Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Alltaf vonbrigði að tapa, við vorum sjálfum okkur verstir í þessum leik. Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir tap sinna manna gegn Víkingum. Lokatölur 3-1. Íslenski boltinn 11.5.2025 21:52
„Þurftum að grafa djúpt” Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, var ánægður að hafa náð í þrjú stig norðan heiða með 1-0 sigri gegn KA fyrr í dag. Íslenski boltinn 11.5.2025 21:31
Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Víkingar komu sér aftur á toppinn í Bestu deildinni eftir 3-1 sigur á FH í kvöld. Tólfta tap FH í röð gegn Víkingum, sem virðast vera með heljartak á Hafnfirðingum. Íslenski boltinn 11.5.2025 18:30
Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Íslenski boltinn 11.5.2025 16:46
Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Þetta var góður dagur fyrir Stefán Inga Sigurðarson og Sveinn Aron Guðjohnsen í norska fótboltanum. Báðir skoruðu þeir og hjálpuðu sínum liðum að ná í þrjú stig. Fótbolti 11. maí 2025 17:04
Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Daníel Tristan Guðjohnsen lagði upp annað mark Malmö í 4-1 útisigri á Degerfors. Þá lagði Mikael Neville Anderson upp eina mark AGF í 1-3 tapi gegn Randers. Fótbolti 11. maí 2025 16:28
Sjáðu draumamark Ísaks Andra Ísak Andri Sigurgeirsson skoraði heldur betur glæsilegt mark þegar Norrköping gerði 1-1 jafntefli við Hammarby á útivelli í efstu deild sænska fótboltans. Markið má sjá hér að neðan. Fótbolti 11. maí 2025 14:27
Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Lokaumferð efstu deildar kvenna í Þýskalandi fór fram í dag. Þar voru þónokkrar íslenskar landsliðskonur í aðalhlutverki. Fótbolti 11. maí 2025 13:59
Barcelona með níu fingur á titlinum Barcelona vann magnaðan 4-3 sigur á Real Madríd eftir að lenda 0-2 undir þegar liðin mættust í La Liga, efstu deild spænska fótboltans. Með sigrinum eru Börsungar komnir með níu fingur á Spánarmeistaratitilinn sem Real vann á síðustu leiktíð. Fótbolti 11. maí 2025 13:48
Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Newcastle United er komið upp í 3. sæti ensku úrvalsdeildar karla eftir 2-0 sigur á Chelsea. Sigurinn gæti haft áhrif á drauma Chelsea um að leika í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Enski boltinn 11. maí 2025 13:09
Enn eitt tapið á Old Trafford Manchester United mátti þola enn eitt tapið á heimavelli sínum Old Trafford þegar West Ham United kom í heimsókn. Um var að ræða 17. deildartap liðsins á leiktíðinni. Enski boltinn 11. maí 2025 12:48
Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga Flestir af bestu leikmönnum Tottenham Hotspur sátu á varamannabekknum þegar liðið tapaði 0-2 á heimavelli fyrir Crystal Palace í Lundúnaslag ensku úrvalsdeildar karla. Enski boltinn 11. maí 2025 12:47
„Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Chelsea er Englandsmeistari kvenna í knattspyrnu sjötta árið í röð. Það sem meira er, nú fór liðið taplaust í gegnum alla 22 deildarleiki sína. Enski boltinn 11. maí 2025 11:32
„Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ „Hann byrjaði þetta rosalega rólega en svo kom þetta tandurhreint út,“ sögðu Helena Ólafsdóttir og Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir í kór þegar farið var yfir dómgæslu í Bestu mörkunum að lokinni 5. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta. Íslenski boltinn 11. maí 2025 11:01
Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Í liðinni viku lauk undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu karla í knattspyrnu og nú er ljóst að Inter frá Mílanó á Ítalíu mun mæta París Saint-Germain frá Frakklandi. Bæði lið geta þakkað markvörðum sínum fyrir en báðir voru stórfenglegir milli stanganna í undanúrslitaeinvígum liða sinna. Fótbolti 11. maí 2025 09:02
Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Á fimmtudag og föstudag fór fram heil umferð í Bestu deild kvenna í fótbolta. Fram vann sinn fyrsta leik, Sandra María Jessen komst á blað og Þróttur lagði Val í Reykjavíkurslag. Hér að neðan má sjá öll mörkin að leik Tindastól og Breiðabliks undanskildum. Íslenski boltinn 11. maí 2025 08:02
Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Það var fagnaðarstund í Grindavík á laugardag þegar meistaraflokkur karla í knattspyrnu lék sinn fyrsta heimaleik í háa herrans tíð innan bæjarmarka. Íslenski boltinn 11. maí 2025 07:02
Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Aaron Ramsdale, markvörður Southampton, var hæstánægður með stigið sem liðið sótti gegn Manchester City þegar liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni á laugardag. Með stiginu er ljóst að Dýrlingarnir verða ekki lélegasta lið í sögu deildarinnar ásamt Derby County. Enski boltinn 10. maí 2025 23:30
„Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Skagamenn fengu heldur betur skell á Hlíðarenda í kvöld þegar þeir heimsóttu Valsmenn í sjöttu umferð Bestu deild karla. Valsmenn kjöldrógu Skagamenn og fóru með sannfærandi 6-1 sigur af hólmi. Þung niðurstaða fyrir gestina. Sport 10. maí 2025 22:06
Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Alexander Rafn Pálmason var í skýjunum og brosti út að eyrum eftir sigurleik sinna manna í KR á ÍBV, lokatölur 4-1. Skiljanlega, þar sem Alexander Rafn var að byrja sinn fyrsta leik í Bestu deildinni og ekki nóg með það þá varð hann yngsti markaskorari í sögu efstu deildar á Íslandi eftir að hann skoraði fyrsta mark leiksins. Íslenski boltinn 10. maí 2025 21:49
Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Kristian Nökkvi Hlynsson átti sannkallaðan stórleik þegar Sparta Rotterdam vann 3-0 útisigur á Almere City í efstu deild hollenska fótboltans. Fótbolti 10. maí 2025 21:24
Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Valur tók á móti ÍA í sjöttu umferð Bestu deild karla á N1 vellinum á Hlíðarenda í kvöld. Eftir vonbrigðar tap í síðustu umferð mættu Valsmenn heldur betur einbeitir til leiks í kvöld gegn Skagamönnum og fóru með öruggan sigur af hólmi 6-1. Íslenski boltinn 10. maí 2025 21:08
Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Cecilía Rán Rúnarsdóttir stóð vaktina í marki Inter þegar liðið lagði Ítalíumeistara Juventus í lokaumferð deildarinnar. Sem besti markvörður deildarinnar var við hæfi að Cecilía Rán hélt marki sínu hreinu. Fótbolti 10. maí 2025 20:42
Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild FC Kaupmannahöfn hefur tryggt sér sæti í næstefstu deild danska kvenna fótboltans á næsta ári. Það gerði liðið með 3-2 sigri á AaB. Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir byrjaði leikinn fyrir FCK. Fótbolti 10. maí 2025 20:01
Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Alexander Rafn Pálmason varð í kvöld yngsti byrjunarliðsmaður í sögu efstu deildar karla í knattspyrnu. Ekki nóg með það heldur er hann einnig yngsti markaskorari í sögu efstu deildar. Íslenski boltinn 10. maí 2025 19:27