„Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 21. apríl 2025 12:31 Björgvin Karl Gunnarsson segir mikla spenna meðal íbúa Austurlands fyrir fyrsta heimaleiknum. Austurfrétt Söguleg stund mun eiga sér stað síðar í dag þegar FHL tekur á móti Val. Verður það í fyrsta sinn sem úrvalsdeildar fótboltaleikur fer fram á Austurlandi síðan 1994, fimm árum áður en elsti leikmaður liðsins fæddist. Erfitt verkefni en vonandi full stúka FHL tryggði sér sæti í efstu deild fyrir tímabilið og hefur þegar leikið einn leik, 1-0 tap gegn Tindastóli á Sauðárkróki. Framundan í dag er fyrsti heimaleikurinn, gegn bikarmeisturum Vals. „Það leggst bara mjög vel í okkur. Alveg frábært og vonandi fáum við fulla stúku í dag“ sagði Björgvin Karl Gunnarsson, þjálfari FHL, í samtali við Vísi. „Það verður erfitt verkefni að vinna Val en við ætlum að reyna að setja leikinn upp þannig að við fáum eitthvað út úr honum. Vonandi gengur það eftir“ sagði hann einnig. Fólkið flykkist bakvið liðið Elsti leikmaður FHL er Keelan Terrell, fædd 1999, fimm árum eftir að Höttur féll árið 1994, síðasta fótboltaliðið frá Austurlandi til að leika í efstu deild. Á 31 ári hefur eðlilega myndast mikil spenna meðal íbúa Austurlands að eiga aftur lið í efstu deild. „Já við erum farin að finna fyrir því. Síðustu vikur hefur fólk farið að flykkjast á bak við okkur, hjálpa okkur að gera allt klárt fyrir mótið og ég er bara mjög spenntur að sjá mætinguna í dag.“ Heimavöllurinn í höllinni FHL leikur sína heimaleiki inni í Fjarðarbyggðarhöllinni á Reyðarfirði, eina völlinn á Austurlandi sem stenst skoðun að svo stöddu. „Hins vegar eru nýir gervigrasvellir á Egilsstöðum og Neskaupsstað sem eru mjög flottir en það vantar stúku og betri búningsklefa… Við vitum að það er verið að gera stúku á Fellavöllinn [á Egilsstöðum], þá er ekki eftir nema að lappa upp á búningsaðstöðu. Svo á að gera það sama á Neskaupsstað, það verður gerð stúka þar líka.“ Þannig að þið fáið bráðum bara að velja á milli heimavalla, eftir því hvernig vindur blæs og lognið liggur? „Jájá, getum valið bara, eftir því hvað hentar best“ sagði Björgvin að lokum léttur í bragði. Fjallað var um FHL í þáttunum Lengsta undirbúningstímabil í heimi. Brot úr þættinum má sjá hér fyrir neðan. Leikur FHL og Vals verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 5 klukkan 16:50. Besta deild kvenna FHL Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Fleiri fréttir „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Sjá meira
Erfitt verkefni en vonandi full stúka FHL tryggði sér sæti í efstu deild fyrir tímabilið og hefur þegar leikið einn leik, 1-0 tap gegn Tindastóli á Sauðárkróki. Framundan í dag er fyrsti heimaleikurinn, gegn bikarmeisturum Vals. „Það leggst bara mjög vel í okkur. Alveg frábært og vonandi fáum við fulla stúku í dag“ sagði Björgvin Karl Gunnarsson, þjálfari FHL, í samtali við Vísi. „Það verður erfitt verkefni að vinna Val en við ætlum að reyna að setja leikinn upp þannig að við fáum eitthvað út úr honum. Vonandi gengur það eftir“ sagði hann einnig. Fólkið flykkist bakvið liðið Elsti leikmaður FHL er Keelan Terrell, fædd 1999, fimm árum eftir að Höttur féll árið 1994, síðasta fótboltaliðið frá Austurlandi til að leika í efstu deild. Á 31 ári hefur eðlilega myndast mikil spenna meðal íbúa Austurlands að eiga aftur lið í efstu deild. „Já við erum farin að finna fyrir því. Síðustu vikur hefur fólk farið að flykkjast á bak við okkur, hjálpa okkur að gera allt klárt fyrir mótið og ég er bara mjög spenntur að sjá mætinguna í dag.“ Heimavöllurinn í höllinni FHL leikur sína heimaleiki inni í Fjarðarbyggðarhöllinni á Reyðarfirði, eina völlinn á Austurlandi sem stenst skoðun að svo stöddu. „Hins vegar eru nýir gervigrasvellir á Egilsstöðum og Neskaupsstað sem eru mjög flottir en það vantar stúku og betri búningsklefa… Við vitum að það er verið að gera stúku á Fellavöllinn [á Egilsstöðum], þá er ekki eftir nema að lappa upp á búningsaðstöðu. Svo á að gera það sama á Neskaupsstað, það verður gerð stúka þar líka.“ Þannig að þið fáið bráðum bara að velja á milli heimavalla, eftir því hvernig vindur blæs og lognið liggur? „Jájá, getum valið bara, eftir því hvað hentar best“ sagði Björgvin að lokum léttur í bragði. Fjallað var um FHL í þáttunum Lengsta undirbúningstímabil í heimi. Brot úr þættinum má sjá hér fyrir neðan. Leikur FHL og Vals verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 5 klukkan 16:50.
Besta deild kvenna FHL Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Fleiri fréttir „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Sjá meira