Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar 27. mars 2025 14:32 Ofbeldi meðal barna og ungmenna hefur aukist hér á landi og tilkynningum um slíkt hefur fjölgað undanfarið. Samhliða hafa áhyggjur almennings af því farið vaxandi og ekki úr vegi að velta hlutunum fyrir sér. Ástæða er til að skoða hvað er til ráða, það þarf vissulega að grípa þá einstaklinga sem beita ofbeldi en ekki síður byggja börnin okkar almennt upp, leiðbeina þeim og kenna markvissa félagsfærni og sjálfsstjórn. Hvernig gerum við það? Við viljum öll börnunum okkar aðeins það besta, öll viljum við að þau standi keik og gangi vel í lífinu en því miður fjölgar þeim börnum sem virðast eiga í erfiðleikum af ýmsu tagi. Margar leiðir má fara til að leiðbeina og þjálfa félagsfærni og sjálfsstjórn. Við erum sjálfsagt mörg sem könnumst við að vera dugleg að segja börnunum okkar hvað á ekki að gera. Ekki hoppa í sófanum, ekki vera í fýlu, ekki segja ljót orð ogsvona mætti lengi telja. Það sem vill gleymast er að leiðbeina börnunum og kenna þeim hvað á að gera í staðinn. Við teljum gjarnan að börn búi yfir færni sem þykir eðlileg í samskiptum, t.d. að hlusta, að fara eftir fyrirmælum, komast að samkomulagi og að hunsa svo eitthvað sé nefnt. Höfum við mögulega gleymt að kenna þeim þessa hluti? Hvernig hlusta ég? Hvað á ég að gera þegar ég vil hunsa neikvæða hegðun annarra? Hvernig berum við okkur að? Er til uppskrift að þessu? Já, við getum bútað þessar litlu athafnir niður í skref og þjálfað börnin í slíkri færni. Því flinkari sem við erum í félagsfærni því líklegra er að við ráðum við ýmis konar aðstæður sem við lendum í þegar við lifum í samfélagi við aðra og lendum þar með síður í vandræðum. Við komumst ekki hjá því að verða ósammála, fá nei þegar við hefðum frekar viljað já eða vera ósátt við ákveðna hluti. Til þess að mæta slíkum aðstæðum með jákvæðri niðurstöðu þurfum við að búa yfir færni sem hjálpar okkur í aðstæðunum. Við þurfum að kunna leiðir til að hlusta, komast að samkomulagi, takast á við tap o.s.frv. Mín ósk er að við sem samfélag tökum höndum saman, kennum börnunum okkar félagsfærni og sjálfsstjórn á markvissan hátt. Til þess þurfum við að sama skapi að tileinka okkur þessa hluti því við erum fyrirmyndir barnanna okkar og það læra börnin sem fyrir þeim er haft. Höfundur er verkefnisstjóri ART teymis Suðurlands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Sjá meira
Ofbeldi meðal barna og ungmenna hefur aukist hér á landi og tilkynningum um slíkt hefur fjölgað undanfarið. Samhliða hafa áhyggjur almennings af því farið vaxandi og ekki úr vegi að velta hlutunum fyrir sér. Ástæða er til að skoða hvað er til ráða, það þarf vissulega að grípa þá einstaklinga sem beita ofbeldi en ekki síður byggja börnin okkar almennt upp, leiðbeina þeim og kenna markvissa félagsfærni og sjálfsstjórn. Hvernig gerum við það? Við viljum öll börnunum okkar aðeins það besta, öll viljum við að þau standi keik og gangi vel í lífinu en því miður fjölgar þeim börnum sem virðast eiga í erfiðleikum af ýmsu tagi. Margar leiðir má fara til að leiðbeina og þjálfa félagsfærni og sjálfsstjórn. Við erum sjálfsagt mörg sem könnumst við að vera dugleg að segja börnunum okkar hvað á ekki að gera. Ekki hoppa í sófanum, ekki vera í fýlu, ekki segja ljót orð ogsvona mætti lengi telja. Það sem vill gleymast er að leiðbeina börnunum og kenna þeim hvað á að gera í staðinn. Við teljum gjarnan að börn búi yfir færni sem þykir eðlileg í samskiptum, t.d. að hlusta, að fara eftir fyrirmælum, komast að samkomulagi og að hunsa svo eitthvað sé nefnt. Höfum við mögulega gleymt að kenna þeim þessa hluti? Hvernig hlusta ég? Hvað á ég að gera þegar ég vil hunsa neikvæða hegðun annarra? Hvernig berum við okkur að? Er til uppskrift að þessu? Já, við getum bútað þessar litlu athafnir niður í skref og þjálfað börnin í slíkri færni. Því flinkari sem við erum í félagsfærni því líklegra er að við ráðum við ýmis konar aðstæður sem við lendum í þegar við lifum í samfélagi við aðra og lendum þar með síður í vandræðum. Við komumst ekki hjá því að verða ósammála, fá nei þegar við hefðum frekar viljað já eða vera ósátt við ákveðna hluti. Til þess að mæta slíkum aðstæðum með jákvæðri niðurstöðu þurfum við að búa yfir færni sem hjálpar okkur í aðstæðunum. Við þurfum að kunna leiðir til að hlusta, komast að samkomulagi, takast á við tap o.s.frv. Mín ósk er að við sem samfélag tökum höndum saman, kennum börnunum okkar félagsfærni og sjálfsstjórn á markvissan hátt. Til þess þurfum við að sama skapi að tileinka okkur þessa hluti því við erum fyrirmyndir barnanna okkar og það læra börnin sem fyrir þeim er haft. Höfundur er verkefnisstjóri ART teymis Suðurlands.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar