vinnsla staðið yfir í meira en tvö ár. Ég sé í minnispunktum mínum, að það hefur verið 3. ágúst 2023, sem ég lagði leið mína í höfuðstöðvar Félagsbústaða til að ræða mögulega flutning Sigurbjargar, dóttur minnar, í skárra húsnæði. Ég talaði þá við konu sem greinilega gegndi einhverri stjórnunarstöðu og henni reyndist mætavel kunnugt um ástandið í stigaganginum. Ef Sigrún telur sig vera að fylgja lögum og fylgja eftir og reglum um húsreglnabrot er hún annaðhvort að segja vísvitandi ósatt eða hún er fullkomlega ófær um að gegna þessu starfi. Og reyndar getur þetta tvennt farið ágætlega saman. Spurð hvort hún kannist við að meðal leigjenda Félagsbústaða séu einstaklingar, sem geti verið hættulegir umhverfi sínu, svarar hún: „Ef það eru einstaklingar sem eru hættulegir öðrum þá þurfa að vera þannig aðstæður að hægt sé að tryggja öryggi annarra.En við erum í sambandi við fólkið og erum að vinna þetta eftir bestu getu. Það er kannski ekki alveg nægjanlegt.” Við skulum gefa framkvæmdastjóranum prik fyrir að vita að nauðsynlegt sé að tryggja öryggi fólks, en að Félagsbústaðir séu í sambandi við íbúa og reyni að vinna úr málum eftir bestu getu, virðist í allra besta lagi vera bull. Og í síðustu málsgreininni er orðinu ”kannski” algerlega ofaukið. Þótt lítilvægt sé, má halda því til haga að Félagsbústaðir létu þrífa stigaganginn um sjöleytið í gærmorgun – í fyrsta sinn í manna minnum var efnislega haft eftir einum íbúanum. Eftir athygli fjölmiðla daginn áður hefur sennilega þótt rétt að gera fínt áður en ljósmyndarar mættu á staðinn. Reyndar vill svo huggulega til að Sigrún Árnadóttir gæti sjálf átt á hættu að vera ”borin út” af vinnustað sínum, þar sem hún er sökuð um ógnarstjórn og vanvirðingu. Í vetur var hún spurð að því á starfsmannafundi hvort ekki stæði til að kynna niðurstöður nýjustu starfsánægjukönnun Sameykis. Svar Sigrúnar var einfalt. Hún rak spyrjandann úr vinnunni þar og þá – á fundinum, fyrir framan starfsfólkið. Samkvæmt frásögn Vísis brást stjórn Félagsbústaða við kvörtunum starfsfólks á hefðbundinn hátt, þegar í hlut á fólk með yfir tvær milljónir í mánaðarlaun. Stjórnin samdi við Auðnast, ráðgjafarfyrirtæki um heilsu og vinnuvernd, um að ”greina umhverfið á vinnustaðnum og vinna áhættumat.” Hvernig væri nú að stjórnin réði þetta fyrirtæki til að greina umhverfið í Bríetartúni 20 og vinna áhættumat? Er fólki nokkuð mismunað eftir tekjum, stétt eða stöðu hjá stjórn Félagsbústaða? En mál Sigrúnar er greinilega í vinnslu. Tenglar: Viðtal DV við Sigrúnu: https://www.dv.is/frettir/2025/5/6/framkvaemdastjori-felagsbustada-um-astandid-brietartuni-thetta-er-sannarlega-ekki-god-stada/ Frásögn Vísis af máli Sigrúnar: https://www.visir.is/g/20252700672d/skyndilegur-brottrekstur-kornid-sem-fyllti-maelinn Höfundur er gamalmenni Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagsmál Fíkn Reykjavík Húsnæðismál Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Eftir að Sigurbjörgu, fimmtugri dóttur minni og langt gengnum fíkli, var fleygt út á gangstéttina við Bríetartún í gærmorgun brá skyndilega svo við að bæði Vísir og DV náðu tali af Sigrúnu Árnadóttur, framkvæmdastjóra Félagsbústaða. Eftir að hafa lesið þessi viðtöl sat ég nokkra stund og horfði á myndina af þessari konu. Og ég gat ekki að því gert, að mér þótti ég sjá lygina leka niður hökuna á henni, líkt og þegar smábörn slefa. Það var nefnilega harla fátt af því sem hún hafði að segja, sem er sannleikanum samkvæmt, kannski einna helst það að allir þurfi að borga leigu. Við skulum grípa niður í viðtalið í DV: „DV spurði Sigrúnu út í tvö tengd mál sem hafa verið í fréttum undanfarna daga. Annars vegar er það framganga eins leigjandans, síbrotakonu sem heldur nágrönnum sínum í heljargreipum ofbeldis, þjófnaða og skemmdarverka. Hins vegar er það mál Sigurbjargar Jónsdóttur, leigjanda í húsinu, sem borin var út úr íbúð sinni í dag …“ Svarið er skráð svona í DV: „Ég get því miður ekki talað opinberlega um málefni tiltekinna einstaklinga, en bæði þessi mál eru í vinnslu. Í öllum tilvikum þarf að fylgja ákveðnum lögum og reglum varðandi húsreglnabrot og önnur brot og við erum að fylgja því. […] Að útburðarmálið sé í vinnslu er auðvitað haugalygi. Því var lokað með níðingsverkinu í gærmorgun. Sé hitt málið í einhvers konar vinnslu hefur sú vinnsla staðið yfir í meira en tvö ár. Ég sé í minnispunktum mínum, að það hefur verið 3. ágúst 2023, sem ég lagði leið mína í höfuðstöðvar Félagsbústaða til að ræða mögulega flutning Sigurbjargar, dóttur minnar, í skárra húsnæði. Ég talaði þá við konu sem greinilega gegndi einhverri stjórnunarstöðu og henni reyndist mætavel kunnugt um ástandið í stigaganginum. Ef Sigrún telur sig vera að fylgja lögum og fylgja eftir og reglum um húsreglnabrot er hún annaðhvort að segja vísvitandi ósatt eða hún er fullkomlega ófær um að gegna þessu starfi. Og reyndar getur þetta tvennt farið ágætlega saman. Spurð hvort hún kannist við að meðal leigjenda Félagsbústaða séu einstaklingar, sem geti verið hættulegir umhverfi sínu, svarar hún: „Ef það eru einstaklingar sem eru hættulegir öðrum þá þurfa að vera þannig aðstæður að hægt sé að tryggja öryggi annarra.En við erum í sambandi við fólkið og erum að vinna þetta eftir bestu getu. Það er kannski ekki alveg nægjanlegt.” Við skulum gefa framkvæmdastjóranum prik fyrir að vita að nauðsynlegt sé að tryggja öryggi fólks, en að Félagsbústaðir séu í sambandi við íbúa og reyni að vinna úr málum eftir bestu getu, virðist í allra besta lagi vera bull. Og í síðustu málsgreininni er orðinu ”kannski” algerlega ofaukið. Þótt lítilvægt sé, má halda því til haga að Félagsbústaðir létu þrífa stigaganginn um sjöleytið í gærmorgun – í fyrsta sinn í manna minnum var efnislega haft eftir einum íbúanum. Eftir athygli fjölmiðla daginn áður hefur sennilega þótt rétt að gera fínt áður en ljósmyndarar mættu á staðinn. Reyndar vill svo huggulega til að Sigrún Árnadóttir gæti sjálf átt á hættu að vera ”borin út” af vinnustað sínum, þar sem hún er sökuð um ógnarstjórn og vanvirðingu. Í vetur var hún spurð að því á starfsmannafundi hvort ekki stæði til að kynna niðurstöður nýjustu starfsánægjukönnun Sameykis. Svar Sigrúnar var einfalt. Hún rak spyrjandann úr vinnunni þar og þá – á fundinum, fyrir framan starfsfólkið. Samkvæmt frásögn Vísis brást stjórn Félagsbústaða við kvörtunum starfsfólks á hefðbundinn hátt, þegar í hlut á fólk með yfir tvær milljónir í mánaðarlaun. Stjórnin samdi við Auðnast, ráðgjafarfyrirtæki um heilsu og vinnuvernd, um að ”greina umhverfið á vinnustaðnum og vinna áhættumat.” Hvernig væri nú að stjórnin réði þetta fyrirtæki til að greina umhverfið í Bríetartúni 20 og vinna áhættumat? Er fólki nokkuð mismunað eftir tekjum, stétt eða stöðu hjá stjórn Félagsbústaða? En mál Sigrúnar er greinilega í vinnslu. Tenglar: Viðtal DV við Sigrúnu: https://www.dv.is/frettir/2025/5/6/framkvaemdastjori-felagsbustada-um-astandid-brietartuni-thetta-er-sannarlega-ekki-god-stada/ Frásögn Vísis af máli Sigrúnar: https://www.visir.is/g/20252700672d/skyndilegur-brottrekstur-kornid-sem-fyllti-maelinn Höfundur er gamalmenni
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar