Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

„Vonandi fáum við fulla stúku í dag“

Söguleg stund mun eiga sér stað síðar í dag þegar FHL tekur á móti Val. Verður það í fyrsta sinn sem úrvalsdeildar fótboltaleikur fer fram á Austurlandi síðan 1994, fimm árum áður en elsti leikmaður liðsins fæddist.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Vand­ræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og rusla­haugur“

Framkvæmdir við nýjan aðalvöll KR hafa gengið hægar en vonast var til og fyrstu tveir heimaleikir liðsins voru færðir á annan völl. Samkvæmt núverandi plani á sá þriðji að fara fram á nýjum aðalvelli en framkvæmdastjóri félagsins telur það þó ólíklegt. Stefnt er frekar á að vígja völlinn í lok maí eða byrjun júní, en hann slær einnig varnagla við þær dagsetningar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Saka ekki al­var­lega meiddur

Bukayo Saka er ekki alvarlega meiddur segir Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, eftir að vængmaðurinn fór af velli í 4-0 sigri liðsins á fallkandídötum Ipswich Town.

Enski boltinn
Fréttamynd

Ást­björn missir af næstu leikjum KR

Ástbjörn Þórðarson verður frá í einhvern tíma eftir að verða fyrir meiðslum í leik KR og Vals í Bestu deild karla á dögunum. Fjölmargir leikmenn KR hafa verið frá vegna meiðsla en það ættu nokkrir að vera snúnir aftur fyrir leik liðsins gegn FH í miðri viku.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Val­ver­de bjargaði vondri viku

Lengi getur vont versnað og þannig leit það lengi vel út fyrir Real Madríd í kvöld. Eftir að falla úr Meistaradeild Evrópu með skömm virtust Spánarmeistararnir einnig vera að missa Barcelona lengra fram úr sér, allt þangað til Federico Valverde steig upp í blálokin.

Fótbolti
Fréttamynd

Evrópu­meistararnir fóru ham­förum

Evrópumeistarar Barcelona lögðu Chelsea sannfærandi 4-1 í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Chelsea á verk að vinna ætli liðið sér að landa fernunni en það stefnir í að liðið vinni alla titlana sem í boði eru á Englandi.

Fótbolti
Fréttamynd

„Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“

Ruben Amorim var eðlilega ekki sáttur þegar hann ræddi við fjölmiðla eftir enn eitt tap Manchester United, að þessu sinni á heimavelli gegn annars slöku liði Wolves. Úlfarnir unnu 1-0 útisigur á Old Trafford og benti Portúgalinn á að ef lið hans skorar ekki mörk þá getur það ekki unnið leiki.

Enski boltinn
Fréttamynd

Trent tryggði sigurinn gegn lán­lausu liði Leicester

Trent Alexander-Arnold tryggði Liverpool 1-0 útisigur gegn Leicester City í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Gestirnir eru með níu fingur á meistaratitlinum á meðan Refirnir eru endanlega fallnir niður í B-deildina þó enn séu fimm umferðir eftir.

Enski boltinn