Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar 2. apríl 2025 11:32 Breska þáttaröðin Adolescence slær áhorfsmet á Netflix og hefur vakið fólk til umhugsunar um lífsaðstæður unglinga. Fyrstu skrefin út fyrir öryggi heimilisins eru iðulega stigin áður en nokkur veit af, reynslan leitar börnin uppi þegar við teljum þau í skjóli. Áhrif samfélagsmiðla geta verið ógnvænleg, fyrir börn og fullorðna. Hinir fullorðnu þurfa að skoða eigin umgengni um miðlana. Það er ekki náttúrulögmál að Facebook sé miðlægt fyrir öll félagsleg samskipti. Heimildarmyndin Social Dilemma (2020) var viðvörun og nú bætist við bók Sarah Wynn-Williams, Careless People, um hugarfarið í stjórnun þessa stærsta samfélagsmiðils heims. Hagur fólks og réttlátt samfélag er ekki í fyrirrúmi, athygli og ánetjun er hin dýrmæta söluvara. Það er kominn tími til að ræða hvað við getum gert. Er til dæmis eðlilegt að reikningur á Facebook sé forsenda fyrir þátttöku í félagsstarfi á Íslandi? Er þörf á samfélagsmiðlum? Ef já, þá til hvers? Hver væri óskastaðan? Mér þykir ástæða til að birta kveðjuorð mín við útskrift frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti vorið 2019. Þótt fimm ár séu liðin eru skilaboðin jafngild. Ég hef breytt nöfnum nemendanna. Kæru nemendur Stolt foreldra ykkar og ástvina, framtíð þjóðarinnar, óendanlegt dýrmæti! Gerið þið ykkur grein fyrir því hversu máttug þið eruð? Hvert og eitt ykkar býr yfir miklum krafti til að hafa áhrif. Og ef nokkur ykkar tækju sig saman, gætuð þið breytt heiminum. Hin unga sænska stúlka, Greta Thunberg, er gott dæmi um það hvernig hægt er að breyta heiminum. Hvernig virkjum við kraftinn sem í okkur býr? Með því að verja reglulega tíma með okkur sjálfum. Því okkar innri rödd segir okkur hvað skiptir mestu máli. Gyrðir Elíasson fjallar í ljóði um mátt einverunnar: Hugleiðing Líklega er einmanaleikinn nokkuð góður kennari ef maður heldur það út að sitja í langdregnum tímunum hjá honum En hann mætti forfallast oftar mín vegna Það er svo magnað að bestu fáanlegar kennslustundir eru stundir sem við eyðum með okkur sjálfum. Best er að ganga eða dvelja úti í náttúrunni og hafa engin hljóð í eyrunum. Þá heyrum við eintal sálar okkar. Úr einverunni fáum við svör við því sem skiptir máli í lífinu. Verið dugleg að sækja kennslustundir hjá einmanaleikanum! En passið ykkur á sefjun samfélagsmiðlanna! Sjálf hef ég lokað öllum reikningum á samfélagsmiðlum. Tók þátt í Facebook frá upphafi stofnaði reikning 2007 og hafði stofnað My space-reikning þar á undan. Þá var þetta spennandi, tákn um nýja tíma, saklaust. Síðan breyttist sýn mín á Facebook og aðra samfélagsmiðla. Mér finnst ískyggilegt að nokkrir einstaklingar úti í heimi, sem eiga þessa stóru samfélagsmiðla hafi upplýsingar í höndunum um okkur öll og séu sífellt að gera sálfræðitilraunir á okkur – að þeir noti bestu fáanlega þekkingu til stýra hegðun okkar – taki jafnvel þátt í að leiða okkur á villigötur. Og að við skulum af fúsum og frjálsum vilja leyfa þeim að nota okkur! Ég lokaði reikningum mínum þann 14. júlí fyrir ári síðan. Á degi frönsku byltingarinnar, degi sem er táknrænn fyrir lýðræðið sem við lifum í hér á Vesturlöndum og veitir okkur svo ótrúlegt frelsi. Facebook, Snapchat og Instagram verða ekki eilíf, ekki frekar en nokkuð annað á Jörðu hér. Allt er breytingum háð. En við getum sjálf haft ótrúlega mikil áhrif á að hlutir breytist hratt til hins betra. Er ekki þjóðráð að forrita nýjan samfélagsmiðil? Við gætum byrjað hér á Íslandi. Búið til nýjan miðil sem safnar hvorki né selur aðgang að persónuupplýsingum okkar? Sem nýtir ekki djúpsálfræði til að ginna okkur? Hvað segið þið, Agnes, Magnús og Pétur? Getið þið ekki rætt þetta við kennara ykkar og samnemendur í tölvunarfræðinni þegar þið komið upp í háskóla? Facebook varð til í háskólasamfélagi fyrir rúmum tíu árum. Það er vel hægt að endurtaka leikinn, en gæta þess að hanna heiðarlegan miðil sem ekki er búinn til í þeim tilgangi að stjórna hegðun okkar. Vörum okkur á sefjun samfélagsmiðlanna! Hugsum sjálfstætt og hlustum á okkar innri rödd! Kæru nemendur! Góða ferð út í lífið. Megi blessun fylgja ykkur alla tíð! Höfundur er skólameistari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Símanotkun barna Skóla- og menntamál Grunnskólar Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Breska þáttaröðin Adolescence slær áhorfsmet á Netflix og hefur vakið fólk til umhugsunar um lífsaðstæður unglinga. Fyrstu skrefin út fyrir öryggi heimilisins eru iðulega stigin áður en nokkur veit af, reynslan leitar börnin uppi þegar við teljum þau í skjóli. Áhrif samfélagsmiðla geta verið ógnvænleg, fyrir börn og fullorðna. Hinir fullorðnu þurfa að skoða eigin umgengni um miðlana. Það er ekki náttúrulögmál að Facebook sé miðlægt fyrir öll félagsleg samskipti. Heimildarmyndin Social Dilemma (2020) var viðvörun og nú bætist við bók Sarah Wynn-Williams, Careless People, um hugarfarið í stjórnun þessa stærsta samfélagsmiðils heims. Hagur fólks og réttlátt samfélag er ekki í fyrirrúmi, athygli og ánetjun er hin dýrmæta söluvara. Það er kominn tími til að ræða hvað við getum gert. Er til dæmis eðlilegt að reikningur á Facebook sé forsenda fyrir þátttöku í félagsstarfi á Íslandi? Er þörf á samfélagsmiðlum? Ef já, þá til hvers? Hver væri óskastaðan? Mér þykir ástæða til að birta kveðjuorð mín við útskrift frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti vorið 2019. Þótt fimm ár séu liðin eru skilaboðin jafngild. Ég hef breytt nöfnum nemendanna. Kæru nemendur Stolt foreldra ykkar og ástvina, framtíð þjóðarinnar, óendanlegt dýrmæti! Gerið þið ykkur grein fyrir því hversu máttug þið eruð? Hvert og eitt ykkar býr yfir miklum krafti til að hafa áhrif. Og ef nokkur ykkar tækju sig saman, gætuð þið breytt heiminum. Hin unga sænska stúlka, Greta Thunberg, er gott dæmi um það hvernig hægt er að breyta heiminum. Hvernig virkjum við kraftinn sem í okkur býr? Með því að verja reglulega tíma með okkur sjálfum. Því okkar innri rödd segir okkur hvað skiptir mestu máli. Gyrðir Elíasson fjallar í ljóði um mátt einverunnar: Hugleiðing Líklega er einmanaleikinn nokkuð góður kennari ef maður heldur það út að sitja í langdregnum tímunum hjá honum En hann mætti forfallast oftar mín vegna Það er svo magnað að bestu fáanlegar kennslustundir eru stundir sem við eyðum með okkur sjálfum. Best er að ganga eða dvelja úti í náttúrunni og hafa engin hljóð í eyrunum. Þá heyrum við eintal sálar okkar. Úr einverunni fáum við svör við því sem skiptir máli í lífinu. Verið dugleg að sækja kennslustundir hjá einmanaleikanum! En passið ykkur á sefjun samfélagsmiðlanna! Sjálf hef ég lokað öllum reikningum á samfélagsmiðlum. Tók þátt í Facebook frá upphafi stofnaði reikning 2007 og hafði stofnað My space-reikning þar á undan. Þá var þetta spennandi, tákn um nýja tíma, saklaust. Síðan breyttist sýn mín á Facebook og aðra samfélagsmiðla. Mér finnst ískyggilegt að nokkrir einstaklingar úti í heimi, sem eiga þessa stóru samfélagsmiðla hafi upplýsingar í höndunum um okkur öll og séu sífellt að gera sálfræðitilraunir á okkur – að þeir noti bestu fáanlega þekkingu til stýra hegðun okkar – taki jafnvel þátt í að leiða okkur á villigötur. Og að við skulum af fúsum og frjálsum vilja leyfa þeim að nota okkur! Ég lokaði reikningum mínum þann 14. júlí fyrir ári síðan. Á degi frönsku byltingarinnar, degi sem er táknrænn fyrir lýðræðið sem við lifum í hér á Vesturlöndum og veitir okkur svo ótrúlegt frelsi. Facebook, Snapchat og Instagram verða ekki eilíf, ekki frekar en nokkuð annað á Jörðu hér. Allt er breytingum háð. En við getum sjálf haft ótrúlega mikil áhrif á að hlutir breytist hratt til hins betra. Er ekki þjóðráð að forrita nýjan samfélagsmiðil? Við gætum byrjað hér á Íslandi. Búið til nýjan miðil sem safnar hvorki né selur aðgang að persónuupplýsingum okkar? Sem nýtir ekki djúpsálfræði til að ginna okkur? Hvað segið þið, Agnes, Magnús og Pétur? Getið þið ekki rætt þetta við kennara ykkar og samnemendur í tölvunarfræðinni þegar þið komið upp í háskóla? Facebook varð til í háskólasamfélagi fyrir rúmum tíu árum. Það er vel hægt að endurtaka leikinn, en gæta þess að hanna heiðarlegan miðil sem ekki er búinn til í þeim tilgangi að stjórna hegðun okkar. Vörum okkur á sefjun samfélagsmiðlanna! Hugsum sjálfstætt og hlustum á okkar innri rödd! Kæru nemendur! Góða ferð út í lífið. Megi blessun fylgja ykkur alla tíð! Höfundur er skólameistari.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar