Íslenski boltinn

Breiða­blik ekki í vand­ræðum og mögnuð endur­koma Þróttar

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Valgeir Valgeirsson skoraði eitt marka Breiðabliks.
Valgeir Valgeirsson skoraði eitt marka Breiðabliks. Vísir/Diego

Íslandsmeistarar Breiðabliks lentu ekki í neinum vandræðum gegn Fjölni og eru komnir í 16-liða úrslit Mjólkurbikars karla í knattspyrnu. Á Húsavík var Lengjudeildarslagur og var það Þróttur Reykjavík sem fór með sigur af hólmi.

Tobias Thomsen kom Blikum yfir um miðbik fyrri hálfleiks en mörkin létu á sér standa fram í síðari hálfleik. Þegar klukkustund var liðin fengu heimamenn vítaspyrnu. Haukur Óli Jónsson varði spyrnu Höskuldar Gunnlaugssonar en Valgeir Valgeirsson fylgdi á eftir og staðan orðin 2-0.

Viktor Elmar Gautason bætti þriðja markinu við áður en Tumi Fannar Gunnarsson skoraði það fjórða á 87. mínútu og Ágúst Orri Þorsteinsson það fimmta aðeins tveimur mínútum síðar.

Á Húsavík var Lengjudeildarslagur þar sem reykvískir Þróttarar voru í heimsókn. Jakob Héðinn Róbertsson kom heimamönnum yfir og Gestur Aron Sörensson tvöfaldaði forystuna eftir hálftíma. Kári Kristjánsson minnkaði muninn úr vítaspyrnu í blálok fyrri hálfleiks.

Á 87. mínútu jafnaði Jakob Gunnar Sigurðsson metin en hann er á láni hjá Þrótti frá KR. Jakob Gunnar lék með Húsvíkingum á síðustu leiktíð og skoraði 25 mörk þegar liðið tryggði sér sæti í Lengjudeildinni.

Að loknum venjulegum leiktíma loknum var staðan 2-2 og því þurfti að framlengja. Þar var það Kári sem tryggði gestunum sigur og sæti í 16-liða úrslitum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×