Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Roy Hodgson segir að hann muni aldrei alveg jafna sig á tapi Englands gegn Íslandi á Evrópumótinu í fótbolta 2016. Á tæplega hálfrar aldar ferli sínum sem knattspyrnustjóri þá sé erfiðast að lifa með því tapi. Fótbolti 12.9.2025 07:57
Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótboltamaðurinn Ruben Neves sendi frá sér harðorðan pistil vegna myndar sem portúgalska tímaritið TV Guia setti á forsíðu og þótti gefa í skyn að hann ætti í ástarsambandi við ekkju Diogo Jota, náins vinar hans til margra ára. Fótbolti 12.9.2025 07:32
Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Lucas Akins er hluti af leikmannahóp Mansfield Town í ensku C-deildinni þrátt fyrir að vera í fangelsi fyrir manndráp af gáleysi. Enski boltinn 12.9.2025 07:07
Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Diljá Ýr Zomers og stöllur hennar í Brann gerðu sér lítið fyrir og lögðu Manchester United í undankeppni Meistaradeildar Evrópu kvenna í fótbolta. Áhorfendamet var sett á leiknum. Fótbolti 11. september 2025 18:58
Ólafur Ingi öruggur í starfi Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari íslenska U-21 árs landsliðs drengja í fótbolta, er öruggur í starfi. Fótbolti 11. september 2025 18:02
Martial á leið til Mexíkó Anthony Martial, fyrrverandi framherji Manchester United, er á leið til Monterrey í Mexíkó. Fótbolti 11. september 2025 17:02
Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum ÍA, botnlið Bestu deildar karla í fótbolta, gerði sér lítið fyrir og lagði Íslandsmeistara Breiðabliks 3-0 í kvöld. Um er að ræða annan sigur Skagamanna á Blikum í sumar en fyrri leik liðanna í Kópavogi lauk með 4-1 sigri gulra. Íslenski boltinn 11. september 2025 16:16
Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Ash Thompson, þjálfari kvennaliðs Sheffield United, hefur verið vikið tímabundið frá störfum. Ástæðan liggur ekki fyrir. Enski boltinn 11. september 2025 15:31
Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Ölstofa Kormáks og Skjaldar hefur komið fyrir sjónvarpi þar sem áður var krítartafla með bjórverði. Eigendur létu verða af því eftir að hafa rætt málið í 22 ár. Einhvern veginn verði að halda kúnnum í húsi þegar áfengisgjald hækkar stöðugt. Ölstofan sé þó ekki að breytast í sportbar. Lífið 11. september 2025 15:14
„Menn þurfa að fara að átta sig á því“ „Það er mikil spenna og langt síðan við höfum spilað leik. Við erum ferskir og klárir í slaginn,“ segir Viktor Jónsson, framherji ÍA, um leik liðsins við Breiðablik í Bestu deild karla í kvöld. Skagamenn eru með bakið upp við vegg fyrir leik kvöldsins. Íslenski boltinn 11. september 2025 12:03
Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Danski fótboltamaðurinn Christian Eriksen er genginn í raðir Wolfsburg. Hann hefur verið án félags síðan hann yfirgaf Manchester United eftir síðasta tímabil. Fótbolti 11. september 2025 11:30
Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Chelsea stendur nú frammi fyrir 74 ákærum frá enska knattspyrnusambandinu, fyrir brot á fjármálareglum í eigendatíð Romans Abramovich. Enski boltinn 11. september 2025 11:01
Fullnaðarsigur Arnars Dómur Landsréttar í máli Arnars Grétarssonar gegn KA stendur óhaggaður. Hæstiréttur hafnaði kröfu KA um að taka málið fyrir. Íslenski boltinn 11. september 2025 10:46
Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Annað af tveimur fórnarlömbum Raúl Asencio, leikmanns Real Madrid sem er ákærður fyrir kynferðisbrot, hefur fyrirgefið honum eftir að hann gekkst við brotinu og dregið ákæruna til baka. Fótbolti 11. september 2025 10:30
Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur West Ham lét hinn fertuga Lukasz Fabianski fara í sumar þegar samningur hans rann út eftir sjö ár hjá félaginu, en hefur nú í neyð kallað á krafta markmannsins aftur. Enski boltinn 11. september 2025 08:59
Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Adrien Rabiot er óvinsæll í heimalandinu Frakklandi en er nú mættur til Ítalíu þar sem hann verður kynntur sem nýr leikmaður AC Milan. Fótbolti 11. september 2025 08:31
Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Líf knattspyrnustjórans Steves Evans, sem hefur komið víða við í neðri deildunum á Englandi, hefur tekið stakkaskiptum undanfarna mánuði. Enski boltinn 11. september 2025 07:02
Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Franco Mastantuono er nafnið á allra vörum í Argentínu. Ungstirnið efnilega sem Real Madrid keypti í sumar spilaði landsleik í gærkvöldi, fékk treyju númer 10 lánaða frá Lionel Messi og sló í leiðinni met Diego Maradona. Fótbolti 10. september 2025 23:30
Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Þrátt fyrir að skora aðeins fjórtán mörk í átján leikjum og þrjú stig hafi verið dregin af liðinu flaug Ekvador örugglega inn á HM 2026. Fótbolti 10. september 2025 22:45
Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Samkvæmt útreikningum ofurtölvu Opta tölfræðiveitunnar er Liverpool líklegast til að standa uppi sem sigurvegari í Meistaradeild Evrópu næsta vor. Fótbolti 10. september 2025 21:17
„Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Það hefur ekki gengið nægilega vel hjá Mauricio Pochettino síðan hann tók við þjálfun bandaríska landsliðsins. Fótbolti 10. september 2025 16:46
„Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Eftir að hafa tapað nokkuð óvænt gegn Bólivíu í gærkvöldi tók forseti brasilíska knattspyrnusambandsins til máls og kenndi nánast öllum öðrum en leikmönnum liðsins um. Fótbolti 10. september 2025 15:15
Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Fyrrum dómarinn David Coote, sem saug kókaín og lét gamminn geysa um Jurgen Klopp, hefur verið ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni. Enski boltinn 10. september 2025 13:31
Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Stuðningsmenn úkraínska liðsins Dynamo Kyiv eru æfir af reiði þar sem félagið var að semja við afar umdeildan leikmann. Fótbolti 10. september 2025 13:02