Íslenski boltinn

HK vann Lengju­deildarslaginn og fór á­fram í bikarnum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
HK vann góðan sigur og er komið í 16-liða úrslit.
HK vann góðan sigur og er komið í 16-liða úrslit. HK

Fjöldi leikja í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna fór fram í dag. HK vann Aftureldingu í Lengjudeildarslag og þá skoraði KR sex mörk í Laugardalnum.

HK vann 2-0 sigur á Aftureldingu í Kórnum. Mörkin komu með stuttu millibili í síðari hálfleik. Loma McNeese kom HK yfir, Natalie Sarah Wilson tvöfaldaði forystuna og þar við sat.

KR vann KÞ, venslalið Þróttar Reykjavíkur, 6-0 á útivelli. Katla Guðmundsdóttir skoraði fernu á meðan Rakel Grétarsdóttir og Ólöf Freyja Þorvaldsdóttir skoruðu eitt mark hvor.

Einherji vann 4-2 sigur á Sindra. Lilja Björk Höskuldsdóttir, Melania Mezössy, Borghildur Arnarsdóttir og Dagbjört Rós Hrafnsdóttir skoruðu mörk heimakvenna á meðan Thelma Björg Gunnarsdóttir og Arna Ósk Arnarsdóttir skoruðu mörk Sindra.

Völsungur vann 1-0 útisigur á Dalvík/Reyni þökk sé marki Hildar Örnu Ágústsdóttur í síðari hálfleik.

Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur vann nokkuð óvæntan 1-0 útisigur á ÍA. Tinna Hrönn Einarsdóttir með sigurmarkið þegar hálftími var liðinn af leiknum.

Selfoss fór þá í fýluferð í Hafnafjörð þar sem Haukar unnu 4-0 stórsigur. Elín Björg Norðfjörð Símonardóttir fyrsta og þriðja mark leiksins. Glódís María Gunnarsdóttir og Halla Þórdís Svansdóttir með hin tvö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×