Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar 9. apríl 2025 19:31 Við vitum öll að íslenskt samfélag er að breytast á áður óþekktum hraða. Við stöndum frammi fyrir áskorunum sem ekki er lengur hægt að loka augunum fyrir ef ekki á illa að fara. Margir íslenskir ríkisborgarar, eins og ég, komu hingað af sjálfviljug vegna aðdáunar á landi og þjóð. Flest viljum við leggja okkar að mörkum til að byggja og styrkja þetta land í samvinnu allra íbúa með frelsi, stolt og lýðræði að leiðarljósi. En þessar hugmyndir sem laða fólk að hinu fallega Íslandi eru smám saman að dofna í ljósi vandamála, áskorana og ekki síst samkeppni – jafnvel baráttu þeirra sem ættu að geta unnið saman að hagsmunum samfélagsins alls. Er það ekki ástæðan fyrir því að fólk ákveður að taka þátt í stjórnmálum? Er það ekki tilgangurinn með því að vera fulltrúi fólks sem ekki hefur sterka rödd í samfélaginu? Þannig vildi ég nýta rödd mína þegar mér gast tækifæri til að sitja um tíma sem varaþingmaður Flokks fólksins á Alþingi í apríl. Á elsta þingi heims, fyrirmyndinni að því hversu miklu er hægt að áorka með því að ræða saman og leita sameiginlegra lausna. Nauðsynlegar umbætur á menntakerfinu Og það er margt sem þarf að ræða. Auk vel þekktra vandamála eins og varðandi húsnæðismarkaðinn, verðbólgu og græðgi bankanna, sem lifa á kostnað lántakenda, eru líka sérstakar áskoranir fyrir ákveðna hópa samfélagsins. Nýleg verkföll kennara hafa sýnt okkur að menntakerfið þarfnast umbóta. Það er ekki lengur í takti við þann veruleika að stór hluti nemenda talar ekki íslensku. Fjölga verður faglærðum kennurum, sálfræðingum og sérfræðingum. Þessir sérfræðingar eru til staðar hér á Íslandi – fleiri en okkur kannski grunar - en því miður tala sumir þeirra ekki íslensku. Þar með er þetta fólk útilokað frá ýmsum störfum, þrátt fyrir að hafa menntun og reynslu sem munað getur um og stytt biðlista eftir þjónustu. Þegar ég kom hingað talaði ég ekki orð í íslensku en fékk samt tækifæri og traust til að nýta mína menntun og reynslu í vinnu með börnum. Hér eru talmeinafræðingar, sálfræðingar og þjálfarar sem gætu hjálpað börnum og foreldrum sem tala sama tungumál – eða að minnsta kosti nægilega góða ensku. Hversu mörg vandamál yrðu leyst með aðstoð menningartengiliða – fólks sem hefur búið hér í mörg ár og kann að brúa bilið milli menningar upprunalandsins síns og íslenskrar menningar? Það er allt annað að fá ráð frá samlöndum sem þegar hafa reynslu af nýja landinu en frá Íslendingi sem er erfitt að treysta til að byrja með, vegna tungumála- og menningarlegra hindrana. Stórbæta þarf túlkaþjónustu Og hvað með börn sem koma frá stríðshrjáðum svæðum? Við hverja eiga þau auðveldara með að tala og opna sig? Treysta þau frekar einhverjum sem þau tala við í gegnum túlka, eða einhverjum sem talar þeirra eigið tungumál og deilir sambærilegri reynslu – jafnvel bara þeirri tilfinningu að vera týndur í nýju landi sem þau skilja ekki? Túlkaþjónusta er annað mál sem Alþingi ætti að setja reglur um – of mörg mikilvæg fundargögn eru þýdd af tilviljanakenndu fólki sem hefur ekki nægjanlegan orðaforða á sérhæfðum sviðum eins og í menntamálum, heilbrigðisþjónustu og félagsmálum. Margir íslenskir ríkisborgarar af erlendum bergi brotnir vilja læra tungumálið en hafa hvorki fjármagn, tíma né orku til þess. Þriggja barna foreldri getur átt erfitt með að finna tíma og kraft til að læra íslensku eftir vinnu – oft eftir aðra eða þriðju vinnu. Íslenska er ekki auðvelt tungumál. Fjárfestum í framtíðinni Væri fjárfesting í ókeypis tungumála- og menningarnámskeiðum á vinnutíma ekki arðbær til lengri tíma litið? Væri ekki betra að fjárfesta í menntun barna og fullorðinna í stað þess að greiða síðar fyrir atvinnuleysi, veikindi og kulnun hjá fólki sem getur ekki haldið út í tvöfaldri og jafnvel þrefaldri vinnu í mörg ár til að tryggja fjölskyldu sinni mannsæmandi líf? Því skiptir ekki máli hvaðan við komum, hvort við tölum með hreim eða ekki. Það sem sameinar okkur er ástin á þessu landi. Sumir hafa elskað það í áratugi, aðrir í nokkur ár, en okkur er öllum annt um framtíð þess. Börnin okkar vaxa hér upp og munu sameiginlega fara inn á vinnumarkað framtíðarinnar. Það er undir okkur komið hvernig við undirbúum þau fyrir það. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flokkur fólksins Innflytjendamál Íslensk tunga Mest lesið Sjómenn til hamingju! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Leyfum mennskunni að sigra Anna Hildur Hildibrandsdóttir Skoðun Fjölskyldan fyrst Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Landbúnaður á tímamótum – Við þurfum nýja stefnu Guðjón Sigurbjartsson Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas Skoðun Skoðun Skoðun Landbúnaður á tímamótum – Við þurfum nýja stefnu Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Sjómenn til hamingju! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leyfum mennskunni að sigra Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Fjölskyldan fyrst Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Sjá meira
