Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar 10. apríl 2025 08:03 Það er kannski mikilvægt á þessum tímapunkti að minna á þá orðræðu sem við í Framsókn í Reykjavík höfum talað fyrir á þessu kjörtímabili; Þéttum byggð þar sem það er skynsamlegt, en riðjum líka nýtt land og gerum fleiri lóðir byggingarhæfar. Við þurfum nefnilega að byggja bæði meira og fjölbreyttar. Þetta er í sjálfu sér ekki flókið. Sem íbúi í Seljahverfinu í Breiðholti vil ég benda á að í hverfinu eru tveir frábærir skólar. Það eru Ölduselsskóli, og svo besti grunnskóli í heimi, gamli skólinn minn; Seljaskóli. Þétting byggðar í Seljahverfi kann að hljóma eins og hin allra besta hugmynd, en við verðum að hafa í huga að hverfið er að yngjast, barnafólki er að fjölga þarna aftur og skólarnir verða þéttar setnir á næstu árum en þeir hafa verið núna - og er þó ansi þétt setinn bekkurinn. Við skulum líka ekki gleyma að í öllum hverfum er þörf á einhverjum grænum blettum, grænum svæðum. Það ríkir gríðarleg ánægja með Seljahverfið eins og það er - og í raun Breiðholtið allt. Breiðhyltingar eru stoltir af hverfinu sínu og njóta þess að vera þarna úti við leik og hreyfingu. En það þýðir ekki að það megi ekkert byggja - heldur verðum við að gera það í takt við útlit og anda hverfisins, vilja íbúa og þróa áfram grænu svæðin þannig að þau nýtist íbúum sem best. Við getum gert bæði. Gleymum því ekki að fólk sem býr í Breiðholti býr í dag við bílastæðaskort. Sá skortur hefur verið viðvarandi frá upphafi, þar sem fleiri íbúðir voru byggðar á flestum reitum en upphaflega var áætlað. Það er því full ástæða til þess að minna alla kjörna fulltrúa á það að hvar sem á að byggja, í Breiðholtinu eða annars staðar, þarf að gera ráð fyrir fleiri bílastæðum en 0,5 á hverja íbúð, enda fæstir að keyra um á hálfum bílum. Það er ekki á bílastæðaskortinn í Breiðholti bætandi. Við þurfum að styðja við raunverulegt val fólks til ferðamáta. Að lokum, þegar kemur að þéttingu, þá þarf að huga að góðu samráði við íbúa þar sem verið er að raska gömlum og grónum hverfum. Þétting má ekki hafa þau áhrif að hún rýri lífsgæði íbúa sem fyrir eru: það verður að hlusta á áhyggjur íbúa hverfanna þegar þær koma upp og vinna að lausnum þar sem mesta sáttin ríkir. Kjörnir fulltrúar þurfa að mæta íbúum með auðmýkt og samtali. Við þurfum að hlusta á sérfræðingana í hverju hverfi, það er íbúana. Höfundur er fyrsti varaborgarfulltrúi Framsóknar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Daníelsson Reykjavík Borgarstjórn Skóla- og menntamál Framsóknarflokkurinn Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Það er kannski mikilvægt á þessum tímapunkti að minna á þá orðræðu sem við í Framsókn í Reykjavík höfum talað fyrir á þessu kjörtímabili; Þéttum byggð þar sem það er skynsamlegt, en riðjum líka nýtt land og gerum fleiri lóðir byggingarhæfar. Við þurfum nefnilega að byggja bæði meira og fjölbreyttar. Þetta er í sjálfu sér ekki flókið. Sem íbúi í Seljahverfinu í Breiðholti vil ég benda á að í hverfinu eru tveir frábærir skólar. Það eru Ölduselsskóli, og svo besti grunnskóli í heimi, gamli skólinn minn; Seljaskóli. Þétting byggðar í Seljahverfi kann að hljóma eins og hin allra besta hugmynd, en við verðum að hafa í huga að hverfið er að yngjast, barnafólki er að fjölga þarna aftur og skólarnir verða þéttar setnir á næstu árum en þeir hafa verið núna - og er þó ansi þétt setinn bekkurinn. Við skulum líka ekki gleyma að í öllum hverfum er þörf á einhverjum grænum blettum, grænum svæðum. Það ríkir gríðarleg ánægja með Seljahverfið eins og það er - og í raun Breiðholtið allt. Breiðhyltingar eru stoltir af hverfinu sínu og njóta þess að vera þarna úti við leik og hreyfingu. En það þýðir ekki að það megi ekkert byggja - heldur verðum við að gera það í takt við útlit og anda hverfisins, vilja íbúa og þróa áfram grænu svæðin þannig að þau nýtist íbúum sem best. Við getum gert bæði. Gleymum því ekki að fólk sem býr í Breiðholti býr í dag við bílastæðaskort. Sá skortur hefur verið viðvarandi frá upphafi, þar sem fleiri íbúðir voru byggðar á flestum reitum en upphaflega var áætlað. Það er því full ástæða til þess að minna alla kjörna fulltrúa á það að hvar sem á að byggja, í Breiðholtinu eða annars staðar, þarf að gera ráð fyrir fleiri bílastæðum en 0,5 á hverja íbúð, enda fæstir að keyra um á hálfum bílum. Það er ekki á bílastæðaskortinn í Breiðholti bætandi. Við þurfum að styðja við raunverulegt val fólks til ferðamáta. Að lokum, þegar kemur að þéttingu, þá þarf að huga að góðu samráði við íbúa þar sem verið er að raska gömlum og grónum hverfum. Þétting má ekki hafa þau áhrif að hún rýri lífsgæði íbúa sem fyrir eru: það verður að hlusta á áhyggjur íbúa hverfanna þegar þær koma upp og vinna að lausnum þar sem mesta sáttin ríkir. Kjörnir fulltrúar þurfa að mæta íbúum með auðmýkt og samtali. Við þurfum að hlusta á sérfræðingana í hverju hverfi, það er íbúana. Höfundur er fyrsti varaborgarfulltrúi Framsóknar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun