Íslenski boltinn

Fót­bolta­mamma Ís­lands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“

Í kjöl­far góðs árangurs á ný­af­stöðnu tíma­bili er ljóst að bræðurnir Magnús Már og Anton Ari Einars­synir munu mætast í Bestu deildinni í fót­bolta á næsta tíma­bili. Staða sem setur fjöl­skyldu þeirra í erfiða stöðu. „Þetta verður mjög skrítið. Ég verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ segir Hanna Símonar­dóttir móðir þeirra.

Íslenski boltinn

Eiður Aron riftir við Vestra

Eiður Aron Sigurbjörnsson er samkvæmt heimildum Fótbolti.net með lausan samning eftir að hafa rift samningi sínum við Vestra eftir að tímabilinu í Bestu deild karla í fótbolta lauk.

Íslenski boltinn

Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“

„Ég hef náð öllu því sem ég vildi úr ferlinum," segir ný­krýndi Ís­lands­meistarinn með Breiða­bliki, Arnór Sveinn Aðalsteinsson sem hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna og taka við starfi aðstoðarþjálfara hjá Íslandsmeistaraliðinu. Arnór er sáttur í eigin skinni með ákvörðunina og reiðubúinn til þess að gefa allt sem hann á í nýja starfið.

Íslenski boltinn

Túfa stýrir Val á næsta tíma­bili

Engar þjálfara­breytingar munu eiga sér stað hjá karla­liði Vals í fót­bolta milli tíma­bila. Sr­djan Tufegdzic, sem tók við þjálfara­stöðunni á Hlíðar­enda í ágúst fyrr á þessu ári eftir að Arnari Grétars­syni hafði verið sagt upp störfum, verður á­fram þjálfari liðsins.

Íslenski boltinn

„Lang­besta liðið í þessari deild“

„Við sóttum bara það sem við erum búnir að ætla okkur í allt sumar og sýndum bara að við erum langbesta liðið í þessari deild. Það eiga allir risahrós skilið, virkilega vel gert,“ sagði Íslandsmeistarinn Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks. Breiðablik mætti á heimavöll ríkjandi Íslandsmeistara Víkings og vann afar sannfærandi 3-0 sigur til að tryggja titilinn. 

Íslenski boltinn