Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. apríl 2025 20:20 Áslaug Dóra gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu í kvöld. Víkingur Varnarmaðurinn Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir skoraði óvænta þrennu þegar Víkingur rústaði Stjörnunni, 2-6, í 2. umferð Bestu deildar kvenna í kvöld. Víkingar eru komnar með þrjú stig en Stjörnukonur eru án stiga og með markatöluna 3-12. Áslaug Dóra hafði fyrir leikinn í kvöld skorað þrjú mörk í 87 leikjum í efstu deild en gerði sér lítið fyrir og tvöfaldaði þann fjölda í kvöld. Stalla hennar í miðri vörn Víkings, Erna Guðrún Magnúsdóttir, var einnig á skotskónum sem Linda Líf Boama og Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir. Hrefna Jónsdóttir og Jessica Ayers skoruðu mörk Stjörnunnar sem hefur litið liða verst út í fyrstu tveimur umferðunum og það stefnir í langt sumar í Garðabænum ef liðið tekur sig ekki taki. Heimakonur voru líklegar í fyrri hálfleik, fengu sín tækifæri og Katla Sveinbjörnsdóttir hafði í nógu að snúast í marki gestanna. Varnarleikur og markvarsla Stjörnunnar var hins vegar glórulaus. Eftir að Garðbæingar höfðu fengið góð færi til að komast yfir náðu Víkingar forystunni á 14. mínútu. Eyrún Embla Hjartardóttir tapaði þá boltanum í öftustu línu og Þórdís sendi á Lindu Líf sem skoraði. Fimm mínútum síðar kom Áslaug Dóra gestunum í 0-2 þegar hún skoraði eftir hornspyrnu Þórdísar og skógarhlaup Veru. Áslaug Dóra var aftur á ferðinni á 25. mínútu þegar hún stangaði aukaspyrnu Bergdísar Sveinsdóttur í netið. Vera leit ekki vel út í markinu og á 34. mínútu sló hún boltann klaufalega í netið eftir horn. Brynjar Þór Elvarsson, dómari leiksins, skar hana hins vegar úr snörunni og dæmdi afar ódýra aukaspyrnu. Hrefna minnkaði muninn fyrir Stjörnuna á 28. mínútu þegar hún kom boltanum í netið eftir sendingu frá Jessicu. Staðan í hálfleik var 1-3, Víkingi í vil. Stjörnukonur gerðu sér eflaust vonir um endurkomu í seinni hálfleik en þær áætlanir fóru í vaskinn á 51. mínútu. Andrea Mist Pálsdóttir tapaði þá boltanum á miðjunni, Víkingar fóru í skyndisókn, Linda Líf sendi á Þórdísi sem átti skot sem fór af varnarmanni, yfir Veru og í netið. Eftir var öll spenna farin úr leiknum. Víkingar voru með fullkomna stjórn á aðstæðum og Stjörnukonur komust hvorki lönd né strönd. Erna skoraði fjórða mark Víkings þegar hún skallaði hornspyrnu Bergdísar í netið á 64. mínútu. Jessica minnkaði muninn í 2-5 með laglegu marki á 81. mínútu en aðeins mínútu síðar skoraði Áslaug Dóra þriðja mark sitt og sjötta mark Víkinga eftir aukaspyrnu Bergdísar og skot varamannsins Jóhönnu Elínar Halldórsdóttur. Lokatölur 2-6, Víkingum í vil. Atvik leiksins Stjarnan byrjaði leikinn ágætlega en fékk á sig mark á 14. mínútu eftir slæm mistök Eyrúnar Emblu. Eftir þetta hrundi leikur Stjörnukvenna eins og hann gerði gegn Blikum í Kópavoginum í síðustu umferð. Stjörnur og skúrkar Áslaug Dóra sýndi á sér nýjar hliðar í kvöld og skoraði þrjú mörk, hvorki meira né minna. Linda var svo í miklum ham og óstöðvandi á löngum köflum. Bergdís og Þórdís Hrönn voru svo beittar og spyrnur þeirra í föstum leikatriðum sköpuðu mikla hættu. Bergdís lagði upp tvö mörk og átti stóran þátt í því þriðja og Þórdís skoraði eitt mark og átti stóran þátt í öðru. Áður hefur verið vikið að frammistöðu Veru í Stjörnumarkinu. Hún var voðaleg. Vera þó ekki eina sem var úti að aka hjá Stjörnunni. Eyrún Embla gaf fyrsta markið og réði ekkert við Lindu og Andrea Mist tapaði boltanum klaufalega í fjórða markinu. Heilt yfir var leikur Stjörnuliðsins svo slakur, bæði í vörn og sókn. Dómararnir Brynjar dæmdi leikinn vel en gerði líklega mistök þegar hann dæmdi aukaspyrnu þegar Vera skoraði sjálfsmarkið í fyrri hálfleik. Stemmning og umgjörð Rúmlega tvö hundruð manns mættu á Samsung-völlinn þrátt fyrir leiktímann (klukkan 18:00). Sennilega væri farsælla ef leikirnir í deildinni hæfust klukkan 19:15 til að fá fleira fólk á völlinn. Besta deild kvenna Stjarnan Víkingur Reykjavík Fótbolti Íslenski boltinn
Varnarmaðurinn Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir skoraði óvænta þrennu þegar Víkingur rústaði Stjörnunni, 2-6, í 2. umferð Bestu deildar kvenna í kvöld. Víkingar eru komnar með þrjú stig en Stjörnukonur eru án stiga og með markatöluna 3-12. Áslaug Dóra hafði fyrir leikinn í kvöld skorað þrjú mörk í 87 leikjum í efstu deild en gerði sér lítið fyrir og tvöfaldaði þann fjölda í kvöld. Stalla hennar í miðri vörn Víkings, Erna Guðrún Magnúsdóttir, var einnig á skotskónum sem Linda Líf Boama og Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir. Hrefna Jónsdóttir og Jessica Ayers skoruðu mörk Stjörnunnar sem hefur litið liða verst út í fyrstu tveimur umferðunum og það stefnir í langt sumar í Garðabænum ef liðið tekur sig ekki taki. Heimakonur voru líklegar í fyrri hálfleik, fengu sín tækifæri og Katla Sveinbjörnsdóttir hafði í nógu að snúast í marki gestanna. Varnarleikur og markvarsla Stjörnunnar var hins vegar glórulaus. Eftir að Garðbæingar höfðu fengið góð færi til að komast yfir náðu Víkingar forystunni á 14. mínútu. Eyrún Embla Hjartardóttir tapaði þá boltanum í öftustu línu og Þórdís sendi á Lindu Líf sem skoraði. Fimm mínútum síðar kom Áslaug Dóra gestunum í 0-2 þegar hún skoraði eftir hornspyrnu Þórdísar og skógarhlaup Veru. Áslaug Dóra var aftur á ferðinni á 25. mínútu þegar hún stangaði aukaspyrnu Bergdísar Sveinsdóttur í netið. Vera leit ekki vel út í markinu og á 34. mínútu sló hún boltann klaufalega í netið eftir horn. Brynjar Þór Elvarsson, dómari leiksins, skar hana hins vegar úr snörunni og dæmdi afar ódýra aukaspyrnu. Hrefna minnkaði muninn fyrir Stjörnuna á 28. mínútu þegar hún kom boltanum í netið eftir sendingu frá Jessicu. Staðan í hálfleik var 1-3, Víkingi í vil. Stjörnukonur gerðu sér eflaust vonir um endurkomu í seinni hálfleik en þær áætlanir fóru í vaskinn á 51. mínútu. Andrea Mist Pálsdóttir tapaði þá boltanum á miðjunni, Víkingar fóru í skyndisókn, Linda Líf sendi á Þórdísi sem átti skot sem fór af varnarmanni, yfir Veru og í netið. Eftir var öll spenna farin úr leiknum. Víkingar voru með fullkomna stjórn á aðstæðum og Stjörnukonur komust hvorki lönd né strönd. Erna skoraði fjórða mark Víkings þegar hún skallaði hornspyrnu Bergdísar í netið á 64. mínútu. Jessica minnkaði muninn í 2-5 með laglegu marki á 81. mínútu en aðeins mínútu síðar skoraði Áslaug Dóra þriðja mark sitt og sjötta mark Víkinga eftir aukaspyrnu Bergdísar og skot varamannsins Jóhönnu Elínar Halldórsdóttur. Lokatölur 2-6, Víkingum í vil. Atvik leiksins Stjarnan byrjaði leikinn ágætlega en fékk á sig mark á 14. mínútu eftir slæm mistök Eyrúnar Emblu. Eftir þetta hrundi leikur Stjörnukvenna eins og hann gerði gegn Blikum í Kópavoginum í síðustu umferð. Stjörnur og skúrkar Áslaug Dóra sýndi á sér nýjar hliðar í kvöld og skoraði þrjú mörk, hvorki meira né minna. Linda var svo í miklum ham og óstöðvandi á löngum köflum. Bergdís og Þórdís Hrönn voru svo beittar og spyrnur þeirra í föstum leikatriðum sköpuðu mikla hættu. Bergdís lagði upp tvö mörk og átti stóran þátt í því þriðja og Þórdís skoraði eitt mark og átti stóran þátt í öðru. Áður hefur verið vikið að frammistöðu Veru í Stjörnumarkinu. Hún var voðaleg. Vera þó ekki eina sem var úti að aka hjá Stjörnunni. Eyrún Embla gaf fyrsta markið og réði ekkert við Lindu og Andrea Mist tapaði boltanum klaufalega í fjórða markinu. Heilt yfir var leikur Stjörnuliðsins svo slakur, bæði í vörn og sókn. Dómararnir Brynjar dæmdi leikinn vel en gerði líklega mistök þegar hann dæmdi aukaspyrnu þegar Vera skoraði sjálfsmarkið í fyrri hálfleik. Stemmning og umgjörð Rúmlega tvö hundruð manns mættu á Samsung-völlinn þrátt fyrir leiktímann (klukkan 18:00). Sennilega væri farsælla ef leikirnir í deildinni hæfust klukkan 19:15 til að fá fleira fólk á völlinn.