Við vitum öll að íslenskt samfélag er að breytast á áður óþekktum hraða. Við stöndum frammi fyrir áskorunum sem ekki er lengur hægt að loka augunum fyrir ef ekki á illa að fara. Margir íslenskir ríkisborgarar, eins og ég, komu hingað af sjálfviljug vegna aðdáunar á landi og þjóð. Flest viljum við leggja okkar að mörkum til að byggja og styrkja þetta land í samvinnu allra íbúa með frelsi, stolt og lýðræði að leiðarljósi. En þessar hugmyndir sem laða fólk að hinu fallega Íslandi eru smám saman að dofna í ljósi vandamála, áskorana og ekki síst samkeppni – jafnvel baráttu þeirra sem ættu að geta unnið saman að hagsmunum samfélagsins alls. Er það ekki ástæðan fyrir því að fólk ákveður að taka þátt í stjórnmálum? Er það ekki tilgangurinn með því að vera fulltrúi fólks sem ekki hefur sterka rödd í samfélaginu? Þannig vildi ég nýta rödd mína þegar mér gast tækifæri til að sitja um tíma sem varaþingmaður Flokks fólksins á Alþingi í apríl. Á elsta þingi heims, fyrirmyndinni að því hversu miklu er hægt að áorka með því að ræða saman og leita sameiginlegra lausna. Nauðsynlegar umbætur á menntakerfinu Og það er margt sem þarf að ræða. Auk vel þekktra vandamála eins og varðandi húsnæðismarkaðinn, verðbólgu og græðgi bankanna, sem lifa á kostnað lántakenda, eru líka sérstakar áskoranir fyrir ákveðna hópa samfélagsins. Nýleg verkföll kennara hafa sýnt okkur að menntakerfið þarfnast umbóta. Það er ekki lengur í takti við þann veruleika að stór hluti nemenda talar ekki íslensku. Fjölga verður faglærðum kennurum, sálfræðingum og sérfræðingum. Þessir sérfræðingar eru til staðar hér á Íslandi – fleiri en okkur kannski grunar - en því miður tala sumir þeirra ekki íslensku. Þar með er þetta fólk útilokað frá ýmsum störfum, þrátt fyrir að hafa menntun og reynslu sem munað getur um og stytt biðlista eftir þjónustu. Þegar ég kom hingað talaði ég ekki orð í íslensku en fékk samt tækifæri og traust til að nýta mína menntun og reynslu í vinnu með börnum. Hér eru talmeinafræðingar, sálfræðingar og þjálfarar sem gætu hjálpað börnum og foreldrum sem tala sama tungumál – eða að minnsta kosti nægilega góða ensku. Hversu mörg vandamál yrðu leyst með aðstoð menningartengiliða – fólks sem hefur búið hér í mörg ár og kann að brúa bilið milli menningar upprunalandsins síns og íslenskrar menningar? Það er allt annað að fá ráð frá samlöndum sem þegar hafa reynslu af nýja landinu en frá Íslendingi sem er erfitt að treysta til að byrja með, vegna tungumála- og menningarlegra hindrana. Stórbæta þarf túlkaþjónustu Og hvað með börn sem koma frá stríðshrjáðum svæðum? Við hverja eiga þau auðveldara með að tala og opna sig? Treysta þau frekar einhverjum sem þau tala við í gegnum túlka, eða einhverjum sem talar þeirra eigið tungumál og deilir sambærilegri reynslu – jafnvel bara þeirri tilfinningu að vera týndur í nýju landi sem þau skilja ekki? Túlkaþjónusta er annað mál sem Alþingi ætti að setja reglur um – of mörg mikilvæg fundargögn eru þýdd af tilviljanakenndu fólki sem hefur ekki nægjanlegan orðaforða á sérhæfðum sviðum eins og í menntamálum, heilbrigðisþjónustu og félagsmálum. Margir íslenskir ríkisborgarar af erlendum bergi brotnir vilja læra tungumálið en hafa hvorki fjármagn, tíma né orku til þess. Þriggja barna foreldri getur átt erfitt með að finna tíma og kraft til að læra íslensku eftir vinnu – oft eftir aðra eða þriðju vinnu. Íslenska er ekki auðvelt tungumál. Fjárfestum í framtíðinni Væri fjárfesting í ókeypis tungumála- og menningarnámskeiðum á vinnutíma ekki arðbær til lengri tíma litið? Væri ekki betra að fjárfesta í menntun barna og fullorðinna í stað þess að greiða síðar fyrir atvinnuleysi, veikindi og kulnun hjá fólki sem getur ekki haldið út í tvöfaldri og jafnvel þrefaldri vinnu í mörg ár til að tryggja fjölskyldu sinni mannsæmandi líf? Því skiptir ekki máli hvaðan við komum, hvort við tölum með hreim eða ekki. Það sem sameinar okkur er ástin á þessu landi. Sumir hafa elskað það í áratugi, aðrir í nokkur ár, en okkur er öllum annt um framtíð þess. Börnin okkar vaxa hér upp og munu sameiginlega fara inn á vinnumarkað framtíðarinnar. Það er undir okkur komið hvernig við undirbúum þau fyrir það. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun