Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar 5. maí 2025 19:32 Ísrael er búið að tortríma Gaza. Allir lífsnauðsynlegir innviðir eru ónýtir, vatnsból og gróðurlendi eru menguð og skemmd. Búfénaður er dáinn og gróðurhúsin eru ónýt. Allir háskólar hafa verið sprengdir og heilbrigðiskerfið er í rúst eftir skipulagðar árasir á heilbrigiðisstarfsfólk og sjúkrahús. Ísraelar hafa stöðvað allan innflutning á mat, heilbrigðisvörum, vatni og rafmagni í meira en 60 daga. Allir eru vannærðir og börn eru byrjuð að svelta til dauða. Fjöldi þeirra barna sem verða hungurmorða mun aukast hratt og önnur börn munu bera merki þess alla ævi. Sprengjuárásir Ísraelshers munu drepa fleiri í hvert skipti vegna víxlverkandi áhrifa hungurs og sprengjusára. Við höfum horft á þjóðarmorðið á Gaza í beinu streymi í 20 mánuði og aðgerðarleysi ríkisstjórna heimsins. Ráðamenn segja að aðgerðir séu ótímabærar, erfiðar og gagnslausar. Að það sé búið að gera svo margt og það þurfi að treysta á samtalið. Ráðamenn eru að ljúga. Við vitum að þjóðarmorð Ísraels verður stöðvað með alþjóðlegri sniðgöngu, útskúfun og einangrun Ísraels. Rekum Ísrael úr Sameinuðu þjóðunum, bönnum þeim að taka þátt í íþróttaviðburðum og hendum þeim úr Eurovision. Handtökum alla þá sem tekið hafa þátt í eða hvatt til þjóðarmorðsins á Gaza. Setjum viðskiptaþvinganir og slítum stjórnmálasambandi. Samtalið er búið. Rjúfum herkvínna á Gaza og sendum skipaflota Íslands með mat, lyf og aðrar nauðsynjavörur. Það er skylda okkar að stöðva þjóðarmorð. Ísraelsher ætlar nú að innlima Gaza og klára þjóðernishreinsanirnar sem hófust fyrir 77 árum. Þetta verður að stöðva. Við ætlum ekki að vorkenna okkur. Eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf. Við skuldum Gaza hugrekki okkar, þrautseigju og þrótt. Gaza gefst ekki upp og við gefumst ekki upp. Mótmælum við ríkisstjórnarfund á Hverfisgötu 4 klukkan 8:45 í fyrramálið, þriðjudaginn 6. maí og krefjumst þess að ríkisstjórnin beiti sér gegn þjóðarmorði Ísraels á Gaza. Höfundur er stjórnarmeðlimur í Félaginu Ísland-Palestína Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Ísrael er búið að tortríma Gaza. Allir lífsnauðsynlegir innviðir eru ónýtir, vatnsból og gróðurlendi eru menguð og skemmd. Búfénaður er dáinn og gróðurhúsin eru ónýt. Allir háskólar hafa verið sprengdir og heilbrigðiskerfið er í rúst eftir skipulagðar árasir á heilbrigiðisstarfsfólk og sjúkrahús. Ísraelar hafa stöðvað allan innflutning á mat, heilbrigðisvörum, vatni og rafmagni í meira en 60 daga. Allir eru vannærðir og börn eru byrjuð að svelta til dauða. Fjöldi þeirra barna sem verða hungurmorða mun aukast hratt og önnur börn munu bera merki þess alla ævi. Sprengjuárásir Ísraelshers munu drepa fleiri í hvert skipti vegna víxlverkandi áhrifa hungurs og sprengjusára. Við höfum horft á þjóðarmorðið á Gaza í beinu streymi í 20 mánuði og aðgerðarleysi ríkisstjórna heimsins. Ráðamenn segja að aðgerðir séu ótímabærar, erfiðar og gagnslausar. Að það sé búið að gera svo margt og það þurfi að treysta á samtalið. Ráðamenn eru að ljúga. Við vitum að þjóðarmorð Ísraels verður stöðvað með alþjóðlegri sniðgöngu, útskúfun og einangrun Ísraels. Rekum Ísrael úr Sameinuðu þjóðunum, bönnum þeim að taka þátt í íþróttaviðburðum og hendum þeim úr Eurovision. Handtökum alla þá sem tekið hafa þátt í eða hvatt til þjóðarmorðsins á Gaza. Setjum viðskiptaþvinganir og slítum stjórnmálasambandi. Samtalið er búið. Rjúfum herkvínna á Gaza og sendum skipaflota Íslands með mat, lyf og aðrar nauðsynjavörur. Það er skylda okkar að stöðva þjóðarmorð. Ísraelsher ætlar nú að innlima Gaza og klára þjóðernishreinsanirnar sem hófust fyrir 77 árum. Þetta verður að stöðva. Við ætlum ekki að vorkenna okkur. Eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf. Við skuldum Gaza hugrekki okkar, þrautseigju og þrótt. Gaza gefst ekki upp og við gefumst ekki upp. Mótmælum við ríkisstjórnarfund á Hverfisgötu 4 klukkan 8:45 í fyrramálið, þriðjudaginn 6. maí og krefjumst þess að ríkisstjórnin beiti sér gegn þjóðarmorði Ísraels á Gaza. Höfundur er stjórnarmeðlimur í Félaginu Ísland-Palestína
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar