Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Sindri Sverrisson skrifar 19. apríl 2025 15:55 Sigurður Breki Kárason skoraði eitt marka KR í dag. Hilmar Þór Sigurður Breki Kárason, sem varð á dögunum yngsti leikmaður til að byrja leik í sögu efstu deildar karla í fótbolta á dögunum, skoraði eitt marka KR sem flaug áfram í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins. Alexander Rafn Pálmason, yngsti leikmaður í sögu efstu deildar karla í fótbolta hér á landi, gerði sér lítið fyrir og skoraði tvennu í sama leik. Valsmenn komust einnig áfram, með sigri gegn Grindavík. Alexander, sem var aðeins 14 ára þegar hann spilaði fyrsta deildarleik sinn í fyrra, fagnaði 15 ára afmæli í síðustu viku. Hann skoraði svo tvö mörk og átti stóran þátt í sjálfsmarki gestanna í Vesturbænum í dag, í 11-0 risasigri KR gegn 5. deildarliði KÁ úr Hafnarfirði. Hinn 15 ára Skarphéðinn Gauti Ingimarsson var meðal táninga sem fengu mínútur í liði KR í dag.Hilmar Þór Alexander var ekki eini táningurinn sem skoraði fyrir KR í dag því hinn 15 ára gamli Sigurður Breki skoraði eitt mark. Hinn 18 ára gamli Róbert Elís Hlynsson, sem kom frá ÍR í vetur, gerði tvö mörk með skömmu millibili í seinni hálfleiknum. Fyrirliðinn Aron Sigurðarson skoraði einnig tvö mörk og þeir Guðmundur Andri Tryggvason, Luke Rae og Eiður Gauti Sæbjörnsson eitt mark hver. 🥛KR 11 - KÁ 0Mörkin úr leik KR gegn KÁ⚽️⚽️⚽️Alexander Rafn Pálmason⚽️⚽️Aron Sigurðarson⚽️⚽️ Róbert Elís Hlynsson⚽️Sigurður Breki Kárason⚽️Luke Rae⚽️Eiður Gauti Sæbjörnsson⚽️Guðmundur Andri Tryggvason pic.twitter.com/naWKIp8RUB— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 19, 2025 Adam Ægir skoraði í fyrsta leik Við Nettóhöllina í Reykjanesbæ unnu Valsmenn 3-1 sigur gegn Grindavík, eftir að staðan hafði verið jöfn, 1-1, í hálfleik. Norðmennirnir Marius Lundemo og Markus Nakkim, sem Valur fékk í vetur, skoruðu báðir fyrir Val í dag auk Adams Ægis Pálssonar sem er mættur aftur á Hlíðarenda frá Ítalíu og strax farinn að láta til sín taka. Adam Árni Róbertsson skoraði mark Lengjudeildarliðs Grindavíkur sem nú er fallið úr leik. 🥛Grindavík 1 - 3 Valur⚽️Marius Lundemo '20⚽️Adam Árni Róbertsson '45⚽️Markus Lund Nakkim '49⚽️ Adam Ægir Pálsson '78 pic.twitter.com/GopqOivRYV— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 19, 2025 Upplýsingar um markaskorara eru af Fótbolta.net. Af myndbandi má þó sjá að eitt marka KR, sem talið var mark Alexanders Rafns Pálmasonar, var sjálfsmark. Mjólkurbikar karla Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Knattspyrnumaðurinn Adam Ægir Pálsson leikur með Val í Bestu deildinni í sumar. Hann fékk sig lausan frá Ítalíu eftir strembna dvöl og er snúinn aftur á Hlíðarenda. 18. apríl 2025 11:02 Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Hinn fimmtán ára gamli Sigurður Breki Kárason er yngsti byrjunarliðsmaður í sögu efstu deildar en metið var áður í eigu Eiðs Smára Guðjohnsen, eins besta leikmanns Íslands frá upphafi. Óvænt ánægja að hans sögn. Hæfileikana fær hann frá móður sinni. 16. apríl 2025 07:33 Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Enski boltinn Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjá meira
