Af ákæru að dæma var árásin tvíþætt. Manninum er gefið að sök að stinga annan mann með hníf í bakið. Það hafi hann gert tvívegis og á tveimur mismunandi stöðum.
Fyrir vikið hafi sá sem varð fyrir árásinn hlotið tvo skurði við herðablöð. Þeir munu báðir hafa verið eins sentímetra langir og eins og hálfs sentímetra djúpir.
Fyrir hönd þess krafist að meintur árásarmaður greiði honum fjórar milljónir króna í miskabætur, og 136 þúsund krónur í skaðabætur.