Alexander, sem var aðeins 14 ára þegar hann spilaði fyrsta deildarleik sinn í fyrra, fagnaði 15 ára afmæli í síðustu viku. Hann skoraði svo tvö mörk og átti stóran þátt í sjálfsmarki gestanna í Vesturbænum í dag, í 11-0 risasigri KR gegn 5. deildarliði KÁ úr Hafnarfirði. Hinn 15 ára Skarphéðinn Gauti Ingimarsson var meðal táninga sem fengu mínútur í liði KR í dag.Hilmar Þór Alexander var ekki eini táningurinn sem skoraði fyrir KR í dag því hinn 15 ára gamli Sigurður Breki skoraði eitt mark. Hinn 18 ára gamli Róbert Elís Hlynsson, sem kom frá ÍR í vetur, gerði tvö mörk með skömmu millibili í seinni hálfleiknum. Fyrirliðinn Aron Sigurðarson skoraði einnig tvö mörk og þeir Guðmundur Andri Tryggvason, Luke Rae og Eiður Gauti Sæbjörnsson eitt mark hver. 🥛KR 11 - KÁ 0Mörkin úr leik KR gegn KÁ⚽️⚽️⚽️Alexander Rafn Pálmason⚽️⚽️Aron Sigurðarson⚽️⚽️ Róbert Elís Hlynsson⚽️Sigurður Breki Kárason⚽️Luke Rae⚽️Eiður Gauti Sæbjörnsson⚽️Guðmundur Andri Tryggvason pic.twitter.com/naWKIp8RUB— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 19, 2025 Adam Ægir skoraði í fyrsta leik Við Nettóhöllina í Reykjanesbæ unnu Valsmenn 3-1 sigur gegn Grindavík, eftir að staðan hafði verið jöfn, 1-1, í hálfleik. Norðmennirnir Marius Lundemo og Markus Nakkim, sem Valur fékk í vetur, skoruðu báðir fyrir Val í dag auk Adams Ægis Pálssonar sem er mættur aftur á Hlíðarenda frá Ítalíu og strax farinn að láta til sín taka. Adam Árni Róbertsson skoraði mark Lengjudeildarliðs Grindavíkur sem nú er fallið úr leik. 🥛Grindavík 1 - 3 Valur⚽️Marius Lundemo '20⚽️Adam Árni Róbertsson '45⚽️Markus Lund Nakkim '49⚽️ Adam Ægir Pálsson '78 pic.twitter.com/GopqOivRYV— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 19, 2025 Upplýsingar um markaskorara eru af Fótbolta.net. Af myndbandi má þó sjá að eitt marka KR, sem talið var mark Alexanders Rafns Pálmasonar, var sjálfsmark.
Mjólkurbikar karla Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Knattspyrnumaðurinn Adam Ægir Pálsson leikur með Val í Bestu deildinni í sumar. Hann fékk sig lausan frá Ítalíu eftir strembna dvöl og er snúinn aftur á Hlíðarenda. 18. apríl 2025 11:02 Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Hinn fimmtán ára gamli Sigurður Breki Kárason er yngsti byrjunarliðsmaður í sögu efstu deildar en metið var áður í eigu Eiðs Smára Guðjohnsen, eins besta leikmanns Íslands frá upphafi. Óvænt ánægja að hans sögn. Hæfileikana fær hann frá móður sinni. 16. apríl 2025 07:33 Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Enski boltinn Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjá meira
Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Knattspyrnumaðurinn Adam Ægir Pálsson leikur með Val í Bestu deildinni í sumar. Hann fékk sig lausan frá Ítalíu eftir strembna dvöl og er snúinn aftur á Hlíðarenda. 18. apríl 2025 11:02
Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Hinn fimmtán ára gamli Sigurður Breki Kárason er yngsti byrjunarliðsmaður í sögu efstu deildar en metið var áður í eigu Eiðs Smára Guðjohnsen, eins besta leikmanns Íslands frá upphafi. Óvænt ánægja að hans sögn. Hæfileikana fær hann frá móður sinni. 16. apríl 2025 07:33